Dagblaðið - 25.11.1976, Side 14
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1976.
\
14
r
Litið við í „smiðjunni hjá jólasveininum”
Fyrsta jólaljósið
tendrað á sunnudaginn
Greinarnar sem lagðar eru á kransinn eru hafðar litlar og vafið
tvisvar utan um með bindivír. Það þarf um 'A kg af greni á hvern
krans.
Það fara sjö metrar af silkiborða á hvern krans sem á að hanga á
þrífæti.
Lálið kertin i litlar ál-mansjettur. Það er ódýr og sjálfsögð eldvörn.
því ef eldur kemsl í kransana fuðra þeir upp á augabragði.
Næstkomandi sunnudagur er
fyrsti sunnudagur í jólaföstu
eða aðventu og þá má kveikja á
fyrsta kertinu af fjórum í að-
ventukransinum. Síðan er
kveikt á öðru kertinu næsta
sunnudag.
Þetta kemur okkur óneitan-
lega í jólaskap og styttir
skammdegið hjá okkur. Margir
hafa gaman af að bóa til sinn
eigin aðventukrans, — það er
vissulega gaman að búa til fail-
ega hluti. — Aðrir hafa ekki
tíma og láta sig hafa að kaupa
kransinn tilbúinn.
Við litum inn í „smiðjuna hjá
jólasveinunum" þar sem starfs-
menn Blómavals í Sigtúni voru
í óðaönn að hnýta kransa og
fengum að fylgjast með hvernig
það er gert. Sýnikennsla í
kransatilbúningi verður í
Sigtúninu í kvöld.
„Það sem þarf í kransinn er
fyrst og fremst undirlagið sem
búið er til úr hálmi. Utan á það
er hnýtt greni og á meðalkrans
fer um 'A kg. Grenið er klippt í
litlar greinar og hver greinin
lögð ofan á aðra. Síðan er vafið
tvisvar utan um með bindivír.
Þá er næst að setja böndin á.
Á hvern krans fara 7 metrar af
borða. Algengast er að nota
rauða borða og hvít kerti en
kertin í kransinn eru dálítið
sérstæð því þau eru með prjóni
að neðanverðu til þess að hægt
sé að stinga þeim í kransinn.
Mjög áríðandi er að kertið sé
látið standa í málm„mansj-
ettu“. Þetta er ódýr og mjög góð
eldvörn, sem sjálfsagt er að
nota.
Þegar búið er að koma
borðanum, slaufunum og kert-
unum fyrir er næsta skrefið að
skreyta kransinn. Það er gert
m.a. með grenikönglum, látnir
eru tveir könglar við hvert
kerti. Einnig er fallegt að hafa
kúlur á kransinum annað hvort
silfurlitaðar eða rétt eins og
hverjum þykir fallegast. Bæði
slaufurnar, kúlurnar og köngl-
arnir eru festir með vír sem er
aðeins stifari en bindivírinn
sem kransinn er hnýttur saman
með.
Loks er kransinn fullbúinn
og látinn á „þrífót“, en einnig
má láta kransinn standa á
kringlóttu fati eða disk. Þá er
borðunum að sjálfsögðu sleppt.
Bjarni Finnsson garðyrkju-
maður handlék alla þessa hluti
af mikilli lipurð og þetta virtist
ákaflega einfalt í höndunum á
honum. Það gegnir kannske
öðru máli þegar óvanar hendur
ætla að leika þetta eftir.
„Nú, er þetta svona einfalt?“
segja konurnar sem komið hafa
á sýnikennsluna hjá okkur und-
anfarin ár,“ sagði Bjarni.
„Þetta er auðvitað auðvelt
þegar maður er búinn að gera
þetta í mörg ár og hefur þetta
að atvinnu sinni. Það hefur
komið fram mjög mikill áhugi á
þessari sýnikennslu okkar sem
verður í kvöld. Nú höfum við
stærra húsnæði en oft áður því
við erum ekki búin að fá jóla-
trén og verðum með kennsluna
þar sem jólatréssalan er vön að
vera.“
Við spurðum Bjarna hvort
mikil verðhækkun yrði á gren-
inu í ár frá því sem var í fyrra.
„Það verður líklega um 30%
hækkun frá því sem var í fyrra.
Er það bæði vegna þess að ein-
Fullbúinn kransinn er látinn á þrífót, sem ýmist er rauður eða
hvítur. Bjarni Finnsson var ekki nema 15—20 mínútur að búa
kransinn til, en þá ber að athuga að hann hefur góða aðstoðarmenn,
sem eru búnir að vinna alla undirbúningsvinnu.
hverjar verðhækkanir hafa
orðið utanlands og einnig var
aðeins 5% vörugjald í fyrra á
grenitjám, en það er 12%
núna.“
Allt grenið sem k boðstólum
verður í Sigtúni er frá Dan-
mörku og sömuleiðis könglarn-
ir.
A.Bj.
Þær voru farnar að sjá „rautt“ hjálparstúikur Bjarna, en fyrir þeim
liggur að hnýta fjögur þúsund rauðar slaufur, auk þess að iáta vir í
köngla og kúlur. Þóroddur E. Jónsson, við borðendann, er þarna að
hjálpá ömmu sinni, Guðrúnu Helgadóttur. Hinum megin við borðið
er Guðrún Finnsdóttir (er samt ekki systir Bjarna). Þær voru að
sjálfsögðu í ofsa jóla„stuði“ innan um ilmandi grenilyktina.
DB-myndir Sveinn Þormóðsson.
Efniskostnaður innan við þúsund krónur
Tilbúnir aðventukransar
kosta frá 1800 kr. (þeir eru án
þrífótarins) upp í 2500 kr.
Það sem í kransinn fer
kostar: Undir-kransinn (sem
vitaskuld má geyma þangað til
næsta ár) 300 kr„ 'h kg greni
390 kr„ fjögur kerti á 35 kr. =
140 kr„ 7 metrar rauður borði
200 kr. 8 stk. könglar 120 kr.
þrífótur 400 (hann má einnig
geyma ár frá ári). Svo þarf
bindivír sem fer utan um
kransinn og örlítið stííari vir
til að festa köngla og slaufur.
Heimatilbúni kransinn kostar
því samkvæmt þessum út-
reikningi: 1550 (og að auki það
sem vírinn kostar).
Það getur þó kannske farið
svo að heimatilbúni kransinn
fari fram úr þessu verði, vegna
þess að ófaglærðir kransa-
bindarar nota e.t.v. of mikið af
greni. En það er alltaf
skemmtilegt að búa til sitt
eigið jólaskraut sjálfur. -A.Bj.
V