Dagblaðið - 10.12.1976, Síða 1
RITSTJORN SIÐUMULA 12, SlMI 83322. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA, ÞVERHOLTI 2, SÍMJ 27022,
söndunum
Snarpir kippir við Kötlu í nótt
Vegumlokaðá
„Upptökin virðast vera kríngum hájökulinn,”segir Einar
bóndi á Skammadalshóli
„Við Ragnar (Stefánsson
jarðfræðingur) megum aidrei
s^-gja aðfarið sé að hægja á sér,
þá hefnist okkur fyrir," sagði
Einar Einarsson bóndi á
Skammadal i viðtali við DB í
morgun, en þar er staðsettur
einn jarðskjálftamælanna.
,,í gærkvöldi urðu 18 kippir á
40 mínútum," sagði Einar enn-
fremur, ,,og tveir þeirra hafa
sennilega verið allt að fjórum
stigum. Þeir hlupu að minnsta
kosti í ljósakrónuna hjá mér og
hún fór að sveiílast til.“
Sagði Einar að þetta hefði í
raun verið prýðileg æfing fyrir
almannavarnakerfið í sveitinni
og sagði hann að ekki hefðu
liðið nema nokkrar mín. frá>
seinni skjálftunum tveimur,
sem urðu á fyrsta tímanum, þar
til búið var að loka vegum og
gera aðrar ráðstafanir.
„Upptök skjálftanna virðast
verða einhvers staðar í kring-
um hájökulinn," sagði Einar
ennfremur. „Þegar ljóst, varð
að skjálftahrinan var svona á
einum og sama staðnum, létum
við vita og þá fór almanna-
varnakerfið af stað.“
Þá sagði Einar að eftir
tiltölulega meinlausa skjálft?
um klukkan hálfþrjú í nót
hefði allt verið með rólegasta
móti. -HP
Jófakauptíðin:
LÉn PYNGJA ER
VÍÐA VANDAMÁL
Það er greinilegt að
verzlunarfólk hefur nóg að
starfa, þ,e. sá hluti þess sem
vinnur í verzlunum sem selja
ýmislegt það sem til greina
kemur til jólagjafa. I miðborg
Reykjavíkur er nú meira lif en
endranær, — vandamálið er
bara þetta sama, pyngjan er í
allra léttasta lagi hjá fólki
yfirleitt, enda hefur kaup-
máttur launa minnkað til
muna.
-DB-mynd Arni Páll
Páll Einarsson, jarðfræðingur:
„Of snemmt að spá gosi”
„Það er Ijóst, að hrinan, sem
þarna hefur verið, er ekki
búin," sagði Páll Einarsson,
jarðeðlisfræðingur í viðtali við
Dagblaðið snemma í morgun,
en enn var verið að vinna að
gagnasöfnun vegna jarðskjalft-
annavið Kötlu í nótt.,,Þetta hef-
ur verið kyrrt í nokkra daga,
það tekur alltaf nokkra daga að
safna í sig spennu sem nú hefur
losnað um.“
Sagði P'áll, að tveir snarpir
kippir hefðu orðið um tíuleytið
í gærkvöldi, líklega um 4 stig á
Richter, en síðan tveir aðrir á
tímabilinu milli tólf og eitt í
nótt.
„Enn er of snemmt, a,ð geta
sér til, hvort þarna er eitthvað
mikið á ferðinni, staðan er óviss
eins og stendur,“ sagði Páll
ennfremur.
HP
Varðhalds-
úrskurðurinn í
Keflavík kærður
Varðhaldsúrskurðurinn yfir
Guðbjarti Pálssyni, sem
úrskurðaður var i 20 daga
gæzluvarðhald í Keflavík, verður
kærður. Réttargæzlumaður hans,
Tómas Gunnarsson, tilkynnti
þessa ákvörðun með símskeyti til
bæjarfógetaembættisins í Kefla-
vík í gærkvöldi.
Kæran hefur enn ekki borizt
Hæstarétti, enda mun útskrift é
gögnum málsins frá fógeta-
embættinu ennþá ekki liggja
fyrir. Er því ekki vitað á hvaða
rökum kæran er reist.
Varðhaldsúrskurðurinn, sem
Viðar Ólsen. fulltr. bæjarfógetans
í Keflavík,; kvað upp sl. þriðjud.,
var meðal annars studdur þeim
rökum, að hinn handtekni hefði
orðið sér úti um fé með ólöglegum
viðskiptum við tiltekna aðila.og
játað aðild að ólöglegri ráðstöfun
á tilteknu magni af spíra
-JBP
Sjó nónar á baksíðu
Kristinn
Finnbogason
vill verða
formaður
Atök „neðanjarðar" um
kosningu í bankaráðin
Mikil átök eiga ser stað
„neðanjarðar" um kosningu
manna í bankaráð ríkisbank-
anna. Kemur aðallega tvennt
til, annars vegar deilur um
stöðu Kristins Finnbogasonar
og hins vegar ótti sjálfstæðis-
manna við, að í ráðunum verði
tveir sjálfstæðismenn, tveir
framsóknarmenn og einn al-
þýðubandalagsmaður.
Sjálfstæðismenn óttast, að
síðar verði breyting á afstöðu
ílokka, upp úr stjórnarsam-
starfinu slitni og þá hefðu
framsóknarmenn ásamt ál-
þýðubandalagsmönnum meiri-
híuta í öllum bankaráðunum.
Kristinn Finnhogason er nú
varaformaður bankar'áðs
Landsbankans. llann vill verða
lormaouf pe.ss. Núverandi for-
maður, Baldvin Jónsson, er al-
þýðuflokksmaður en Alþýðu-
flokkur-inn hefur ekki bolmagn
á þingi til að koma manni í
ráðin 'á eigin spýtur. Sam-
kvæmt atkvæðahlutföllum á Al-
þingi ætti Sjálfstæðisflokkur-
inn að fá tvo menn í ráðin,
Framsókn tvo og Alþýðubanda-
lagið einn.
Framsóknarmenn hyggjast
nú bæta við sig mannt og ia tvo
í stað eins i bankaráð Ut-
vegsbanka og Búnaðarbanka.
Mörgum framsöknarmönnum
geðjast ekki valti hins uincleilda
Kristins Finnbugas«.nar i
bankaráði Landsbankans og
sama má segja um sjálfstæðis-
menn. Því kemur mjög til
greina, að niðurstaðan verði. að
Baldvin Jónsson verði áfram
kosinn í bankaráotö og Fram-
sókn hafi þar aðeins einn mann
áfram og Baldvin verði formað-
ur. Innan Framsóknar er hins
vegar öflugur hópur, sem vill
setja vinsælan Framsóknar-
mann í stað Baldvins og „við
hlið" Kristins.
Kosning bankaráðanna hefur
komið á dagskrá Alþingis en
verið frestað. -hh