Dagblaðið - 22.11.1976, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 22.11.1976, Blaðsíða 16
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR22. NÖVEMBER 1976. íþróttir íþróttir Iþróttir Iþróttir Púðurskot, þar til Kenn- edy tætti netmöskvana! Arsenal stefndi i sinn fjórða sigur á laugardag gegn Liver- pool í fimm síðustu leikjum liðanna. Aðeins tvær mínútur til leiksloka og leikmenn Liver- pool virtust búnir með allt sitt púður eftir nær stanzlausar sóknaraðgerðir allan síðari hálfleikinn til þess að reyna að jafna mark George Armstrong frá níundu mínútu. Leikmenn Lundúnaliðsins voru farnir að sækja á ný og þá skeði það. Frank Stapleton, miðherji Arsenal, missti knöttinn heldur klaufalega til Ray Kennedy, leikmannsins, sem áður fyrr var með sömu tölu á skyrtu sinni I Arsenal-liðinu og Staple- ton nú. Kennedy gaf knöttinn og geystist sjálfur upp völlinn. Fékk knöttinn aftur og ein- hverja aukahleðslu átti hann eftir — sveiflaði vinstri fætin- um og knötturinn flaug í átt að marki Arsenal. Hafnaði i net- möskvunum án þess hinn snjalli markvörður Arsenal, Jimmy Rimmer, kæmi við nokkrum vörnum. Hörkuskot — ekki púðurskot eins og hent hafði leikmenn Liverpool fyrr i leiknum. Þar hafði komið fram veikleiki enskra nú. Skorturinn á miklum markaskorara. Liver- pool hafði fengið næg tækifæri til að jafna. Leikurinn bauð upp á allt það bezta I enskri knattspyrnu — nema mikið af mörkum. Til þess voru tækifærin og 17 íandsliðsmenn á vellinum. En markvarzla þeirra Rimmer og Clemence var lika snjöll. Clemence var bókaður f leikn- um, nokkuð, sem sjaldan kemur fyrir markverði. Dæmt var á hann fyrir skref — síðar þegar hann greip knöttinn utan vítateigs. Það var meir en markvörður Liverpool og Eng- lands þoldi. Hann reifst við dómarann. Arsenal byrjaði vel í leiknum til mikillar gleði fyrir flesta hina rúmlega 45 þúsund áhorf- endur — bezta aðsókn Arsenal í haust. Á níundu mín. skoraði liðið. Sammy Nelson, bak- vörður, lék upp vinstri kantinn og gaf vel á George Armstrong og aldrei þessu vant var vörn Liverpool víðs fjarri. George skoraði örugglega hjá Clemence. Annað mark hans á leiktímabilinu — þessa leik- manns, sem verið hefur hjá Arsenal i 16 ár, en vill nú fara frá félaginu. Lið Liverpool náði sér ekki á strik í fyrri hálfleiknum, þó það léki undan góðum vindi. Merki- legt, að breyting var gerð á Liverpool-liðinu frá 5-1 sigrin- um gegn Leicester. McDermott kom á ný í liðið — eftir meiðsli — en Jimmy Case var settur út. 1 síðari hálfeliknum snerist blaðið við og þá höi'ðu varnar- menn Arsenal nóg að gera. Liverpool fékk hornspyrnu eftir hornspyrnu — og úr einni þeirra skallaði John Toshack knöttinn í mark Arsenal. Fögnuður hans var skamm- vinnur, því á sama tíma og hann skoraði féll Peter Simp- son í völlinn, og dómarinn dæmdi á stundinni aukaspyrnu á Liverpool. Ekki voru leik- menn liðsins ánægðir með það. Helmingur þeirra elti dómar- inn og vildi fá hann til að breyta ákvörðun sinni. Undir lokin fór leikur Liverpool að dofna og Arsenal-liðið komst meira í spilið, en þá skeði at- vikið, sem fyrst er lýst. Liver- pool jafnaði og hefur því hlotið tvö stig í síðustu fimm leikjun- um við Arsenal — náð tveimur jafnteflum. Tapað þrisvar. Já, Lundúnaliðið hefur verið ensku meisturunum erfitt. En lítum á úrslitin áður en lengra er haldið. Frank Worthington, Leicester, skorar hjá Manch. Utd. fyrr á árinu, en honum tókst það ekki á laugardag, þrátt fyrir góð tækifæri. 1. deild Arsenal — Liverpool 1-1 Aston Villa — Coventry 2-2 Bristol C. — Norwich 3-1 Everton — Derby 2-0 Ipswich — Leeds 1-1 Leicester — Manch. Utd. 1-1 Manch. City — WBA 1-0 QPR — Middlesbro 3-0 Stoke — Birmingham 1-0 Sunderiand — Tottenham 2-1 West Ham — Newcastle 1-2 2. deild Burnley — Bristol Rov. 1-1 Carlisle — Millvall 0-1 Charlton — Blackpool 1-2 Fulham — Notts Co. 1-5 Hereford — Oldham 0-0 Hull — Plymouth 3-1 Luton — Cardiff 2-1 Nottm. For. — Chelsea 1-1 Sheff. Utd. — Orient 1-1 Southampton — Bolton 1-3 Wolves — Blackburn 1-2 Þó Liverpool tapaði stigi í Lundúnum — fyrsti leikur liðsins í heimsborginni á þessu leiktímabili — hefur það enn fimm stiga forustu í 1. deild, þar sem bæði Ipswich og Aston Villa töpuðu stigi á heimavelli á laugardag. Dómarar höfðu nóg að gera í leikjunum. Alls voru níu leikmenn látnir víkja af velli í deild og bikar, þar af þrír í 1. deild. Stan Bowles hjá QPR, Mike Pejic hjá Stoke, og John Beck hjá Coventry. Mikil læti urðu i Nottingham í leik Forest og Chelsea. Stöðva varð leikinn það til marka. Leikurinn var stórgóður. Svo loks á 50. mín. tókst Leeds að skora. Lorimer tók aukaspyrnu. Gaf á Eddie Gray og hann sendi á mið- vörðinn sterka, Gordon McQueen, sem skallaði í mark. Þá vaknaði Ipswich-liðið til dáða, en markvörður Leeds, Harway, var því erfiður. Varði snilldarlega, en réð þó ekki við skot Brian Talbot — eftir að Trevor Whymark hafði leikið hann frían — á 75. mín. Þar við sat. Fleiri urðu ekki mörkin og jafntefli réttlát úrslit. Bæði liðin hafa sótt mjög á siðustu vikurnar. Aston Villa lék við Coventry og setti John Burridge úr mark- inu i fyrsta skipti síðan hann var keyptur frá Blackpool. John Findley kom í hans stað. Bakvörðurinn John Gidman náði forustu fyrir Villa á 30. mín., en það stóð ekki lengi. Átta mínútum síðar stóð 2-1 fyrir Coventry. Mike Ferguson skoraði tvívegis. I síðari hálf- leiknum jafnaði Andy Gray fyrir Villa — 16. mark hans i haust — en liðinu tókst ekki að knýja fram sigur, þó svo John Beck væri rekinn af velli 12 mín. fyrir leikslok. Sama skeði í leik Stoke og Birmingham. Mike Pejic, bakvörður Stoke, rekinn af velli. Samt sigraði Stoke. Garth Crooks skoraði eina mark leiksins í síðari hálf- leik. Birmingham fékk gott heimaliðið lengi vel. Ian Moores skoraði strax á 3ju min. fyrir Tottenham og þannig stóð þar til langt var liðið á leikinn. Pat Jennings, markvörður Tottenham, varði frábærlega en á 76. mín. tókst honum ekki að koma I veg fyrir jöfnunar- mark Ray Train. Fjórum mín- útum síðar skoraði Bob Lee sigurmark Sunderland eftir sendingu frá Billy Hughes. Frá- bært mark. Sunderland var betra liðið, en þó má segja, að Tottenham-liðið hafi verið óheppið, þegar Alfie Conn spyrnti á mark. Knötturinn fór í báðar stangir, en hrökk út aftur. Þekktasti leikmaður Sunderland — enski landsliðs- maðurinn Tony Towers var varamaður í leiknum. David Cross lék sinn fyrsta leik með WBA gegn Manch. City á Maine Road, en komst lítið áleiðis gegn miðvörðunum sterku hjá City, Doyle og Watson. Báðir enskir landsliðs- menn. Dennis Tueart skorði eina mark leiksins á 10. mín. með þrumufleyg af 25 metra færi og með góðum framvarða- leik Asa Hartford og Jim Con- way réð City að mestu gangi leiksins. WBA átti þó sín færi — en Joe Corrigan var hreint frábær í marki Manch. City. Hitt Manchester-liðið var heppið að ná stigi i Leicester. Jeff Blockley lék á ný eftir meiðsli í Leicester-liðinu og — og Liverpool náði jafntefli gegn Arsenal. Hefur enn fimm stiga forustu í 1. deild. Leeds náði jafntefli í Ipswich í fimm mínútur meðan lögregl- an kom áhorfendum, sem þyrpst höfðu niður á völlinn, á brott. Allt logaði í slagsmálum. Níu voru fluttir á spítala og 27 handteknir strax. Mun fleiri eftir leikinn. Jafntefli varð 1-1. O’Neil skoraði fyrir Forest á 34. mín. en Britton jafnaði fimm mín. siðar fyrir Chelsea. En snúum okkur að 1. deild á ný. Ipswich lækkaði flugið eftir sex sigurleiki i röð. Tókst ekki að sigra Leeds á Portman Poad, en þar lék Poul Reeney sinn 700. leik með Leeds. Yorkshire- liðið hafði yfirhöndina í fyrri hálfleik, en tókst ekki að nýta tækifæri til að jafna, en Trevor Francis misnotaði vítaspyrnu. QPR lék Middlesbro sundur og saman í síðari hálfleik og skoraði þá þrívegis. Fyrst Don Givens úr vítaspyrnu — síðan Don Masson og Stan Bowles rétt fyrir leikslok. Hann var síðan rekinn af velli fyrir gróft brot á Willie Maddren, hinn sterka miðvörð Middlesbro. Dómarinn frægi, Reynolds, hafði nóg að gera. Bókaði fjóra aðra leikmenn. Sunderland vann sinn fyrsta heimasigur — í leik „botnlið- anna“ Sundarland og Totten- ham. Þó leit ekki vel út fvrir styrkti vörnina mjög — og Jimmy Greenhoff var með í fyrsta sinn hjá United eftir söl- una frá Stoke. 120 þúsund sterlingspund. Leicester-liðið með Weller, Worthington, Garland og Sammels frábæra i fyrri hálfleik sótti mjög. Þó skoraði liðið aðeins eitt mark — Chris Garland á 9. mín. eftir að Keith Weller hafði leikið á . hinn unga bakvörð, Arthur Albiston, og gefið á Garland. 1 síðari hálfleik lagaðist leikur Manch. Utd. og sex mínútum fyrir leikslok tókst Gerr.v Dalv að jafna úr vitaspyrnu. sem mörgum þótti vafasöm. Martin Buchan átti að leika með United, en komst ekki gegnum læknisskoðun á síðustu stundu. En við verðum nú víst að fara fljótt yfir sögu. Enn tapar West Ham og er í neðsta sæti. Geoff Nulty skoraði fyrsta mark leiks- ins fyrir Newcastle. Pob Robson jafnaði, en það nægði WH ekki. Mickey Burns skoraði sigurmark Newcastle í síðari hálfleik. Bristol City vann sinn annan sigur í röð og komst af mésta hættusvæðinu. Peter Cormack skoraði eitt af mörk- um liðsins í 3-1 sigrinum gegn Norwich. Hins vegar gengur lítið hjá Derby. Enn tap — nú í Liverpool, þar sem Andy King skoraði fyrra mark Everton. í 2. deild kom tap Ulfanna á heimavelli mest á óvart og það virðist ekki ætla að verða eins létt fyrir Ulfana að komast aftur í 1. deild og í fyrstu var talið. Byron skoraði bæði mörk Blackburn í Wolverhampton. Chelsea hefur þriggja stiga for- skot á Lancashire-liðin frægu, Blackpool og Bolton, sem bæði unnu athyglisverða útisigra í Lundúnum og Southampton, og er sex stigum á undan þeim liðurri, sem eru í 4.—6. sæti. Southampton hafði mark yfir gegn Bolton eftir fyrri hálfleik- inn, en i þeim siðari skoraði Bolton þrívegis. Blackpool skoraði tvívegis í fyrri hálfleik gegn Charlton. Allt gengur á afturfótunum hjá Fulham. — Áhorfendum fækkar mjög og á laugardag tapaði liðið mjög illa á heima- velli gegn Notts County. Bobby Moore átti afleitan leik í vörn Fulham og gaf Nottingham- liðinu tvö mörk. Stjórnar- fundur var hjá Fulham á föstu- dagskvöld. Engar fréttir hafa borizt af fundinum nema hvað þar var rætt um kappana frægu Best, Marsh og Moore og fram- tíð þeirra hjá félaginu. Það er ekki sama hrifning hjá stjornarmönnunum og var, þegar þeir byrjuðu að leika með félaginu. Staðan er nú þannig: Liverpool 15 : 10 3 2 26-10 23 Ipswich 13 7 4 2 26-14 18 Aston V. 15 8 2 5 30-19 18 Man.City 14 6 6 2 18-11 18 Newcastle 14 6 6 2 20-14 18 Leicester 16 4 9 3 16-17 17 Everton 14 6 4 4 24-19 16 Leeds 15 5 6 4 20-18 16 Stoke 15 6 4 5 12-14 16 Arsenal 14 6 3 5 24-22 15 Coventry 14 5 5 4 18-16 15 Middlesbr 14 6 3 5 9-13 15 Man.Utd. 14 4 6 4 23-22 14 Birm’ham 15 6 2 7 20-20 14 QPR 15 5 4 6 20-21 14 WBA 15 5 4 6 20-21 14 Bristol C. 15 4 4 7 14-17 12 Norwich 16 4 4 8 15-24 12 Derby 13 2 6 5 18-20 10 Sunderl. 14 2 5 7 12-21 9 Tottenn. 15 3 3 9 18-3* 9 West Ham 15 2 3 10 15-31 7 2. deild Chelsea 15 10 3 2 27-19 23 Blackpool 16 8 4 4 26-18 20 Bolton 15 9 2 4 27-19 20 Nott.For. 15 6 5 4 31-19 17 Wolves 15 6 5 4 33-20 17 Oldham 15 6 5 4 21-19 17 MiIIvalI 14 7 2 5 24-18 16 Charlton 15 6 4 5 32-30 16 Notts Co. 15 7 2 6 24-24 16 Blackburn 15 7 2 6 17-18 16 Hull 14 5 5 4 19-16 15 Sheff.Utd. 15 4 7 4 18-20 15 Fulham 15 4 6 5 20-23 14 Luton 15 6 2 7 23-26 14 Bristol R. 15 4 5 6 18-21 13 Burnley 15 4 5 6 20-24 13 Cardiff 15 5 3 7 21-25 13 Plymouth 15 3 6 6 22-25 12 South’ton 15 4 4 7 24-29 12 Hereford 15 3 4 8 21-34 10 Carlisle 16 3 4 9 17-33 10 Orient 13 2 5 6 12-17 9

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.