Dagblaðið - 23.10.1976, Page 5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 23. OKTÖBER 1976.
5
Klámbók-
menntir
rannsakaðar:
HALD LAGTÁ
ÁKVEÐIN RIT.
„Rannsóknin er enn ekki
komin á það stig að hægt sé að
greina nánar frá því hvaða
bókmenntir eru taldar vafa-
samar,“ sagði Þórður Björnsson
ríkissaksóknari í samtali við DB í
gær.
Ekki alls fyrir löngu barst
erindi frá lögreglustjóra til ríkis-
saksóknara þar sem gerðarvoru
athugasemdir við ýrnis rit sem
hér eru á boðstólum og almennt
eru nefnd klámbókmenntir. Var
Sakadómi falin rannsókn málsins
en að henni lokinni voru gögnin
send aftur til ríkissaksóknara.
Beindist rannsóknin aðallega að
útgáfu, drpifingu og sölu slíkra
bókmenntaog var reynt að kanna
umfang þeirra á markaðnum, þó
eingönguþeimsem éru á íslenzku
máli.
„Það er rétt að lagt hefur verið
hald á ákveðnar bækur en ekki er
unnt að gefa að svo stöddu
nákvæmari upplýsingar um
hvaða rit eiga hér í hlut,“ sagði
Þórður ennfremur. „Fremur fá
tilvik eru fra undanförnum tíu
áruin urn m.u af þessu tagi en
þegar þau koma upp og kæra
hefur verið lögð fram kveður
Sakadómur til meðdómendur sem
ákvarða síðan hvort bækurnar
innihaldi klám, sem brýtur í bága
við íslenzk lög.
Ýmsum bókaútgefendum
finnst sér hér vera þröngur
stakkur skorinn og nokkuð langt
gengið á prentfrelsi í landinu.
Ennfremur þykir það nokkuð ein-
kennileg meðferð að ekkert eftir-
Iit skuli vera með slíkri útgáfu
fyrr en út i dreifingu er komið.
Væri að margra dómi eðlilegra
þar sem útgáfan er ekki frjáls, að
ritskoðun færi fram áður en
varan er boðin kaupendum, líkt
og tíðkast með kvikmyndaeftirlit
hér á landi.
-JB
Jóhannes Einarsson stjórnarmaður í Cargolux:
t hinum ýmsu söluturnum má finna alls kvns djarfar bókmenntir sem margir vilja gjarnan kalla einu
nafni klám.
SAMKEPPNIN KEMUR EKKI
ENN NIÐUR Á FLUTNINGUNUM
Starfsemi nýja keppinautsins
hefur ekki haft áhrif á rekstur
okkar, sagði jóhannes Einars-
son, einn stjórnarmanna
Cargolux, er hann var spurður
hvort tilkoma flugfélagsins
EFS Bahama ltd. hefði dregið
úr flutningum Cargolux. Hið
nýja félag hefur tekið upp
ferðir á nánast alveg sömu leið-
um og Cargolux og hóf starf-
semi sína 1. sept. sl. Notar
félagið þriár DC-8 þotur en
Cargolux notar 3 DC-8 og 3 CL-
44 vélar.
Fyrir fáum dögum opnaði
Cargolux skrifstofu í Vín og
hefur þar viðkomu á ferðum
frá Luxemburg til Austurlanda
og á bakaleiðunum. Að sögn
Jóhannesar hafa þegar á
þessum fáu dögum verið tals-
verðir flutningar þangað og
þaðan og lofar þessi nýi staður
góðu.
-G.S.
Ahófn gengur frá horði Cargoluxþotu.
— ný skrifstofa opnuð i Vín
Skúlagata, frú 58
Miðtún
Hútún
mmiABiÐ
Simi 27022
Blaðburðarbörn
óskast strax
AKRANES
Blaðburðarbörn
óskast strax
Vinsomlega hafið samband við
umboðsmann í sima 2261
mnmii
Hofum
kaupanda að
Blazer, Bronco, Scout Range
Rover, Land Rover, Wagon-
eer, árg. ’73—74, sem má
greiðast að fullu á 10—12
mánuðum.
Okkur vantar umboðsmenn
ó:
AKUREYRI,
NESKAUPSTAÐ,
BORGARNESI
Vinsamlegast hafið samband við
umboðsmenn ú staðnum eða
Dagblaðið sími 27022
SJÁID POTTABLÓMAÓRVALIÐ
Blómstrandi jólastjörnur,
alparósir,
begóniur,
santapólinur
Risapólmar
Burknar, 10 tegundir
Kaktusar
og þykkblöðungar
BREIÐHLOTI
Sími 35225
/