Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 23.10.1976, Qupperneq 15

Dagblaðið - 23.10.1976, Qupperneq 15
DAGBLAÐIÐ. LAUC.AKDAC'.UR 23. OKTOBEK 1976. 15 KARL PRINS GENGINN UT? — Ijóska sem er 179 cm á hœð nœsta drottning Breta? Hún er 1.79 sm á hæð með stutt ljóst hár. Hún heitir Davina Sheffield og er 25 ára. Hún sést oft nú siðustu mánuði í f.vlgd með manni sem er 181 sm á hæð og er mjög oft með derhúfu. Hann kann sérlega vel við háar ljöshærðar stúlkur og þær verða einnig að vera vel gefnar. Hann verður 28 ára nú í nóvember og heitir Charles. Þat! eiga eitt sameiginlegt. Þau eru ástfangin. Þegar hann talar við móður sína þá talar hann við drottningu. Jú. alveg rétt, það er þessi enska. Með blótt blóð í œðum En hver er hún? Hún hefur að vísu dálítið blátt blóð í æðum. Móðir hennar, sem var myrt fyrir skömntu af innbrots- þjófum, var lafði. dóttir baróns að nafni McGowan. Faðir hennar, sem er látinn fyrir nokkrum árunt, var major i enska hernum. Það skiptir kannski ekki máli hvort blátt blóð er í æðum hennar eður ei. Anna systir prinsins giftist óbrotnum borgara, Margrét móðursystir hans einnig og nú siðast var það Svía- konungur sem valdi sér þýzka stúlku sem drottningu. Nú bendir allt til þess að Davina verði næsta borgaralega stúlk- an sem ríkiserfingi giftist. Charles segir að þegar hann gifti sig verði það til æviloka. Hann segist ekki geta látið það eftir sér að skilja, það sé ekki hægt fyrir ríkisarfa, Nú bendir allt til þess að stúlkan er f.vlgi honum gegn um lífið'verði Davina. Hún hefur stundað nám í mjög góðum skólum. Verið í einkaritaraskóla í Lon- don og lagt stund á innanhús- arkitektúr. Loks réðst hún í að setja á stofn verzlun í Chelsea, sem hefur tízkuvörur á boðstól- um. Fröken Wellesley varð móðguð. Prinsinn hefur þekkt Davinu í tvö ár. Þau kynntust í matar- boði hjá fyrrverandi vinkonu Charles, Jane Wellesley, 1974. Þau kunnu strax vel hvort við annað og fröken vVellesley varð svo móðguð að síðan talar hún ekki við Davinu. Stuttu eftir k.vnnin heimsótti Davina prins- inn yfir helgi í Balmoral kastal- ann. Það liðu ekki margir dagar frá þeirri heimsókn þar til hún gaf kærasta sínum James Beard, sem er kappsiglinga- maður og tízkuteiknari, reisu- passann. Hann segist sjá mjög eftir henni og segir að þau hafi verið sérstaklega hamingjusöm. Ilelgarnar i sumarhúsi hans segir hann hafa verið bezta tíma þeirra. Hún hefur mjög gaman af því að búa til góðan mat, segir hann. Hún er stórkostleg- ur kokkur. Stakk af til Víetnam Davina sagði samt ekki alvep skilið við James. Hún fór með honum til Rivierunnar og var þar í góðu yfirlæti. En svo pakkaði -hún allt í einu niðui i töskur og flaug til Vietnam. Það veit enginn ástæðuna fyrir þessu ferðalagi hennar. Éf til vill hefur eitthvert samband verið á milli hennar og Kevin Burke blaðamanns, sem fór um leið og hún til Saigon. Hann segir að hún hafi verið með honum í Saigon en unnið með Dana að nafni Henning Becker á munaðarleysingjahæli. Hann tók með sér 200 munaðarleys- ingja heint til Danmerkur eins og frægt er orðið. Hann segir að hún hafi haft sérstaklega gott lag á börnunum og verið kát og glöð. Hún hefur eitthvað, sem er mjög sjaldgæft að finna hjá ríkum stúlkum eins og henni, e.r hafa farið sínar eigin leiðir. Hann segir einnig að karlmenn gefi henni mjög hýrt auga, hún hefur sérstakan „sjarma". Þegar Vietnam féll 1975 var hún með þeim síðustu sem yfir- gáfu Saigon. Þaðan hélt hún til Bangkok. Þar var hún hjá enskum manni, Nick Spencer að nafni. Ilann segir að hún hafi búið í húsi hans í nokkra mánuði meðan hún var að jafna sig eftir dvölina í Vietnam. Hún er ljóshærð og 179 sm á hæð og er væntanlega næsta drottning Breta. Hér eru skjötuhjuin fyrir utan Windsor kastala. Hún er brosmild, Charles hlýtur að vera svona skemmtilegur. Svo hringdi síminn. Um jólin 1975 hélt Davina Sheffield aftur heim til Eng- lands. Hún flutti til systur sinnar sem heitir Laura og er gift. Hún var í skóla með Önnu prinsessu og þær þekkjast vel og hafa haldið kunningsskap frá því á skólaárunum, Dag einn hringdi síminn í íbúðinni hjá Lauru, það var Charles og hann bauð þeim í veizlu. Fljót- lega fóru þau Charles og Davina að sjást saman opinber- lega. Hún sást í vagni með prinsinum, við hlið hennar hátignar drottningarinnar og manns hennar prins Philip í Windsor. Kunningjar prinsins halda þvífram að hann sé alvar- lega ástfanginn af þessari konu. Hún segir aftur á móti að líf hennar komi engum við, allra sízt blaðamönnum. James Beard, fyrrverandi kærasti hennar, segist óska Charles og Davinu til hamingju og vonast til að þau verði mikillar gæfu aðnjótandi. Patrik Walker, sem spáir í stjörnurnar, segir að þau eigi eftir að njóta lífsins. Hann er sporðdreki og hún er I fiska- merkinu. Þau eru bæði mjög rómantísk og þau eiga mjög vel saman, segir Walker. Nigel Dempster dálkahöfundur hjá Daily Mail er alveg viss um að hún verði drottning. „Hví ætti piltur að vera að kynna stúlku fyrir foreldrum sínum, ef hann ætlar sér ekkert með hana,“ segir hann. Þýtt og endursagt úr „Stern“. — KP. Hvers vegna ætti ungur maður að kynna stúlku fyrir foreldr- um sínum, ef hann ætlar sér ekkert með hana? Hér er Davina í góðu yfirlæti fyrir ut- an Windsorkastala.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.