Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 27.10.1976, Qupperneq 24

Dagblaðið - 27.10.1976, Qupperneq 24
... ......,....„...... .. * Saksóknari fær Guðmundarmálið og 24 önnur: Líkiö var flutt úr Hafnarfjardarhrauni — Guðmundi ráöinn endanlegur bani meö hnífsstungum „Gæzluvarðhaldsfangarnir hafa borið það að þeir hafi flutt lík Guðmundar Einarssonar úr Hafnarfjarðarhrauni.“. sagði Örn Höskuldsson rannsóknar- dómari í samtali við fréttamanri blaðsins í gær í tlefni þess að rannsókn morðmáls Guð- mundar er nú lokið og málið afhent ríkissaksóknara til um- fjöllunar í gær. Örn sagði að banamenn Guðmundar, þeir Kristján Viðar Viðarsson, Sævar Marinó Ciecielski og Tryggvi Rúnar Leifsson, hefðu ekki getað gert nákvæma grein fyrir því hvert líkið hefði verið flutt. Þeir munu, eftir því sem DB kemst næst, hafa skýrt svo frá að líkið hafi verið falið í Foss- vogskirkjugarði einhvern tíma ársins 1974, en þar hefur það ekki fundizt. örn Höskuldsson kvað eKki endanlega ljóst hvernig dauða Guðmundar Einarssonar bar að höndum. Dagblaðið telur sig þó hafa óyggjandi heimildir fyrir því að Kristján Viðar Viðarsson hafi greitt honum síðasta hö^gið með hníf sem enn hefur ekki fundiet. Banamenn Guðmundar hafg í sumar gengizt undir geðrann- sókn og er henni nú lokið. Siðasta skýrslan, um geðheil- brigði Sævars M. Ciecielskis, barst sakadómi Reykjavíkur á mánudaginn og er niöurstaða geðrannsókna þremenninganna sú að allir séu þeir sakhæfir, að sögn Arnar Höskuldssonar Auk morðmálsins voru ríkis- saksóknara send í gær tuttugu og fjögur önnur mál sem þre- menningarnir eiga aðild að, ýmist saman eða hver í sínu lagi. Ná þau mál allt aftur til ársins 1972 er Tryggvi Rúnar kveikti i á Litla-Hrauni svo stórtjón varð af. Stærsta málið af þessum 24 er frá 1974 er Sævar Ciecielski og þáverandi unnusta hans og sambýliskona, Erla Bolladóttir, sviku 950 þúsund krónur út úr Pósti og sima. Það mál leiddi upphaf- lega til þess að upp komst um morðið á Guðmundi Einarssyni og síðar um afdrif Geirfinns Einarssonar. í pakkanum, sem saksóknari fékk í gær, voru einnig fimmt- án innbrots- og þjófnaðarmál sex fjársvika- og falsanamál, likamsárás og bílþjófnaður og evðilegging bifreiðarinnar. Næsta skref í þessum málum er að ríkissaksóknari tekur ákvörðun um ákæru og máls- höfðun. Leitinni að líki Guð- mundar Einarssonar verður haldið áfram, enda telja rann- sóknarmenn víst að þre- menningarnir viti nákvæmlega hvar það er a'ð finna. —ÖV. W 1 1P ftW' Slóð ávísanafalsara um Akranes og Reykjavík Komst framhjá fvrirsát lögreglu en handtekinn síðar við sölu falskra ávísana Tveir ávísanatalsarar voru nandteknir í gær en þeir munu ^amalkunnir í faginu og höfðu skiliðeftirsig nokkra slóð falskra ávisana og ævintýramennsku í sambandi við það. Annar mannanna var handtek- inn í útibúi Landsbankans við Langholtsveg síðdegisí gær. Aður hafði boriztbeiðnifrá Jögregluni á Akranesi að handtaka ir.anninn, en hann myndi þá á leið íileigubíl frá Akranesi til Reykjavíkui Hefðu Akranesiögreglunni þá borizt tvær ávísanir sem náung- inn hafði falsað. Hjóðuðu þær upp á 7 þúsund og 8 þúsund krón- ur. Setið var fyrir Akranesbílnum en hann mun hafa verið sloppinn í gegn. Næst fór maðurinn í Múlaútibú Landsbankans og seldi þar 15 þús- und króna ávísun, sem einnig mun hafa verið fölsuð. Þá lagði hann leið sína i Langholtsútibú og hugðist þar selja átta þúsund króna ávísun. Þar kannaðist fólk við náungann og vakti það og at hygli að maðurinn var undir annarlegum áhrifum. Var lögregl- unni gert viðvart og var maðurinn tekinn þar í bankanum. Síðar í gær mun félagi þessa náunga hafa verið tekinn, einnigr bendlaður við ávísanafals, og mun varðhaldsdómur hafa verið kveðinn upp í gærkvöldi en rann- sókn málsins átti að hefjast í dag, er menn væru orðnir allsgáðir. — ASt. Slasaðist alvarlega á Ijós- lausu hjóli í umferðinni Fjórtán ára drengur á ljóslausu reiðhjóli varð fyrír bifreið á Réttarholtsvegi í morgun. Hlaut hann mikið höfuðhögg og var tekinn í aðgerð í slvsadeiid svo fljótt sem verða mátti. Drengurinn mun hafa verio á leið í skðla en siysið var á mðts við hus nr. 45-tii við Réttarholtsveg. Það var Volkswagennifreið sem ðk aftan á drenginn. Sá ökumaður hennar ekkerttil drengsins fyrr en bíllinn skali á hjðli hans. Ekkert bendir til of mikils ökuhraoa. DB-mynd Sv.Þormj Drukknir og dópaöir sjó- — og strönduðu mennollustórskemmdum L-!?fcssMpfs/nu Tveir ungir sjómenn á Sigur- vin SH frá Ölafsvík, annar Hafnfirðingur og hinn Reyk- víkingur sitja í gæzluvarðhaídi á Hornafiði eftir næturævin- týri þeirra sl. nótt. Menn- irnir sátu að sumbli en þegar áfengið þraut, lögðu þeir til gúmbátsins ognáðuþar í orvandi lyf. Vélstjóri hái'. íns varð var vio verknað þeirra og hugðistná í lögregluna Tóku þeir það nu tii bragðs að halda frá landi á bátnum. Tókst þá ekki betur til en það að þeir keyrðu á Þinganes sem þarna var við bryggju og urðu verulegar skemmdir á skipinu. Var nú haldið áfram út á höfn- ina, en þá tók báturinn skyndi- lega kipp, hart i bak. Lenti bát- urinn næst á hafskipabryggj- unni og olli skemmdum á henni. Þessu næst virtist háhyrningslaugin í hættu, en ferðinni lauk þó skammt frá henni og strandaði báturinn þar skammt frá. Ekki voru skipverjarnir tveir af baki dottnir. Þeir höfðu sam- band við land og óskuðu eftir að fá lóðs til að draga sig út. .. 1 stað lóðsins héldu þeir Guðmunc'ur Svavarsson lög- regluþjónn og Konráð skip- stjóri á Sigurvon'háhyrnings- bátnum, út á gúmbáti. Réðust þeir um borð og varð að hand- járna annan manninn uppi í brúnni, en hinn flúði af staðnum og stakk sér til sunds í kaldan sjóinn. Munaði þá litlu að hann lenti ofan á utanborðs- mótorinn á gúmbátnum.- Var manninum um síðir bjargað á þurrt eftir illa veru í köldum sjónum. Báðir sitja mennirnir inni og voru enn ekki viðmælandi i morgun, þegar taka átti skýrslu af þeim. — VV/JBP — frfálst, úháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 27. OKT. 1976 Leitað dag hvem — án árangurs Enn í dag verður haldið áfram leit að Akurnesingnum tvítugá, sem drukknaði við brúargerðina yfir Borgarfjörð. Hafa tvær þyrl- ur leitað dag hvern yfir svæðinu, fjörur hafa verið gengnar og nokkuð slætt en allt án árangurs. Svæðið er mjög erfitt til leitar, straumar miklir og aðstæður allar erfiðar. í dag beinist athyglin að svæði frá Borgareyjum inn undir Langárósa. — ASt. Meiðyrðamál DB gegn Guðjóni Styrkárssyni þingfest sl. fimmtudag — hann krefst dóms- rannsóknará „stuldi” skjala úr bókhaldi Vængja og einkaskjalasafni sínu Meiðyrðamál Dagblaðsins á hendur Guðjóni Styrkárssyni, hrl., stjórnarformanni flugfélags- ins Vængja hf., var þingfest í bæjarþingi Reykjavíkur sl. fimmtudag, 21. október. Lög- maður stefnda fékk frest til að skila greinargerð i málinu til 4. nóvember. Guðjón Styrkársson lagði i fyrra- dag fram kæru við Sakadóm Reykjavíkur, þar *sem hann fej- fram á að opinber rannsókn fari fram á stuldi skjala úr bókhaldi Vængja hf. og einkaskjalasafni sínu á skrifstofu sinni. Myndir af nokkrum þessara plagga voru birtar i Dagblaðinu 8. oktðber sl. — ÓV. Sundkennsla: „Hörmulegt ástand” — segja þingmenn Af 64 útgerðarstöðum, sem hafa íbúatölu undir 4000, hefur aðeins 21 sundkennsluaðstöðu. Þetta segja þrir þingmenn i greinargerð með frumvarpi um hækkun framlaga ríkisins til sundlaugabygginga. „Litil og fjárvana sveitarfélög geta með engu móti lagt fram 50 prósent af stofnkostnaði slíkra mannvirkja," segja þingmenn- irnir, „enda sýna upplýsingar, sem fyrir liggja, að ástand í þess- um málum er hið hörmuleg- asta...“ Sundkunnátta er sérstaklega mikilvæg við sjávarsíðuna, þar sem sjósókn er helzti atvinnuveg- urinn. Verst er ástandið á Vestfjörð- um. Þingmennirnir leggja til, að hluti ríkisins í stofnkostnaði verði aukinn úr 50 í 75 prósent. Þeir eru Karvel Pálmason (Samtökunum), Jónas Árnason (AB) og Sighvatur Björgvinsson (A). — HH

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.