Dagblaðið - 27.10.1976, Side 13

Dagblaðið - 27.10.1976, Side 13
DAGBLAÐIÐ. MIDVIKUDACUR27. OKTOBKK 1976. 13 óttir ellefu mörk. Amyndinni hefur Jón (meðgleraugun) senl knöttinn yfir náð f jögurra iti í 1. deild í handknattleiknum. Markaeinvígi þar sem Jón skoraði 11 mörk, Hörður 10 son var þá afar hættulegur vörn Hauka og skoraði mörg stórfalleg mörk. Valur leyfði sér þann munað, að nota minni spámenn liðsins langtímum saman — til dæmis lék Jón Karlsson lítið með í síðari hálfleiknum. í heild komst Valsliðið vel frá leiknum. Varnarleikur allan tímann sterkur og markvarzla þokkaleg hjá Óla Ben. og Jóni Breiðfjörð Ölafssyni, þó oft hafi Öli þó verið betri en í þessum leik. Það er sama sagan hjá Hauka-liðinu og áður. Liðið er stórhættulegt hvaða liði sem er í íþróttahúsinu í Hafnarfirði. en þegar í Laugar- dalshöllina kemur er eins og allt fari úrskeiðis. Sóknarleikur ein- hæfur — og það, sem meira kom á óvart, að Haukarnir voru alls ekki harðir af sér í vörninni. Þá var markvarzla Gunnars Einarssonar tilviljanakennd. Mörk Vals í leiknum skoruðu Jón Karlsson 11(4 víti), Þorbjörn 8, Jón Pétur 4, Bjarni Guðmunds- son 2 og Steindór Gunnarsson 1. Fyrir Hauka skoruðu Hörður 10 (2 víti), Sigurgeir Marteinsson 2, Stefán Jónsson 2, Frosti Sæmundsson 1, Jón Hauksson 1 og Þorgeir Haraldsson 1. —hsím. Banks langar í markið á ný Einn frægasti knattspyrnu- maður heims, Gordon Banks, markvöróur er lék yfir 70 lands- leiki fyrir England —varð meðal annars heimsmeistari 1966 — hefui hug á þií að reyna aftur að verja knöttinn milli stanganna. Banks, scm slasaðist svoillaá auga fyrir þremur árum í bílsl .si. að hann varð að hætta að leika mcð Stoke City, hefur ::ö undanförnu varið mark Scarborough — liðs utan deildanna á Englandi— með það góðum árangri.að hann telur sig geta leikið í markinu á ný. Banks, sem er 38 ára, hefur hug á því að reyna fyrir sér annað hvort í Bandaríkjunum eða Suður- Afríku. Beztu úrslít fyrir N-íra — þegar Brighton og Derby gerðu jafntefli í deildabikarnum í gœrkvöld. Arsenal sigraði Chelsea 2-1 að viðstöddum 52 þúsund óhorfendum Brighton, efsta liðið í 3ju deild á Englandi, gerði Norður-írum mikinn greiða í gærkvöld. Náði þá jafntefli við Derby í deildabik- arnum, 1-1, sem þýðir, að ekki verður af leik Arsenal við Derby 9. nóvember. írsku landsliðsbak- verðirnir, Pat Ricc og Sammy Nelsongeta þvi leikiðmeð noróur írska landsliðinu gegn Belgum í HM-leiknum 10. nóv. í Liege. Gífurlegur áhugi var í Brighton á leiknurh við Derby í 4. umferð deildabikarsins. Reiknað með 33 þús. áhorfendum. Stemmning var strax mikil, því eftir aðeins 37 sek. sendi Peter Ward knöttinn í mark Derby. Leighton James jafnaði fyrir Derby á 24. mín. og í s.h. sótt: Derby nnin meira án þess að skora. Margir leikir voru á Bretlands- eyjum i gær og úrslit þessi: Deildabikarinn Brighton — Derby 1-1 Arsenal — Chelsea 2-1 Everton — Coventry 3-0 Swansea — Bolton 1-1 1. deild Bristol C. — Birmingham 0-1 3. deild Bury — Swindon 0-1 C. Palace — Shrewsbury 2-1 Oxford — Lincoln 1-2 Rotherham — Portsmouth 2-2 York — Northampton 1-4 4. deild Barnsley — Southend 3-1 Huddersfield — Watford 2-2 Newport — Hartlepool 1-1 Southport — Cambridge 0-0 Þá var einn leikur í skozku úrvalsdeildinni. Kilmarnock og Hibernian gerðu jafntefli 1-1. Yfir 52 þúsund áhorfendur sáu leik Lundúnaliðanna Arsenal og Chelsea á Highbury. Chelsea var óheppið að tapa þessum tíunda innbyrðisleik liðanna í bikar- keppni frá styrjaldarlokum. Auk þess, sem Peter Bonetti gat ekki leikið í marki Chelsea vegna meiðsla, fótbrotnaði Brian Bason á 18. mín. Þá varð Gary Locke að yfirgefa völlinn vegna meiðsla lokakafla leiksins. Arsenal hafði þá reyndar yfir 2-1. Ekkert mark var skorað í f.h., en á 52. mín. náði Trevor Ross, hinn 18 ára marka- skorari, forustu fyrir Arsenal. David Hay jafnaði fyrir Chelsea á 60. mín., en mínútu síðarn skall- aði Frank Stapleton knöttinn í mark Chelsea. Það reyndist sigur- mark leiksins. Malcolm MacDonald átti svo slakan leik með liði Arsenal að nú er rætt um, að hann hljóti að verða settur úr liðinu. Everton fór létt meó Coventry á Goddison Park. Andy King skoraði tvívegis fyrir Liverpool-i Iiðið — Mike Lyons eitt inn á milli. 14 þúsund sáu leik Swansea og Bolton. Liðið úr 4. deild náði forustu með marki Curtis, en Steve Taylor tókst að jafna fyrir Bolton. Danskir landsliðs- menn með Olympia! — Lars Bock og Thomas Pazyj leika með 2. deildarliðinu i Svíþjóð Þar sem þeir Lars Bock og Thomas Pazyj leika nú i Sviþjóð getur aðeins ein ástæða verið fyrir því — þeir vinna sér inn góða peninga, sagði danski lands- liðsþjálfarinn í handknattleik, Leif Mikkelsen, nýlega í viðtali við eitt af dönsku biöðunum. Landsliðsþjálfarinn er allt ann- að en hrifinn af því, að þessir tveir af máttarstólpum danska landsliðsins hafa flutt sig yfir til Svíþjóðar og þó einkum og sér i lagi vegna þess, að þeir Bock og Pazyj leika með 2. deildarliðinu Olympia, þar sem handknattleik- ur er á lágu stigi. — Allt annað ei' þessir leik- menn hefðu til dæmis farið til Gummersbach, eóa einhvers annars sterks liðs í Vestur- Þýzkalandi fyrst þeir ákváðu að leika erlendis, segir landsliðs- þjálfarinn ennfremur. — Opinberlega eru þeir ekki atvinnumenn í íþrótt sinni í Sví- þjóð. Þeir hafa báðir góða atvinnu. Þeir Bock og Pazyj hafa auð- vitað staðið sig vel í leikjum í Svíþjóð. Síðastliðinn miðvikudag skoraði Pazyj tíu mörk í leik gegn Malmö, sem Olympia sigraði með 24—20. Talað var um hann sem bezta leikmann á vellinum. Hann hefur skorað 30 mörk í þremur leikjum fyrir Olympia, sem nú er í efsta sæti í 2. deild. En danski landsliðsþjálfarinn er þó ákveðinn í þvi að nota þessa sterku leikmenn, Lars Bock og Thomas Pazyj, í danska landslið- inu þó með því skilyrði, að þeir eigi ekki leik kvöldinu áður með sænska liðinu og það á ekki að vera vandamál, segir í greininni að lokum. Ólafur Benediktsson. Olympía í Svíþjóð með óhuga ó Óla Ben. Sænska 2. deildarliðið Olympía sem er efst í 2. deild hefur sýnt mikinn áhuga á að fá Olaf Bene- diktsson, hinn snjalla markvörð Vals og landsliðsins yfir 1 sínar raðir. Ef af verður sem talsverðar líkur eru á, þá mun Ólafur fara utan um eða eftir áramót. Olym- pia leikur, eins og áður sagði, í 2. deild og hefur fengið til liðs við sig tvo danska landsliðsmenn — þá Lars Bock og Thomas Pazyj. Forráðamenn Olympia hafa sett síg i samband við Ólaf og lýst miklum áhuga og hefur Ólafur hug á að fara ef honum lýst vel á aðstæður. Vart þarf að taka fram, að ef Ólafur færi yrði það Val mikið áfall, þar sem hann hefur verið í mjög góðu formi undanfarið. Hann hefur verið maðurinn á bak við hina góðu byrjun Vals í ís- landsmótinu en auðvitað hefur Ólafur haft sterka vörn fyrir framan sig. Það yrði að sama skapi mikið áfall fyrir landsliðið að missa Olaf — framundan eru mikil og erfið verkefni og Janus Gzerwinsky þarf á öllum þeim mönnum að halda, sem íslenzkur handknattleikur hefur yfir að ráða. h. halls. Valur að „stinga af" Úrslit i leikjunum i 1. deild í gærkvöld urðu þessi: Fram — FH 23-29 Valur — Haukgr 26-17 Staðan er nú þannig: Valur 4 4 0 0 91-63 8 Haukar 3 2 0 1 63-66 4 ÍR 3 2 0 1 58-62 4 Fram 3 1 1 1 66-68 3 FH 3 1 0 2 63-63 2 Þröttur 3 0 2 1 51-56 2 Grótta 3 0 1 2 57-65 1 Víkingur 2 0 0 2 40-46 0 Markahæstu lcikmenn eru nú: Hörður Sigmarss. Haukum 28/5 Jón Karlsson, Val 27/9 Þorbj. Guðmundsson, Val 23/2 Arnar Guðlaugsson, Fram 17/1 Viðar Símonarson, FH 17/7 Geir Ilallsteinsson, FH 16/5 Konráð Jónsson, Þrótti 16/2

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.