Dagblaðið - 22.11.1976, Side 7
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 22. NÓVEMBER 1976.
7
Rabin vill
hitta Sadat
og ræða fríö
i Miðaustur-
löndum ^
Forsætisráðherra ísraels,
Yitzhak Rabin hefur opinber-
lega hvatt forseta Egyptalands,
Anwar Sadat, til þess að hitta
sig að máli þar sem þeir gætu
fundið friðsamlega lausn á mál-
efnum Miojarðarhafsþjóða.
I viðtali við vikuritið Time.
segir hann að hann sé þess
albúinn að undirrita samkomu-
lag við Arabaþjóðir þar sem
segði að ísraelsmenn yrðu að
hverfa frá herteknu
svæðunum, en hefðu þó aðgang
að Aqaba-flóa.
Hins vegar hefur Simon Per-
es landvarnaráðherra Israels
nú sagt að þeir muni ekki þola
það að sýrlenzkar eða
palestínskar hersveitir væru
Sífelldar skærur þjóða á milli í
Miðausturlöndum hafa auð-
vitað sett sitt mark á daglegt líf
borgaranna. Hér má sjá einn
þriggja skæruliða er skotinn
var til bana í árás þeirra á
Intercontinentalhótelið í Amm-
an, höfuðborg Jórdaníu, nú
fyrir helgina.
við landamærin í Suður-
Líbanon. Þorpið Nahariya, sem
er um 10 km frá landa-
mærunum varð fyrir eldflauga-
árás í nótt, en samkvæmt
heimildum Reuters-
fréttastofunnar, urðu litlar
skemmdir og manntjón ekkert.
Patty Hearst bíður áfrýjunarniðurstöðu í lúxusumhverfi for-
eldrahúsa, umkringd varðmönnum.
Patricia Hearst laus úr fangelsi:
Ætlar að fara
í leikhús og fá
sér varðhunda
Patricia Hearst, sem látin var
laus úr fangelsi fyrir helgina
gegn tryggingu sagði í blaða-
viðtali í San Francisco i gær, að
nú þegar hún væri laus langaði
sig til þess að fara á veitinga-
hús, sjá leiksýningar og tefla
skák við föður sinn sem hún
kallaði eitt sinn svín.
Patricia, sem er 22ja ára
erfingi gífurlegra auðæfa
blaðakóngsins Hearst og verið
hefur dæmd fyrir bankarán,
sem hún framdi eftir að henni
var rænt af Symbionesíska
frelsishernum fyrir þremiárum,
ætlar ennfremur að fá sér varð-
hund, annaðhvort doberman eð
shephard.
Ungfrú Hearst, sem verið
hefur í fangelsi undantarna i'r
mánuði, var látin laus, gegn 1.5
milljón dollara tryggingu og
dvelst nú á heimili foreldra
sinna, þar sem hafðar eru á
henni stöðugar gætur. ,,Ef hún
hleypur í burtu, fer ég með
henni,“ sagði faðir hennar
Randolph Hearst, er hann var
spurður að því hvað gerðist í
því tilfelli, með samkomulag
hans við dómarann í huga.
íbúar borgarinnar Darwin í Ástralíu:
Hafa spilað um hjálparféð
eða drukkið það út
Borgarstjóri i borginni Dar-
win í N-Ástralíu, en hún,
gjöreyðilagðist í fellibyl á jóla-
dag 1974, hefur sagt að mestum
hluta af sjö milljón dollara
hjálparsjóði, sem safnað var
með alþjóðlegum framlögum,
hefði annaðhvort verið eytt í
spilum eða hreinlega drukkið
út.
„Ég veit að það er hart að
heyra þetta, sérstaklega fyrir
fólkið sem gaf peningana, en
þetta eru staðreyndirnar,"'
sagði Ella Stack borgarstjóri,
sem er varaformaður sjóð-
stjórnarinnar.
Stack sagði að mikill hluti
peninganna hefði verið greidd-
ur beint til íbúa borgarinnar og
að sumir hefðu alls ekki haft
þörf fyrir þá. „Sumir sviku út
fé, aðrir lugu til nafns,“ sagði
borgarstjórinn ennfremur.
TOYOTA SAUMAVELIN
er óskadraumur konunnar.
Toyota-saumavélin
mest selda saumavélin ó ísiandi i dag
TOYOTAvarahlutaumboðið h.f
Ármúla 23, Reykjavík, sími 81733
r
Einkaumboð ó Islandi