Dagblaðið - 23.10.1976, Síða 4

Dagblaðið - 23.10.1976, Síða 4
DAC.Bl.AÐIÐ. LAUGARDAGUR 23. OKTOBER 197fi- Athugasemd Það er orðið mér óvenjulegt að eiga orðastað við mann í stöðu Guðmundar G. Þórarins- sonar, verkfræðings, sem þó gerir sér far um að vera hvort tveggja, málefnalegur og siðaður í orðfæri og skoðunum. Það reynir Guðmundur þó í grein sem hann kallar svar- grein til mín í Dagblaðinu. Þó ekki væri nema vegna þess er hann ágætlega svara verður. Frumkvœðið? Það er rétt sem fram kemur í grein GGÞ að upphafleg hug- mynd um húsaskipti þau, sem fjallað var um í föstudagsgrein hér í blaðinu í fyrri viku, kom fram hjá aðstandendum Lista- safns fslands. Svo virðist af skjölum málsins. En aðeins upphafleg hugmynd. Þetta, og þetta eitt, gerir GGÞ síðan að uppistöðu í heilli blaðagrein, veltir þessari einu staðreynd á alla enda og kanta og endur- tekur aftur og aftur að þetta sanni að ég hafi farið með rangt mál. Brú, sem byggð væri með þessum aðferðum, þyldi ekki marga trukka. Aðalatriði málsins er hins vegar það, að þegar áhugi Hús- byggingasjóðs Framsóknar- flokksins, Kristins Finnboga- sonar, Guðjóns Styrkárssonar, sem GGÞ af einhverjum ástæðum nefnir ekki í grein sinni, og samverkamanns þeirra, Sigurbjörns Eiríks- sonar, var vakinn, þá var það sem áhugi fjármálaráðherra, Halldórs E. Sigurðssonar, var einnig vakinn. Hann gaf út skuldabréf á ríkissjóð upp á 7,2 milljónir. An þessarar íhlut- unar ráðherra hefðu þessi við- skipti ekki getað átt sér stað. Þetta gerði ráðherrann í heimildarleys! að þvi er séð verður af fjárlögum. Mistök, segir GGÞ 1 Kirkjubólslegri varnargrein sinni nei, vinur minn. Það er farið í kringum lögin. Að nafninu til höfum við þó ennþá lög í landinu. GGÞ segir að ónafngreindur embættism^bur í menntamála. ráðuneyti hafi tjáð sér að Halldór E. Sigurðsson hafi hvergi viljað koma nærri þessu. Heldur er það Kirkjubólsleg röksemdafærsla. '. Undirskrift ráðherrans sýnir allt annað, svo og útgáfa skuldabréfs fyrir hönd rikissjóðs. Kerfisrugl GGÞ virðist eiga greiðari upplýsingar að bákninu, bók- Vilmundur Gylfason unum ríkisstjórnar meðal annars, en gerist og gengur með almenning og þar með blaðamenn. Það er gömul saga. Hitt er rétt að nákvæm- ara hefði verið að geta þess að hugmyndin hefði fæðzt hjá aðstandendum Listasafns ís- lands.Þetta er auðvitað algert aukaatriði, skiptir engu máli um framgang málsins. Það þarf sterkan vilja til að gera það að uppistöðu í heilli blaðagrein. Astæðulaust er að elta ólar við annað í grein GGÞ. Hann segir að á fyrri föstudegi hafi ég ekki getið tryggingafjár sem Listasafnið fékk frá Framsókn. Hvaða dómadagsrugl er nú þetta? Lengi skal treyst á heimsku lesenda. En það vill svo til að lesendur eru ekki svona óendanlega illa upplýst-. ir. Með greininni fyrra föstudag birtist ljósrit af ræddum samningi, þar kom þetta fram og öll önnur atriði þessum kaupum tengd. Annað skýrir sig sjáift og eftir standa berar staðreyndir málsins. Um hvað fjallar mólið? Fjármálaráðherra, Halldór E. Sigurðsson, gerði þessi kaup möguleg með útgáfu skulda- bréfs, án þess að hafa til þess nokkra heimild. Mistök, segir GGÞ. Þau eru mörg mistökin. Þegar saga sú, sem lesendur Dagblaðsins væntanlega þekkja nú, var sögð fyrra föstudag, var þeirri spurningu varpað fram, hvort verið gæti, að Lífeyris- sjóður starfsmanna ríkisins hefði verið notaður til þess að lána Húshvggingasjóði Fram- sóknarflokksins, Kristni Finn- bogasyni, ^Guðjóni Styrkárs- syni, Sigúrbirni Eiríkssyni. Það ægilega er, áð af grein GGÞ er ekki annað Slö’ ráða en það að þessi spurning hafi verið borin fram. af ærinni ástæðu. Fjármálaráðherra launaði þeim til þess að örva húsakaup!! Fjármalaráðherra, Halldór E. Sigurðsson, virðist hafa notað lífeyrisjóðinn til þessara hluta. Leynifjárveitingavald ráðherra er notaðfyrir Húsbyggingasjóð Framsóknarflokksins! Mér segir svo hugur um að þarna sé á ferðinni enn einn samtryggði fjármálasóðaskapurinn, þar sem margir sitji í sök. Sú ósk er itrekuð að einhver þingmaður taki á sig rögg og kanni hvernig þessum dularfullu útlánum hefur verið háttað. GGÞ skrifar heila blaðagrein um eitt atriði, aukaatriði, sem hann reynir að gera tortryggi-' legt. Fljótlega fer hann í vörn, og svo góðan aðgang hefur hann að valdakerfinu að hann upplýsir það sem einasta var spurt umfyrra föstudag. Sem endranær treysti ég á skarpskyggni lesenda. Treysti því að þeir muni eftir þeýn atriðum, sem verða ekki endur- tekin hér, en hann leiðir hjá sér. Treysti því að þeir setji þetta í samband við upphaf Klúbbmálsins nokkrum mánuðum síðar. Treysti því að þeir setji þetta í samband við klúbbinn sem Kristinn Finn- bogason og félagar ráku I Klúbbnum méð fésýslu- mönnum og pólitískum áhrifa- mönnum. Það skiptir máli, miklu máli. Stendur óhaggað öll aðalatriði greinar minnar standa því óhögguð, að við- bættri þeirri játningu GGÞ nú, að Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins hafi verið notaður til þess að lána Kristni Finnboga- syni og félögum. Hvað segja opinberir starfsmenn? Þegar athugasemdir GGÞ hafa verið reknar öfugar ofan í hann er von að menn staldri við. Eru> þeir allir svona? Nei, það held ég ekki. En fjármála- hópurinn er afleitur og lýðræð- inu hættulegur. Hann virðist hafa stjórnað fjölmörgum gerðum þessara ráðamanna, um það hafa öll þessi óhugnanlegu mál snúizt. Og þegar siðaður maður, eða svo sýnist mér, tekur sig tilog reynir að verja þetta, sennilega af barnaskap og Kirkjubóls- legri trúgirni, þá ber samt að virða það. Tilraunin, þótt kát- leg sé, gæti saml lagt stein í þá vörðu að gera tsland að betra landi. Helgafell gefur út tvœr nýjar bœkur — Ijóðaþýðingar Jóhanns Hjólmarssonar og skóldsögu Guðbergs Bergssonar Bókaútgáfan Helgafell hefur nýverið sent frá sér tvær nýjar bækur í pappirskiljuformi. Önnur þeirra er ný skáldsaga eftir Guðberg Bergsson og nefnist hún „Það rís úr djúpinu". Er henni gefinn undirtitillinn „Sönn saga af sálarlífi systra". Verð bókarinnar er kr. 2.580 með söluskatti. Hin bókin sem nú kemur út hjá Helgafelli er ljóðaþýðingar eftir Jóhann Hjálmarsson, sem hann nefndir „Þrep á sjón- deildarhring". I bókinni eru þýdd ljóð margra þekktra skálda hvaðanæva úr heiminum og má þar nefna sem dæmi danska rit- höfundinn Klaus Rifbjerg og kanadíska ljóðskáldið og laga- smiðinn • Leonard Cohen. • Alls eru þýðingar á ljóðum 20 skálda í bókinni. Verð hennar er kr. 1.560 með söluskatti. JB Kvikmyndir í í byrjun september tók Lista- safn íslands upp þá nýjung að hafa kvikmyndasýningar hálfs- mánaðarlega í safninu. Aðstaða til kvikmyndasýninga er í fremsta sal safnsins og rúmast þar með góðu móti allt að hundrað manns. Hefur verið mikil og góð aðsókn að þeim sýningum, sem þegar hafa verið haldnar, og í eitt sinn komu um tvö hundruð manns. Þá urðu sýningargestir að þrengja allverulega að sér. t dag klukkan 16.00 verða sýndar þrjár þýzkar myndir: Die- Brúcke, Das Bauhaus og Willi Baummeister. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. A.Bj. LEIÐRÉTTINGAR Eftir á að hyggja þykir mér rétt að biðja Dagblaðið fyrir þessar leiðréttingar: I grein Halldórs Halldórs- sonar í Dagblaðinu 12. þ.m. segir m.a.: „í sumar varð ráðherranum á annað glappaskot engu betra. Hann veitti embætti I heim- speki við Háskóla Islands gegn vilja allra, sem fjallað höfðu um umsóknir og hæfi umsækj- enda“. — Þetta eru ósannindi. Við atkvæðagreióslu í heimspekideild greiddu sjö deildarmenn atkvæði meðþeim. er‘-hlaut veitingu. ..Braga þefur verið neitað um 12' stöður innan menntakerf- isins". — Þettaer rangt. B.J. hefir sótt um 7 stöður innan menntakerfisins síðan honum var sagt upp starfi deildar- stjóra í menntamálaráðuneyt- inu. t sömu grein er vikið að gagn- rýni vegna veitingar stöðu í læknadeild í vor. Þar segir: „t svari við þeirri gagnrýni tók ráðherrann beinlínis fram, að hann færi ávallt eftir vilja viðkomandi deilda Háskólans við embættaveitingar". — Þetta eru ósannindi og senni- lega vísvitandi ósannindi þar sem í nefndri greinargerð eru þvert á móti tilgreind þrjú frávik. t leiðara í Dagblaðinu á dög- unum segir: „Sðtti Bragi árang- urslaust um 12 stöður í skóla- kerfinu". — Þetta er rangt, sem fyrr segir. í öðrum leiðara litlu síðar eru þessi ósannindi endurtek- in, því þar stendur:„Eftir brott- reksturinn sótti Bragi um 12 stöður í fræðslukerfinu..." Ég árétta að fyrir liggja skrifaðar eða prentaðar heim- ildir, sem staðfesta orð mín hér að framan. Sannleikans vegna virðist mér rétt að gera þessar athuga- semdir. Eg veit einnig, að Jónasi Kristjánssyni ritstjóra er bölvanlega við að blað hans geymi bein og augljós ósann- indi í bland með öllu hinu (Þótt ég hafi raunar veitt því athygli, að Dagblaðið hefur ekkert birt af þeim athugasemdum, sem ég hef sent blöðum að undan- förnu). Vilhjálmur Hjálmarsson Hugsa sér handapatið Flugur eru merkileg kvikindi. Það er ein að spígspora hér fyrir framan mig. Eg veit ekki nákvæmlega hvað hún er að gera. Þó sýnist mér hún helst vera að athuga hvort einhverjir gallar séu í rúð- unni hjá mér. Fyrst gengur hún nokkur skref til vinstri og síðan nokkur til hægri. Þess á milli stansar hún og hugsar málið. Auðvitað gæti hún líka verið að æfa sig i tsja tsja tsja. Þó finnst mér það harla ólíklegt þar sem hún er með sex fætur og getur þar að auki hvorki gengið út á hlið né afturábak svo mér sé kunnugt. Hún gæti að sjálfsögðu verið að gera ýmislegt fleira. Það vita þeir sem eru stöðugt með einhverja flugu í höfðinu. Haustið er eins og fugl sem hefur sig iil flugs út í næturhúmið. Vindurinn spilar prelúdíu í esdúr á klakaða símavírana. Snjórinn dansar hringdans á freðinni jörð. Það er jökulkalt og hræfuglarnir kætast ógrynni. Kunningi minn einn kom til mín um daginn og sagði að ef allt vont væri orðið gott og allt gott vont væri heimurinn miklu b'etri en hann er. Ósköp var vinur minn illa á sig kominn í nótt. Staurana tókst ekki að stilla, stéttirnar bylgjuðust ótt. Hugsa sér handapatið. Húsið var komið á ská. Skelfing var skráargatið skjálfandi til og frá. Viltu gjöra svo vel og greiða mér strax, sagði hárkollan við hárburstann sem skuldaði henni krónu. Ekki aldeilis, sagði burstinn. Eg greiði þér í fyrsta lagi þegar þú ert alveg komin á skallann. í upphafi allt var hér skapað og ekki að neinu var hrapað. Rauða hafið er rautt. Það dauða er dautt, en enginn veit ennþá hver drap það. Vinur minn einn kom til mín um daginn og sagði að nú væri farið að kalla svo marga liða. samanber sjúkraliða. brunaliða, flugliða og svo framvegis, að sér f.vndist alveg upplagt að kalla sjó- menn hafliða. Fynr mörgum árum var ort. Eg er ein af halsins hetjum í dag, og ég held úr vör. Frá landi skal stefnt út á sollinn sjóinn i svaðilför. Eg hlæ, þegar brimaldan byrðing klappar og brotnar við sker. Ég er einn hinna voldugu víkinga íslands. eins og vera ber. Eg hlakka þó til eins og hetjum er tamt. þegar heim ég sný, og losna við volkið á víðáttum hafsins og veðragný. Eg bið: Ó leiddu mig lukkunnar dís að landinu þar sem farmenn Drangjökuls földu brennivíns flöskurnar. Það eru ekki allar ferðir til fjár. sagði bóndinn þegar hann fór í fjósið. Það fallegt er litla lambið sem leikur sér frjálst í. haga og á aðeins eftir að lifa örfáa sumardaga. Við vorkennunt veslingnunt litla er vægðarlaust er hann tekinn frá ástkærri unnandi móður og á aftökupallinn rekinn. Gle.vmskan er guðleg forsjón, að gle.vma er margur laginn. Við borðuin því blessuð lömbin með bestu Jyst einhvern daginn. Nú er þessi vika senn á enda Maðurinn, sem vann við gangxtéttarlagn ingu við Laugaveginn og fékk hellu fyrii eyrun, er farinn að hlakka til að fá hvild. Einn mann þekki ég sent getur aldrei hætl að hugsa unt hvernig standi á þvi að Ljóð á laugardegi M BENEDIKT AXELSSON það skuli vera hægt að kveikja ljós með þvi að ýta á slökkvarann. Um helgina ég stunda dufl og dans til dögunar og finnst það afar gaman. Nú mun allt á leið til andskotans og Alþingi mun komið vera saman. Nú mun revna á Þingsins kynngikraft. þvi krónan skelfur eins og lauf i vindi. í sameinuðu þingi hafa haft helst til margir nóg af sundurl.vndi. Að lokum vil ég benda fólki á það. að ég er mjög mikið á móti öllum ábending- um. Ben. Ax.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.