Dagblaðið - 16.11.1976, Side 15
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVRMBKR 1976.
15
Bretadrottning er
nákvæmlega jafnþung
og fyrir tíu árum
Fyrir nokkrum. vikum var
viðtal við lækni í Kastljósi sjón-
Felmtri
sleginn
hegraungi
„Hvernig dirfistu að ráðst
inn til min þegar mamma er
ekki heima.“ Unginn sá arna
gæti vei verið að segja þetta
eftir skelfingarsvipnum að
dæma.
Þetta er sex vikna gamall
hegraungi, sem skilinn var
eftir einn í hreiðrinu uppi í
háu furutré náiægt Uristoi á
Englandi. Ljósmyndarinn
klifraði upp í tréð og náði
þessu skemmtilega „skoti“ af
unganum, en móðir hans
hafði brugðið sér bæjarleið.
Unginn er af afar stórri,
grárri hegrategund, sem lifir í
óbyggðum Englands og á
meginiandi Evrópu.
varpsins um mataræði tslendinga.
Hélt læknirinn því fram að þeir
sem væru í of ríkum holdum liðu
hreinlega af ákveðinni tegund
hörgulsjúkdóms. Þetta kann að
hljóma mjög undarlega — en ef
staðreyndir eru athugaðar kemur
í ljós að i vestrænum löndum er
matur sem er ekki fitandi yfirleitt
dýrari en matur sem gefur maga-
fylli og kostar minna. Yfirleitt
eru fleiri feitir meðal þeirra sem
snauðir.eru af veraldlegum auði
heldur en í hópi þeirra sem eru
vel efnum búnir. Bendir það ótví-
rætt til þess að dýrari matarteg-
undir séu minna fitandi en hinar
ódýrari.
Elisabet Englandsdrottning er
því vel efnum búin samkvæmt
þessari kenningu. Hún er
nákvæmlega jafnþung núna og
hún var fyrir tíu árum. Kjóla-
meistarinn hennar, Ian Thomas,
notar enn sömu málin og hann tók
fyrir tíu árum, þegar hann
saumar föt á drottninguna.
Ef tízkan væri ekki breytileg
gæti drottningin hreinlega sagt
kjólameistaranum upp starfi.
Elisabet er orðin fimmtíu ára.
Hún gætir vandlega að mataræði
sínu. Hún snertir aldrei fitu,
borðar hvorki spaghetti, hrís-
grjón eða egg, aldrei nema 2—3
kartöflur í viku. Hún drekkur
mjög lítið af áfengi og heldur sér í
góðir líkamlegri þjálfun.
Eftir morgunverð fer drottn-
ingin í langa gönguferð í hallar-
garðinum. 1 hádegismat fær hún
sér vanalega eina sneið af mag-
urri skinku, einn tómat en ekkert
brauð. Hún lætur sér nægja einn
bolla af kínversku tei með mjólk
Sem eftirmiðdagshressingu, en
borðar aldrei neitt með, hvorki
kökur né kex.
Aður en hinn drottningarlegi
kvöldverður er framreiddur
drekkur frúin vanalega eitt glas
af þurrum martini. Forrétturinn
er annaðhvort meðalstórt stykki
af melónu eða einn diskur af
kraftsúpu, aðalrétturinn er gjarn-
an magrar lambakötelettur með
grænmetissalati. í eftirrétt
borðar drottningin stykki af
mögrum osti. Með matnum
drekkur drottningin eitt glas af
rauð- eða hvítvíni.
Þegar Elisabet þarf að taka þátt
í opinberum veizlum þar sem
margir og fjölskrúðugir veizlu-
réttir eru á borðum lætur hún sér
nægja að narta rétt aðeins í hvern
rétt.
Þýtt og endursagt A.Bj.
Elisabetu drottningu hefur tekizt
að halda sér í fínu formi með því
að gæta vel að mataræðinu. Við
opinberar veizlur nartar hún
aðeins i matinn.
Ef tizkan væri ekki breytileg,
gæti drottningin sagt kjóla-
meistara sínum upp starfi, því
hún getur notað kjólana sína í
heilan mannsaidur.
Drottningin drekkur mjög
sjaldan sterka drykki og aðeins
eitt glas af léttu víni með
matnum.
Kvikmyndin „Þetta gæti líka hent þig”:
Hversumikiðveiztu
um kynsjúkdóma?
LAUGARASBIO: Þetta gæti líka hent þig (It
Could Happen To You).
Framleiðandi og leikstjóri: Stanley Long.
Læknisfræðilegur raðgjafi: Dr. R.D.
Catterall.
Laugarásbíó tekur til
sýningar um eða eftir næstu
helgi allsérstæða mynd, sem
nefnist Þetta gæti lika hent þig.
Þar er fjallað um kynsjúkdóma,
eðli þeirra, útbreiðslu og af-
leiðingar. Myndin er eingöngu
fræðslumynd, þó að hún sé
leikin að öllu leyti öðru en því,
að sýkt kynfæri, sem sýnd eru,
eru raunveruleg.
Forráðamenn Laugarásbíós
vilja, að myndin verði bönnuð
börnum yngri en tólf ára. Kvik-
myndaeftirlitið ákvað eftir að
hafa séð myndina einu sinni, að
hún yrði bönnuð innan 16 ára,
en hefur fallizt á, að lækka
aldurstakmarkið um tvö ár, ef
læknar, sérfróðir um
sjúkdóminn fallast á það.
Að mínum dömi er ekkert þvi
til fyrirstöðu, að fólk niður í
tölf ára aldur sjái þessa mynd.
Með auknum andlegum og
líkamlegum þroska unglinga
verður að koma til möts við þá á
þessu sviði. Það er ekki nóg að
fræða þennan aldursflokk um
hvernig börnin verða til. Þau
verða einnig að vita um slysa-
skotin. Þá er það staðreynd að
kynsjúkdómar eru annar
algengasti sjúkdómurinn —
næst á eftir mislingum.
í myndinni Þetta gæti líka
hent þig er í rauninni ekkert,
sem börn mega ekki sjá. Aðeins
tvisvar eða þrisvar sést sýktur
getnaðarlimur karlmanns, —
það er allur djarfleikinn. Ef
börn gætu ekki séð slíkt án þess
að bíða sálartjón, þá væru þau
orðin meira og minna brengluð
eftir að hafa séð Hróa hött í
barnatíma sjónvarpsins í sumar
og allar þær drápsmyndir, sem
oft eru sýndar í þrjúbíó.
I þessari kvikmynd kemur
fram æðimargt, sem ég tel aö
fólki sé almennt ókunnugt um.
Mest er fjallað um lekanda og
sárasótt — eða Gonna og Siffa,
eins og það heitir á fagmáli.
Rakin er saga ungs manns, sem
hittir stelpu í veizlu og bregður
sér nteð henni á bak við sófa,
þar sem þau fá sér „hit£!‘.
Stúlkan veitir piltinum
fullnægingu, en auk þess
Kvik
myndir
I myndinni er lítillega vikið að því, að k.vnsjúkdómar hafa ekki
einungis áhrif á þá sem ganga með þá. heldur einnig
afkomendurna. — sé ekkert gert til bóta. Hér má sjá sýkt barn.
smitar hún hann af lekanda.
Þráðurinn er síðan rakinn.
Pilturinn sængar hjá hinum
og þessum stúlkum og að lokum
fer svo að hann kennir sér
.meins Við læknisskoðun kemur
í ljós að hann hefur smitazt af
lekandanum. Þá hefst æði bros-
legur leikur, þegar pilturinn
verður að fara að grafa upp
allar þær stúlkur, sem hann
hefur verið með. Þá kemur í
ljós að allir hafa verið með
öllum og er sýkti hópurinn orð-
inn allstór í lokin.
Þó að ég sé ekki læknis-
fróður, þá leyfi ég mér að mæla
með myndinni fyrir -allan al-
menning. Fræðsla um
k.vnsjúkdóma er að vísu veitt á
Heilsuverndarstöðinni, en mér
segir svo hugur um að hún sé
lítt notuð. Það er því virðingar-
vert hjá Laugarásbiói að koma
til móts við heilbrigðisyfirvöld
með sýningu þessarar myndar.
F.vrst fólk skammast sín fyrir
að fara á Húð og hitt (eins og
Húð- Oí, kynsjúkdómadeildin er
oft kölluð) þá verður það að
sækja fræðslu sina i bíó.
at-
Hún gætir líka vel að því hvað
hún lætur ofan í sig