Dagblaðið - 25.11.1976, Side 24

Dagblaðið - 25.11.1976, Side 24
HÆTTA A FRIMERKJA- SKORTIIJOLAOSINNI fxjálst, úhád daghlað FIMMTUDAGUR 25. NÖV 197.6. Verður þá að leysa vandann með tveim merkjum á hvert bréf í stað eins Austfirðingar fá nóg af rjúpu — í jólamatinn Það er ekki nokkur hætta á þvi að Austfirðingar fái ekki rjúpur i jólamatinn í ár. Rjúpnaveiði hér á Eskifirði hefur verið allsæmileg þrátt fyrir snjóleysið. Ég hef þeg- ar keypt rjúpur sjálf á 350 kr. stykkið. Rjúpan er snjóhvit og sézt þvi vel, en þess ber að gæta i svona tið að langt er að sækja hana. Fyrsti snjórinn hér á þessu góða veðri i haust og í vetur féll snemma í vikunni og menn fóru á kaf upp í ökkla. Nú er hann bráðnaður og kominn 6 stiga hiti. Regfna. Hætt er við að komið geti til erfiðleika einhvers staðar með frímerkingu jólapóstsins. Hið almenna gjald fyrir bréf innan- landsog bréf til Norðurlanda er 35 krónur. Aðeins eitt 35 kr. merki er nú í umferð. Það er merki sem gefið var út í tilefni 200 ára afmælis póstþjónustunnar. Kom það út.í september og upplagið var hálf önnur milljón. Þessu merki er ætla að duga fram yfir jól og fram á næsta ár, því næsta útgáfa frímerkja mun ekki koma fyrr en í febrúar. í maí kom út Evrópumerki sem var 35 kr. að verðmæti. Upplagið var milljón og dugði það í 2 mánuði. í fyrra var 35 króna skógræktarmerki gefið út í nóvember i einnar milljónar upplagi. Það dugði á pósthúsunum en var uppselt fyrir jól frá frímerkjasölu Pósts og síma. Bjarni Sigurðsson birgða- vörður sagði í viðtali við DB i morgun,að það væri vissulega hugsanlegt að birgðir mundi þrjóta hjá Frímerkjasölunni. Hann kvaðst þó álíta að pósthús um allt land hefðu nú þegar þær birgðir sem nægja mundu SUMAR- HITI A AKUR- EYRI í GÆR- KVÖLDI — engar verulegar breytingar íaösigi Hitinn fór upp 1 10 til 11 stig á Akureyri í gærkvöldi og var þar nánast sumar- veður. Klukkan sex i morgun mældist svo sex stiga hiti á Dalatanga en þar mældist mestur hiti þá. Að sögn Páls Bergþórs- sonar í morgun fer veðrið nú hægt kólnandi en ekki eru verulegar bre.vtingar f.vrir- sjáanlegar. Er hann var spurður hvort þetta væri ekki eitt bezta haust sem hann myndi í langan tima. sagðist Páll vfirleitt muna lítið unt veður til að gera samanburði svona fyrirvaralaust. en haustið væ*ri gott. G.S. til að brúa bilið fram að næstu frímerkjaútgáfu. En fari svo að birgðir þrjóti á ekki að koma til neinna vand- ræða sagði Bjarni „Við höf- um gnægð merkja á 30 kr og einnig 5 króna merki. Þá er bæði til nóg af 15 kr. merkjum og 20 króna. Erfiðleikarnir, ef einhverjir verða, leysast þá með notkun tveggja frímerkja i stað eins.“ Bjarni sagði að aðalfrímerkið í desember yrði 30 kr. merki sem nægði á allan venjulegan jólapóst. Af því væri nóg til. Bjarni vissi ekki hvaða verðgilcji yrðu á næstu útéafu eða hvort það væri endanlega ákveðið. „Verðbólgan er svo ör að í raun er komið að hækkun burðargjalda um svipað leyti og ný merki koma út.“ -ASt. „Nýja bylgjan” á Laufásveginum „Nýja bylgjan" er aðaluppistaðan í fyrirlestri Gérard Lemarquis um franska kvikmyndagerð frá upphafi fr*n á okkar tíma í Franska bókasafn- inu, Laufásvegi 12 í kvöld kl. 20.30. Gérard mun halda fyrirlestur sinn á íslenzku, svo að allir þeir, sem hafa áhuga á kvikmynda- gerðarlist munu geta haft gagn af þvi sem fram fer, auk þess, sem hann mun sýna kafla úr mörgum kvikmyndum til skýringa. Fyrirlestur þessi er á vegum Alliance Francaise, en sú ný- breytni hefur verið tekin upp hjá félaginu að hafa kvik- myndasýningar, fyrirlestra eða bókmennta-, lista- og skemmtidag- skrár í Franska bókasafninu að Laufásvegi 12, a.m.k.þrjá þriðju- daga í hverjum mánuði. -HP. DB-m.vnd Sv. Þ. Hettumávurinn: Dæmigerður bæjarfugl „Hettumávurinn er dæmi- gerður bæjarfugl og mesti ágætisfugl í alla staði og gerir engum mein, nema hvað að hann er náttúrlega í samkeppni við aðra fugla á tjörninni um æti,“ sagði Arnþór Garðarsson og mesti ágætisfugl fuglafræðingur í morgun er DB hugðist forvitnast um þessa fuglategund sem nú er krökkt af á tjörninni í Reykjavík. Eitthvað mun hettumávur- inn hafa reynt til að verpa í tjarnarhólmanum. en við honum hefur verið stuggað, því menn vilja ógjarnan missa kríuna þaðan. Ekki mun önd- unum hafa fækkað neitt við til- komu hettumávsins svo allt fuglalíf ætti að vera í mesta jafnvægi á tjörninni. Hið eina sem kvarta má undan hettumávinum er að hann' er mjög hávaðasamur en enn hefur ekki spurzt að það hafi raskað ró íbúanna í kring. né að þeir hafi kvartað undan öðru ónæði hans vegna. JB FLENSBORGARAR HEIMTA ELDVARNIR Nemendur Flensborgarskóla í Hafnarfirði hafa fordæmt að- gerðaleysi það er þeir telja að sé á brunavörnum skólans. Telja þeir að brunahættan sé mikil fyrir hendi innan veggja skólans. Krefjast nemendur þess að nú þegar verði hafizt handa um ról- tækar aðgerðir af hálfu skólans í brunavörnum hans. Fundur nemenda um þetta inál hefur krafizl þess að strax verði samin eldvarnaáætlun fyrir skól- ann og hún síðan kynnt nemend- um sem og öðrum starfshópum innan skólans. „Nemendur Flensborgarskóla hafa einnig ákveðið, að hafi þeir ekki orðið varir við nein viðbrögð af hálfu skólastjórnar þessu við- hlitandi innan einnar viku frá samþykktinni, muni þeir gripa til annarra aðgerða máli sínu til áréttingar," segir í frétt frá nem- endum skölans. Hvað býður Gundelach? Væntanlega mun Olav Gunde- lach opna töskur sínar og opinbera innihaldið f.vrir utanríkis- og sjávarútvegs- ráðherra á fundi með þeim i dag, en við komuna í gær varðist hann allra frétta nema hvað hann itrekaði að hann kæmi hingað sem samninga- maður Efnahagsbandalagsins alls. en ekki Breta sérstaklega. DB-mynd Sveinn Þorm. Gundelaeh stigur ut ur einka- þotu sinni á Reykjavíkurflug- velli i ga>r. DB-mvnd Sv. Þorm. JBP

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.