Dagblaðið - 21.09.1976, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 21.09.1976, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1976. 9 Góðaksturs- keppni i Kópavogi ó laugardag Efnt veröur til góðaksturs- keppni á vegum Reykjavíkur- deildar Bindindisfélags öku- manna á laugardaginn kemur. Keppnin fer nú aðallega fram í Kópavogi. Verður ekið vítt og breitt um bæinn og ýmsar þrautir lagðar fyrir keppendur á leiðinni. Keppninni lýkur á opnu svæði, sem afmarkast af Melaheiðir, Lyngheiði, Tunguheiði og Gagn- heiði og þar verða keppendur að leysa af hendi margs konar þrautir, sem reyna á ökuleikni þeirra. Það verða aðeins 17 ökumenn sem komast að sem keppendur og hver þeirra verður að greiða 1500 kr. þátttökugjald. Skráning til þátttöku fer fram á miðvikudag og fimmtudag á skrifstofu BFÖ. Tilgangurinn með góðakstri hjá BFÖ er að hvetja ökumenn til góðra aksturshátta og þekkingar á bílunum og umferðarreglunum, um leið og þeir taka þátt í skemmtilegum leik. Jafnframt vonast BFÖ til að keppni sem þessi hvetji menn almennt til um hugsunar um umferðarmál, sem gæti leitt til farsælli umferðar. A.St. Sjónvarpsfólk fœr baráttukveðjur Sjónvarpsfólki bárust bar- áttukveðjur nú um helgina, en eftirfarandi samþykkt var gerð á fundi starfsfólks Tryggingar- stofnunar ríkisins sl. föstudag: „Stjórn Starfsmannafélags Tryggingastofnunar ríkisins sendir starfsfólki Sjónvarpsins kveðjur og lýsir yfir fullum stuðningi við aðgerðir þess í baráttu ríkisstarfsmanna fyrir mannsæmandi launum.“ Nœr 10 þúsund skipafarþegar af 41 þjóðerni sóttu ísland heim í ár hafa komið hingað 9269 ferðamenn með skemmtiferða- skipum og ekki þarf að taka það fram að þetta eru auðvitað allt saman útlendingar. Þessir ferða- menn eru af margs konar þjóð- erni. Má þar nefna farþega frá Suður-Afríkusambandinu, San Marió og Zaire. Vestur-Þjóðverjar voru langfjölmennastir á þessum skipum, eða alls 6325, en næstfjöl- mennastir voru Bandaríkjamenn, eða 1116. — þrátt fyrir að ekki varð úr Tristar- kaupunum höldum því áfram með þær vélar, sem við höfum á Atlantshafsleið- inni. Við hefðum líklega selt a.m.k. eina þeirra véla, fljótlega ef af kaupunum hefði orðið . Við fylgjumst með öllum möguleikum til að auka og bæta vélakostinn, en við höfum ekkert alveg sér- stakt á prjónunum eins og er,“ sagði Sigurður Helgason, for- stjóri, að lokum. Leiklist Vondamól í farangrinum Þjoöleikhusiö: SÓLARFERD eftir Guömund Steinsson Leikmynd og buningar: Sigurjón Jóhannsson Leikstjóri: Brynja Benediktsdóttir. Það er í Sólarferð Guðmund- ar Steinssonar einhvers konar tvískinnungur, sem vera má að dragi mátt bæði úr leikritinu og sýningunni. Annars vegar og í fyrsta lagi er leikurinn rakinn farsi, dáralegt spé um islenska túrista á Spáni og hætti þeirra. Hins vegar er ekki því að neita að í eðli sínu er leikritið alvörugefins efnis. Hinir algengu túristar á Costa del Sol hafa með sér í farangrinum að heiman vandamál dagsdaglegs hjónalífs sem leikurinn snýst eða ætti að snúast um: lífs- firringu og -leiða, tilfinninga- lega einangrun og örbirgð, kyn- ferðislega neyð undir yfirskini farsællar hversdagssambúðar. Það er raunsæislega að þessu efni farið í Sólarferð: sjálfsagt er einatt svo að einmitt í sumar- leyfi koma vandamál hvers- dagslífsins fram í dagsljósið, skýrast og skerpast þær and- stæður og átök sem annars felast að baki hinni daglegu lífsbaráttu sem svo er nefnd. En það verður líka að segjast eins og er að Guðmundur Steinsson nær ekki í leikritinu neinu eiginlegu valdi á viðfangsefni sínu. Texti Ieiksins lætur í té efnivið ýktr- ar og einfaldaðrar skopmyndar hversdagsfólks og lífshátta þess. Ahorfandi er alveg til með að hlæja að því. En þegar höfundur allt í einu vill fara að reifa vandamál þessa fólks „í alvöru" — þá er líka hætt við að tiltrú áhorfandans bregðist. Eftir að sjá Nínu (Þóru Friðriksdóttur) gera hitt undir rúmi með Manolo þjóni (Sigurði Pálssyni) var að minnsta kosti mér lífsins ómögulegt að taka hana í alvöru sem einhvers konar dæmi upp á „nútímakonuna" og margumtöluð vandamál hennar, eins og þó virtist mér að væri tilætlun höfundar í sjötta atriði leiksins. Eðlisþættir öfgafengins farsa og sálfræðilegs gamanleiks liggja sem sé ómeltir hlið við hlið í Sólarferð. Úrlausnarefni leikstjóra og áhafnar leiksins 'verður augljóslega að sætta þessa efnisþætti eins og unnt er, njóta farsans án þess þó að klúðra niður hinni raunsæis- legu niðurstöðu efnisins. Þetta virðist mér að tækist bara merkilega vel í Sólarferð. Hjónin þrenn í leiknum, Stefán og Nína: Róbert Arnfinnsson og Þóra Friðriksdóttir, Jón og Stella: Bessi Bjarnason og Guðrún Stephensen, Pétur og Elín: Gísli Alfreðsson og Sigríður Þorvaldsdóttir, urðu allt skýrar og skemmtilegar mannlýsing- ar, leikin skopfærsla algengra manngerða. En til hins er ekki hægt að ætlast að leikendur og leikstjóri taki til við að yrkja efnið þar sem andagift höfundarins þrýtur.. Fólkið í leiknum er allt einfaldar skop- gervingar upp úr auðþekktum efnivið daglegs lifs, ekki þær útfærðu skapandi mann- lýsingar, sem á þyrfti að halda til að gera „vandamál" þess að lifandi veruleika og veita þeim skáldlega úrlausn á sviðinu. Brynja Benediktsdóttir hefur áður sýnt svo ekki er um að villast að hún er okkar hag- virkasti og hugkvæmasti leik- stjóri um þessar mundir. Það held ég líka að henni takist í sýningu Þjóðleikhússins að nýta nokkurn veginn til hlítar efnivið Sólarferðar: það gaman sem hafa má af sýningunni, og það er umtalsvert a.m.k. fyrir hlé, stafar áreiðanlega miklu frekar af meðferð hlut- verkanna og leiksins í heild en frásagnarefni eða texta hans. Þóra og Róbert, Guðrún og i ■ m i Ekki til eftirbreytni Sólarferð í Þjóðleikhúsinu var raunar ekki fyrsta frumsýning haustsins. Um fyrri helgi var sænskur gestaleikur í félagsheimilinu á Seltjarnar- nesi: flokkur áhugaleikara, NTO teaterstudio frá Mölnlycke, lék þar leikþátt sem nefndist Sovande oskuld á veg- um Bandalags íslenzkra leik- félaga. Þessi sýning var víst ekki mikið auglýst og hafa fáir vitað af henni. Færri mættu þó til leiks: það held ég að áhorfendur hafi verið innan við tuginn. Þá er kannski líka lítil ástæða til að fara nú að segja frá sýningunni. En eftirtekt- arverð er hún einkum til marks um áhugaflokk sem orðinn er furðu sjálfstæður, virðist hafa bæði fjárhagslegt og listrænt bolmagn til að fara sinna eigin ferða að nokkru, eins og sýnir sig á ferðalagi hans hingað til lands, en flokkurinn mun einnig hafa sýnt á nokkrum stöðum utan Reykjavíkur. Leikurinn er eftir Jan Wenn- ergren, sem einnig fór með eitt hlutverk hans og annaðist leik- stjórn. Þetta er eins lags draumleikur, táknlegur hálf- súrrealískur þáttur, sem gerist í alþjóðlegu umhverfi á eftir- stríðsárum, nánast með pata af gyðingaofsóknum nasista, dul- ur og næsta torráðinn texti, leikurinn stílfærður, og aukinn kátlegum upp'átækjum, allt að farsaleik. Það er ekkert óskemmtilegt að horfa á þetta, enda var leikurinn blessunar- lega stuttur, þótt ekki virtist efnið neitt knýjandi. Hitt má svo sem vera að aðhlátursefni leiksins, farsaleg' úttekt á sólarferðum og túrisma, nytu sín betur ef ekki væri til að dreifa hinni alvörugefnu, sálfræðilegu uppi- stöðu efnisins. Samt er það loflegt um sýninguna að hún vanmetur ekki eða misvirðir þetta efni leiksins, heldur reynir að gera einnig því einhver skil, eftir því sem það hrekkur til. Á hinn bóginn hefur leikstjóri aukið við leikinn nýjum efnisþætti, lát- bragsleik með tveimur verka- mönnum inn á milli atriða hans, eins konar sjónrænum til- brigðum við efni þeira. Dæma- laust naut Þórarinn K. Guð- mundsson sín vel í gervi hins eldri verkamanns! Fyrir minn smekk var þetta samspil í sýningunni það sem skáldlegast bar fyrir augu i leikhúsinu á laugardagskvöld. Slappaö af á svölunum. Hjónin Stefán og Nína (Róbert og Þóra) og Jón og Stella, (Bessi og Guðrún) skemmta sér. En af hverju fara sænskir áhugaleikarar í tvinnabænum Mölnlycke að fást við svona hluti? Svo má spyrja þótt fátt verði um svör. Kannski er NTO- hópurinn dæmi áhugaflokks sem vaxið hefur burt frá sínum upprunalegu kjörum og kring- umstæðum, einhverra hluta vegna, kominn í sjálfstæðisins og listarinnar nafni á kaf í heimatilbúinn absúrd- og avantgardismus. Þrátt fyrir vandvirknisleg vinnubrögð flokksins held ég að fordæmi hans sé ekki til eftirbreytni. Bessi erti líka auðvitað leikendur sem hafa fullkomið vald á efnivið sem þessum: gildi sýningarinnar hygg ég að felist fyrst og fremst í þeirri skopmynd hversdagsfólks og lífshátta sem þau bregða upp sín í milli, samsettri úr ótal raunhæfum smámunum, viðbrögðum, töktum og tilsvörum hversdagsins sjálfs. Að þessu leyti að minnsta kosti gat áreiðanlega margur sem í salnum sat þekkt sjálfan sig á sviðinu þetta kvöld. —BS

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.