Dagblaðið - 25.11.1976, Page 7
HELGI
PETURSSON
REUTER
ASGEIR
TÓMASSON
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1976.
CARTER TILKYNNIR
6% EFNAHAGSBATA
— vill halda seðla-
bankastjóranum
áfram
Jerry Lee Lewis
handtekinn:
Hugdist
skjóta
Elvis
Presley
Dómari í Memphis í Tennesee
fylki gaf í nótt út handtöku-
skipun á bandaríska rokksöngv-
arann Jerry Lee Lewis. Hon-
um var gefið að sök að neita að
mæta fyrir rétti eftir að hafa
verið handtekinn blindfullur
og vopnaður skammbyssu fyrir
utan heimili Elvis Presley.
Að sögn lögreglunnar var
Jerry handtekinn í gær-
morgun 'við hliðið á heimili
Presleys. Þar hrópaði hann
formælingar og veifaði
skammbyssunni um leið og
hann krafðist þess aö sjá
Presley. Daginn áður en þetta
gerðis er haft eftir*Jei'rv Lee,
að ávallt siðan þeir Presley
urðu rökkstjörnur hafi . sá
síðarnefndi hlotið meiri at-
hygli i blöðum. Stjörnurnar
eru báðar 41 árs og hafa staðið
i sviðsljósinu í 20 ár.
A mánudaginn var JerryLee
Lewis handtekinn í Collier-
ville í Tennessee vegna
ölvunar við akstur Við allt
bættist að hann hefur ekki
ökuleyfi eftir að hafa lent í
umferðarslysi fyrir nokkru.
Jimmy Carter sagði, að efna-
hagsmál myndu hafa mun
meiri þýðingu í stefnu Banda-
ríkjanna i utanríkismálum og
því yrði þýðingarmikið að
góður maður veldist til starfa,
sem fjármálaráðherra.
Þá tilkynnti hinn verðandi
forseti landsins, að hann myndi
eiga mun betra og áður óþekkt
samstarf við þing landsins og
að efnahagsbati þjóðarinnar
myndi nema um 6% á næsta
ári.
Hann tilkynnti ennfremur,
að ef Arthur Burns, seðla-,
bankastjóri vildi halda áfram
starfi sínu „kemur það sér vel
fyrir mig.‘‘ Seðlabankastjórinn
hefur tilkynnt, að hann vilji
gjarna halda áfram þar til kjör-
tímabili hans lýkur í janúar
1978.
YIÐ FLYTJ
ámorguní '
húsnæði við
Strandgötuna
Önnumst alla almenna bankaþjónustu.
Höfum tryggingaumboó fyrir
Samvinnutryggingar g.t. og
Líftryggingafélagið Andvöku.
Opið alla daga kl. 9.30 — 12.30 og
13.00—16.00 nema laugardaga.
Ennfremur á föstudögum kl.17.30—18.30
Nýtt símanúmer:
5-39-33
Samvinnubankinn
STRANDGÖTU 33, HAFNARFIRÐI SÍMI 53933
Carter með varaforsetanum, Walter Mondale.
Mesti jarðskjálfti í
Tyrklandi síðan 1939
3000 manns hafa látið
Björgunarsveitir hafa brotizt
í snjókömu og slæmri færð til
austurhluta Tyrklands i leit að
þeim semkynnu að vera enn á
lífi þar eftir mikinn jarð-
skjálfta, er talinn er hafa orðið
a.m.k. 3000 manns að bana
siðdegis í gær.
Varnarmálaráðherra Tyrk-
lands, Ferit Melen, sagði frétta-
mönnum í gærkvöldi, að sam-
kvæmt þeim viðtölum, sem
hann hefði átt við yfirvöld í
hinum afskekktu héruðum
þarna i austurhluta landsins.
eins og t.d. Van-héraðinu
nálægt írönsku landa-
mærunum, mætti búast við því
að finna a.m.k. 3000 lík strax á
fyrsta degi en óttast er að miklu
fleiri hafi farizt. Samkvæmt
heimildum yfirmanna
björgunarsveita var búið að til-
kynna lát 600-700 manna innan
nokkurra klukkustunda frá því
að jarðskjálftinn varð, á um 500
km breiðu svæði.
Miðbik skjálftans var við
þorpið Kuradye en skjálftinn
mældist 7.6 á Richterskvarða.
Segja yfirvöld í þorpinu, að um
500 af 6000 íbúum þess hafi
látizt og að næstum því öll hús
hafi skemmzt meira eða minna.
Ekki bætti það úr skák, að er
björgunarsveitir hófu að búa
sig undir að komast til
jarðskjálftasvæðisins, hófst
mikil snjókoma og tók að
frysta. þannig að þarna eru nú
um 12 stiga frost.
Mikill jarðskjálfti varð í
austurhluta Tyrklands í fyrra
og mældist hann um 6.8 stig á
Richter. Þá er talið að a.m.k.
2.500 manns hafi látið lífið og
3000 hafi slasazt. Upptök þcss
skjálfta var við bæinn Lice,
skammt vestur af núverandi
jarðskjálftasvæði.
yfsindamenn óttast að
jarðskjálftinn sem varð í gær
kunni að vera einn sá versti
sem prðið hefur í Tyrklandi
síðan árið 1939, er röð
jarðskjálfta varð um 25.000
manns að bana.
Samkvæmt fréttastofunni
Tass, varð jarðskjálftans vart í
sovétlýðveldinu Armeniu, en
ekki var getið um skemmdir af
völdum hans þar, né manntjón.
„Nudd-
stofur”
aflagðar
r
I
Bangkok
Herforingjastjó™
Thailands hefur látið þau
boð út ganga að ekki megi
ráða frekari starfskrafta til
blómlegustu iðngreinar í
Bangkok, — hinna frægu
nuddstofa.
I útvarpsræðu, sem allur
landslýður hlýddi á, sagði
forsætisráðherra stjórn-
arinnar.Thanin Kraivichien,
að ekki myndu verða gefin
leyfi fyrir fleiri slíkum
stofnunum eða svipuðum
„skemmtistöðum".
Forsætisráðherrann bætti
því við að frá og með þeirri
stundu myndu yfirvöld sjá
til þess, að stúlkurnar yrðu
látnar læra einhverja aðra
iðn.
Erlendar
fréttir
Auglýsingadeildin