Dagblaðið - 01.09.1976, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 01.09.1976, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. — MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1976. II ## BETRA ER HEY EN HAGI ## Sumarið er á enda. Heyönnum að ljúka. Enn einu sinni hafa bændur á Suður- og Vesturlandi horft á hey sln grotna niður og töðuna spretta úr sér. Mörg ár eru síðan að önnur eins spretta hefur verið á þessu svæði, svo ef vel hefði tekizt til með heyverkun hefði orðið metár í heyöflun. Á Norður- og Austurlandi eru hey bæði mikil og góð. Fóðurgildi heys Heyfengur héfur yfirleitt verið talinn í hestburðum en i hagskýrslum í rummetrum. Hjá forðagæzlu Búnaðarfélags tslands er reiknað með að í einum rúmm af þurrheyi séu 50 FE (fóðureiníngar), en I einum rúmm af votheyi 110 FE. Það mun verða reiknað með þeim tölum í eftirfarandi hugleiðing- um. Til skýringar fyrir lesendur Dagblaðsins er rétt að geta þess, að eitt kg af byggi er ein FE. Það er sú mælieining, sem gengið er út frá, þegar fððurgildi annarra fóðurteg- unda er metið. Af meðalgóðri töðu þarf 1,9 kg I eina FE en af votheyi þarf6,0kg. Heyfengur Á undanförnum árum hefur heyfengur verið mjög breytilegur. Mestu hafa þar valdið kalskemmdir og óþurrk- ar. Uppskera nokkurra ára er hér sýnd. Heyfengur umreiknaður í f óðureiningar Milljón FE Arið1961 180 Árið19S9 150 Arið 1973 244 Arið 1975 190 Á síðastliðnum tuttugu árum hefur meðalheyfengur af ha verið frá 1150 FE og upp í 2250 FE. Þar sem tún eru I góðri rækt og veðurfar ekki óhag- stætt fyrir grassprettu, er var- lega áætlað, að hver ha eefi af sér 2500 FE (48 hestburði). Ef 20% eru dregin frá vegna beitar á tún, þá verða 2000 FE eftir í heyi og er þá miðað við meðaluppskeru. Heildarstærð túna er 135 þús. ha. Miðað við að of angreind uppskera hef ði fengizt í sumar og bjargazt sæmilega verkuð í hús, þá hefði heyfengur bænda orðið um 270 milljónir FE. Á síðastliðnu ári var 51% af heildarheyfengnum aflað i þeim landshlutum, þar sem bændur hafa átt í mestum erfiðleikum í sumar vegna óþurrka. Miðað við sama hlut- fall og hentuga veðráttu hefði á þessu svæði átt að verða til i heygeymslum 138 millj. FE. Útilokað er að gera sér grein fyrir hversu mikill heyfengur verður á haustnðttum. Hæpið er að gera ráð fyrir meiri heyfeng en svarar til 94 milljónum FE. Á siðastliðnu ári nam hann á þessu svæði 96 millj. FE. Miðað við að sami fjöldi búfjár verði settur á í haust og var á f ððrum síðastlið- inn vetur, er þörf fyrir 97.3 millj. FE, ef fóðr á sem mest á heimaf engnu f óðri. Hvað er til bjargar? Á árinu 1975 verkuðu bændur i Strandasýslu 57% af heyfengnum sem vothey. Mest var votheysverkunin i Fellshrepp, eða 92% af heyfeng og þar næst í Kirkju- bólshreppi, 86%. A sama ári verkuðu bændur í Arnessýslu 13% af heyfengnum í vothey, en bændur 1 Rangárvallasýslu 5,5%. Meðaltal á öllu landinu var 9,2%. Þrátt fyrir að nokkur áróður hafi verið rekinn af ýmsum ráðunautum og bændum fyrir aukinni votheys- verkun undanfarin 30 ár, hefur lítil breyting orðið á hlutfallinu milli þurrheys og votheys á þessu árabili. Eflaust hafa þeir mátt sín meira sem töldu, að Kjallarinn Agnar Guðnoson súgþurrkum mundi leysa allan vanda við heyskapinn. Hefðu bændur á óþurrka- svæðunum verið undir það búnir að verka 50% af heyfengnum í vothey, ættu þeir nú í votheysgeymslum 70 millj. FE og til viðbótar hefðu þeir þurft um 27 millj. FE 1 þurrheyi til að eiga nægilegt heyfðður miðað við óbreyttan fjölda búfjár frá siðustu ára: mótum. Þótt ástandið sé alvarlegt og einstaka bændur hafi ekki ennþá hirt tuggu af heyi, þá eru margir bændur serh náð hafu inn nokkru magni af vel verkuðu þurrheyi. Yfir heildina er það mun meira en 27millj.FEiþurrheyi. Hvers vegna er ekki meira vothey? Ýmsar ástæður eru þess vald- andi að ekki skúli vera meira verkað í vothey en raun ber vitni, t.d. ótti við votheysveiki í sauðfé. Sumum finnst erfitt að gef a það. Það er talin vond lykt af votheyi, lítil afköst við hirðingu í vothey, erfitt að fá kýr til að éta nægilega af því o.s.frv. öll þessi rök gegn votheysverkun hafa átt rétt á sér eínhvers staðar og einhvern tíma, en eru haldlaus nú. Vanhöld á sauðfé eru ekki meiri hjá bændum i Stranda- sýslu en gerist í öðrum héruðum. Ekki dregur votheys- gjöfin úr afurðasemi sauðfjárins, því yfir landið mun sauðfé skila einna beztum af- urðum í Strandasýslu. Það má nefna að í Kirkjubðlshreppi, þar sem sauðfé er nær 100% fóðrað á votheyi, skilaði hver vetrarfóðruð ær í fjárræktar- félaginu (2203 ær) að meðaltali 30,0 kg. af kjöti á siðastliðnu ári, en i góðsveitum sunnan lands fengust um 24-25 kg af kjöti eftir ána. Þar er jafnframt meira valið i fjárræktarfélögin en hjá Strandamönnum. Með bættri verkun minnkar hættan á votheysveiki. Eftir að farið var að nota maurasýru til iblöndunar, þarf votheys- verkunin ekki að mistakast. Lykt af maurasýruverkuðu heyi er nánast engin. Með margvíslegum tæknibúnaði eru afköst mjög mikil við hirðingu í yothey. Það má nota tæki sem margir bændur eiga fyrir t.d. sjálfhleðsluvagna. Á markaðnum eru til færibönd, sniglar, krabbar og handhægir vagnar, sem auðvelda mjög meðferð votheys & gjafa- tfmanum, þannig að með tilheyrandi tæknibúnaði eru af- köstin engu minni við votheysverkun en þurrhey. Ef votheyið er vel verkað, ekki mjög blautt, þá éta kýr það ágætlega, séu þær vandar snemma á það. Algengt er á stórbýlumáhinum Norðurlönd-' unum að fððra kýr allt árið á votheyi, þar sem kýrnar eru ekki látnar út að sumrinu. Ekki geta kýr innbyrt jafn mikið þurrefni i votheyi og vel verk- uðu þurrheyi, enda fer vel á því að fóðra hámjólka kýr til helminga af votheyi. Mikil vot- heysfóðrun mjólkurkúa krefst meiri fóðurbætis en ef þær væru fóðraðar eingöngu á góðu þurrheyi. Það þarf aukin framlög til votheysverkunar Það er staðreynd, sem ekki er hægt að horfa fram hjá, að bændur hafa ekki fjárhagslegt bolmagn til að breyta snögglega um búskaparlag. Þess vegna þurfa bændasamtökin og löggjafinn i sameiningu að gera hliðstæðar ráðstafanir og voru gerðar í Noregi, er hafizt var handa um að auka votheys- verkun þar. Norskir bændur f á óafturkræf framlög til að byggja votheysgeymslur og hag stæð lán til vélakaupa. Enn- f remur f á þeir f ramlög úr rikis- sjóði fyrir hvern rúmm er verkaður er af votheyi. Þar er í mörgum héruðum um 80% af heyf engnum verkaður I vothey. Bændur þurfa að fá lán og óafturkræf framlög til að koma sér upp tæknibúnaði bæði til hirðingar í vothey og fóðrunar á þvi. Með öllum tiltækum ráð- um þarf að auka votheys- verkunina. Það er ekki aðeins hagsmunamál bændanna einna. Ræktunin er orðin það mikil að með góðri nýtingu heyfengs f æst nægilegt fððurmagn næstu árin miðað við meðalsprettu. Ef andstaða væri veruleg hjá stjðrnvöldum gegn auknum f járframlógum til land- búnaðarins, þá mætti breyta um. Draga úr' framlögum til jarðræktar (nýrækt, fram- ræslu), en nota i þess stað það fjármagn til stuðnings aukinni votheysverkun í landinu. Agnar Guðnason, blaðafulltrúi bændasamtakanna Eru námsmenn á vetur setjandi? í sumar hefur óvanalega mikið verið fjallað um íslenzk menntamál. Sá málflutningur hefur undantekningalítið verið á einn veg: Fjölgað hafi állt of mikið í menntaskóla- og há- skólanámi. Annars vegar byggist þessi fjölgun á minnk- andi kröfum, og þvi beri að þyngja menntaskólanám eða taka upp inntökuprðf í háskól- ann. Hins vegar hafi allt of mörgum verið beint í langskóla- nám, einkum með þvi að koma á námslánakerfi, og nú verði að spyrna við fótum og skerða námslánin. Þessi málflutningur hefur verið endurtekihn svo oft, að hann er á góðri leið með að festast í vitund almennings. Því er sérstök ástæða til að staldra við og athuga sannleiksgildi hans. „Menntunarsprengja" síð- ustu 15 ára er alþjóðlegt fyrirbæri sem er nátengt örri tækniþróun sama tímabils. Hérlendis hljóp vöxtur í menntaskólana fyrir miðjan síðasta áratug, og seint á ára- tugnum var hafist handa að skipuleggja framhaldsnám þannig, að það tæki við öllum þeim fjölda sem þangað sótti. A þessum árum dundi i eyrum uppvaxandi æsku, að framtíð þjóðarinnar væri komin undir menntun æskunnar, og allir voru hvattir til að leggja í fram- haldsnám, hefðu þeir getu til þess. Fjölgunin í menntaskól- unum hafði ekki íför með sér neina „standardlækkun", þvert á móti hafa prófkröfur aukist, eins og hver og einn getur sann- reynt með samanburði á kennsluskrám og vitnisburði menntaskólanema fyrr og nú. Það sem gerðist, var að hinir efnameiri 1 þjóðfélaginu misstu einokunaraðstöðu sína gagn- vart menntun. Bætt lífskjör al- mennings gerðu æ fleirum kleift að sjá. fyrir börnum sínum í gegnum menntaskóla- nám, og loforð stjðrnvalda um fullnægjandi námslán hvöttu jjafnvel hina efnaminnstu til að klífa þrítugan menntahamar- inn. Um 1970 var allt háskólanám - endurskipulagt og var nú stúd- entum tæpast lengur mögulegt að stunda vinnu með námi sínu. Sama gilti um þá sérskðla sem spruttu upp við hlið hins gamla menntakerfis, s.s. tækniskðla, fiskvinnsluskóla og kennara- háskóla. Samhliða þessari endurskipulagningu voru námslánin aukin til muna og námsmönnum var lofað að þau yrðu fullnægjandi um 1973. Allar þessar umbætur eru framkvæmdar til að mæta ákveðnum þörfum atvinnulífs- ins. Stjórnun, viðskipti og opin- ber þjónusta verða æ marg- brotnari og sívaxandi þörf verður fyrir vísindaframleiðslu og tækniframfarir í undirstöðu- atvinnuvegum. íslenskt auð- magn stenst ekki alþjóðlega samkeppni án þess að fjölga verulega langskólagengnu vinnuafli, og „bókvitið verður í askana látið" gerist vinsælt kjörorð. Öllu þessu fylgja aukin útgjöld til menntamáia. Reiknað er.með að þau skili sér í aukinni framleiðni síðar meir, en það breytir því ekki að þau eru ört vaxandi þáttur í heildarútgjöldum ríkisins, og þvl kemur fram vaxandi til- hneiging til að stilla þeim í hóf, gera menntunina hagkvæmari. Sú tilhneiging styrkist við ef na- hagssamdrátt sfðustu missira. Það sem nú er að gerast, er að sparnaðartilhneígingin er að „slá í gegn" í opinberri um- Kjallarinn Gestur Guðmundsson ræðu. Henni fylgja ýmis rök, einkum þó efasemdir um að þörf sé allra þessara mennta- manna. Þær efasemdir byggja ekki á neinum staðreyndum, aðeins óljósri tilfinningu. Engar kannanir hafa verið gerðar á framtíðarþörf fyrir menntamenn, — enda væru slíkar kannanir óframkvæman- legar eins og reynsla nágranna- þjóða sýnir. Ekki hefur orðið vart atvinnuleysis mennta- manna. Staðreyndin er sú, að þarfir þjóðfélagsins fyrir menntamenn eru ærið teygjan- legar og ófyrirsjáanlegar, og á hátíðlegum stundum þykjast allir sammála um að það sé aðalsmerki á einu þjóðfélagi að geta boðið þegnum sínum upp á alla þá menntun sem þeir girnast, burtséó frá því hvort hún skilar þeim eða öðrum meiri graut í askinn. Athyglisvert er, hvert núverandi sparnaðarandi beinist. Háskóli tslands sleppur að mestu frá niðurskurði, en sérskólarnir búa margir við stöðvun framkvæmda. Ekki er hægt að framfylgja nýsam- þykktum grunnskólalögum sökum fjárskorts, og mestur hefur niðurskurðurinn orðið á námslánum. „Framfarasinnuð- um" mönnum í ríki og atvinnu- lífi er það greinilega ljóst, að framtíðarframleiðni þjóðfélags- ins er töluvert komin undir blómlegri vísindastarfsemi og menntun sérfræðinga á sviðum framleiðslu, vöruhringrásar og viðhalds vinnuafls. Þeir telja hins vegar augljóst að fleiri stefni nú í langskólanám en herrar atvinnulífsins þurfi. Því geti ríkið sparað sér nokkrar krðnur. Þess vegna eru náms- lánin skert. Það er ódýr lausn og ekki er horft f það að hún bitnar á skrautfjóðrinni „jafn- rétti til náms", — borgarastétt- in sér um sína. Og nú á að herða prófin, jafnvel koma á fjölda- takmörkunum svo að náms- menn verði örugglega iðnir við lesturinn — og hafi ekki tíma til að stunda námið á gagn- rýnan hátt og velta fyrir ser þjóðfélagsmálum. Það hefur nefnilega gerst í menntakerf- inu, að samhliða fjölgun þar úr lægri þjóðfélagsstéttum hefur breiðst þar út róttækni. Sú rót- tækni er ekki einungis lúxus, hiin er beinlínis hættuieg, ekki síst meðal þess vinnuafls sem á einkum það verkefni fyrir höndum að auka gróða fyrir- tækjanna, oft og einatt með hreinum árásum á verkalýð. Á meðan fyrstu sparnaðar- ráðstafanirnar eru gerðar og aðrar undirbúnar, sigla mál- pípur sparnaðar og haturs á rót- tækni fram á ritvöllinn og reyna að tryggja stuðning al- mennings. Alið er á mennta- manna-andúð (sem á sér skilj- anlegar forsendur í því að hingað til hafa menntamenn al- mennt staðið með auðvaldinu), og reynt er að tengja saman ðánægju almennings með kjör sín, ekki sist skattabyrðina, og kröfurnar um niðurskurð út- gjalda til menntamála. Námsmenn eru hins vegar flestir þeirrar skoðunar að niðurskurður útgjalda til menntunar sé andstæður hags- munum íslenskrar alþýðu. Niðurskurður námslána bitnar augljóslega fyrst og fremst á sonum og dætrum alþýðunnar. Hertar prðfkröfur og fjöldatak- markanir ber fyrst og fremst að skoða sem tæki til að gera lang- skðlanemendur „þæga". íslenskt auðvald og hand- langarar þess f rfkiskerfinu ætla að brjóta niður þá sjálf- stæðu og gagnrýnu hugsun, sem smám saman hefur náð að þróast innan menntakerfisins. Þessi gagnrýna hugsun er vfsir að því, að menntamenn hætti aó vera auðmjúkir skðsveinar auð- valdsins en verði þess í stað traustir bandamenn verkalýðs. Því er það hagur alþýðu að standa gegn öllum hugmyndum um frekari þrælatök á mennta- kerfinu. Hins vegar gera námsmenn sér fullljóst að meginstefna okkar, þ.e. „jafnrétti til náms" og „menntun 1 þágu alþýðu", gengur þvert á hagsmuni auð- valdsins — eins og reyndar önnur langtímahagsmunamál alþýðunnar gera. Þess vegna búumst við við siharðnandi árekstrum við auðvaldið og ríkisvald þess og vitum að árangur okkar er ekki síst kominn undir skilningi og sam- stöðu alþýðu manna með stef nu okkar og starfi. Gestur Guðmundsson nemandi i þjóðfélagsfræði

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.