Dagblaðið - 21.09.1976, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 21.09.1976, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1976. 3 11 1111 ........ Off látungshóttur eða hvað? Simmi verkamaður: I tilefni af hinni hörðu baráttu sem námsmenn heyja fyrir því að fá neyzlulán sín og jafnframt ótrúar stjórnvalrla og almennings á stúdentum langar mig til að segja frá atviki sem gerðist á föstudaginn: Ég var á leið í áfengisút- söluna við Lindargötu. Var ég l?læddur mínum hversdags- búningi, lopapeysu og galla- buxum. Þegar ég kem inn á planið sé ég þar mjög fínan bíl sem var með G-númeri. Kona var inni í bílnum og hún kallar til mín:„Heyrðu ástin mín, ætl- arðu að koma og tala við mig?“ Eg svaraði eiithvað á þá leið að ég vissi það nú ekki. Og gekk síðan í humátt að bílnum. Þá hrcvtir fína frúin úr sér: ..Ertu að eyða námsláninu i ttrenni- vín?" Eg varð hálfhvumsa við. en sagði síðan hinni ágætu frú það, að ég væri bara verka- maður. Varð nú ekkert meira úr þessu, en ég fór að hugsa um það hvers konar fyrirlitningu þessi kona hefði ætlað að sýna mér af því að ég væri stúdent. Ég er óskólagenginn, en hef hins vegar fylgzt með því hvernig námsmenn hafa orðið að berjast gegn kjara- skerðingartilraunum ríkis- valdsins. Og fundið inn a vantrú almennings á stúdenta sem að mínu viti eru að leggja á sig langt nám án þess að fá nokkuð meiri tekjur, nema í einstaka greinum. Þessi kona sem ávarpaði mig svona kumpánlega hélt greini- lega að ég væri eitt af sníkju- dýrunum og að hún gæti sagt við mig það sem henni sýndist. Klæðnaður konunnar og þessi fíni bíll báru þess greinilega merki að konan hafði meira en nóg af peningum,enda veifaði hún seðlum þarna óspart. Eg er sannfærður um það að þessi kona, hvort sem hún og hennar máki greiða' skatta eins og þeim þer, dauðsja eftir þvf að mennta unga fólkið. Það er auðséð að plötusnúðs- starfið er ekkert „sælujobb", hvað þá heldur ef plötusnúður er svartur utan úr löndum! ENN UM CHARLIE HINN MIKLA Guðrún Guðmundsdóttir, skrifar: Vegna greinar Jóhannesar Valdimarssonar um plötusnúð- inn Charlie og diskótekið Sesar í DB 16.9. ’76 vil ég segja eftir- farandi: Hann skrifar: „virðist það gefast mjög vel,... að ráða bara einhvern hundleiðinlega svert- ingja...“ Vill Jóhannes koma þeirri ósk sinni á framfæri við veitingahúseigendur að þeir reyni að „koma hugsun og laga- vali áðurnefnds vinar okkar inn á svolítið hærra plan... og hugsi líka örlítið um smekk okkar hér norður á hjara ver- aldar.“ Þá vill Jóhannes fylla plötusnúðinn með gúmmíi og skoppa honum suður á bóginn. Ég vil benda Jóhannesi á, að sem betur fer er smekkur manna misjafn og mundi ég ekki hjálpa til við að fylla „þennan leiðinlega svertingja með gúmmíi og senda hann til suðurs”. Jóhannés, slík skrif sem þessi lýsa aðeins þínum eigin smekk og vafasamt er að fjöld- inn aðhyllist hann. Þau eiga alls ekki heima í opinberu blaði. Eða mundir þú skrifa á sama hátt um íslenzkan plötu- snúð? Nei, ætli þér þætti það sæmandi. Þú minnist á smekk okkar hér á íslandi, en ert þú viss um að ég og aðrir hafi sama smekk og þú? Það er vægast sagt mikil ókurteisi, jafnvel hjá þér, að kalla mann „hundleiðin- legan svertingja”. Maðurinn er að vísu svertingi, en hundleið- inlegur, það er þín eigin vafa- sama skoðun. Mér er ekki kunnugt um manneklu á Sesari frekar en á öðrum veitingahúsum, og hef ekki vitað til þess að þangað komi fólk sem ekki kemst inn annars staðar. En ef þér finnst staðurinn svona neikvæður og hafa á að skipa hundleiðinlegu fólki, þá ráðlegg ég þér að hætta að sækja hann sem „fastagestur”. Mér dettur í hug sú ástæða fyrir svari Charlie við „kurteis- legri“ beiðni þinni um ákveðið lag, að þú sjálfur hafir verið hundleiðinlegur og að þú hafir misskilið ensku hans þannig, að hann hafi sagt: „Mér líkar ekki við þig.“ CHARLIE ER SÁ BEZTI Raddir lesenda Einn sem, stundar . Sesar skrifar: Sem fastagestur í Sesari og aðdáandi plötusnúðarins Charlie, get ég vart orða bund- izt eftir að hafa lesið níðskrif Jóhannesar Valdimarssonar um hann í DB 16. september sl. Charlie er tæknilega lang- bezti plötusnúður sem Islend- ingar hafa kynnzt hingað til og allar lagaskiptingar hans (mixingar) eru fullkomnar eða því sem næst. Varðandi laga- valið, sem er áberandi mest „soul“, er það að segja, að er- lendir diskótekarar, sérstak- lega í Bandaríkjunum og Bret- landi, bjóða nær eingöngu upp á þessa músíktegund, sem skapar alveg einstakt diskó- andrúmsloft. Þetta veit Jóhannes eflaust ekki vegna andúðar á öllu sem erlent er. Hefur hann varla nokkurn tíma komið út fyrir landsteinana heldur lætur sér nægja rútubílamúsíkina sem tröllríður mörgum skemmti- stöðum borgarinnar. Ég hef oft beðið Charlie um að leika ákveðin lög og aldrei fengið synjun. Hins vegar kemur lagið stundum ekki fyrr en 2—3 lög hafa verið leikin, sem stafar af þvi að þau lög eru prógrammeruð fyrirfram, eftir því sem Charlie segir sjálfur. Charlie er stórkostlegur diskótekari og miðdepill Sesars. Að sjálfsögðu ætti að gefa íslendingum tækifæri til að reyna sig í þessu, með aðgát þó. íslendingar sáu um músík- ina i Sesari tilað byrja með og voru vægast sagt ömurlegir nema e.t.v. Goði Sveinsson sem var þeirra skástur. Það kostar mikla þjálfun að ná árangri sem plötusnúður, eins og á flestum öðrum sviðum. Eg vona svo sannarlega að islenzkir veitingahúsaeigendur haldi áfram að flytja inn er- lenda plötusnúða, þó ekki væri til annars en að vera fyrirmynd þeirra íslendinga sem hyggjast skella sér í bransann. SANNLEIKURINN SKAL LÍTA DAGSINS UÓS Hermóður Birgir Alfreðsson skrifar: „í þetta skipti finnst mér og öðrum góðum borgurum sem ég varð samferða heim frá útlönd- um nóg boðið. Fyrir lendingu á Islandi er tilkynnt að það sé ekki hægt að lenda í Keflavík vegna þoku. Það átti að lenda á Reykjavíkurflugvelli og þar með varð allt sem á að heita tollfrjáls varningur úr sögunni. Eg og fleiri erum ekki sáttir með að fá aðstöðuleysið á Reykjavíkurflugvelli í staðinn fyrir Keflavíkurflugvöll. Flugfélagið er saklaust í þessu máli. Ekki getur það gert að þvi hvernig veðrið er og valið brautir. Ekki er tilkynnt um svona atvik fyrirfram og við getum ekkert gert til að fá þann tollfrjálsa varning sem okkur ber. En ef svo væri, þá ætti auðvitað að greiða þetta með gjaldeyri, sem allir hafa naumt skammtaðan. Við ætlum ekki að sætta okkur við þetta fyrr en við höfum fengið okkar hlut bættan að fullu og að því verður stefnt næstu dagana. Sé einhver hálfviti til, sem sættir sig við svona, væri forvitnilegt að vita hvar hann er. Það kom fyrir vinkonu mína í Kastrup-flugvelli að á henni var leitað við komuna þangað og hún þukluð hátt og lágt. Þeir voru að leita að hassi og er það nokkuð furðulegt frá okkar bæjardyrum séð. Maður hefði nú haldið að þessu væri öfugt farið. Þegar ég kom svo til Kastrup í sumar með tvöfaldan skammt af víni og tóbaki, þá var ekki litið á það hjá mér, hvorki í þetta sinn né öll hin árin. Svo ég snúi mér að bjórnum. Það vita margir hve gott er að fá sér bjór þegar komið er út fyrir landsteinana. Að hugsa sér hvað við getum verið heimsk! Hve lengi getum við blekkt okkur sjálf? Hann á eftir að koma hingað, og spurningin er bara hvenær. Ekki vantar að við getum þambað sterku vínin. Hvenær ætli bjórinn komi hingað fyrir almenning? Við vitum að það fá hann margir þegar, en hann er bara svo dýr að engin hefur efni á að kaupa hann. Spurning dagsins Áttu litasjónvarp? Magnús Welding, afgreiðslu- maður: Nei, ég á ekki einu sinni svarthvitt en ég er að hugsa um að kaupa mér eitt slíkt. John Fleming, kjötiðnaðar- maður: Ég á bara svarthvítt. Ég þarf ekki litasjónvarp, því að yfir- leitt horfi ég lítið á sjónvarp. Bara á íþróttir og fréttir. Kannski ein- staka sinnum á McCloud. Guðrún Sumarliðadóttir, húsmóð- ir: Nei ég á ekki litasjónvarp og býst ekki við að kaupa það í bráð. Það er svo voðalega dýrt. Það er heldur ekki komið að því að við þurfum að fara að endurnýja sjónvarpið okkar. Ragnheiður Arinbjarnar, hús- móðir: Nei, en mig langar svo sannarlega mikið í það. Ég hef raunar ekki horft á neitt í lita- sjónvarpi, en maður sér bara muninn á lit og svarthvítum bíó- myndum. Bjarnfríður Sigursteinsdóttir, húsmóðir: Nei, en ég á eitt svart- hvítt. Ég vildi gjarnan eiga lita- sjónvarp, ef ég ætti peninga fyrir því. Á meðan svo er ekki, læt ég það gamla duga. Pétur Heiðar Egilsso.i, 9 ára: Nei, við eigum það ekki en mig langar mikið í það. Eg hef séð það í búðum. Einu sinni sýndi einn kall i búð okkar litasjónvarp. Ég fór þangað inn með vini mínum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.