Dagblaðið - 21.09.1976, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 21.09.1976, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTÞMBER 1976. (f 23 Útvarp Sjónvarp Sjónvarp kl. 20,40: Vopnabúnaður heimsins STUÐLAADFRKN - jofnframt því að spilla honum Nú líður að lokum sænska fræðslumyndaflokksins um vopnabúnaðinn í heiminum í kvöld verður sýndur 5. og næst- síðasti þátturinn. Þátturinn fjallar um sænsku vopnaverksmiðjurnar, en Svíar eiga mikinn þátt í framleiðslu vopna í heiminum, og afkoma þeirra byggist mjög á því að hægt sé að selja framleiðsluna á erlendum mörkuðum. Eins og ástandið er nú ætti það ekki að vera vandalaust fyrir þá að losna við þessa útflutningsvöru sína. Svíar eru friðelskandi þjóð, og hafa barizt fvrir umbótum á sviði mannréttinda og friðar- verðlaun Nóbels, eru veitt þar svo til hvert ár. Því hlýtur þessi framleiðsla þeirra að vekja ýmsar spurningar og í þættin- um er leitað svara við þeim. Þýðandi og þulur er Gylfi Pálsson. —KL „Meðal annars verða borin saman persónuleg vandamál sem fólk átti í fyrir þrjátíu árum og vandamál fólks í dag,“ sagði Jón Björgvinsson blaða- maður um þátt sinn „Sumarið ’76“. I tilefni af þessu var gluggað aðeins í póstinn í Vikunni og gáð að því hvaða ráð voru gefin fyrir þrjátíu árum við sömu vandamálum og nú eru á döf- inni. Til aðstoðar Jóni við þátt- inn verður Sigríður Snævarr, háskólanemi. Ekki gat Jón upplýst okkur um hvað fleira yrði fjallað, þar sem það væri ekki ákveðið fyrr en sam- dægurs. Þetta er síðasti þátturinn, þar sem Jón er á förum til London til framhaldsnáms við kvikmyndagerð. Einnig verður hann áfram fréttaritari út- varpsins í Bretlandi. —EVI w;j>rmiÉ> Þriðjudagur 21. september 7.00 Morgunútvarp. Véðurfregnir kl. 7.00. 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustgr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbœn kl. 7.55. Morgunstund bamanna kl. 8.45: Sigurður Gunnars- son heldur áfram sögu sinni „Frændi segir frá“ (18). Islenzk tónlist kl. 10.25: Þorvaldur Steingrímsson og Ólafur Vignir Albertsson leika tvær rómönsur fyrir fiðlu og píanó eftir Arna Björnsson / Sigurður Ingvi Snorrason og Guðrún Kristinsdóttir leika Sónötu fyrir klarínettu og píanó eftir Jón Þórarinsson / Jón Sigur- bjömsson, Pétur Þorvaldsson og Hall- dór Haraldsson leika Smátríó eftir Leif Þórarinsson. Morguntónleikar kl. 11.00: Jussi Björling og Birgit Nilsson syngja lög eftir Sibelius, Alfvén. Rangström og fleiri. Hljómsveit undir stjórn Pers Lundquists leikur tónlist eftir Peterson-Berger / Stig Ribbing leikur á pianó tónlist eftir Sjögren, Sibelius. Sæverud og Eirik Trap. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynn- ingar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynn- ingar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Grænn varstu, aalur ' eftir Richard Uewellyn. Olafur Jóh. Sigurðsson islenzkaði. Óskar Halldórsson les (9). 15.00 Miðdegistónleikar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphom. 17.30 Sagan: „Sautjánda sumar Paricks" eftir K.M. Peyton. Silja Aðalsteins- dóttirles þýðingu sina (6). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fróttaauki. Tilkynnirgar. 19.35 Sumaríð '76. Jon Björgvinsson sér um þáttinn. 20.00 Lög unga fólksins. Svej*rir Sverrisson kynnir. 21.00 Um endurhæfingu og bæklunarlækn- ingar. Umsjónarmenn: Gísli Helgason og Andrea Þórðardóttir. Lesarar með þeim: Dagur Brynjólfsson og dr. Björn Sigfússon. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan: Ævisaga Sigurðar Ingjaldssonar frá Balaskarði. Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur les (12). 22.40 Harmonikulög. Guðjón Matthíasson og Harry Jóhannesson leika. 23.00 Á hljóðbergi. Claire Bloom les þrjár enskar þjóðsögur, Tamlane, The Mid-. night Hunt og The Black* Bull of Norroway. 23.30 Fréttir. Dagskrárlok. Miðvikudagur 22. september 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund bamanna kl. 8.45: Sigurður Gunnars- son endar flutning sögu sinnar „Frændi segir frá“ (19). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Kirkjutón- list kl. 10.25: Temple-kirkjukórinn syngur þátt úr Kantötunni „Hjartað, þankar, hugur, sinni“ eftir Bach; Leon Goossens leikur á óbó / Kammerkór tónlistarskólans og hljómsveit Alþýðuóperunnar í Vínar- borg flytja Messu nr. 5 í C-dúr. „Missa Trinitatis", eftir Mozart; Ferdinand* Grossman stjórnar. Morguntónleikar kl. 11.00: Reino Simola og Sinfóníu- hljómsveit sænska útvarpsins leikí Klarlnettukonsert nr. 3 I H-dúr eftii Bernhard Henrik Crussell; Waltei Siisskind stjórnar. / Sinfónluhljóm- sveit Lundúna ieikur Hljómsveitar- konsert eftir Michael Tippett; Colin Davis stjórnar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynn- ingar. D ^ Sjónvarp Þriðjudagur 21. september 20.00 Fréttir og veður. 20.3u Auglýsingar og dagskra. 20.40 Vopnabúnaður heimsins. Sænsk- ur fræðslumyndaflokkur um vígbúnaðarkapphlaup og vopnafram- leiðslu I heiminum. 5. og næstsíðasti þáttur. Afkoma sænskra vopnaverk- smiðja byggist að verulegu leyti á þvl, a*' unnt sé að selja framleiðsluna á erlendum markaði, og oftast nær er það vandaldust. En þessi útflutningur vekur ýmsar samviskuspurningar, og I þættinum er leitað svara við þeim. Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson. 21.30 Columbo. Bandarískur sakamála- mvndaflokkur. Bíræfinn bókaútgef- andi. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 22.45 Dagskrárlok. Útvarpið íkvöld kl. 19,35: „Sumarið 76" VANDAMÁLIN NÚ - 0G FYRIR 30 ÁRUM Til þess að bera saman vandamál fóiks í dag og fyrir 30 árum er gluggað í póstinn hjá Vikunni og athugað hvort ráðleggingar við sömu vandamálum eru svipaðar nú og þá. Gísli Heigason og Andrea Þórðardóttir varpa ljósi á endurhæfingu og bæklunarlækningar í fróðlegum þætti í kvöld. DB-mynd Bjarn- leifur. Útvarp kl. 21,00 íkvöld: Varpað Ijósi ó endur- hœfingar og bœklun- arlœkningar í landinu Rœtt við lœkna Landspítalans og starf saðstaðan kynnt Gísli Helgason og Anarea Þórðardóttir eru á dagskrá út- varpsins í kvöld kl. 21, með klukkutíma þátt er nefnist Um endurhæfingu og bæklunar- lækningar. Gísli Helgason sagði okkur frá efni þáttarins. „Fyrir 4—5 árum voru settar á stofn á Landspítalanum deildir fyrir bæklunarlækning- ar og endurhæfingu. Er með þessum þætti ætlunin að varpa örlitlu ljósi á það sem fram fer á þessum deildum og þeirri starfsaðstöðu sem þar er fyrir hendi. Endurhæfingardeildin hefur aðeins þrettán sjúkrarúm, en hún gegnir hlutverki al- mennrar endurhæfingar- deildar fyrir allar deildir Land- spítalans. Bæklunardeildin er liklega eina sér- bæklunardeildin á landinu enda þótt bæklunarlæknar hafi starfað á nokkrum sjúkra- húsum, eins og t.d. á Landakoti og Borgarspítalanum. Deildin hefur aðeins 33 rúmum á að skipa og má það teljast furðulegt þar sem bið- listi deildarinnar fer vaxandi og eru nú um átta hundruð manns á honum. Við munum ræða við læknana Stefán Haraldsson, Jóhann Guðmundsson og Höskuld Baldursson á bækl- unardeildinni og auk þess við einn sjúkling af þeirri deild. Þá ræðum við einnig við Pál Helgason og Kristján T. Ragnarsson lækna á endur- hæfingardeildinni. Þá verður einnig rætt við Magnús Kjartansson alþingismann, sem hefur hlotið endurhæfingu á Grensásdeild Borgarspítalans. í lok þáttarins verður komið inn á heildarskipulag heil- brigðismála, sem samkvæml dómi lækna, sem rætt hefur verið við, virðist ekki vera fyrir hendi,“ sagði Gísli Helgason. Gísli starfar nú við hljóð- bókasafnið sem rekið er af Blindrafélaginu og Borgar- bókasafninu í Hamrahlið. Andrea Þórðardóttir, sem unhið hefur að gerð fróðlegra iítvarpsþátta með Gísla, hefur á sumrin verið með barnaheimili Styrktarfélags lamaðra oe fatl- aðra í Reykjadal. —A.Bj. Einkaritaraskólinn starfsþjálfun skrifstofufólks. KJARNI A: Enska. Ensk bréfritun. Verzlunarenska. Pitmanspróf. KJARNI B: Almenn skrifstofustörf. Skrifstofutækni. SÉRNAMSKEIÐ: C. Bókfærsla— D. Vélritun — E. Notkun skrifstofuvéia — F. Kennsla á reiknivélar — G. Meðferð tollskjaia — H. íslenzka, stafsetning sími 11109 , . Brautarholt 4 mimir (ki. i-7e.h.) Höfum kaupanda að Chevrolet Blazer 73—’74, sem mætti greióast að fullu á 10—12 mánuðum. -^JMLADR imifK í > MAZD/ jj -BORGAmuí BÍLDEKKíV 4, f KLÚBBUWN* 1 E s -c 1

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.