Dagblaðið - 16.11.1976, Side 13
OACiBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 16. NOVEMBER 1976.
Iþróttir
^SBSBL jI^iLlumsB^SH&BBS
þróttir
róttir
Frá startinu i Goodyear víðavangshlaupinu i Nörrköping. Fjöldinn er mikilí, þétt hiaupið og sumir duttu i startinu. Liija Guðmundsdóttir
sigraði í kvennaflokki.
Ákveðin í að sigra
hvað sem það kostadi
sagði Lilja Guðmundsdóttir eftir að hún sigraði í skógarhlaupi í Svíþjóð
Meðal kvennanna varð hins
vegar breyting. Lilja Guðmunds-
dóttir viidi ná fram hefndum á
Rositu Westerholm vegna tapsins
fyrra sunnudag í Haustmílunni.
Aiveg fram á síðasta kílómetra
fylgdust þær að en þá taldi Lilja
sig nógu sterka til að spretta enn
betur úr spori og þar með voru
úrslit ráðin, skrifar Norrköpins
Tidningar eftirGood.vear-hlaupið
— 13 km langt skógarhlaup laug-
ardaginn sjötta nóvember.
Síðan segir blaðið: — Þetta var
í lengsta lagi, sagði Lilja eftir á,
því ég held mig mest við 800
metrana. En æfingaprógram mitt
hljóðar upp á 90 km á viku svo
auðvitað getur maður hlaupið
slíkt hlaup. Lilja hefur búið í
Norrköping í þrjú ár, en heldur
íslenzkum ríkisborgararétti. t
Goodyear-hlaupinu voru aðeins
44 karlmenn á undan henni í
mark og það munaði ekki miklu,
að henni tækist að sigra
h jóli eiðamanninn kunna, Mats
Mikiver. Keppenuur í hlaupinu
voru 315 og í karlaflokki sigraði
Hannu Partanen, sá er sigraði
einnig í Haustmílunni.
Dagblaðið hafði samband við
Lilju og spurðist nánar fyrir um
hlaupið: — Það var hlaupið í
ágætis veðri, en stígarnir voru
blautir og hálir eftir
rigningarnar, sem verið hafa hér
síðustu daga, sagði Lilja. Þetta
var nú frekar langt og strembið
hlaup, en þó skemmtilegt. Mér
finnst brekkurnar erfiðastar. Ég
var ákveðin í að vinna — hvað,
sem það kostaði og ákvað í byrjun
að „hanga“ í Rositu, en hún var
tveimur og hatii i nuMtu á undan
mér í Haustmílunni.
t byrjun lenti ég í þvögu, enda
viðbragðið hjá öllum í einu og ég
tapaði af Rositu. En svo sa ég
hana síðar, þar sem hún var 80
metrum á undan;— hljóp hana
fljótt uppi. Þegar 3.5 km voru
eftir vorum við báar frekar
þreyttar. Framundan voru
margar hrekkur og þreytandi,
en ég vildi ekki taka
áhættuna á því að hlaupa
hraðar, því oft munaði
iitlu, að maður misstigi sig
á trjárótum og steinum. En þegar
einn km var eftir fór ég fram úr
Rositu og hljóp geyst. Síðustu 150
m að markinu var löng brekka og
í henni fannst mér ég alveg vera
búin í löppunum. En í mark
komst ég og sigraði í kvenna-
keppninni á 56.52 mín. Rosita
varð önnur á 57.08 mín. Ég var
mjög ánægð með þennan sigur.
Verðlaunin voru ekki amaleg.
Fyrir fyrsta sæti í karla- og
kvennaflokki voru tvö stykki
Gooddyear hjólbarðar. Víðavangs-
hlaup hleyp ég ekki aftur fyrr en
í janúar. Eg æfi mjög vel. Tími
Hannu Partanen, sigurvegarans í
hlaupinu, var 45.54 mín., sagði
Lilja Guðmundsdóttir að lokum.
Snurða hlaupin á þráðinn
hjá Pröll
Annemarie Pröll-Moser, skíða-
drottningin fræga, hefur tekió
fram skíðin að nýju eftir 18 mán-
aða fjarveru frá frægustu skíða-
brekkum Evrópu. Annemarie
hefur tilkynnt að hún hafi
ákveðið að taka fram skiðin 18
mánuðum eftir að hún tilkynnti
að hún væri hætt keppni. Anne-
marie hefur unnið heimsbikarinn
5 sinnum og haft mikla yfirburði
yfir keppinauta sína í skíðabrekk-
um Evrópu, svo mikla að hún var
nánast ósigrandi.
En hin 23 ára skíðadrottning
hefur orðið fyrir áfalli þar sem
hún var í gær lögð inn á sjúkra-
hús til uppskurðar vegna kviila í
þörmum. Annemarie sagðist þó
vonast til að keppa í Val D’Isere
— keppni fyrsta snjósins eins og
hún er kölluð en keppnin fer
fram 8.—12.des<»mber.
Austurríska skiðasambandið
hefur þegar gefið vilyrði sitt fyrir
afturkomu Annemarie en hins
vegar stendur ennþá á svari
Alþjóðasambandsins en það getur
varla orðið nema á einn veg — já.
Pepe markvörður Snerpis reynir að
slappa stálinu i Bomma. . . j-
------ TH
Fyrirliðinn okkar, YÞað er ekki _ >
hann Rogor. er yf mér að kenna þó
heldur ekki J^jsystir hans ogvin-
Islæmur, bara s$g2£^>stúlka séu kjánar.
‘afbrýðisamur.
Æ, hvaö sé
Hörður og
Snæbjörn
framarlega í
Svíþjóð
Eins og áður hefur verið sagt
frá sendi iþróttafélag fatiaðra tvo
keppendur, þá Hörð Barðdal og
Snæbjörn Þórðarson, á alþjóðlegt
íþróttamót fatlaðra sem haldið
var í Stokkhólmi í Svíþjóð 6. og 7.
nóv. sl. Þeir kepptu báðir í 100 m
frjálsu sundi og stóðu sig mjög
vel. Hörður var 3. í sínum flokki
(A2) hans tími var 1.17.2,
Snæbjörn var 4. í sinum fiokki
(Al) hans tími var 1.14.5, en
keppendum í sundi er skipt niður
í flokka eftir fötlun. Tíminn hér
heima sem þeir höfðu til æfinga
var stuttur og miðað við það að
þeir kepptu við fólk sem hefur
verið í mikilli þjálfun var
árangur þeirra góður og eflaust
eiga þeir báðir eftir að stunda sig
mun betur með áframhaldandi
þjáifun.
Keppendur í sundinu
voru 94, en alls voru keppend-
urnir um 752. Auk sunds var líka
keppt í lyftingum, borðtennis,
curling, biaki, bossíu og hjóla-
stólaakstri. Ferðin í heild var
mjög ánægjuieg og fróðlegt var
að sjá hve miklum árangrí fatl-
aðir geta náð í íþróttum. Óhætt er
að fullyrða að ferðin hafi borgað
sig, enda er iþróttaféiagið svo lán-
samt að hafa góðan og áhugasam-
an þjálfara, Júlíus Arnarsson.
Fararstjóri í ferðinni var Elsa
Stefánsdóttir, ritari félagsins.
íþróttafélag fatiaðra þakkar
ölium þeim aðilum sem gerðu
félaginu það kleift að ferð þessi
yrði farin.
•
Jensen leikur
ekki með
Dönum
í Portúgal
Frægasti knattspyrnumaður
Dana — Henning Jensen, mun
ekki geta leikið með Dönum í
hinum mikiivæga landsleik Dana
i undankeppni HM í Portúgal á
morgun. Jensen meiddist í leik
með liði sinu, Real Madrid, um
helgina og hefur hann ekki enn
náð sér. Raunar hefur Jensen átt
við þráiát meiðsli að stríða eftir
að hann hóf að leika með hinu
fræga spánska félagi og hversu
kaldhæðnislegt sem það er, þá
meiddist Jensen er hann lék með
Reai Madrid í Danmörku i haust.
Síðan hafa meiðsiin verið að taka
sig upp, orðið þrálát.
Enn hefur ekki verið tilkynnt
hver taki stöðu Jensen hjá Dön-
um sem gera sér miklar vonir um
að komast alla ieið til Argentínu.
Þeir hafa einmitt nú á að skipa
ákaflcga sterku landsliði — þar
er valtnn maður í hverju rúmi, en
við ratnman reip er að draga.
Pólverjar verða erfið hindrun
sem flestir nema Danir sjálfir
búast við að þeir komist ekki yfir.
•
Unglinga-
meistaramót
Unglingameistaramót Reykja-
víkur í badminton verður haldið i
íþróttahúsi TBR Gnoðavogi 1 27.
og 28. nóv. nk. Keppt verður i
eftirtöldum greinum:
Einliðaleik, tviliðalcik og
tvenndarleik.
Keppt verður í öllum aldurs-
flokkum unglinga.
Þátttökutilkynningar skulu
hafa borizt til Rafns Viggóssonar,
e/o TBR Gnoðarvog I Rvík fyrir
23. nóv. nk.
Þátttökugjald verður kr. 700,00
fyrir einliðaleik og kr. 400,00
f.vrir tviliðaleik og tvenndarieik.