Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 23.10.1976, Qupperneq 11

Dagblaðið - 23.10.1976, Qupperneq 11
DAGBLAÐIÐ. LAUGAKDAGUR 23. OKTOBER 1976. Hann er fimmtugur aó aldri og hlaut frægó sína í byrjun með því aó sýna fram á, að þannig mátti nýta dönsk skatta- lög að menn slyppu alveg við skattinn. Glistrup hefur verið ákærður fyrir yfir þrjú þúsund tiltekin brot á skattalögum, en vinsældir hans hafa enn vaxið við hverja kæru. Svo margir íbúar velferðarríkisins eru full- saddir á kerfinu. Stjórnleysingi? „Við héldum, að hann mundi bara hverfa," hefur blaðið International Herald Tribune eftir Kjeld Olesen, for- manni þingflokks jafnaðar- manna. „Stefna hans er enn heimskuleg og órökrétt, en við tökum hann alvarlega nú orðið. Það er erfitt að skilgreina hann. Eg mundi ekki kalla hann fasista, en kannski stjórnleysingja. Hvað sem hann er, þá hefur hann geysilega hæfileika til að taka á því, sem almenningur finnur og talar um. Það tók okkur talsverðan tíma að skilja, að hann gat sótt afl til strauma, sem raunverulega voru til í þjóðfélaginu. Hann hefur bent á rökleysur i velferðarríkinu, og hann hamrar á, að háskólamenn og tæknimenn stjórni öllu.“ Olesen lét íviðtalinuí ljós það álit, að flokkur Glistrups yrði úr sögunni innan tveggja ára. Annað var sjónarmið fulltrúa á flokksþingi Glistrups í septemberbyrjun. Þar lýstu ræðumenn þeirri skoðun, að flokkurinn mundi færa út kvíarnar og flokkum í nágrannalöndum, sem hefðu svipaða stefnu, mundi mjög vaxa fylgi á næstunni og nýir spretta upp. Sumir telja fylgisaukningu flokks Glistrups í Damörku af svipuðum rótum runna og fylgisaukningu hægri manna í nýafstöðnum þingkosningum í Svíþjóð og Vestur-Þýzkalandi. 11 N VEÐURBRIGDI Síðastliðin sjónvarpsvika var ekki ósvipuð veðurlaginu í sumar, mikið um lægðir og ein- • staka hæð innan umlægðarbylg urnar umdeildu. Lægðir sjón- varpsins eru reyndar áreiðan- legri en veðrið. Annars er aldrei að vita hvernig veðrið hleypur í menn. Svei mér þá ef Páll Bergþórsson tók ekki veðurfréttirnar á sunnudags- kvöldið í það að segja frá rjúpu sem skeit á veiðimann. Eða var það ekki? Þetta sannar bara það sem ég hef haldið hér fram um vinnuhagræðingu Ríkisút- varpsins. Það var líka guátur í þátttak- endum í Kastljósi á föstudags- kvöldið. Skemmtilegast var að sjá þá sitja „augliti til auglitis1' Vilmund og Alfreð, hinn fvrri eins og 19. aldar tónsnillingog hinn síðari eins og Rod Steiger í myndinni um „Scarfaee". Ég held að meiri einlægni hafi nú stafað af Vilmundi, allavega samkvæmt mínum einlægnis- mæli, auk þess sem málflutn- ingur Alfredos var heldur loð- inn. En Vilmundur er einnig stjórnmálamaður, eins og fram kom þegar hann auðmjúkur ávarpaði sjónvarpsvélina. Ég lield að hér á lanai munu menn aldrei komast að niðurstöðu um muninn á „rannsóknarblaða- mennsku" og pólitískum of- sóknum, en aftur á móti held ég að auðveldara sé að skilgreina muninn á rannsóknarblaða- mennsku og æsifréttamennsku. Ekkert þeirra mála sem síðdegisblöðin hafa „tekið fyrir“, hefur veriðmýfluga. Umfjöllun þeirra hefur því verið réttlætanleg, þótt meðul- in hafi oft verið óvönduð. Þar er alltént kímið að rannsókn- arblaðamennsku. Æsifrétta- mennska er t.d. uppblásin og hnýsin grein um varaforsetafrú Bandaríkjanna á forsíðu með tvibreiðu letri og stórri mynd, — í Dagblaðinu því miður. Og hvað kom fyrir þessa blessaða konu, varð hún fyrir bil eða báti? Nei, hún var að kaupa sér öskubakka í fríhöfninni í Kefla- vík. Eftir hið lævi blandna and- rúmsloft í Kastljósi var það ró- andi upplifun að hlusta á ung- an íslending leika spænska gítarmúsík. Leikur hans var þokkalegur, nema hvað hann var vart nógu „apassionato" í verkum eftir de Falla, — Norðurlandabúa skortir ólguna í blóðið. Ástralski kvikmyndaiðn- aðurinn hefur að undanförnu verið að ná sér upp úr feni heimóttarháttar og úr klóm bandarískra áhrifa og nú hafa komið þar fram nokkrir bráð- efnilegir leikstjórar. Porter þann er gerði „They only clap losers“ sem sýnd var síðast á föstudag, þekki ég ekki. En meðferð.hansvar ágæt og leikur allur prýðilegur. íþróttaspéfugl sjónvarpsins ræddi við Finn Jónsson í frétt- um sjónvarpsins á laugardags- kvöld 1 tilefni af yfirlitssýningu á verkum hans. Spéfuglinn virtist lita á listamanninn sem eitthvert viðundur og spurning- arnar voru því heldur kauða- legar. Að lokum spurði hann Finn um þessa stórhættulegu veiru, listfræðinga, og spyrli til undrunar hafði gamli maóur- inn ekkert sérstaklega afbrigði- legar skoðanir á þeim. Það vantar ekki góðar spurningar þegar spurt er um fiskveiði- kvóta eða síldarbræðslu. Á laugardagskvöldið fór einnig fram Rokk- hátíð í sjónvarpinu. Fyrst var reynt að toga einhver skyn- semisorð um rokk út úr fram- kv.stj. fyrirtækisins og hljóm- sveitirnar gerðu síðan sitt besta til þess að afsanna full- yrðingar hans. Góðir hljóm- listarmenn voru á stangli innan um, en engin hugsun virtist á bak við lagasmíði og texta og enginn „slow-motion“ effektar sjónvarpsmanna eður gleiðhorn gátu bjargað tónlistinni frá einlægri meðal- mennsku Belvedere gerist barnfóstra er ein af mörgum formúlumyndum. Bíðið þið bara, sjónvarpið er örugglega búið að kaupa nokkra árganga til sýningar Er ekki tími til að hætta þessari grautarhugsun á bak við niður- röðun kvikmynda? Nú er hægt að fá búnt klassískra mynda eftir frægustu leikstjóra okkar tima á vægu verði. Hægt væri að hafa Fellini röð, Hitchcock röð, vestraröð — hvað sem er og út úr því fengi áhorfandinn einhverja hugmynd'um lífsspeki r I kringum skjáinn Aðalsteinn Ingóifsson eða tíðaranda, auk skemmtunar. A sunnudag var að sjálf- sögðu horft á David Copper- field. Dickens er að mörgu leyti mesti lýðskrumari i verkum sínum, — notar tilviljanir og spilar óspart á viðkvæmni og grátkirtlana. En persónur hans eru svo óhemjulega lifandi að maður fyrirgefur honum allt. Uriah Heep er líkleg- ast andstyggilegasti Uriah sem ég hef séð. En tökum eftir hvernig höfundur notar nöfn, — Uriah Heep er sérstaklega fráhrindandi heiti. Ég missti af Benny Godmann í höllinni ísumar og naut þess því að sjá sjónvarps- upptökuna. „Eini sanni“ tónn- inn var enn i klarínettinu, þótt gamli maðurinn væri bæði óæfður og kenndur. Undur var að hlusta á hinn þýða leik Buddy Tate og Eplagarður- inn á víbrafón var köttur fimur Gaman var að heyra góð stykki eins og Sondheim lagið „Sena in the clowns“, en sá lagahöf- undur er allt of lítið þekktur hér. Á mánudag horfði ég á breska leikritið „Bráðum kem- ur betri tíð“, eftir ljóðskáldið Bernard Kops. Leikritið var laust í reipunum, slitrótt, — en tilfinningarnar skinu í gegn. Það gera sér fáir grein fyrir þvf sem bretar þurftu að líða á þessum árum. Sú reynsla fleytir þeim eflaust í gegn um núverandi efnahagsvandræði. Á þriðjudag voru leifar frá Listahátíð enn á boðstólnum. Wiliiam Walker söng af áreynslulausum þokka og glæsibrag. Sem sagt, góð vika fyrir þá sem safna „sönnum“ tónum. Columbo nennti ég ekki að horfa á, sá góði maður er farinn að koma við taugarnar í mér. Miðvikudagskvöldið var aftur á móti gott, hæðir gengu yfir. Það jaðrar líklega við sifjaspell fyrir mig að skrifa um Vöku, svo nátengdur sem ég var þeim þætti. En það er gott að sjá hann aftur og Magðalena Schram er ágætlega starfinu vaxin. Takmarkanir Vöku eru ýmsar, og helst þærað reynt er að gera mörgu skil á of stuttum tíma. 40 mínútur tvisvar í mánuði er ekki stórt framlag til íslenskrar menn- ingar frá sjónvarpsins hendi, ef tekið er tillit til þess að mikið af efninu er gratís. íþróttirnar fa mun stærri skerf, auk þess sem þær valda því að ekki er hægt að kvik.ynda Vökuefni á laugardögum vegna elingar- leiks kvikmyndatökumanna við íþrótta„viðburði“. En meira um vöku síðar. Svo kom rúsínan í pylsuend- anum, — „Augliti til augiitis“, ein af jákvæðum afleiðingum samnorræns samstarfs. Enginn kvikmyndaleikstjóri hefur fjallað af eins mikilli nærfærni um mannssálina ogBergmann' og er allt útlit fyrir að þessir þættir verði frábært efni. Efnið virðist ekki óskylt „Persona", um tviskiptingu persónuleik- ans og Liv Ullmann er hrífandi. Hæðirnar verða vart hærri. upp kolli á „landráðastefnu" ætla varnar- og öryggis- málum landsins borgið i eitt skipti fyrir öll, þótt stutt hlé hafi orðið á umræðum um þessi mál, vegna þess að loftvog þjóðmálasiðgæðis hefur fallið innanlands og hvert áfallið öðru meira hefur dunið yfir í þeim mæli, að telja má undanfara þjóðfélagshruns. Og víst er um það, að á meðan slíkt ástand er hér innanlands, eru þau öfl sem hagnast á slíku ástandi önnum kafin við undirbúning á nýrri herferð til að vinna enn eitt vígið í orustunni um frelsið, sem vestrænar þjóðir reyna nú að tryggja. Það hefur þegar verið höggvið skarð í varnir vestræns frelsis i þessu landi, og eftir því er tekið meðal erlendra samstöðuþjóða, og enn er hatrammlega reynt að kúga fylgjendur lýðræðis í þessu landi til hlýðni við öfgaöfl, sjálfskipaða menningarvita og verkalýðsleiðtoga, sem • nú reyna eina aðferðina enn, að lýsa alla launþega í landinu láglaunamenn og á láglaunasvæði, og sem ekki muni breytast, nema þeir ,,taki“ völdin í sinar hendur. Norðurlandaþjöðirnar eru mjög uggandi uíii pessa þróun, en þar hefur þó almenningur ekki látið blekkjast eins augljós lega og hér virðist raunin á Islandi. Kosningarnar í Svíþjóð Kjallarinn Geir R. Andersen sýna, að almenningur þar er á verði gagnvart algerri þjónkun við ríkisforsjá og minnihluta- hópa, sem krefjast stöðugrar „samhjálpar". Sænskur al- menningur hefur slitið sig lausan frá þessu fargi og hygg- ur til frekari hægri stefnu en þar í landi hefur tíðkazt um áratuga skeið. 1 Dannmrku hefur almenn- ingsálitiðbre.vtzt í sömu átt og í Sviþjoð, og hafa Danir nú einnig gefið gætur þeirri hættu, sem þeir hafa lokað aug- unum fyrir viljandi hingað til. að Rússar eru farnir að færa sig upp á skaftið nnan landhelgi Danmerkur og kanna þar sjálfir varnarbúnað Dana. Hefur þetta gengið svo langt, að Danir hafa látið þessar áhyggjur i ljósi við utanríkisráðherra Rússa og krafizt þess, á eins skýran hátt og þeím er mögulegt, vegna nálægðar sinnar við Sovétríkin, aðRússar dragi úr umsvifum flugvéla sinna í lofthelgi Dan- merkur og siglingu pólskra varðskipa á dönsku yfirráða- svæði. Norðmenn eru einnig mjög uggandi um sínar varnir í Norður-Noregi, sem þeir segja með öllu óviðbúriar að rrwta skyndi-innrás Rússa, ef til kæmi. Norðmenn eiga þó í erfiðri aðstöðu vegna nálægðar sinnar við Sovétríkin og sam- eiginlcgra landamæra við þau. En í Noregi er þorri þjóðar- innar staðfastlega hlynntur vestrænu samstarfi og hafa norsk stjórnvöld alltaf getað treyst á fylgi landsmanna í hverju tilliti, sem lýtur að auknum vörnum og uppbygg- ingu, og hafa aldrei talið sér minnkun að því að hafa nána samvinnu við Bandaríkin og þiggja aðstoð þeirra með gagn- kvæmum samningum i varnar- iriálum. En tslcndingar hafa liingum verið á annarri bylgjulcngd i þessum málum, og ástæðan cr kannski sú, að þcir hafa ekki um langan aldur kynnzt því að þurfa að verja land sitt 1 þeim mæli og skilningi. sem flestar aðrar þjóðirhafaþurft að gera. 1 þessu landi hefur það t.d. verið feimnismál og allt að því bannað að minnast á oro eins og þegnskvlduvinna, hervarnir. að ckki setalaðum. ef þessi orð tengjaslvörnum landsins sjálfs Unt varnir annarra landa.her- varnirþeirra og hersk.vldu eru Islendingar tilbúnir að ræða hvenær sem er. Það mætti spvrja, hvort cinhver ný viðhorf nú geri það að verkuin, að andstæðingar varna fyrir island laka upp þráóinn að nýju og mótmæla enn einu sinni þátttöku okkar í Atlantshafsbandalaginu og krefjast þess, aó varnarliðið hverfi burt af landinu. Þessari spurningu mætti svara þannig, aó á undanförn- um mánuðum hefur helztu forystumönnum Alþýðubanda- lagsins orðið það ljóst, að ekki er neinn grundvöllur fyrir því aðkrefjast þess eða halda því til streitu að varnarliðið fari frá íslandi, enda hefur slíkt ekki verið nefnt á nafn í þeirra hóp. Er þetta ekki sízt að þakka farsælli lausn á fiskveiðideilunni við Breta heldur cn menn þorðu að vænta, og sú'er staðreyndin, að þátttaka okkar í Atlantshafsbandalaginu átti þar drjúgan hlut. Þetta sjá nú og finna öfgafyllstu aðilarnir innan vinstri aflanna, auk þess sem það er borin von fyrir þá að auka fylgi sitt gegn þátttöku okkar í NATO, þrátt fyrir ýmiss konar óáran og óánægju, sem nú ber á í þjóðfélaginu og er reynt að magna stig af stigi af óprúttnustu forystumönnum verkalýðssamtakanna. Og menn meir svíður þeim fámenna hópi herstöðvarand- stæðinga, er leggja nótt við dag til að hóa saman „landráða- stefnu“, sem er svo mis- heppnuð, að jafnvel þátttak- endur sjálfir nota orðin ,,þrugl“ og „hryllingur" um þann boð- skap, sem þar er settur fram. Það er ærin ástæða til að ætla að framundan sé nú stefnu- breyting hjá ýmsum aðilum innan forystuliðs Alþýðubanda- lagsins, og að sú breyting stefni ekki í sömu átt og þau róttæku en fámennu vinstri öfl, sem um síðustu helgi héldu „landráða- stefnu“ í Stapa. Og ef marka má orð eins af traustari stuðningsmönnum Alþbl., sem sá, er þetta ritar átti viðtal við í vikunni, þá eru hópsamkomur til áréttingar brottrekstrar varnarliðsins ekki sá elexír, sem Alþbl. er hvað mestur styrkur í nú. En ummæli þessa stuðningsmanns Alþbl. eru þessi (með hans le.vfi). „Þau verkefni. sem framundan eru hjá Alþýðubandalaginu nú eiga ekkert skylt við það að leggja til atlögu gegn Atlantshafsbandalaginu með aðstoð cinhverra „frávillinga" og Stapadraugsins."

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.