Dagblaðið - 27.10.1976, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 27.10.1976, Blaðsíða 3
I)A(iBLAf>IÐ. MIDVIKUDAGUK 27. OKTOBKR 197(i. Enn um SVR: Ef þetta kallast þjónusta hvað er þó þjónustuleysi? Jóhannu Birgisdóttir skrifar: Þaó er víst nokkuö til í því, að maður taki sjaldnast kvart- anir og umvandanir annarra til greina fyrr en að því kentur að meinlokan bitnar á manni s.jálf- urn. A.m.k. kom það strax upp í huga mér s 1. sunnudagskvöld er ég hugðist taka strætisvagn frá Hlemmi niður á Lækjar- torg, að líklega eiga bréfin sem birtast æ ofan í æ í lesendadálk- um blaðanna um þjónustu Strætisvagna Reykjavíkur full- kominn rétt á sér. Við áðurnefnt tækifæri kom ég á biðstöðina við Hlemm þegar klukkuna vantaði 5 mínútur í 11, þ.e. hún var 22.55. Er ég leit á leiðakortin kom í ljós að allir vagnarnir, leiðir 2, 3, 4 og 5 voru nýfarnir. Leið 2 kemur að Hlemmi á leið vestur 1 bæ 24 mínútur yfir heila tímann og 6 mínútur fyrir hann. Hinir þrír vagnarnir eru áætlaðir 19 mínútur yfir heila tímann og 11 minútur fyrir. Sem sagt allir þrír á sama tíma. Líklega er óvíða jafn hvimleitt að bíða eftir strætisvagni eins og hér á landi, þar sem kaldur næðingur nístir í gegnum merg og bein, sýknt og heilagt. UB-mynd BP. Nú stóð svoleiðisáaðégkomð minútum fyrir heila tímann eins og fyrr sagði, og þurfti því að bíða í 26 mínútur eftir næsta vagni, eða þar til 19 mínútur yfir 11.00 e.h. Ef þetta er það, sem kallað er skipuleg og góð þjónusta við almenning, hvað kallast þá slæmt? Msrgsinnis hefur Eiríkur Ásgeirsson, forstjóri SVR lýst því yfir, að hæpið sé að kvarta yfir kvöldþjónustu vagnanna, því hún sé í albezta lagi og vagnarnir í góðum tengslum hver við annan. Sagði Eiríkur siðast á fundi með blaðamönnum fyrir skömmu að miðað við þann mismun á far- þegafjölda sem notaði vagnana á kvöldin og um rniðjan dag, þá væri þjónustan tiltölulega betri á kvöldin. En hvaða rök er hægt að færa fyrir slíkri viðmiðun? Á það að bitna á þeim sem þó nota strætisvagna að kvöldi til þó þeir séu tiltölulega fámennir ntiðað við mestu annatíma dagsins? Nei, leiðakerfi SVR getur varla tali-zt merki um góða þjón- ustu. En þetta er e.t.v. orðið svo flökið ntál eins og margt annað i þjóðfélaginu að ekki er á færi forráðamannanna að leysa vandann. Þá held ég að tilvalið væri að setja aðra við stjórnvöl- inn. EMBÆTTISMANNAVALDIÐ OG ÞINGSAFGLÖP — heldur BSRB í spottann hjá stjórninni? Bréfritari heldur því fram að Kristján Thorlacius hafi sérstakt tangarhaid á fjármálaráðherra, en þessi mynd af honum ásamt Einari Ölafssyni er tekin á nýafstöðnu þingi BSRB. Þórður Einarsson skrifar: Það hafa verið mikil umbrot og fundahöld hjá BSRB- mönnum að undanförnu og voru aðallega til umræðu launa- og kjaramál, svo og skattníðsla og yfir höfuð hafinn áróður og barlómur um hvc ríkisvaldið fari svívirðilega með stéttina. Enda gekk þá barlómspostul- inn Kristjan Thorlacius í fylkingarbrjósti meu allar. barlómssönginn og kröfur um að nú skyldi lökið því, að ríkis- stjórninni liðist að svelta ríkis- starfsmenn eins og gert væri nú, enda væri það ljóst að íslenzkir ríkisstarfsmenn hefðu ekki hálf laun á við stéttar- bræður sína á Norðurlöndum. Nú þegar við athugum samn- inga við fjármálaráðherra, þá er það alls ekki ráðherrann sem semur um verkfallsrétt, heldur er það Kjaranefnd, en flestir meðlimir hennar eru félags- menn i BSRB. Maður getur því séð í gegnum allan þennan blekkingavef þegar sagt er að ráðherra sé hér aðalsemjandi, en hitt er svo aftur annað mál að hann hafði hvorki kjark eða karlmennsku til að neita að skrifa undir þennan landráða- samning. Jú, Matthías gat ekki staðið í þrefi og skrifaði undir þessa verkfalls-samninga og jafnframt skuldbatt hann sig til að beita áhrifum sínum og fá frumvarpið samþykkt á Alþingi. Hann hafði engan skilning á því kverkataki sem Kristjáni Thorlacius hafði tekizt að ná á honum. Ég skrifaði grein í DB þann 12. apríl s 1. og varaði ég þar ríkisstjórn og Alþingi við því að gera slíka samninga, því ég var viss um að ef af samningum yrði, þá væru BSRB-menn búnir að ná öllu valdi á ríkis- stjórninni, svo hún yrði að láta undan öllum kröfum Kristjáns og félaga. En Matthíasi fjármálaráð- herra fannst sjálfsagt að semja þar sem hann fengi ýmsan af- slátt frá fyrri samningum og svo langan frest og undirbún- ing þar til verkfall yrði hafið. Og svo kórónaði hann skömm- ina með því að sjá um að frum- varpið yrði að lögum. Jú, BSRB hafði sitt fram. Matthías brást þeim ekki. Þegar þessir samningar voru gerðir, voru síður en svo allir BSRB-menn sammála um hver hagur væri að samningum þess- um, enda var urgur í mörgum. Kristján Thorlacius kveið því fyrir þessum fundum, þrátt fyrir það að hann hefði safnað saman einvalaliði af já- bræðrum, sem samtals voru ,,aðeins“ um 233, svo hann sá fljótt að hér var engin hætta á að hann tapaði völdunum. Við stjórnarkjör var Thorlacius endurkjörinn formaður, svo hann verður áfram í farar- broddi samtakanna í sókn þeirra á hendur ríkisvaldinu. Eins og menn hafa heyrt í fjölmiðlum, þá urðu á fundin- um fjörugar umræður umverð- bólguna og annað sem fer úr- skeiðis hér á landi. Var að lok- um samþykkt eftirfarandi til- laga: „Þar sem viðskiptakjör þjóðarinnar hafa á undanförn- um mánuðum stórbatnað og allt útlit sé fyrir framhald þeirrar þróunar, skorar 30. þing BSRB á ríkisstjórn og Alþingi að gera ráðstafanir til þess að kaupmáttur launa verði þegar á þessu hausti verulega bættur, annaðhvort með efnahagsráð- stöfunum eða með beinni al- mennri launahækkun“. Alþingi og íslenzku þjóðinni má nú vera ljóst af þessum fundahöldum og samþykktum, að kjarasamningum BSRB verður sagt upp í apríl og svo verður verkfall í júlí. Sem sagt íslenzka ríkið verður stjórn- laust, og er þýðingarlausi að hugsa um samninga, því það er Kristján Thorlacius, sem ákveður skilmála, sem við verðum að ganga að, þegar við höfum tapað á verkfallinu. Má í þessu sambandi minnast verkfalls Alþýðusambandsins í vetur, þegar bílaflotinn var stöðvaður í byrjun loðnu- vertíðarinnar og mjólk hellt niður eftir skipun samtakanna. Þetta hvort tveggja kostaði þjóðina hundruð milljóna ef ekki milljarða. Það má þvi ekki koma fyrir að Alþingi verði eins ráðalaust og það var þá. Nú er skylda Alþingis að taka í taumana og krefjast þess af forsætisráðherra, að hann taki á sig rögg og hreinsi til í ríkis- stjórninni, ryðji burt þeim ráð- herrum og starfsmönnum, sem sýnt hafa af sér hæfileikaleysi og brot á almennu velsæmi. Al- þingi verður að skiljast það, að þingið ber algera ábyrgð á rekstri þjóðarbúsins og þjóðin getur ekki þolað lengur, að allt reki á reiðanum. Þingið verður að sýna að það ræður rekstri þjóðarbúsins en ekki skaðlegir þrýstihópar með Kristján Thorlacius og hans líka í farar- broddi. Geir Hallgrímsson, for- sætisráðherra, verður að sýna að hann er húsbóndi á sínu heimili, svo að almenningur geti viðurkennt stjórnarstefnu hans, ef hún er einhver. Annars verður hann að leggja niður völd. BLÖÐIN HVERFA Guðbjartur Gunnarsson hringdi: „Dóttir mín hefur borið út dagblöðin hér í Hafnarfirði um skeið. Þegar hún hafði lokið verki sínu á daginn, þá kom fyrir að hringt var og fólk sagðist ekki hafa fengið blöðin. Þetta fór smám saman að auk- ast og fleiri og fleiri fengu ckki i)löðin sín. Ilún setti þó alltaf blöðin í póstkassana. Tók hún því það ráð að hringja á bjöllur hjá þeint sem fengu blöóin, þegar hún hafði sett þau í póst- kassann. Þetta lagaðist tölu- vert, en þó var eitthvað um það að blöðin hyrfu. Póstkassarnir í fjölbýlishúsunum eru þannig að auðvelt er að fara ofan í þá og r.á í póstinn. Er því greini- legt að hér eru einhverjir á ferð — póstkassarnir ekki nógu góðir sem leggja sig niður við svona iðju. Ef ætti að komast fyrir þetta þyrftu krakkarnir að fara á allar hæðirnar og láta fólkið hafa blöðin en oft er það nú svo að fólk er ekki heima. Til að komast hjá þessu er það nauðsyn að fá góða póstkassa, sem ekki er hægt að taka blöðin úr og þá annan póst.- Spurning ■ ■ Eigum við að semja við Breta 1. des? Jóhann Úlafsson, verkstjóri: Nei, við eigum að nýta landhelgina okkar sjálfir. Svo eru skip verk- efnalaus, en Bretar fá að veiða að vild. Vilhjálmur Þórsson: Nei, ég er á móti því að semja, þeir eru búnir að fá alveg nóg. Guðmundur Oskarsson, veggfóðr- ari: Þetta er spurning um sam- komulag, við gefum Bretum leyfi til veiða, ef við t.d. fáum að veiða I Norðursjó í staðinn. Sigurlína Davíðsdóttir, sjónvarps- þula: Það þarf að fara mjög var- lega að öllu í sambandi við þetta mál. Þorsteinn Baldursson, fram- kvæmdastjóri: Nei, þeir eru búnir að fá sinn skammt. Nú er passlegt að hætta. Sigtryggur Helgason. viðskipta- fræðingurl: Það er ekkert til að semjá um. Bretar eru löngu búnir að f.vrirgera öllum rétti sínum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.