Dagblaðið - 03.12.1976, Blaðsíða 10
10
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1976.
frjálst,áháð dagblað
Utgefandi Dagblaðiö hf.
Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson.
Fróttastjóri: Jón Birgir Pótursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. AÖstoöarfróttastjóri: Atli
Steinarsson. íþróttir: Hallur Símonarson. Hönnun: Jóhannes Reykdaí. Handrit: Ásgrímur Pálsson.
Blaöamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurösson. Erna V. Ingóifsdóttir, Gissur
Sigurösson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson. Jóhanna Birgisdóttir. Katrín Pálsdóttir, Kristín
Lýðsdóttir, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson. Ljósmyndir: Ámi Póll Jóhannsson, Bjarnleifur
Bjamleifsson, Sveinn Þormóösson.
Gjaldkeri: Þróinn Þorloifsson. Dreifingarstjórí: Már E.M. Halldórsson.
Áskriftargjald 1100 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 60 ‘kr. ointakiö.
Ritstjóm Síðumúla 12, sími 83322, auglýsingar, áskríftir og afgreiðsla Þverholti 2, sími 27022.
Setning og umbrot: Dagblaðið og Steindórsprent hf., Ármúla 5.
Mynda-og plötugerö: Hilmir hf., Síöumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19.
Lexía ASÍ-þings
Geir Hallgrímsson forsætisráð-
herra var um það spurður á einum
kjördæmisfundi sínum, hvernig
verkamaður með 60—70 þúsund
króna mánaðarlaun færi að því að
lifa. Forsætisráðherrann svaraði
sem svo, að það hefði aldrei verið
unnt að sýna fram á það í reikningi á pappírn-
um, að menn gætu komizt af með lægstu Dags-
brúnarlaun. Það væri heldur ekki hægt nú.
„Alþingismenn og uppgjafabankastjóri“,
þannig var lýsing einnar verkakonu, sem til
máls tók á Alþýðusambandsþingi, á forystu
Alþýðusambandsins. Hún sagði, að svo mikil
væri óánægja verkafólks almennt með frammi-
stöðu forystu ASÍ í kjaramálum, að forystu-
mennirnir mundu ekki ná kosningu, ef almenn-
ingur á vinnustöðunum kysi.
Staðreynd er, að verkamenn á almennasta
Dagsbrúnarkaupi ná ekki nema helmingnum af
því, sem vísitölufjölskyldunni er ætlað að verja
til útgjalda sinna samkvæmt vísitölu fram-
færslukostnaðar. Sumir hagfræðingar mundu
að vísu segja, að sá vísitölureikningur segði
ekki til um, hvað menn þyrftu minnst að bera
úr býtum til að framfleyta meðalstórri fjöl-
skyldu. Sannleikurinn er engu að síður, að sá
vísitölugrundvöllur, sem kominnertil ára sinna
en enn er byggt á, gefur hugmynd um, hvað
meðalfjölskyldan þurfi að hafa til að mæta
útgjöldum við það, sem kalla mætti mannsæm-
andi skilyrði árið 1976. Það gefur ömurlega
mynd af þjóðfélaginu, þegar Dagsbrúnarmenn
og fjöldi annars launafólks er ekki nema hálf-
drættingar í tekjum miðað við þessa vísitölu.
Ennfremur sýnir samanburður við ná-
grannalöndin, að launþegar hér eru hálfdrætt-
ingar í tekjum miðað við launþega í hinum
löndunum.
Á Alþýðusambandsþinginu kom fram, að
kaupmáttur launa hefði rýrnað um þrettán af
hundraði, síðan síðasta þing sambandsins stóð
fyrir f jórum árum.
Þing Alþýðusambandsins nú einkenndist af
upphlaupi þeirra, sem um sárast eiga að binda í
kjaraskerðingunni. Árum saman hefur þetta
fólk horft á, að það hefur verið sett hjá við
skiptingu kökunnar. Ýmsir forystumenn upp-
mælingahópanna innan verkalýðssamtakanna
hafa leikið þann leik að halda annaðhvort lága
kaupinu niðri með málamyndauppbótum eða
beinlínis ryðjast fram og taka, jafnvel í pró-
sentum reiknað, miklu meiri kauphækkun en
láglaunafólkið fékk. Nú sauð upp úr, einmitt
vegna þess, hversu kjaraskerðingin hefur verið
mikil að undanförnu.
Mikill þorri félaga í Alþýðusamtökunum til-
heyrir hópi láglaunamanna. Hinir hærra laur-
uöu höfðu hins vegar komið sér vel fyririnnan
samtakanna.
Alþýðusambandsþingið hefur verið þörf
lexía fyrir stjórnendur þess í nánustu framtíð.
Þeim á að vera ljóst, að raddir aimenns verka-
fólks verða háværari innan samtakanna.
Fólkið mun fylgjast betur með en áður í
næstu kjarasamningum og ekki sætta sig við
hlutverk fórnardýra, sem notuð séu til verk-
falls til að knýja fram kjarabætur handa hinum
betur settu.
r
SÆNSKA LÖGREGLAN
K0M í VEG FYRIR
SPRENGJUTILRÆÐI
í KJARNORKUVERI
Baráttan gegn kjarn-
orkuverum í Svíþjóð tók á sig
nýja og alvarlegri mynd um
síðustu helgi er sænska
lögreglan fann dynamíthleðslu
um 25 kíló alls ínágrenni kjarn-
orkustöðvarinnar við Ringhals,
skammt sunnan við Gautaborg.
Sprengjuhleðslunni hafði
verið komið fyrir utan við
V_i__-___
girðinguna, er girðir kjarn-
orkuverið af frá umheiminum.
Þetta er í fyrsta skipti, sem
svo alvarleg meðuí eru notuð til
þess að berjast gegn kjarn-
orkuverunum þar í landi.
Kjarnorkuverin voru eitt helzta
mál kosningabaráttunnar nú
fyrir skömmu.
Sænska lögreglan komst á
sporið um tilvist sprengíefnis-
ins, er sendisveinn á Gauta-
borgardagblaðinu „Göteborgs-
Tidningen" fann umslag á laug-
ardagsmorguninn í póstkassa
blaðsáns. í umslaginu var hluti
af dýnamittúbu og hótunar-
bréf.
I bréfinu stóð, að komið-hefði
verið fyrir sprengiefnishleðslu
/■
Hvaö eru fjár-
málatengsl? —
Hvað eru mútur?
Mannlífsins morgunblöð
rumska oftast seint en stundum
rumska þau samt. Slíkt gerðist
fyrir hálfum mánuði þegar þrír
blaðamenn Morgunblaðsins ís-
lenzka tóku saman myndar-
legan greinaflokk um Klúbb-
málið svokallaða, sögu þess og
ýmsar hliðar. Ég hygg að ýmsir,
sem áður voru á báðum áttum
um eðli þessa máls hafi látið
segjast. í þessum greinaflokki
var kerfið, sem svo er stundum
nefnt, að vísu umfjallað af full-
miklum virðuieik — og einn
stóran og alvarlegan þátt vant-
aði gersamlega: Samskiptasögu
stjórnar Framsóknarflokksins
og Klúbbsins eftir að þau
skrautlegu mál áttu sér stað
sem hófust sumarið og haustið
1972.
Um svipað leyti hóf raunar
Guðmundur G. Þórarinsson,
verkfræðingur, að rita greina-
flokk sinn í Dagblaðið til
varnar samfélagsspillingu.
Leitaðist verkfræðingurinn við
að sýna fram á að sögur um
tengsl flokks og veitingahúss
séu einasta og hafi verið hugar-
órar vondra manna, og eigi sér
enga stoð í veruleikanum. Vert
er að skoða það nokkru nánar.
Til grundvallar liggur meðal
annars þetta alkunna stef —
þessi minnisvarði um íslerzka
stjórnarhætti á áttunda áratug
tuttugustu aldar: Halldór E.
Sigurðsson gerði á fjármálaráð-
herratíð sinni núv. rekstrar-
aðilum Klúbbsins kleift
að selja brunarústir Glaum-
bæjar og kaupa nýtt veitinga-
hús með útgáfu skuldabréfs án
sjáanlegrar heimildar. Þetta
skuldabréf lét hann Lífeyris-
sjóð starfsmanna ríkisins
kaupa. Olafur Jóhannesson,
dómsmálaráðherra, aðstoðaði
sömu veitingamenn, þegar þeir
höfðu þvælzt inn í sakamál
skömmu síðar. Þessir veitinga-
menn hafa komizt upp með að
skulda tugmilljónir í söluskatt.
Sakamál þau, sem þeir flæktust
í vegna ólöglegra áfengisflutn-
inga, og önnur undarleg .fjár-
málaviðskipti tengd veitinga-
húsinu virðast ekki hafa
verið rannsökuð til hlítar. Á
sama tíma hafa þeir leikið vafa-
sama viðskiptaleiki fyrir
framan nefið á bankakerfinu:
Reynast vera höfuðpaurar í
ávísanahring. Þætti ýmsum
nóg.
Umrœður um
réttarríki
Um nokkurra mánaða skeið
hefur nokkur umræða um
íslenzkt réttarríki, kosti þess og
ókosti, átt sér stað. Og var varla
seinna vænna. Það hefur orðið
æ fleirum ljósara að um margt
búum við við rangsnúið réttar-
kerfi. Dómskerfi okkar virðist
hafa þann innbyggða eiginleika
að vera valdhlýðið. Refsikerfið
er meingallað og framkvæmd
refsinga virðist með höppum og
glöppum.
En hitt er verra, að íslenzkt
dómskerfi hefur aftur og áftur
orðið bert að því að vera yfir-
hylmandi og einkum svo gagn-
vart einni tegund af glæpum:
fjársvikum. Dæmi um slík mál,
slíkar rannsóknir, sem koðna
niður og virðast síðan gufa upp,
eru mýmörg. Eitt slíkt dæmi
má nefna hér. I fyrra var sagt
frá einkennilegu máli sem
snerti bifreiðainnflutning
Ræsis hf. Þar var augljóslega
um undarleg fjármál að ræða.
Þetta Ræsismál virðist hafa
dagað uppi í dómskerfi okkar.
Svona er farið með fjölmörg
mál af þessu tagi. Mannafla-
skorti er borið við, og efalítið er
það einhver hluti skýringar-
innar. En hitt er líka hætta: Að
valdhlýðni sé einnig hluti
þessarar skýringar.
í þessum umræðum setja
ménn gjarnan fram hugmyndir
um réttaröryggi og að hér megi
aldrei koma lögregluríki. Þetta
er auðvitað sjálfsagt og eðlilegt.
En hitt er ömurlegra; þegar
slíkar athugasemdir eru ein-
ungis orðnar innantómt hjal.
Og þessu innantóma hjali fagna
fjársvikarar og aðrir þeir, sem
eiga allt sitt undir því að dóms-
kerfið sé fáliðað, sinni
rannsóknum fjársvikamála
lítið eða ekki, og láti slík mál
helzt daga uppi. Rök af þessu
tagi eru stórhættuleg og til þess
fallin að kalla á harðari lög-
regluaðgerðir og annars konar
þróun í þá átt, sem enginn gæti
séð fyrir endann á.
Hvað eru mútur? Hvað éru
óeðlileg fjármálatengsl, sem
gætu haft óeðlileg áhrif á
valdið? íslenzkt dómskerfi
hefur aldrei fengizt til að skil-
greina slíkt. Þegar verið var að
reka svokallað Ármannsfells-
mál fyrir Sakadómi um árið og
sællar minningar, þá lá engin
skilgreining fyrir um það, hvað
væru mútur. Og hvernig áttti
þá að vera hægt að reka málið?
Og hverjum skyldi slík afstaða
— eða skortur á afstöðu —
hjálpa?
Verst af öllu er þó kannske
það þegar frumstæð íslenzk
flokkapólitík hleypur í þessi
mál og snarruglar dómgreind
kannske heillar þjóðar. Dæmi
um slíkt er viðtal, sem Alþýðu-
blaðið átti nýlega við Björn Vil-
mundarson, forstjóra Ferða-
skrifstofu ríkisins, en svokallao
antík-mál, sem hann á aðild að,
mun eitthvert skrautlegasta
meinta fjársvikamálið, sem hér
hefur komið upp um langa hríð.
en þó mál af því tagi sem
hingað til hefur gjarnan
koðnað niður og týnzt í spilltu
dómskerfi. Og Alþýðublaðið,
sem varla eða ekki hafði fjallað
um málið að öðru leyti, tók
gagnrýnislaust viðtal við
flokksmann sinn, sem sagði
eitthvað á þá leið að hann
ski ldi ekkert í því að sér hefði
verið sagt upp störfum hjá
Ferðaskrifstofu ríkisins, þar
sem hann hefði engu stolið frá
Ferðaskrifstofunni! Sakamál
hættir að vera sakamál þegar
flokksmaður á í hlut, það er
gömul og ný íslenzk aðferð.
Sömu ættar er raunar Tíma-
grein sem hugguleg kona úr
Hafnarfirði, Ragnheiður Svein-
björnsdóttir, ritar á sunnudag.
Þar kemst hún að þeirri niður-
stöðu að allt það sem skrifað
hefur verið um Ölaf Jóhannes-
son og vafasamar gjörðir hans,
eigi rætur að rekja til póli-
tískrar öfundar, vegna þess að
Ölafur sé stórmenni. Skyldi
konan trúa þessu sjálf — eða
eru skrif af þessu tagi kækur?
En hitt er beinlínis hættulegt
samfélaginu: Ef lágkúra af
þessu tagi verður enn einu
sinni ofan á.