Dagblaðið - 27.10.1976, Qupperneq 11
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1976.
11
sem þar er. Geta blaðamenn-
irnir séð sjálfa sig í anda, hang-
andi daga og nætur í bænum
Americus, þar sem alls ekkert
er hægt að gera sér til afþrey-
ingar.
„Hið eina sem hægt er að
gera í Plains,“ sagði einn kunn-
ingi Buchwalds, höfundar
þessarar greinar, sem verið
hefur samferðamaður allra for-
setanna síðan Kennedy heitinn
var og hét, „er að leika„soft-
6all“ (ekki til 1 íslenzku máli)
og eltast við eldflugur. Tilhugs-
unin ein gæti orsakað hjarta-
áfall á stundinni."
„Kannski þeir reyni að
kenna ykkur þjóðdansa," sagði
þá Buchwald.
„Þetta er ekkert fyndið," hélt
hinn áfram. „Þegar Nixon var
við völd var okkur óhætt að
eyða upp undir 20 þús. krónum
á dag án þess að nokkur segði
orð. Nú er ritstjórinn minn
búinn að fá lista yfir gistikostn-
að á hótelum hér og þar, og
fyrirbýður mér að eyða meiru
en 5 þúsund kall á dag. Ef
Carter nær kjöri förum við allir
á hausinn."
„Þið gætuð reynt að fá auka-
vinnu við að tína hnetur hjá
Carter, hann borgar víst anzi
vel.“
„Þetta er alvarlegt vanda-
mál,“ svaraði hinn, „og þú gerir
bara grín að því. Það þótti
mikill heiður hér áður fyrr að
fá að fylgja forsetanum um
allar jarðir, en ef Carter verður
forseti munum við allir koma
krjúpandi og biðja um að fá að
fara í lögreglufréttirnar á ný.“
„Ertu nú ekki aðeins of dóm-
harður?“ spurði þá Buchwald.
„Það er ágætt að vera í Plains.
Loftið er hreint, mikið sólskin
og svo er fólkið sérlega vin-
gjarnle6t.“
„Hvaða fólk?“ spurði þá
vinurinn.
„Ég hef heyrt að það sé alltaf
stanzlaust stuð á bensinstöðinni
hjá Billy Carter, kvölds og
morgna."
Nú var vinurinn orðinn gráti
næst svo Buchwald spurði að
lokum: „Svo þú ætlar þá ekki
að kjósa Carter?"
„Nei, ekki ég, en konan mín
gerir það ábyggilega,“ svaraði
sá sorgmæddi þá. „Eftir allar
sögurnar sem hún hefur heyrt
af ferðum blaðamanna til
Hyannisport, Pa':m Beach,
Austin, San Clemente o.s.
frv., er hún sannfærð um að
Plains sé fyrirmyndar sumar-
leyfisdvalarstaður fyrir blaða-
menn."
lagsþróun í landinu. Hins vegar
á þetta ekki við, miðað við 10%
regluna, því að frá verðlags-
árinu 1970/’71 hefur verðá-
byrgðin aðeins einu sinni
komið til greiðslu að fullu, þ.e.
verðlagsárið 1973/74.
Á verðlagsárinu 1974/75 er
hún aðeins um 75% og frá því
greiðslur útflutningsbóta voru
upp teknar í núverandi mynd
frá og með verðlagsárinu
1959/’60, hefur rikissjóður
greitt um 80% af hámarks-
ábyrgð. Menn eru ekki á eitt
sáttir um, hvort þetta laga-
ákvæði sé gott eða vont, en ég
held það fari ekki milli mála, að
án þessara ráðstafana væri nú
skortur á ýmsum landbúnaðar-
vörum, sem flytja yrði inn fyrir
sjaldséðan gjaideyri.
Svo enn sé vitnað í fjárlaga-
frumvarpið fyrir 1977, segir á
bls. 158: „Einn megintilgangur
verðábyrgðarinnar er að
tryggja.að landið sé sjálfu sér
nægt um þessar vörur og þoli
árferðissveiflur”.
Utflutningur á landbúnaðar-
vörum hefur verið sveiflu-
kenndur, stundum hefur aðal-
Nýting úrgangs úr þorsk-
fiski til mjölvinnslu
í grein þessari verður fjallað
um nýtingu úrgangs úr bolfiski
til vinnslu í fiskmjölsverk-
smiðjum, með tilliti til ársins
1970, en í þeim efnum mun
enn sitja við nokkurn veginn
sama ástand sem þá.
Nýting úrgangs úr bolfiski
1970 var metin að þessum
hætti: (1) Þorskaflinn var tek-
inn upp úr yfirliti yfir hagnýt-
ingu fiskaflans 1970 og 1969 í
Ægi 1971, bls. 216—232. (2)
Fiskmjöl úr úrgangi úr bolfiski
var talið nema úr hverju tonni
af fiski upp úr sjó, eftir verk-
unaraðferðum, eins og hér
segir:
Freðfiskur..............110 kg
Skreið.................. 52 kg
Saltfiskur ............. 58 kg
Niðursuða ..............110 kg
Mjölvinnsla.............220 kg
ísfiskur ................ 0 kg
Innlend neysla .......... 0 kg
Kjallarinn
Haraldur Jóhannsson
Tölur þessar eru teknar upp
úr viðauka við nefndarálit dr.
Sigurðar Péturssonar, Hjalta
Einarssonar og Gísla Her-
mannssonar, „urn aukna fjöl-
breytni í framleiðslu sjávar-
afurða og eflingu þeirra iðn-
greina, sem vinna útflutnings-
verðmæti úr sjávarafla,“ frá
1968 en það birtist í Timariti
Verkfræðingafélags íslands
1969. Viðauka þennan samdi
Óttar Hansson verkfræðingur.
— Niðurstöðurnar eru sýndar á
töflul.
Að frádregnum ísfiski,
47.644 tonnum, og innlendum
neyslufiski, 5.410 tonnum, nam
fiskaflinn (þ.e. sá hluti hans,
sem tekinn var til vinnslu),
422.271 tonni, en við það magn
eitt er hámark framleiðslu fisk-
mjöls miðað. (slóg úr fiski
V
togara er þannig ekki meðtal-
ið ). Samkvæmt því mun
hámark framleiðslu fiskmjöls
úr afla báta árið 1970 nema
9,1% af þunga hans, en úr afla
togara 5,8%.
Framleiðsla fiskmjöls nam
31.863 tonnum árið 1970. Fryst
voru 5.777 tonn af fiskúrgangi,
en þau munu nokkurn veginn
svara til 1.271 tonns af fisk-
mjöli. Samkvæmt því svaraði
nýting úrgangs úr bolfiskafl-
anum til 33.134 tonna af fisk-
mjöli. Hámark framleiðslu fisk-
mjöls árið 1970 er talið 40.628
tonn. Samkvæmt því var nýting
úrgangs úr bolfiskaflanum
1970 um 81,6% af hámarksnýt-
ingu.
Ófullnægjandi nýtingu úr-
gangs úr bolfiski 1970 mun
tvennt hafa valdið: (1) I öllum
verstöðvum er ekki aðstaða til
að nýta úrgang úr fiski. (2)K. í
sumum verstöðvum hefur úr-
gangur úr bolfiski frá verk-
unarstöðvum ekki verið reglu-
lega fluttur í fiskmjölsverk-
smiðjur.
t eftirtöldum verstöðvum voru
ekki fiskmjölsverksmiðjur
1970.
Á Suðurnesjum eru ekki
fiskmjölsverksmiðjur i
Höfnum, Garði, Njarðvíkum og
Vogum. Fiskúrgangur úr þess-
um verstöðvum mun fluttur til
fiskmjölsverksmiðja í Grinda-
vík, Sandgerði og Keflavík.
Á Ströndum, Drangsnesi og
Hólmavík er engin fiskmjöls-
verksmiðja, en afli I þessum
verstöðvum er ekki mikill, sam-
tals 577 tonn 1970.
A Hvammstanga, Skaga-
strönn og Hofsósi var engin
fiskmjölsverksmiðja, en að
hluta mun fiskúrgangur vera
fluttur frá þessum verstöðvum
til Sauðárkróks.
Á Arskógsströnd, Hjalteyri,
Grenivík, í Grímsey og í Flatey
var engin fiskmjölsverksmiðja,
en afli á þessum stöðum var
ekki mikill 1970.
Á Húsavík og á Raufarhöfn
var engin fiskmjölsverksmiðja.
Á Húsavík hefði þó hámarks-
framleiðsla fiskmjöls 1970
getað orðið um 551 tonn og á
Raufarhöfn um 294 tonn.
Á Bakkafirði og Borgarfirði
eystra var engin fiskmjölsverk-
smiðja, en afli á þessum stöðum
var lítill 1970.
Á Reyðarfirði var engin fisk-
mjölsverksmiðja, þótt hámarks-
framleiðsla fiskmjöls hefði þar
getað orðið 255 tonn 1970.
Nýting úrgangs úr bolfiskafl-
anum 1970 eftir verstöðvum er
sýnd á töflu II. Best var nýting
úrgangs úr bolfiskaflanum
1970 i Hafnarfirði 104,6% (svo
að úrgangur hlýtur að hafa
verið fluttur þangað úr öðrum
verslöðvum>); Suðurnesjum
98,3%, sunnanverðum Aust-
fjörðum (Stöðvarfirði, Breið-
dalsvik og Djúpavogi) 97,7%,
Ölafsfirði 91,8%, Snæfellsnesi
90,7, Stokkseyri og Eyrrbakka
89,9%, Dalvík 89,1%, Þorláks-
höfn 85,0% og Hrísey 83,9%.
Athygli vekur, að í Reykjavík
1970 virðist nýting úrgangs úr
bolfiski hafa verið 51,3% og í
Vestmannaeyjum 68,5%, en
nokkur úrgangur mun hafa
verið frystur á báðum þeim
stöðum.
Á Siglufirði munu tölur yfir
framleitt fiskmjöl hafa brengl-
ast.
Haraldur Jóhannsson
hagfræðingur.
Tafla 1 Nýting úrgangs úr bolfiskaflanum 1970 til mjölvinnslu (Tonn ).
Frcðfiskur Bátafiskur Hámark A111 fiskmjöls 249.099 27.402 Togarafiskur Hámark A1,i fiskmjöls 35.851 3.943
Skreið 28.094 1.462 3.115 162
Saltfiskur 94.458 5.482 2.154 125
Niðursoð. fiskur 62 7 253 28
Mjölvinnsla 7.440 1.639 1.720 378
ísfiskur 11.644 0 36.025 0
Innl. neyslufiskur 4.934 0 476 0
Samtals 395.731 35.992 79.594 4.636
Tafla II
Nýting úrgangs úr bolfiskaflanum 1970 eftir verstöðvum
Raunverul.
Hámarksframl. framl.
fiskmjöls Tonn fiskmjöls Tonn Nýting %
1. Vestmannaeyjar 5.751 3.939 68,5
2. Stokkseyri og Eyrarbakki 623 560 89,9
3. Þorlákshöfn 1.175 999 85,0
4. Suðurnes 7.125 7.002 98,3
5. Hafnarfjörður 1.717 1.786 104,0
6. Reykjavík og Kópavogur 4.728 2.427 51,3
7. Akranes 1.441 1.094 75,9
(Borgarnes 12 — —)
8. Snæfellsnes 2.585 2.344 90,7
9. Vestfirðir 5.847 4.027 68,9
10. Strandasýsla 57 — —
11. Húnavatns- og Skagafj.sýsla 603 321 53,2
12. Siglufjörður 820 2.132 260,0
13. Ólafsfjörður 674 619 91,8
14. Dalvík 15. Akureyri, Arskógsstr., 468 417 89,1
Hjalteyri og Grenivík 1.741 1.253 72,0
16. Hrísey 286 240 83,9
17. Grímsey og Flatey 27 — —
18. Húsavík 551 — —
19. Raufarhöfn 294 — —
20. Þórshöfn 21. Bakkafjörður, Vopnafj. 178 140 78,7
og Borgarfj. 340 219 64,4
22. Seyðisfjörður 577 232 40,2
23. Neskaupstaður 675 455 67,4
24. Eskifjörður 344 218 63,4
25. Reyðarfjörður 255 — —
26. Fáskrúðsfjörður 353 255 72,2
27. Stöðvarfj., Breiðdalsvík, Djúpiv. 521 509 97,7
28. Ilornafjörður Samtals 860 40.628 675 31.863 78,4
Kjallarinn
Jón Ragnar Björnsson
lega þurft að flytja út mjólkur-
vörur, í annan tíma kjötvörur.
Hefur þetta að miklu leyti
stafað af árferðissveiflum. Ef
þróunin s.l. fimm ár er skoðuð,
hefur árlega innvegið mjólkur-
magn i mjólkursamlögin aukist
um rúm 10% en innvigtað
dilkakjöt um 28% á sama tíma.
Á verðlagsárinu 1970/1971 fóru
um 57% útflutningsbótanna til
greiðslu á mjólkurvörum, en á
nýliðnu verðlagsári aðeins um
10%.
Nú er svo ástatt, að ekki má
mikið út af bregða, svo ekki
verði mjólkurskortur, a.m.k.
hér sunnanlands þá tíma
ársins, sem framleiðslan er
minnst. En til að tryggja næga
nýmjólk allan ársins hring, er
ekki hægt að komast hjá nokk-
urri umframframleiðslu yfir
sumarið, sem flytja verður út.
Vegna þess, hve miklar
sveiflur hafa verið í út-
flutningnum, hefur reynst
erfitt að vinna að uppbyggingu
markaða erlendis, þannig að
hægt væri að fullnægja eftir-
spurn á hverjum tíma. Þó hafa
unnist upp tiltölulega góðir
markaðir fyrir óðalsost í Banda-
ríkjunum og í Svíþjóð, en nú
eru þeir í hættu vegna þess að
hráefni hefur skort til þessarar
framleiðslu.
Nokkuð öðru máli gegnir um
framleiðslu dilkakjöts. Fram-
leiðslan hefur farið ár vaxandi
eins og áður segir og að óbreytt-
um aðstæðum má sennilega
gera ráð fyrir 3-5000 tonna út-
flutningi á ári. as.1. verðlagsári
hefur fengist um helmingur
verðs á útflutt dilkakjöt, en oft
hefur betri árangur náðst.
Utflutningur landbúnaðar-
afurða hefur við sömu óðaverð-
bólguna að glíma og annar út-
flutningur.
Hins vegar er rétt að gera sér
grein fyrir því, að framleiddar
eru verðmætar vörur úr ull og
gærum til útflutnings, og þegar
þær eru teknar með í dæmið,
skila útfluttar sauðfjárafurðir
um þrem fjórðu af innlenda
verðinu í gjaldeyri.
Við erum hins vegar í erfiðri
aðstöðu vegna samkeppni af
hálfu Ný-Sjálendinga, en þeir
flytja út nálega fjörtíu sinnum
meira magn en við framleiðum.
þess eru dæmi, að þeir hafi
boðið kjötið ókeypis, ef það
væri sótt til Nýja-Sjálands. Ég
held það sé vonlaust að standa í
samkeppni við slíka risa, þá
munar ekkert um að ýta okkur
til hliðar með undirboðum. Við
verðum að kynna kjötið okkar
sé/staklega, ekki aðeins dilka-
kjöt, heldur íslenskt dilkakjöt,
villibráð, mjög sérstaka og
sjaldgæfa vöru.
Þetta er hægt, ef jafnan er
tryggt ákveðið magn til út-
flutnings. Það mun reynast
erfitt að fá fullt verð fyrir land-
búnaðarvörurnar okkar á
meðan landbúnaðarframleiðsla.
annarra þjóða er styrkt og toll-
vernduð og verðlagning út-
fluttra landbúnaðarvara er
ekki í nokkrum tengslum við
framleiðslukostnað. Frændur
okkar Ðanir, ein mesta land-
búnaðarþjóð Evrópu, fær
greidda um 45 milljarða ísl. kr.
úr landbúnaðarsjóði Efnahags-
bandalagsins til útflutnings-
bóta, svo hér er síður en svo um
séríslenskt fyrirbæri að ræða.
Jón Ragnar Björnsson,
starfsmaður Framleiðsluráðs
landbúnaðarins.