Dagblaðið - 27.10.1976, Blaðsíða 4
4
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 27. OKT0BER 1976.
í Heilsurœktinni HEBU opnar
fimmtudaginn 28. október
Hórgreiðslustofan
HRUND
Pantanir teknar í síma 44088. Verið velkomnar.
Opið verður í Hebu í sauna og nuddi allæ
föstudaga frá kl. 2 fram til jóia.
SiMI 42360
Heilsurœktin HEBA Auðbrekku 53 sími 42360
Leiguíbúð óskast strax
Innflutningsfyrirtæki í borginni
óskar eftir góðri 2ja herbergja íbúð í
Reykjavík fyrir starfsmann utan af
landi.
Uppl. um kjör leggist á afgr. Dag-
blaðsins, Þverholti 2, merkt „Leiga —
555“.
Guðrún Asmundsdóttir leikur eina kvenhlutverkið i leikriti Svövu Jakobsdóttur. Þarna er hún með
Harald G. Haraldssyni sem leikur Karl.
Glœsibœ — Sími. 83210
Stutt og síó undirpils, verð kr. 1.065.- og
kr. 1.120.-
Undirkjólar, nr. 40-50, verð kr. 1.550.- og 2.415.-
Úrval af nóttkjólum
Verzlunin MADAM, Glœsibœ
Simi 83210
Húsavík
Blaðburðarbörn
óskast strax.
Hafið samband við
umboðsmann,
simi 41644
WMBLAÐIB
l
Smurbrauðstofan
Njólsgötu 49 — Simi 15105
Nýtt íslenzkt leikrit í Iðnó:
Hvernig vegnar kon-
unni í karlasamf élaginu
Það er ekki i fyrsta sinn sem þær vinna saman Svava Jakobsdóttir og
Bríet Héðinsdóttir og þeim fellur það vel.
„Ég er í aðra röndina að
reyna að lýsa konunni í hinu
mikla og volduga karlasam-
félagi sem við lifum í.
Leikurinn gerist á heimili konu
nú á tímum,“ sagði Svava
Jakobsdóttir, alþingismaður og
rithöfundur um efni leikrits
sins Æskuvinir, sem frumsýnt
verður i Iðnó annað kvöld.
„Það er nú einu sinni svo,“
sagði Svava, „að ef maður skýr-
ir frá efni góðrar leynilögreglu-
sögu fyrirfram. þá verður
ekkert gaman að henni á eftir.
En ég get fullvissað ykkur um
að í leikslok reyni ég að finna
þann seka, ef hann er þá ein-
hver.“ Og meira vildi Svava
ekki segja um efnið.
Svava ræddi við blaðamenn í
gær ásamt Vigdísi Finnboga-
dóttur leikhússtjóra og Bríeti
Héðinsdóttur sem leikstýrir
verkinu.
Þetta er í fyrsta sinn sem
Bríet leikstýrir i Iðnó, en hún
er fastráðinn leikari við Þjóð-
leikhúsið og er nú gestaleik-
stjóri með „góðfúslegu leyfi
Þjóðleikhússins."
„Nei, — það hafa ekki orðið
breytingar á verkinu eftir að
farið var að æfa. Það mætti
kannski heldur segja áð það
hafi fengið ,,hreinskrift“,“
sagði Svava.
„Big vil taka það skýrt frani
að leikararnir eiga ekki orð af
texta leikritsins," sagði Bríet.
„Þær breytingar sem gerðar
hafa verið á því eru allar að
frumkvæði höfundarins. Það er
mikill og útbreiddur misskiln-
ingur sem komið hefur fram að
leikarar eigi einhvern þátt í því
þegar leikritum er breytt eitt-
hvað þegar farið er að æfa
þau."
— Hvert var upphafið að því
að þú skrifaðir þetta leikrit til
sýningar i Iðnó, Svava?“
„Upphafið má eiginlega
rekja til ársins 1973 þegar
Vigdís hringdi til min, og
reyndar fleiri höfunda. Jlún
sagðist vilja minna mig á að
árið 1974 væri Þjóðhátíðarár og
þá vildi Iðnó gjarnan sýna
íslenzk verk.
Þetta varð eiginlega kveikj-
an, þótt ég byrjaði ekki að
skrifa leikritið fyrr en um
haustið 1974.
Svona upphringing er manni
mjög mikils virði og ákaflega
uppörfandi fyrir rithöfund,"
sagði Svava.
„Það er ákaflega gaman að fá
höfund verksins með þegar
verið er að æfa. Það hlýtur að
vera skapandi og lærdómsríkt
fyrir bæði rithöfundinn og leik-
endurna að fá tækifæri til þess
að vinna saman," sagði Vigdís
leikhússtjóri.
„Það virðast vera örlög mín
að vinna með Bríeti i leik-
húsinu," sagði Svava og virtist
kunna því vel. „Við höfum áður
unnið saman, þvi Bríet lék aðal-
hlutverkið i sjónvarpsleikritinu
„Hvað er í blýhólknum" og leik-
stýrði leikritinu „Friðsæl
veröld," sem flutt var í sam-
bandi við kvennaárið. Okkur
semur mjög vel að vinna
saman," sagði Svava.
Leikendurnir í Æskuvinum
eru fimm talsins, þar af er
aðeins ein kona. Þeir eru Þor-
steinn Gunnarsson, Guðrún
Ásmunusdóttir, Sigurður
Karlsson, Steindór Hjörleifsson
og Harald G. Haralds.
„Þetta er ekkert óvenjulegt
hlutfall í leikhúsverkum í dag,"
sagði Bríet. „Þetta er yfirleitt
alltaf svona, bara ein kona á
móti fjórum körlum."
Steindór Sigurósson gerði
leikntyndina. Gunnar Reynir
Sveinsson sér um leikhljóð og
Daníel Willíamsson ber áb.vrgð
á lýsingunni.
—A.Bj.