Dagblaðið - 27.10.1976, Page 8
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1976.
Prófkjör Alþýðuflokksins:
V
Ohugsandi að Geir kœmist
í framboð fyrir okkur
— formgallar ó framlðgðum reikningum
„Við óttumst ekki svo mjög,
að fólk úr öðrum flokkum taki
þátt í prófkjörum okkar og ráði
úrslitum. Við teljum kostina
yfirgnæfandi og fólk yfirleitt
það þroskað, að það geri ekki
slíkt. Þá getur hver sem er ekki
farið í framboð fyrir Alþýðu-
flokkinn. Gert er ráð fyrir, að
frambjóðendur séu flokks-
bundnir, og meðmæli ákveðins
fjölda flokksbundinna manna
þarf til framboðs í prófkjöri.
Við teljum sem sé óhugsandi,
að Geir Hallgrímsson kæmist í
framboð fyrir okkur.“
Þetta sagði Kjartan Jóhanns-
son verkfræðingur, varafor-
maður Alþýðuflokksins, í við-
tali við Dagblaðið um hugsan-
legar hættur við hið opna próf-
kjör, sem nú er ákveðið í Alýðu-
flokknum.
Reikningar Alþýðuflokksins
voru birtir á flokksþinginu um
helgina, og töldu forvígismenn
flokksins það marka tímamót.
Þó eru margs konar gallar á
reikningunum. Efnahagsreikn-
ingur nær skammt. Sérstök
skrá fylgdi yfir eignir og
skuldir. Eign flokksins í
Blaðaprenti er kölluð „fram-
lag“. Hlutabréf í Alþýðubrauð-
gerðinni eru í efnahagsreikn-
ingi færð á 4.500 krónur en á
6.900 kr. í skránni. Eignir
Alþýðuflokksins samkvæmt
skránni eru um 6,3 milljónir en
skuldirnar um 8,5 milljónir.
Við spurðum Kjartan um
þetta.
Hann sagði, að skýringin
væri sú, að skuldum og reyndar
að verulegu leyti eignum vegna
Alþýðublaðsins hefði til þessa
verið haldið utan við reikninga
flokksins. Nú væri í fyrsta
skipti leitazt við að hafa þetta
saman. Þó væri ekki stigið
nema hálft skref í þá átt að
færa þetta beinlínis inn á
reikninga flokksins. Aðal-
atriðið væri, að nú væri engu
haldið leyndu en allt birt. Þar.
væri stigið fullt skref. Kjartan
viðurkenndi, að ekki væri geng-
ið eins frá þessu og „bókhalds-
menn“ mundu kjósa. Næst yrði'
skrefið væntanlega stigið til
fulls, einnig í hinu formlega
tilliti.
Talað væri um „framlag“ til
Blaðaprents af þeirri ástæðu
einni, að hlutabréf hefðu ekki
verið gefin út í Blaðaprenti.
Um villu mun vera að ræða, þar
sem getið er upphæða hluta-
bréfa í Alþýðubrauðgerðinni.
Kjartan lagði áherzluna á, að
skýrt væri frá öllu, og skipti þá
minna máli, þótt fetta mætti
fingur út í uppsetninguna.
—HH
B-vaktin sigraði í skotkeppni lögrelunnar:
BETRA AÐ HAFA
STYRKA HÖND
— þegar skotið er af 15 m fœri
„Það eru valdir fimmtán beztu
skotmennirnir af hverri vakt til
þess að taka þátt í skotkeppni
lögreglumanna,“ sagði Magnús
Magnússon aðalvarðstjóri, en
hann er yfirmaður svokallaðrar
B-vaktar, sem sigraði í skotkeppn-
inni á dögunum.
„Notaðar eru skammbyssur
með hlaupvidd nr. 22. Skotið er á
skotskífu af 15 metra færi. I ein-
menningskeppni sigraði ungur
lögreglumaður, Haukur Ölafsson,
sem fékk 91 stig af 100 mögu-
legum, Börkur Skúlason varð
annar og fékk 89 stig en þriðji var
Gisli Guðmundsson, rannsóknar-
lögreglumaður, er hlaut 88 stig.
1 einmenningskeppni innan
sveitarinnar sjálfrar sigraði
Haukur með 96 stigum, Börkur
Þrír efstu í einmenningskeppninni, Haukur Ólafsson, Börkur Skúla-
son og Gísli Guðmundsson, rannsóknarlögreglumaður.
DB-mynd: Sv. Þorm.
Hin sigursæla skotsveit B-vaktarinnar. A myndinni eru talið frá vinstri. Fremsta röð: Magnús Sörensen,
Þorsteinn Alfreðsson, Magnús Magnússon og Þórir Hersveinsson. Önnur röð: Björn Einarsson, Haukur
Ólafsson, Jóhann Löve, Björgvin Björgvinsson, Jónatan Hall, Gísli Þorsteinsson óg Börkur Skúlason.
Þriðja röð: Þórður Hilmarsson, Helgi Jónasson, Úlfar Hermannsson. Karl Bóason, Ingólfur Sveinsson og
Arni Vigfússon. DB-mynd: Sveinn Þormóðsson.
hlaut 90 stig og Þórir Hersveins-
son hlaut 89.“
Lögreglumennirnir hljóta
þjálfun í skotfimi í Lögreglu-,
skólanum og er þá betra að hafa
styrka hönd. Ekki er þó gert ráð
fyrir að lögreglumennirnir not-
færi sér skotfimina beinlínis við
löggæzlustörf, heldur er þetta
liður í almennri þjálfun lögreglu-
manna.
Við gátum ekki stillt okkur um
að spyrja Magnús hvort hann
horfði á lögregluþættina í sjón-
varpinu, og hvort þeir minntu
eitthvað á veruleikann.
„Jú, það kemur fyrir að maður
lítur á þessa þætti,“ sagði hann og
brosti. „En það sem þar er sýnt er
mjög ólíkt raunveruleikanum."
Magnús Magnússon hefur verið
í lögreglunni í hartnær þrjátíu ár
og hefur hann verið mjög happa-
sæll í starfi sínu. Nýtur hann mik-
illa og sívaxandi vinsælda sam-
starfsmanna sinna.
—A.Bj.
Ný leyniregla á íslandi:
Deild Rósarkrossreglunnar stof nuð
Atlantis Pronaos er nafn á
nýrri deild innan hinnar alheims-
legu Rósarkrossreglu, A.M.O.R.C.,
sem stofnuð var hér á landi sl.
laugardag.
Ekki virðist liggja alveg ljóst
fyrir hvað Rósarkrossreglan er,
hvilir mikil leynd yfir meðlimum
hennar og samkomustað. 1 frétta-
tilkynningu frá reglunni segir, að
hún sé bræðralag karla og kvenna
sem helgi sig námi, rannsóknum
og hagnýtingu náttúrulegra
og andlegra lögmála. Ekki sé hér
um sértrúarflokk að ræða heldur
sé tilgangurinn að auðvelda
mönnum að lifa i samhljóm við
hin skapandi og uppbyggjandi
kosmisku öfl.
Hægt er að fá send heim viku-
lega bréf til að vinna úr, en ekki
fylgir með tilkynningunni hvert
eigi að snúa sér til að nálgast þau
rit.
Atlantis Pronaos heyrir undir
Norrænu Stórregluna í Gauta-
borg, en aðalstöðvar reglunnar
eru í San Jose í Kaliforníu.
Smygl í Brúarfossi:
134 flöskur af ófengi — og þrjú
Tollverðir fundu í fyrradag
smyglvarning í m/s Brúarfossi, er
skipið lá í Reykjavíkurhöfn, að
því er segir í fréttatilkynningu
frá tollgæzlustjóra.
Fundust 134 flöskur af áfengi,
aðallega vodka og 600 sigarettur,
eða þrjú „karton". Smyglvarning-
urinn var falinn inni i landfestar-
rúllum og undir þröskuldum í
sígarettukarton
íbúð skipverja. Eigendur góssins
voru þrír hásetar og bátsmaður á
skipinu, en Brúarfoss kom frá
Bandaríkjunum um helgina.
— ÓV.
Petrosjan í HM-úrslit-
in í skúkinni
Tigran Petrosjan tryggði sér
rétt í úrslit heimsmeistarakeppn-
innar í skák, þegar hann gerði
jafntefli i 10. skákinni i Varese á
Italiu. Petrosjan tefldi við Tal og
sömdu kapparnir jafntefli eftir
aðeins 17 leiki.
Þar með hefur Petrosjan hlotið
fjóra vinninga úr sjö skákum.
Portisch, Ungverjalandi, er með
þrjá vinninga úr sex skákum og
Mikhael Tal með þrjá vinninga úr
sjö skákum. Ellefta skákin milli
Tal og Portisch ræður úrslitum
um það hvor kemst áfram ásamt
Petrosjan. Ef Tal sigrar hefur
hann tryggt sér réttinn. þó svo
Portisch sigri Petrosjan i 12. og
siðustu skákinni í keppni skák-
mannanna þriggja um tvö lausu
sætin á HM. Portisch var með
lakasta stigahlutfall á svæðamót-
inu i Biel í sumar, en þeipPetros-
jan. Tal og Portisch urðu þar jafn-
ir í 3.—5. sæti.
I 10. skákinni í Varese
hafði Petrosjan hvítt gegn Tal.
í Dagblaðinu á laugardaginn var
skýrt frá stöðunni eftir sex skák-
ir. I sjöundu skákinni gerðu Tal
og Petrosjan jafntefli eftir 20
leiki. I áttundu skákinni gerði
Portisch (hvítt) jafntefli við Tal i
30 leikjum og i níundu skákinni
sömdu Petrosjan (hvítt) og
Portisch jafntefli eftir aðeins ell-
efu leiki.
— h sím.