Dagblaðið - 15.11.1976, Qupperneq 8
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 15. NÖVEMBER 1976.
Erlendar
fréttir
REUTER
Frakkland:
Chirac
sigraði í
aukakosn-
ingum
Jacques Chirac, fyrrverandi
forsætisráðherra Frakklands.
Jacques Chirac, fyrrum for-
sætisráóherra Frakklands,
sem varð að vika úr sæti vegna
ágreinings við Giscard
d’Estaing á dögunum, hlaut
umtalsvert magn atkvæða f
fyrstu aukakosningunum til
þingsins í morgun. Fjórir fyrr-
verandi ráðherrar i ríkisstjórn
hans fengu slæma útreið í
þessum kosningum á kostnað
sósíalista, sem eru í stjórnar-
andstöðu.
Alls verða haldnar sjö slíkar
aukakosningar áður en þing-
kosningarnar fara fram í
Frakklandi eftir 16 mánuði.
Urslit þessara kosninga geta
gefið mikilvægar vísbendingar
um úrslit þingkosninganna og
ef Chirac hlýtur svipaðan
stuðning og hann fékk í
morgun virðist hann vera lík-
legur í forsætisráðherrastólinn
aftur.
Kosiö um
frjálst
Quebec í dag
Kjósendurí frönskumæiandi
fylkinu i Kanada — Quobec,
taka um það ákvörðun i dag
hvort þeir vilji fylkisstjórn
sem muni ganga að því með
oddi og egg að fá fram
aðskilnað frá Kanada.
Stjórnarandstöðuflokkurinn,
Quebecois, sem berst fyrir
hóraðskosningum til að prófa
aðskilnaðarstefnu sína, hefur
náð miklu fylgi fram yfir
stjórnarflokkinn, Frjdlslynda,
í forkosningunum. Þriðji hluti
kjósenda í fylkinu er þó
óákveðinn enn þá í afstöðu
sinni til aðskilnaðarins.
Líbanon:
Sýrlendingarnir eru
komnir inn í Beirút
Sýrlenzkar hersveitir
streymdu inn í Beirút, höfuð-
borg Líbanons, í morgun á
skriðdrekum og bifreiðum til
að halda þar uppi lögum og
reglu samkvæmt vopnahléssátt-
mála Arababandalagsríkjanna.
Að minnsta kosti fimm her-
deildir komu inn í borgina frá
úthverfunum um dögun og
skömmu eftir að sólin fór að
skína á rústir þorgarinnar náði
W*
H|
Sýrlenzkur skriðdreki kemur inn i Beirút i morgun.
fyrsta herdeildin til hafnar-
svæðisins.
Engrar andspyrnu várð vart á
fyrstu klukkutímunum. Þess
hefur verið beðið í nokkra daga
að friðargæzluliðið kæmi inn 1
borgina.
Sýrlendingarnir hafast að
samkvæmt samkomulagi
þjóðarleiðtoga Arababanda-
lagsríkjanna og undir beinni
stjórn Eliasar Sarkis, forseta
Libanons, sem undirbjó komu
friðargæzluliðsins til borgar-
innar með samningum við hin
strfðandi öfl.
Sýrlendingunum var feiki-
vel fagnað í einu af hverfum
múhameðstrúarmanna þar sem
vinstrimenn ráða lögum og lof-
um. Einn skriðdrekanna fór
fram og aftur um aðalgötuna
með sýrlenzkan herforingja og
einn leiðtoga heimamanna með
uppréttar hendur í fögnuðu á
þaki hans.
Móttökurnar í austurhluta
borgarinnar, þar sem hægri-
menn og kristnir ráða, voru
hljóðlátari. Þar fylgdust menn
með úr hæfilegri fjarlægð og
sögðu lítið.
Harðir bardagar geisuðu í
borginni í nótt en þeim var
lokið áður en friðargæzluliðið
kom inn í hana.
Carter bjargað úr klípu:
Babtistakirkjan
opin fyrir alla
Jimmy Carter, kjörinn Banda-
ríkjaforseti, hittir fréttamenn í
kvöld — daginn eftir að fundin
var lausn á vandamáli sem reynd-
ist það viðkvæmasta er hann
hafði átt við að glíma síðan hann
var kjörinn forseti.
Forsetaefnið er talið hafa átt
verulegan þátt í því að fá
babtistasöfnuð sinn heima í
Plains í Georgíu til að opna dyr
kirkjunnar fyrr blökkumönnum í
fyrsta skipti. Linnir nú væntan-
lega þeim röddum, sem hafa
krafizt þess að Carter hætti að
sækja þessa kirkju sem hann
hefur sótt ásamt fjölskyldu sinni
síðan hann var lítill drengur. Því
verður ekki neitað að það lítur
ekki vel út fyrir forseta Banda-
ríkjanna að sækja kirkju sem
blökkumenn fá ekki aðgang að.
Mál þetta kom upp tveimur
dögum fyrir kjördag þegar blakk-
ur prédikari úr nágrannabænum
Albany sótti um aðgang að kirkj-
unni í samræmi við yfirlýsingar
Carters og sóknarprestsins.
Sóknarnefndin lét heldur hætta
við guðsþjónustuna þann daginn.
Leikurinn æstist og iauk í gær
þegar söfnuðurinn kom allur sam-
an til fundar að lokinni messu og
ákvað með 120 atkvæðum gegn 66
að opna dyr kirkjunnar fyrir
öllum, bæði svörtum og hvítum.
Carter beitti áhrifum sínum í
síðustu viku til að tryggja þessi
úrslit og sagðist hafa tekið þrisvar
til máls á safnaðarfundinum í
gær. Mörg ár eru liðin síðan hann
lagði fyrst til að kirkjan yrði opn-i
uð blökkumönnum.
Carter er kennari i sunnudaga-
skólanum í baptistaklrkjunnl f
Plains og hefur farið vfða um
landið á vegum hennar og pré-
dikað Orðið. t gær sagði hann
stopp — nú hleypum við blökkum.
hér inn.
Hamstrað í verzlunum í London:
TUGIR ÞUSUNDA KOMU
TIL L0ND0N í GÆR
Jackie fékk átta
milljón dollara
íarfeftirAra
TIL AÐ VERZLA ÓDÝRT
Fjöldi kaupmanna í London
braut lögin í gærkvöld, er þeir
höfðu verzlanir sínar opnar fram
eftir vegna tuga þúsunda ferða-
manna, sem komu frá meginlandi
Evrópu um helgina íþeim tilgangi
einum að verzla í London. Sala í
verzlununum var líka mjög mikil
og ferðamennirnir gerðu góð
kaup vegna falls sterlingspunds-
ins undanfarna daga.
Margir komu á bílum sínum og
sumir í flutningavögnum yfir
Ermarsund og sneru til baka
drekkhlaðnir hlutum eins og
ísskápum, hljómflutningstækjum
og ritvélum að ógleymdum fötum
og matvöru úr stórmagasínunum.
Brezkar verzlanir eiga að vera
opnar á sunnudögum en aðeins tii
að selja nauðsynjavörur. Margir
kaupmannanna eiga því á hættu
að verða að greiða sektir vegna
þess að þeir höfðu opið. Þeir
greiða sektirnar með glöðu geði
vegna þessarar gífurlegu sölu í
gær. Kaupmenn og verzlunar-
stjórar áttu von á miklum fjölda
fólks frá meginlandinu og höfðu
því birgt sig ótæpilega upp af alls
konar varningi í vikunni sem leið,
til að mæta þessari gífurlegu
flóðbylgju ferðamanna.
Christina Onassis, skipa-
kóngsdóttirin, hefur greitt
stjúpmóður sinni, Jackie:
Kennedy Onassis, átta milljónir
dollara (1,5 milljarða ísl.
króna) sem lokagreiðslu vegna
arfsins eftir Aristoteles
Onassis, að sögn bandariska
blaðsins National Enquirer
Blaðið hefur þetta eftir-
náinni vinkonu Christinu, sem
sagði jafnframt að þetta væri
endapunkturinn á sambandi
Jackiar við Onassis fjölskyld-
una. Jackie fékk ei'na milljón
dullara í ávísun, — hinar sjö
milljónirnar eru hlutabréf í
fyrirtækjum fjölskyldunnar.
Jackie fór fram á að fá
greiddar 15 milljónir, dollara í
arf en Christina harðneitaði að
greiða þá upphæð.