Dagblaðið - 27.10.1976, Page 14

Dagblaðið - 27.10.1976, Page 14
DACBLAÐH). MIDVIKUDACUR 27. OKTÓBER 1976. 14 DAVID CASSIDV. Mick Ronson stofnar hljómsveit með David Cassidy — Ja, lítið lagðist fyrir kapp- ann, hugsuðu eflaust margir, þegar þeir fréttu, að gítarleik- arinn Mick Ronson væri búinn að stofna hljómsveit með súkkulaðidrengnum David Cassidy. Sú er nú samt raunin. Hljómsveitin var stofnuð er Mick var fenginn til að stjórna upptöku á nýjustu hljómplötu Cassidys. Meðan á því samstarfi stóð, ákváðu þeir að smala saman í hljómsveit, sem hlaut nafnið Ronson-Cassidy Band. Hljóm- sveitin æfir nú af kappi vestur í Bandarikjunum. Mick Ronson er mjög virtur meðal brezkra og bandarískra tónlistarmanna. Hann vakti fyrst á sér athygli er hann starfaði með David Bowie. Síðar vann hann með Ian Hunter og fleirum en fræg- astur varð hann þó fyrir að leika með í hljómleikaferð Bob Dylan og the Rolling Tunder Band í fyrra. Ný stórhljómsveit í Bretlandi: Verður hón jafn vinsœl og JI/IEGIMEGAS VERÐA SEM LENGST í BLINDGÖTUNNI MEGAS: Fram & aftur blindgötuna. (01- 006). Útgefandi: Hrím hf. 1976. Upptaka: Hljóöriti. Upptökumaöur: Tony Cook. Skuröur / Pressun: CBS, Hollandi. Með nafni plötunnar, Fram og aftur blindgötuna, má túlka efni hennar. Megas er á sömu bylgjulengdinni og á síðustu plötu sinni, Millilendingu, hvað viðfangsefni varðar. Þarna er enn á ferð'nni mjög góð rokk- tónlist með sláandi textum um alls konar viðburði 1 þjóðfélag- inu, sem I fljótu bragði virðast smáir, en I meðferð Megasar virðast mikilvægir. Það verður væntanlega verk- efni Megasar á næstu plötu sinni að finna leið út úr blind- götunni og takast á við ólík verkefni. Lærimeistari hans, Bob Dylan, hefur iðkað þau vinnubrögð að senda frá sér tvær plötur I sama stíl og skipta svo um stíl. Ef það stenzt, þá megum við kannski eiga von á að heyra Megas syngja með engilblíðri rödd um ástina, vorið og land sitt og þjóð á næstu plötu. Frekar vildi ég að engin næsta plata kæmi út með Megasi en að hann rataði út úr blindgötunni. Þar á hann heima og þar er ekki annað að heyra en að hann uni sér vel. Á Fram og aftur... kemur fram hópur meðspilara, sem sleppur að mínum dómi mjög vel frá sínu. Ég held að segja megi að miðað við að hér komi fram fólk úr mörgum áttum þá sé um toppundirleik að ræða. Þarna koma fram þrír meðlimir hljómsveitarinnar Celsíus, tveir úr Eik, Aagot, sem lék með Diabolus og loks Þorleifur Gíslason vélstjóri í Héðni. Mér er sagt, að platan hafi þegar í stað selzt mjög vel. Tæp- lega er það vegna góðrar sölu til almennra neytenda, heldur háskólaborgara, sem jafnan hafa hampað Megasi hátt. Meðal þessa fólks kann Megas jafnan bezt við sig og á skemmt- unum þess er hann beztur. Þetta tel ég mjög miður, því að með svolítilli pælingu kemur í ljós að Megas höfðar til allra. Óvinsældir hans meðal almenn- ings má rekja til hrjúfrar og óaðlaðandi raddar hans og ekki síður nöturlegra umfjöllunar- efna eins og til dæmis í laginu Jólnanáttburður. Þar birtist þó veruleikinn eins nakinn og hann frekast getur orðið, en það eru bara sorglega fáir, sem vilja taka niður dökku gleraugun sín og sjá þennan veruleika. Fram og aftur blindgötuna er þriðja plata Megasar. Því miður hef ég ekki haft tækifæri til að hlusta á fyrstu plötu hans að neinu marki, en Millilendingu kann ég utan að. Af fyrri kynn- um minum af tónlist Megasar leyfi ég mér að fullyrða að Fram og aftur... sé það bezta, sem ég hef heyrt frá honum. — AT — » Jólaplötuflóðið er skollið á: „JÓLASTJÖRNUR" MEÐ HALLA OG LADDA, RÍÓ, BJÖRGVINI HALLDÓRSSYNIOG GUNNARI ÞÓRÐARSYNI - Ýmir gefar út Hér áður fyrr var talað um jólabókaflóð, en tímarnir hafa svo sannarlega breytzt. Fyrir hver einustu undanfarin jól hafa verið gefnar út hljóm- plötur hinna ýmsu listamanna, innlendra sem erlendra, og nú eru meira að segja bókaforlögin farin að gea út hljómplötur til þess að fylgjast með timanum, samanber utgáfu Iðunnar á ,,Vísnabókinni“. Jólalög hafa líka alltaf reynzt vinsæl og fara hljómplötur með þeim nú óðum að berast á markaðinn. Ein fyrsta platan i þeim dúr kemur frá fyrirtæki Gunnars Þórðarsonar, Ými, og mun hún eiga að bera nafnið ,,Jóla- stjörnur". Þar er álitlegur hópur sam- ankominn til þess að syngja jólalög, — Halli og Laddi, Ríó,- Björgvin Halldórsson og svo Gunnar sjálfur. Verður gaman að vita hvernig þeim hefur tekizt til við að búa til jólastemmningu. — AT EMERSON, LAKE AND PALMER? Enn ein stórhljómsveitin hefur verið stofnuð I Bretlandi. Að henni standa þrír vlðfrægir menn, — þeir Rick Wakeman hljómborðsleikari og tónskáld, John Wetton bassaleikari og trommarinn Bill Brudford. í Melody Maker er sagt frá þessari hljómsveitarstofnun og sú ályktun dregin, að hún eigi jafnvel eftir að ná iafnlangt og Emerson, Lake og Palmer. Þeir Rrck Wakeman og Bill Bruford hafa unnið saman áður og þá með hljómsveitinni Yes. John Wetton starfaði síðast með Uriah Heep, en sagði þar upp í sumar. Hann lék áður með Family og King Crimson. I næsta mánuði kemur út ný plata með Rick Wakeman. Sú nefnist White Rock. Lögin á þessari plötu eru notuð við kvikmynd, sem tekin var á síðustu vetrarólympíuleikum. HVER ER NÓ ÞETTA? ÁSGEIR TÓMASSON — Jú, hún heitir Suzi Quatro Suzi Quatro, söngkonan fræga, sem varð geysilega vin- sæl fyrir nokkrum árum, hefur heldur betur breytt um útlit. Nú gengur hún með krullað hár og er eiginlega með öllu orðin óþekkjanleg. Fremur hljótt hefur verið um Suzi að undanförnu. Hún hefur þó ekki verið með öllu aðgerðalaus, því að nú vinnur hún að nýrri plötu, sem kemur út einhvern tíma fyrri hluta vetrar. Suzi semur efnið á plöt- una sjálf. Hún var að því spurð, hvort útlitsbreyting hennar þýddi, að tónlistarstefnan breyttist líka. „Nei, hún breytist ekkert," svaraði Suzi. „Tónlistarflutn- ingur minn hefur verið svipaður frá byrjun og gengið vel I fólkið, svo að ég sé enga ástæðu til að skipta um stíl.“

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.