Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 23.10.1976, Qupperneq 24

Dagblaðið - 23.10.1976, Qupperneq 24
Húsnœðismálastofnun: 1990 milljónir til 1889 íbúða þetta árið — þeir sem áttu fokhelt 1. ágúst hafa fengið vilyrði auk 734 sem keyptu gamlar íbúðir Húsnæðismálastofnun ríkisins hefur á þessu ári veitt alls 1990,5 milljónir króna í lán til þeirra sem á eigin spýtur standa í byggingum, Eru lán þessi veitt til 1155 nýrra íbúða og til kaupa á 734 eldri íbúðum. Auk þessarar upphæðar mun stofnunin veita lán til mörg hundruð íbúa í verkamanna- bústöðum og til íbúðabygginga sem eru í smíðum fyrir aldraða. Sigurður E. Guðmundsson framkvæmdastjóri Húsnæðis- málastofnunarinnar sagði í viðtali við DB að lánveitingarnar á þessu ári skiptust þannig að frumlán til 1155 íbúða næmu 836.9 milljónum króna. Viðbótarlán næmu 911,5 milljónum króna og hefði þeim verið úthlutað í fimm lánveitingum á árinu. Til kaupa á eldri íbúðum væri alls búið að lána 242,1 milljón króna og næðu þau lán sem fyrr segir til 734 íbúða. Tekjur Húsnæðismála- stjórnar i ármunu nematæplega fimm milljörðum króna. Er reiknað með að stofnunin fái frá ríkissjóði alls um 2.170 milljónir og er mestur hluti þeirrar upphæðar launaskatt- urinn. Gert er ráð fyrir að lífeyrissjóðir kaupi skuldabréf af stofnuninni fyrir 1000 til 1100 milljónir. Atvinnuleysis- tryggingasjóður kaupir bréf fyrir um 400 milljónir. Reiknað er með að inn komi í afb'organir eldri lána og önnur gjöld um 840 milljónir króna og frá skyldusparnaði fái Húsnæðis- málastofnun um 400 milljónir króna. Sigurður Guðmundsson sagði að almennt séð væri ekki ástæða til að kvarta um drátt á greiðslum lána í ár. Búið væri að taka ákvarðanir um lánveitingar til allra þeirra sem gátu skilað vottorði um fokhelt hús fram til 1. ágúst. Frá ákvörðuninni um lánveitingar til þessra aðila væru ekki liðnar nema lOvikur en biðin eftir út- borgun lána hefði oft verið meiri. Unnið væri að því nú að kanna leiðir til að veita þeim fyrirgreiðslu sem gerðu fokhelt eftir 1. ágúst. Skuldabréfakaup lífeyrissjóðanna eru mjög mikilvægur þáttur í tekjuöflun Húsnæðismálastofnunarinnar en ekki væri enn ljóst í hve ríkum mæli bréfakaup sjóðanna yrðu. -ASt. Eyddum sem svarar verði um 150 íbúða í úfengi í sumar Kveðja gott sumar Krakkarnir á llallormsstað eru ekki einir um það að bera lof á sumarið sem nú er horfið. Þessi mynd var tekin nýiega þar eystra. Enda þótt haust væri komið var sumarblíða engu að síður ríkjandi, rétt eins og verið hefur dag eftir dag, viku eftir viku, á norður- og austur- slóðum. Eflaust munu Sunn- lendingar og aðrir ibúar regn- svæðisins samfagna löndum sínum í sólskinsbeltinu en vonast jafnframt eftir réttlát- ari skiptingu sólskinsins næsta sumar. (DB-mynd JBP). frfálst, úháð dagbláð LAUG ARDÁGUR 23. OKTÖBER Egilsstaðaf luqvöllur: Flugvél magalenti — hjólin gófu eftir ó miðri brautinni — engan sakaði Tveggja hreyfla flugvél af gerðinni Beechcraft Bonanza, magalenti á Egils- staðaflugvelli laust fyrir kl. 4 i gær en hvorki flugmann- inn né eina farþegann sak- aði. Allt virtist eðlilegt í að- fluginu og sýndu ljós að hjólin voru komin niður og örugg þar. Lenti vélin eðli- lega og rann nálægt 200 metra á hjólunum en þá fóru þau að gefa eftir og fóru loks alveg upp í vélina. Rann hún þá á belgnum inn á aðkeyrsl- una á flugstöðinni og stað- næmdist þar. Starfsmenn flugmála- stjórnar og Flugfélags Is- lands á vellinum brugðu skjótt við með slökkvitæki en svo vel vildi til að eldur kom ekki upp. Vélin er eitthvað skemmd að neðan en líklegast munu báðir hreyflarnir ónýtir því skrúfublöðin rákust niður í jörðina og urðu af þvi mikil högg. Flugfélag Austurlands á þessa flugvél og var hún að koma frá Vopnafirði. — G.S. Árolðngu puði lokið — H.í. brautskróir kandidata í dag Áralöngu puði nokkurra stúdenta við Háskóla tslands lýkur formlega í dag kl. 14.00. Þá fá þeir afhent próf- skírteini sin í hátíðasal skólans. Háskólarektor, Guðlaugur Þorvaldsson prófessor, flytur ávarp að venju og síðan afhenda deildaforsetar hinum nýbök- uðu kandídötum skírteinisín Háskólakórinn lætur og í sér heyra við þetta tækifæri, eins og svo oft áður. Stjórn- andinn er frú Ruth Magnús- son. Það verða eflaust marg- ir léttstígir þegar þeir ganga út úr Háskólanum í dag. DB óskar nýútskrifuðum til hamingju með áfangann- KP Það virðist sýnt að ekki ætlum við tslendingar að hætta að blóta Bakkus. Sam- kvæmt tölum sem Áfengis- varnaráð hefur látið frá sér fara virðist sem einhver aukning hafi orðið á því magni sem við innbyrtum af áfengi í sumar, frá 1. júlí til 30. september, ef miðað er við sama tíma í fyrra. Þetta hefur þó ekki verið mikil aukning vegna þess að áfengi hefur hækkað á þessu tímabili. Reykvíkingar létu mest til sín taka í áfengiskaupunum og eyddu alls 1.190.788.326 krónum í útsölunum hér í borg. Næ.sl kemur svo Akureyri eri þar var keypt fyrir 207.284.020 krónur. A sama tima i fyrra var verzlað fyrir 980.012.854 krónur i áfengisverzlunum í Re.vkjavik og fyrir 153.153.270 krónur á Akureyri. Alls eyddum við 1.687.804.166 krónunt i áfengi þessa mánuði í sumar eða sem svarar verði ca. 150 góðra íbúða. -KP. Þrítugir tvíburar klœða landið í grœna kópu Trjáplönturnar í Heiðmörkinni eru farnar að setja svip á lands- lagið og hæstu plönturnar eru orðnar 5 m háar. Arlega eru gróðursettar þar um 100 þúsund trjáplöntur i 25 ferkílómetra svæði. Aö þessari framkvæmd hafa aðallega unnið unglingar í Vinnu- skóla Reykjavíkur undir leiðsögn kennara og starfsmanna Skóg- ræktarfélags Reykjavíkur. Félagið á þrjátíu ára afmæli á morgun, 24. október, og á mánu- daginn verður Skógræktarfélag Hafnarfjarðar einnig þrjátiu ára. Bæði félögin voru stofnuð þegar Skógræktarfélag tslands var gert að sambandi héraðsskógræktar- félaga viðs vegar unt landið. Skógræktarfélag Reykjavikur hefur miðstöð í Skógræktarstöð- inni i Fossvogi þar sem árl. eru aldar upp hundruð þúsunda trjá- plantna. En Heiðmörkin er lang- vióáttumesta athafnasvæðið. Hún var vígð vorió 1950. Félagið hefur einnig at- hafnasvæði i Öskjuhlíðinni þar sem þegar má sjá góðan árangur af gróðursetningunni, og við Rauðavatn. Gróðurinn þar hefur verið kvrkingslegur undanfarin ár, en hefur tekið stakkaskiptum. Þar hefur nú verið plantað öðrum teg- undum en áður var gert. Félagsmenn i Skógræktarfélagi Reykjavíkur eru nú 1300 talsins. Stjörn félagsins skipa Björn Ofeigsson stórkaupmaður. Guð- mundur Marteinsson verkfræð- ingur. Jón Birgir Jönsson verk- Revkvíkingar hafa ótvirætt áhuga á trjárækt. í sumar var unnið að gróöursetningu af miklu kappi þrátt fyrir óhagstætt veður. Hér voru t.d. íbúar við Rauðalæk að snyrta til og fegra við götuna með gróðursutningu trjáa (DB-m.vnd Arni Páll). fræðingur. Lárus Blöndal Guð- Framkvæmdastjóri félagsins er mundsson bóksali og Sveinbjörn Vilhjálmur Sigtryggsson. Jónsson hæstaréttarlögmaður. —A.Bj.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.