Dagblaðið - 23.10.1976, Side 14

Dagblaðið - 23.10.1976, Side 14
. 1-t DAGBLAÐIÐ. LAUGARDACUR 23. OKTÖBER 1976. TÍZKAN - UTAGLÖÐ, MARGLAGA, EFNISMIKIL OG „ELEGANT" „Sveiflur i tízkunni í ár eru óvenju miklar." sagði Heióar Jónsson snyrtir í viötali við Dag- blaðið. Heiðar er nýkominn frá London og Kaupmannahöfri, en hann fer utan á hver.ju hausti til þess að kynna scr það nýjasta sem er aðgerast í tízkuheiminum. „Það má skiptatízkunni niður i nokkra ólíka flokka," hélt hann áfrarn. „Fyrst má nefna tízkuna sem kennd er við orðið ETHNIC, eða þjóöleg, þar sem mikið ber á suður-ameriskum. persneskum' eða Indjnnastil. Þessi tizka er mjög litaglöð og „mai i’laga" það er að segja buxur með legghlífum. pns þar yfir, peysa undir skyrtu og vesti þar utan yfir. 1-2 treflar og lambriúshetta með hatti ofaná. Alil svo i sitt hvorum litnum og hver flik með ólíku m.vnstri. Yfirhöfnin yfir þessi ósköp er svo slá eða „poncho". ( Bezta lýsing á þeirri flík er liklega myndarlegt Álafoss teppi sem klippt hefur verið gat á i miðjuna, síðan smeygir maður því yfir höfuðið á sér). í næsta flokki gæti ég nefnt ullina og þá á helzt aó vera klæddur ullarfatnaði frá toppi til táar. Legghlífar. þykk og fyrirferðarmikil ullarpils, duggarape.vsa með stórri jakkapeysu utan yfir og þar fram eftir götunum. Svo eru buxnadragtir, sem líkj- ast meira klæðskerasaumuðum herrafötum. Þar undir má sjá köflóttar herrask.vtur, herraháls- tau og jafnvel harðkúluhatt svona til þess að undirstrika enn frekar þennan stll. Skozku köflóttu efnin eru á hraðri uppleið og eru jafnvel not- uð ólík saman. Svo kemur „háelegant" kvöld- ízka eins og skrattinn úr sauðar- leggnum i mótsögn við allt annað. Efnismiklir og flegnir kjo; ler, oftast úr þunnu ullarjersey, „crepe" eða háglansandi satin eða chiffon. Islenzkur kvöldkjóll saumaður af Gróu Guönadöltur kjólameistara. Þetta er einmilt da’mi urn það hvað við hér heima erum farin að fylgjasl vel meðtizkunni. Ull á u11 ofan. Þetta ælli að koma sér vel hér i kuldanum i Þannig litur „Ethnic" (þjóðlega) tízkan út. Pilsið er marglitt, rautt, bleikt, gult, hvítt grænt og blátt. Stúlkan er með hvítan, grænan og bleikan trefjl umhálsinn.Þaðer allt sitt úr hverri áttinni. Alla liti má nota saman. Ileiðar Jónsson fer árlega utan til þess að kynna sér nýjungar I tízk- unni. Yfirleitt eru tízkulitirnir 2-3, en i ár bregður svo við að þeir eru að minnsta kosti tíu. Fyrst má nefna „Dark inks“ (dökkbleklitaðir) sem eru þrfr litir, blekblátt, blek- vínrautt og blekbarrgrænt. Drapplitaðir, brúnir og rústrauðir litir sjást enn. Fransmaðurinn heldur mikið á lofti gráu, vín- rauðu, bleiku og fjólubláu, sem er þá notað saman en nýjasti litur- inn er samt royal blue, kónga- blátt. Sá litur verður aðalliturinri' næsta sumar og verður þá not- aður með grasgrænu og hvitu. Efnisáferðin er mjög gróf í dag- klæðnaði og yfirhöfnum en sem fínlegust í kvöldklæðnaði. Blómamynstur verða meira áberandi. Af þessu upptöldu má segja að kjörorð tízkunnar sé einkafram- takiðog í hverju viðkomandi líður bezt. Yfirleitt hefur einhver sýningarstúlka verið nefnd „andlit ársins" og nú er það vafalítið Margaux (Margo) Hemmingway. Margo er hvorki meira né minna en 180 sm á hæð með óplokkaðar augnabrúnir, stutt nef og stórar tennur." — En hvað viltu segja okkur um tízkuna hérna heima. Erum við kannski langt á eftir? „Það erum við svo sannarlega ekki. Við stöndum okkur mjög vel I samkeppninni og erum alveg samkeppnisfærar eins og vel sýndi sig á sýningunni íslenzk föt I Laugardalshöllinni. Þar mátti sjá margar gullfallegar fllkur og það sem er ekki síður athyglisvert er að við stöndumst líka verðsamanburð. -EVI Þelta er „andlit ársins" Margaux (Margo) Hemmingway. Hún er í heimakvöldklæðnaði. Takið eftir Haremslilnum.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.