Dagblaðið - 27.10.1976, Side 6
DAGBLAÐIt). MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÖBER 1976.
Allt vita aparnir
— nú eiga þeir að segja til um
jaröskjálfta í Kaliforníu
Vísindamenn við Stanford-
háskóla í Menlo Park í Kaliforníu
fylgjast nú náið með nokkrum
simpönsum og vona að þeir geti
gefið til kynna um næstu meiri-
háttar jarðskjálfta í Kaliforníu.
Ástæðan fyrir því, að vísinda-
menn telja að aparnir geti spáð
fyrir um jarðskjálfta, er sú, að er
tveir smáskjálftar komu í Kali-
forníu í júní síðastliðnum tóku
menn eftir því að aparnir urðu
mjög ókyrrir skömmu fyrir
skjálftann.
Þá er einnig fylgzt með hestum,
kjúklingum og fleiri húsdýrum í
þeirri von, að þau sýni einhver
merki um, að þau finni á sér
yfirvofandi jarðskjálfla.
Jarðskjálftafræðingar við
tækniháskólann i Kaliforníu hafa
spáð því, að mikill jarðskjálfti
verði í Kaliforníu í apríl næst-
komandi. — Vísindamenn við
Stanford vona nú sem sagt, að
aparnir slái jarðskjálftafræðing-
um við og gefi vísbendingu um
skjálftann á undan öllum öðrum.
„Samband Japans og
Sovétríkjanna er
stórskaðað” Brezhnev
— Sovétmenn telja að flugmaður MIG vélarinnar hafi
neyðzt til að lenda í Japan
,,Ég vil taka það skýrt fram,
að hegðun japanskra stjórn-
valda vegna MIG 25 málsins
hefur skaðað samband Japans
og Sovétríkjanna mjög,“ sagði
Leonid Brezhnev aðalritari
sovézka kommúnistaflokksins í
ræðu á undirbúningsfundi,
sem haldinn var vegna flokks-
þingsins, sem haldið verður á
næstunni.
Brezhnev var þarna að tala
um mál sovézka flugmannsins,
Viktors Belenkos liðsforingja,
sem stakk af til Japans með
hraðfleygustu flugvél í heimi,
MIG 25, og baðst síðan hælis í
Bandaríkjunum sem pólitískur
flóttamaður. Japanir hafa, sem
kunnugt er af fréttum, ákv.eðið
að skila þotunni. Þeir eru nú
búnir aö rannsaka hana ná-
kvæmlega i samvinnu við
bandaríska sérfræðinga.
Viktor Belenko dvelst nú í
Bandarikjunum af fúsum og
frjálsum vilja eftir því sem sagt
er á Vesturlöndum. Sovétmenn
halda því hins vegar fram, að flúið frá Sovétríkjanum, heldur
Belenko sé neyddur til að vera hafi hann neyðzt til að lenda i
þar og að hann hafi alls ekki Japan vegna bensínskorts.
Brezhnev er ekki trúaður á að sovézki flugmaðurinn hafi flúið
land.
Gloppa í brezkum kosningalögum:
JAFNVELIDIAMIN HEFUR
KOSNINGARÉTT í BRETLANDI
Þingmaður brezka Verka-
mannaflokksins hélt því fram í
þingræðu Neðri málsstofunni í
síðustu viku að Idi Amin
Ugandaforsæti væri glöggt
dæmi um hrikalegan galla í ál-
mennum mannréttindalögum í
Bretlandi. Ef Ugandaforseti
væri staddur í Bretlandi á
meðan á kosningum stæði, þá
gæti hann kosið í þeim
kosningum.
Þingmaðurinn, George
Cunningham hélt því jafnframt
fram, að vegna þessarar
ófullkomnu löggjafar gæti
meira en fjórðungur alls
mannkyns kosið í Bretlandi.
Aðeins einn þingmaður
svaraði athugasemd Cunning-
hams Athugasemd þing-
mannsins var stutt: „Arnin gæti
ekki einungis kosið, hann
myndi sennilega bjóða sig fram
líka.
Átti bam með 12 ára
stjúpdóttur sinni
— á 10 ára fangelsi yfir höfði sér
Heimilisfaðir í bænum
Hjörring í Danmörku hefur
játað að vera faðir að barni,
sem tólf ára stjúpdóttir hans
eignaðist fyrir stuttu. Hann á
yfir höfði sér tíu ára fangelsis-
dóm vegna þessa máls.
Maðurinn, sem er 34 ára
gamall, játaði faðerriið fyrir
lögreglu og barnaverndar-
nefndinni í Hjörring, skömmu
eftir að stúlkan átti barnið, sem
er drengur. Hún neitaði
staðfastlega að skýra frá
faðerninu. Maðurinn var þegar
handtekinn og hefur setið í
fangelsi síðan.
Það er í höndum ríkissak-
sóknarans í Álaborg, hvort
maðurinn kemur fyrir
kviðdóm. Saksóknarinn kannar
þessa dagana, hvort hægt verði
að dæma manninn eftir míldi-
legri lögum i „aðeins" átta ára
fangelsi fyrir afbrotið.
Maðurinn sjálfur biður um, að
tekið verði tillit til játningar
hans. Ef það verður gert þarf
hann ekki að mæta fyrir
kviðdóm og nafn hans verður
ekki gert opinbert.
Stjúpdóttirin fæddi son sinn
fjórtán dögum eftir að skólinn
hófst hjá henni. Hún er nú tek-
in að stunda skólann á ný.
Eiginkona barnsföðursins
hefur gætt kornabarnsins,
síðan stúlkan var útskrifuð af
sjúkrahúsinu.
Bensínþjófur í Manchester
missti bílinn sinn
Lögreglan i Manchester í
Bretlandi handtók fyrir nokkru
sérlega hugvitssaman bensínþjóf,
sem hafði stundað þá iðju í
nokkurn tíma. Maðurinn hafði
útbúið rafmagnsdælu í bíl sinn og
hafði ávallt slöngu til taks til að
tappa bensíninu af iiðrum bílum.
Til þess að þjófnaður mannsins
heppnaðist varð hann að stela af
bílum, sem höfðu ólæst bensín-
lok. Er hann hafði fundið slikan
bíl, lagði hann við hliö bílsins,
læddi slöngunni niður i tank hans
og dældi síðan í rólegheitum
hverjum dropa af bensíni yfir á
sinn tank.
Um síðir uppgötvaðist þessi
hugvitsamlegi útbúnaður,
Maðurinn var handtekinn og
lögreglunni tókst að sanna á hann
að hann hefði að minnsta kosti
brisvar sinnum beitt þessari
aðferð. Dómurinn hljóðaði upp á
að bíllinn væri gerður upptækur
eins og togari í landhelgi.
Verðmæti bílsins var 600 pund,
sem er rúmlega 180.000 íslenzkar
krónur.
Bjórþambar-
inn var
enginn asni
— þó að hann væri asni
Mesti bjórþambarinn í
þorpinu Nulles á Norðaustur-
Spáni er asni, sem heitir
Paco. : Hann er í eigu bónda
þar, Senor Jose Vilamova að
nafni.
Vilamova er mikill
bjóraðdáandi og fyrir nokkrum
mánuðum, þegar hann vantaði
drykkjufélaga bauð hann
asnanum sínum í glas með sér.
Asninn þekktist boðið og kunni
vel við bjórbragðið.
Eftir þetta fór Paco að stunda
þorpskrána einn og sníkja sér
sopa og sopa frá viðskipta-
vinunum. F.vrst í stað urðu þeir
ákaflega undrandi, þegar
asninn bað vingjarnlega um að
fá einn sopa. en brátt urðu
tnargir þreyttir á að hafa asna-
höfuöið sífellt hangandi yfir
höfði sér, þegar þeir supu á
guðaveigunum.
Barþjónarnir á kránni
ákváðu því að plata asnann.
Þeir buðu honum upp á ölkrús
en fylltu hana af vatni í staðinn
f.vrir bjór. En Paco sýndi að
hann var enginn asni, þó að
hann væri asni. Hann spýtti
vatnsglundrinu þegar út úr sér
illskulegur á svip.
Nú hafa þorpsbúar í Nulles
sætt sig við það, að Paco sé
flestum frentri í að innbyrða
bjór. Og barþjónarnir á kranni
gefa honum nú bjórinn eins og
hverjum öðrum blönkum
viðskiptavini, en þo innan
vissra takmarka. Þó kemur
fyrir öðru hvoru að það hleypur
á snærið hjá Paco, þegar
honum er boðinn umgangur
ásamt hinum bjórþömburun-
um.