Dagblaðið - 16.11.1976, Blaðsíða 1
2. ARG. — ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1976 — 258. TBL. RITSTJORX SIÓUMULA 12, SIMI 83322. AUGI.YSINGAR OG AFGREIÐSLA, ÞVERHOLTI 2, SIMI 27022
r
Ekki virðist mikið liggja á:
Hæstiréttur fær ekki
gögnin frá Sakadómi
Hæstiréttur hefur enn ekki
getað tekið til meðferðar kæru
á gæzluvarðhaldsúrskurði sem
Birgir Þormar, fulltrúi yfir-
sakadóntara, kvað upp að-
fararnótt sí. laugardags, þar
eð gögn málsins hafa ekki
fengizt afhent úr Sakadómi.
Rúmlega þrítugur Reykvík-
ingur var úrskurðaður í gæzlu-
varðhald vegna vitneskju sem
hann er talinn geta búið yfir
um atriði sem varða Geirfinns-
málið, eins og frá var skýrt í
fréttum DB í gær.
Réttargæzlumaður gæzlu-
varðhaldsfangans kærði úr-
skurðinn strax og hann átti
þess kost en þar sem gögn máls-
ins og útskrift á yfirheyrslum
hafa enn ekki fengizt úr Saka-
dómi getur Hæstiréttur enn
ekki fjallað um hinn kærða úr-
skurð. Er nú þess að vænta að
ekki verði dráttur á þeirri af-
hendingu nauðsynlegra gagna
frekar en orðið er.
Maður sá sem nú hefur verið
úrskurðaður í gæzluvarðhald
átti bíl þann sem m.a. Sævar
Marinó Ciecielski notaði í des-
ember í fyrra til þess að smygla
í hassi til íslands. Um aðild
mannsins að því smygli að öðru
leyti er ekki vitað.
Víst er talið að nýlegur fram-
burður Sævars M. Cieeielskis,
sem setið hefur í gæzluvarð-
haldi í nærri því eitt ár, hafi
leitt til þess að áðurgreindur
maður var tekinn til yfir-
heyrslu og síðan úrskurðaður í
gæzluvarðhald, sem fyrr segir.
ÓV/BS.
Vörur jafnvel ódýrari út úr búð í London en í innkaupum íslenzkra stórkaupmanna
Dregur úr jarðskjálftum á Kötlusvæðinu
Mjög hefur dregið úr
jarðskjálftavirkni á Kötlu-
svæðinu á undanförnum 5—6
dögum að sögn Einars Einars-
sonar, bónda á Skammadalshóli í
Mýrdal, en hann hefur fylgzt með
jarðskjálftamæli þar eystra að
undanförnu.
,,Mér ■ þykir þetta ekkert
alvarlegt," sagði Einar í samtali
við DB í morgun, „þetta hefur
áður komið hér fyrir á svipuðum
árstíma.“
Jarðhræringar á Kötlusvæðinu
hófust fyrir alvöru 17. september
og hafa verið nokkuð stöðugar
siðan þar til fyrir tæpri viku sem
fyrr segir. Snörpustu kippirnir,
sem þó hafa aðeins komið fram á
mælum, hafa mælzt 3.5-3.6 stig á
Richter. Flestir mældust
kippirnir í lok október, þá urðu
þeir yfir tíu á dag.
Upptökin virðast vera í vestan-
verðum Mýrdalsjökli og einnig í
eða við Kötlu.
-ÖV.
Útlendingar verzla í stórverzluninni Marks og Spencer við Oxford
götu í London. Þar eins og víða í London gera þeir góð kaup.
Verðlagsstjóri hefur jafnvel
fundið þess dæmi að vörur hafa
verið á lægra verði út úr búð-
inni í London en það verð hefur
verið sem íslenzkir stórkaup-
menn hafa greitt fyrir sömu
vöru í innkaupi. Sem sé, að
smásöluverð í London hafi
verið lægra en heildsöluverðið
til íslenzku innflytjendanna.
í viðtali við Dagblaðið nefnir
verðlagsstjóri þann möguleika
að unnt væri að lækka vöruverð
með því að koma í veg fy. ir
umboðslaunin, kommissionina,
þótt einhver hækkun álagn-
ingar hér innanlands kæmi á
móti í sumum tilvikum.
Sjó frétt á bls. 9
Vængir munu
ekki fljúga
á næstunni
— engin vélanna í
lagi og enginn
flugvirki til staðar
Ekkert bólar enn á banda-
ríska flugvirkjanum sem átti
aJ koma til að skrifa út flug-
vélar Vængja og reyndar vant-
ar talsvert á að þær séu flug-
hæfar þótt hann komi.
Erlendur maður, sem vann að
viðgerðum fyrir Vængi fyrir
nokkru, fór utan með annan
mótor annarrar Otter flug-
vélarinnar og kemur ekki fyrr
en eftir mánuð. Talsvert
vantar á að hinn Otterinn geti
talizt flughæfur skv. reglum
en lítilsháttar mun vanta á
að Islander flugvélin. sú
minnsta 1 eigu félagsins.sé
flughæf. Hún annar hins vegar
aðeins hluta verkefnanna
miðað við eðlilegt ástand.
Allir starfsmenn Vængja
eru á launum enn og mæta til
vinnu. Hafa þeir eftir Guðjóni
Styrkárssyni að flugvirkinn
bandaríski sé ekki kominn þar
sem svo langan tíma taki fyrir
Bandaríkjamenn að fá vega-
bréf.
-G.S.
r
Milljón króna bótakrafa vegna ummæla um Einar Bollason
,,Ef gæzluvarðhaldsúr-
skurðurinn yfir þeim manni
sem nú hefur verið tekinn er
byggður á álíka traustum
grunni og úrskurðurinn yfir
Einari Bollasyni á sínum tíma
þá er ég ekki trúaður á að lausn
Geirfinnsmálsins sé i nánd,“
sagði Ingvar Björnsson, lög-
maður Einars, í viðtali við Dag-
blaðið í morgun.
Ingvar Björnsson hefur nú
gefið út stefnu fyrir hönd
Einars Bollasonar, vegna æru-
meiðandi ummæla sem birtust í
fjölmiðli á meðan Einar sat í
gæzluvarðhaldi vegna
rannsóknar á Geirfinnsmál-
inu. Ingvar kvaðst ekki vilja
skýra frá því hverjum stefnt
yrði í þessu sambandi, þar sem
hann væri ekki viss um að
stefnan hefði verið birt á lög-
formlégan hátt.
Hilmar Jónsson, bókavörður
i Keflávfk, staðfesti í viðtali við
Dagblaðið í morgun að sér hefði
i gærkvöld 'verið birt stefnan
sem hér um ræðir. Er krafizt
einnar milljónar króna í bætur
fyrir tiltekin ummæli og þess
krafizt að þau séu dæmd dauð
og ómerk. Verður málið þing-
fest f.vrir bæjarþingi Kefla-
vikur á morgun.
Stefnt er út af tveim setning-
um sem birtust í grein Hilmars
Jónssonar i Dagblaðinu hinr. 7.
apríl sl. Eru þær svohljóðandi:
„Stórglæpamenn, sem ekki
guggna fyrr en öll sund eru
lokuð", og „eitt mesta réttar-
hneyksli i íslenzkri sögu, þar
sem grunaðir stórafbrotamenn
munu innan skamms snúa vörn
í sókn og fá sér dæmdar
óhemju fjárfúlgur frá ríkinu
vegna skorts á sönnunum."
„Eg hefi ekki sagt annað en
dómstólar hafa gefið tilefni
til," sagði Hilmar Jónsson í við-
tali við DB i morgun. „Af
hverju stefnir hann ekki rík-
inu?“ spvr Hilmar.
BS.