Dagblaðið - 27.10.1976, Side 10

Dagblaðið - 27.10.1976, Side 10
10 DAdBLADIÐ. MIDVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1976. MMBIAÐW frjálst, úháð dagblað Utgefandi Dagblaðið hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Frettastjóri: Jón Birgir Pótursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Aöstoöarfrottastjori: Atli Steinarsson. íþróttir: Hallur Símonarson. Hönnun: Johannos Reykdal. Handrit: Ásgrímur Palsson. Blaðamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurösson, Erna V. Ingólfsdóttir, Gissur Sigurösson, Hallur Hallsson, Helgi Potursson, Johanna Birgisdottir, Katrín Palsdottir, Kristín Lýðsdóttir, Ólafur Jonsson, Ómar Valdimarsson. Ljosmyndir: Áyii Páll Jóhannsson, Bjarnleifur Bjarnleifsson, Sveinn Þormóðsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson. Áskriftargjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60 kr. eintakið. Ritstjórn Siðumula 12, sími 83322, auglýsingar, áskriftir og afgreiðsla Þverholti 2, sími 27022. Setning og umbrot: Dagblaðið og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Mynda-og plötugerð: Hilmirhf., Siðumúla 12. Prentun: Árvakurhf., Skeifunni 19. Ýniís skref í rétta átt Geir Hallgrímsson forsætisráð- herra sagði ýmis góð tíðindi í stefnuræðu ríkisstjórnarinnar, sem hann flutti á mánudags- kvöldið. Um hugsanlega undan- þágusamninga í fiskveiðilögsög- unni sagði hann: ,,Allar viðræður fulltrúaokkar og Efnahags- bandalagsins hljóta að byggjast á gagnkvæm- um fiskveiðiréttindum, og í slíkum viðræðum verðum við að meta, hvers virði við teljum okkur fiskveiðiréttindi utan 200 mílna fisk- veiðilögsögu okkar, sem í boði kunna að vera.“ Þetta hljóta menn að túlka sem yfirlýsingu um, að ekki verði samið um framhald á undan- þágum, nema í þeim tilvikum, þar sem króna getur komið fyrir krónu í gagnkvæmum veiöum, en ekkert umfram það. Þar með hljóta undanþágur erlendra skipa á íslandsmiðum aö leggjast niðui að verulegu leyti, því að hags- munir okkar á erlendum miðum eru sáralitlir. Forsætisráðherra boðaði leiðréttingar á ýmsu misræmi og mismunun í þjóðfélaginu. Hæst ber þar frumvörp um breytingar á skatta- lögunum, sem sögö eru taka töluvert tillit til þeirra ábendinga, sem gagnrýnendur skatta- kerfisins hafa lagt fram. Hins vegar verður það að segjast, að þessar breytingar verða samt tiltölulega stutt skref í átt til réttlátari skatta- byrói. Ekki er kannski síður mikilvægt, að ríkis- stjórnin lofar nú að vinna að samræmingu á lánveitingum og lánakjörum hinna ýmsu lána- sjóða. Á því sviði hefur löngum ríkt argasta misræmi og misrétti. Hins vegar hyggst ríkis- stjórnin ekki taka upp markaðsbúskap á þessu sviði, heldur áfram styðjast við pólitíska skömmtun undir því fína heiti: Lánsfjáráætl- un. En fjórðungur úr skrefi er betri en ekkert skref. Ríkisstjórnin segist stefna að nýrri skipan lífeyrismála á árinu 1978 og er það vel. Verð- rýrnun lífeyris á undanförnum árum er ein- hver mesti glæpur þjóðfélagsins. Stöðugt verð- gildi lífeyris gamla fólksins er sennilega mesta réttlætismál íslenzkra þjóðmála um þessar mundir. Ríkisstjórnin hyggst standa vörð um frum- varpið um nýjar og betri aðferðir við gerð kjarasamninga, meðal annars með eflingu hlut- verks sáttasemjara, þótt frumvarpið hafi sætt nokkurri gagnrýni. Þessi stefnufesta er til góðs, því að nýjar venjur eru nauðsynlegar á þessu sviði. Ríkisstjórnin hyggst líka flytja annað gott frumvarp, sem fjallar um verðlag, samkeppnis- hömlur og óréttmæta verzlunarhætti og á að miða að aukinni samkeppni og tryggja sem lægst vöruverð. Því miður er minna innihald í orðum for- sætisráðherra um, að samneyzla eigi ekki að aukast á næsta ári og að draga eigi úr opinber- um framkvæmdum. Fjárlagafrumvarpið virðist ekki bera vitni um þennan fagra ásetning. Og það er kjarni málsins í baráttunni við verðbólg- una, að það er útþensla ríkisbáknsins á valdaskeiði þessarar ríkisstjórnar, sem er ör- lagaríkasti verðbólguvaldurinn. En ríkisstjórnin hefur enn tíma til að efna stefnu samdráttar í ríkisbákninu, — við af- greiðslu fjárlaga. Kosningabaráttunni í Bandaríkjunum fer senn að ljúka en meðfylgjandi mynd er frá sjónva>-pseinvígi frambjóðendanna. Eru uppi skiptar skoðanir um hvor sé hæfari í forsetastólinn Gerald Ford eða Jimmy Carter. En blaðamannastéttin virðist ekki í neinum vafa um hvorn skal kjósa. Forsetakosningqrnqr í Bandarikiunum: Jimmy Carter: Þymir í ougum bloðo- monna HvHa hússins Sú grunsemd leynist ætíð meðal repúblikana í Bandaríkj- unum að blaðamannastéttin sé hlynntari frambjóðanda demó- krata þegar forsetakosningar eru í nánd. Þetta getur vel hafa átt rétt á sér í fortíðinni, en það á svo sannarlega ekki við í kosning- unum sem fram fara í næstu viku. Er þá átt við þá blaða- menn sem hafa það að starfi að fylgja forsetanum hvert sem hann fer. Þessir aðilar eru skelfingu lostnir af hræðslu um að Jimmy Carter muni sigra í kosningunum. Blaðamenn Hvíta hússins þurfa sem fyrr segir að fylgja viðkomandi forseta um allar jarðir. Þegar Kennedy réð lögum og lofum i Hvíta húsinu, biðu blaðamennirnir alltaf spenntir eftir að komast til V Hyannisport á sumrin og Palm Beach á veturna. Á meðan Lyndon B. Johnson var við völd brugðu menn sér oft til Austin í Texas. Að vísu jafnast sá staður ekki á við Palm Beach, en Texas-háskólinn (University of Texas) er staðsettur þar og gátu fiestir fundið sér afþrey- ingu við sitt hæfi þegar skólinn var starfandi. Nixon var þó uppáhald allra hvað ferðalög snerti. Þegar hann var ekki á flugi yfir San Clemente til að virða fyrir sér hið himinbláa Kyrrahaf, fór hann til Key Bisayne, sem er sérlega heppilegur til sumar- leyfishalds. Þar gátu blaða- mennirnir brugðið sér á fiskirí, leikið tennis, dvalið á rán- dýrum börum eða jafnvel gamnað sér með glæsilegum léttklæddum þjónustustúlkum sem ætið voru til í tuskið. Allt var þetta að sjálfsögðu gert á kostnað viðkomandi útgefanda. Þegar Gerald Ford varð for- seti minnkuðu ferðalög blaða- manna til muna, nema hvað einstöku sinnum var skroppið til Vail. Það þótti ekki mikil skemmtun, en gaf þó nokkrum áhugasömum körlum og konum tækifæri til að spreyta sig á skíðum. Tilhugsunin um að Jimmy Carter setjistí forsetastól hefur allt að því hrætt líftóruna úr mörgumblaðamanninum. Setur hroll að flestum við að hugsa til þess að flækjast á milli Washington og Plains í Georgíu-ríki. Er það meira en flestir blaðamenn geta afborið með góðu móti. Carter mun að öllum líkind- um eingöngu ferðast þangað, þó ekki sé nema til að huga að hnetuuppskerunni á býli sínu r Útflutningsbœtur Í nýframkomnu f.rumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1977 segir á bls. 158: „Útflutningsuppbætur á landbúnaðarafurðir hafa farið mjög vaxandi á undan- förnum árum. I fjárl. 1976 var gert ráð fyrir verulegri tukmörkun á verðábvrgð ríkis- sjóðs á útfluttum lan;l- búnaðarafurðum miðað við framkvæmd gildandi laga um þetta efni. Horfur eru á, að sú fjárhæð, sem verja þarf til út- flutningsbóta á árinu 1976 verði allmiklu hærri en ráð var fyrir gerl í fjárlögum þessa árs, eða allt að 1550 m.kr. í stað 890 m.kr. Hántarksverð ábyrgðar miðað við óbreytta framkvæmd stefnir yfir 2000 m.kr. á næsta ári. í frumvarpi þessu er fjár- veiting til útflutningsbóta áætluð 1800 m.kr., sem er lægri v tala en nefnd er hér að framan til þessara þarfa“. 1 frásögnum fjölmiðla um fjárlagafrumvarpið hefur því mjög verið haldið á lofti, að útflutningsbætur ríkissjóðs á útfluttar landbúnaðarvörur hafi hækkað mest af öllum fjár- lagaliðum. Eðlilcga hefur mörgurn þótt þessar fiéuir uggvænlegar, nú væri bændastéttin að þrýsta á aukna fyrirgreiðslu hins opin- bera, og hefði tekiztþað bæri- lega, þar sem útflutningsbætur hækkuóu nú um eitt þúsund og níutíu miilj. kr. Ef við athugum fjárlagafrumvarpið fyrir 1976, getur að líta á bls. 158: „Upp- bætur á útfluttar landbúnaðar- afurðir hafa aukizt að mun á undanförnum árunt. 1 frum- varpinu er reiknað með svip- aðri fjárhæð og verður í raun á yfirstandandi ári. Stefnt verður að þvi að halda útflutnings- bótum innan þeirra marka, ep ef miða ætti við hámark verð- tryggingar, þyrfti að auka fjárveitinguna um 870 m. kr.“ Sem kunnugt er, er það ákveðið í lögum, að ríkissjóður eigi að greiða útflutningsuppbætur sem nemi allt að 10% af heildarverðmæti landbúnaðar- framleiðslunnar og hefði þvi raunhæf upphæð fyrir yfir- standandi ár verið 890+ 870 m kr. eða 1760 m. kr.. svo hækkunin milli ára er í raun inni ekki nema rúm 2%en ekki 102%. Ekki er vel ljóst, hvað átt er við í fjárlagafrumvörpum þess- um með mjög mikilli aukningu útflutningsbóta undanfarin ár. 1 krónum talið er þetta rétt, enda i takt við almenna verð-

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.