Dagblaðið - 25.11.1976, Side 23
DAl’.BLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 25. NOVEMBER 1976.
Útvarp í kvöld kl. 20,15: Leikrit vikunnar
Kynþáttavandamálið verður ekki að
verulegu vandamáli fyrr en það
snertir mann sjálfan persónulega
Leikritið sem er á dagskrá
útvarpsins I kvöld kl. 20.50 heit-
ir Djúpt liggja rætur og er eftir
Arnaud d'Usseau og James
Gow. Tómas Guðmundsson
þýddi leikinn og leikstjóri er
Þorsteinn Ö. Stephensen. Þetta
leikrit var áður flutt í útvarp-
inu 1960. Leikfélag Reykjavík-
ur sýndi þetta leikrit árið 1952 í
Iðnó.
Með aðalhlutverkin fara þau
Brynjólfur Jóhannesson og
Helga Valtýsdóttir. sem nú eru
bæði látin, auk þess Rúrik
Haraldsson, Kristin Anna
Þórarinsdóttir og Helgi Skúla--
son. Með minni hlutverk fara
Róbert Arnfinnsson, Arndís
Björnsdóttir, Steinunn Bjarna-
dóttir, Jón Aðils og Jónas
Jónasson.
Þetta leikrit fjallar að miklu
leyti um kynþáttavandamálið
og gerist á heimili öldunga-
deildarþingmanns í Suður-
ríkjum Bandaríkjanna. Fólk
sem þarna kemur við sögu
hefur látið sem vandamál þetta
komi því ekki við en það er
sk.vndilega neitt til þess að taka
afstöðu til málsins. Slíkt getur
stundum reynzt erfitt. Ekki
tekur betra við þegar
vandamálið teygir arma sína
inn í eigin fjölskyldu.
Höfundarnir eru báðir
bandarískir. D’Usseau er
fæddur í Los Angels árið 1916
og var blaðamaður framan af
ævi sinnir. Síðar fór hann til
Hollywood og tók að skrifa
kvikmyndahandrit. James Gow
var fæddur 1907 en hann lézt
árið 1952. Djúpt liggja rætur
kom fyrst út 1945.
-A.Bj.
Leikritið sem flutt verður í útvarpinu í kvöld heitir Djúpt iiggja rætur og var áður á dagskrá
útvarpsins árið 1960. Af þeim Jeikendum semþar koma fram eru þrír látnir, þau Brynjólfur
Jóhannesson, Heiga Valtýsdóttir og Arndís Björnsdóttir.
Útvarpið í dag kl. 16,40:
MLestur úr nýjum barnabókum"
,,Lestur úr nýjum barnabók-
um" heitir þáttur sem nú er að
byrja fyrir jólin og er umsjón-
armaður Gunnvör Braga en
kynnir er Sigrún Sigurðar-
dóttir.
t fyrsta lagi verður lesið úr
Nancy og rauðu ballettskónum
eftir Carolyn Keene í þýðingu
Gunnars Sigurbjörnssonar. Ut-
gefandi er Leiftur en lesari er
Helga Stephensen leikkona.
Síðan les Baldvin Halldórsson
leikari úr Robinson Cruso eftir
Daniel Defoe. Jane Carruth
hefur endursagt en þýðingu
annaðist Andrés Kristjánsson.
Útgefandi er Örn og Örlygur.
Drífa Steinþórsdóttir les upp
úr bók er nefnist GT-
kappaksturinn eftir Eric
Speed. Arngrímur Thorlacius
þýddi en útgefandi er Leiftur.
Það er ekki aðeins um bóka-
kynningu að ræða í þættinum
því kynnt verður plata þeirra
Björgvins Halldórssonar og
félaga, Vlsur úr vísnabókinni,
sem Iðunn hefur nýlega gefið
út.
-EVÍ.
Gunnvör Braga dagskrár-
fulltrúi fyrir barna- og
unglingacfni hefur umsjón
með þaútinum „Lestur úr nýj-
um harnahókum".
'VESTMANNAEYJAR------
Símanúmer umboðsins
í Vestmannaeyjum er
98-1343
«Dagblaðiö■
Allar stærðir
snjóhjólbarða
Ótrúleg ending
Póstsendum
Gúmmíviðgerðin Keflavík
Michelin-umboðið
Sími 92-1713 og 92-3488
Kópavogsbúar
Leitið ekki langt yfir skammt.
Allar nýlenduvörur með 10%
lægri álagningu en heimilt er.
M jög ódýr egg,
kr. 380,- kg
Við erum í leiðinni að heiman og heim.
VERZLUNIN KÓPAVOGUR
Borgarholtsbraut 6 — Sími 41640