Dagblaðið - 10.12.1976, Síða 2

Dagblaðið - 10.12.1976, Síða 2
2 I)A(;m.At)lf) KÖSTUDACUK 10. DKSKMHKK 1976. Uppblásnum námsmönnum reynist reynslan oft erffið Siggi flug skrifar: Miklir peningar fara nú orðið til styrktar námsmönnum er- lendis, annaðhvort sem styrkir eða þá sem námslán sem virðast með þægilegum afborgunum til langs tíma ðg hðflegum vöxt- um. Ekki t'innst öllum að þeir fái nógu mikla h.jálp, það sýndu viðbrögð námsmanna nú nýlega, þegar efnt var til fjölda- hungursverkíalls, sem ekkert varð þó úr, vegna þátttökuleys- is þeirra sem þöttust hafa verið beittir örétti. Það er alveg sjálfsagt að rétta þessu námsfólki hjálpar- hiind, eins og hægt er og sann- gjarnt þ.vkir. en f.vrst og fremst Kannski væri það bezt að sem flestir námsmenn settust að úti i hinum stóra heimi. hvrfu þar í fjöldann og sæjust aldrei á íslandi. skrifar Siggi flug. JOLA- GETRAUN verða að vera til peningar, því þeir eru afl þess sem gera skal. Þegar ég var ungur, fyrir all- mörgum árum, var það venja, og enda ákvæði um það í lögum minnir mig, að allir þeir er hlutu námsstyrki urðu að und- irrita yfirlýsingu um, að þeir skuldbyndu sig til þess að vinna hér heima að námstíma loknum, áður en þeir fengu styrkinn útborgaðan. Ekki mun nú vera farið eftir þessu leng- ur, enda samrýmist svona ákvæði ekki lengur hugmynd- um námsmanna nú. Mér hefur oft dottið í hug, og alveg sérstaklega nú undanfar- ið að e.t.v. sé það gott að hafa ekki bundið námsstyrki við slíkt ákvæði, því svo er að sjá að lítill fengur sé í því að fá ýmsa námsmenn heim til íslands að námi loknu, og betur sé, að þeir setjist að úti i hinum stóra heimi, hverfi í fjöldann og sjá- ist kannski aldrei á íslandi. Að sjállsögðu gildir þetta ekki um alla námsmenn, því sumir sem snúið hafa heim að námi loknu hafa reynzt okkur miklir ágætismenn. Nám er eitt, revnsla er svo annað, það hefur mér komið til hugar þegar nýbakaðir ,,próf- menn" hafa komið heim að námi loknu, með sitt „DIPLOMA" (Drottinn blessi heimilið) hangandi uppi á veggnum, og halda í barnslegri einfeldni sinni að nú sé öllu náð, en svo er nú aldeilis ekki. Fyrir mörgum árum, mjög mörgum árum, var ég að blaða í gömlu Familie Journal blaði, og rakst þar á mynd, sem æ siðan hefur festst í huga mínum, sök- um þess hve táknræn hún var. Myndin var af ungum manni sem kom dansandi út úr einhvers konar musteri, hopp- aði niður tröppurnar léttur og kátur og hélt á loftblöðru. A loftblöðrunni stóð skýrum stöf- um LÆRDÓMUR, en framund- an var ógnþrunginn og að því er virtist öfær þyrnirunni, og sáust þyrninálarnar mjög greinilega. Yfir þyrnirunnan- um stóð með skýru letri REYNSLA. I gegnum þetta myrkviði REYNSLUNNAR átti þessi ungi maður með LOFTBLÖÐR- UNA eftir að ganga, og hlaut þá blaðran fljótlega að springa. Þetta kom mér til hugar þeg- ar ég las um hinar ýmsu fram- kvæmdir hins opinbera og margar aðrar sem hafa farið ákaflega mikið úrskeiðis, svo' ekki sé meira sagt. Hvert stór- fyrirtækið á fætur öðru er vit- laust „hannað" og allur kostn- aður fer langt fram úr áætlun- um, en skattþegnarnir eru látn- ir borga vitleysuna. Já, það eru margar LOFT- BLÖÐRUR búnar að springa á Islandi, enda þótt Hákoni Bjarnasyni hafi ekki tekizt að rækta ÞYRNIRUNNA, hingað til. Mér datt þetta (svona) í hug. I flugvélum Flugfélags íslands er engin aðstaða til sjúkraflutninga. en samt eru sjúklingar fluttir með þeim í farangursrými á fjórföldu farmiðaverði. Nú erum við komin að fimmta hluta jólagetraunar- innar. A sinni löngu og ströngu flugferð ofar snjóþungum skýj- um hefur jóíasveinninn freistazt til að lenda og hlusta á hina seiðandi tóna flautuleikar- ans. Sá reynist vera dökkur á brún og brá. með túrban á höfð- inu og hefur hreiðrað um sig undir skugga pálmatrésins ásamt slöngunni sem er fljót að rétta jólasveininum óskalistann fyrir þessi jól.Listgrein sú sem maðurinn leggur stund á er talin vera með þeim elztu og bezt þekktu í landinu en spurningin er: í hvaða landi? Kins og venjulega setjið þið kross við réttu lausnina. A— Indlandi B— Japan C — Zambíu SJUKRAFLUTNINGAR FLUGFÉLAGSINS ÓFORSVARANLEGIR — jafnvel háhyrningar fá betri aðstöðu en sjúklingar Önnumst ekki sjúkraflutninga nema í neyð — segir Flugfélagið Kona að norðan skrifar: Hvers eiga sjúklingar að gjalda, sem i'luttir eru í sjúkra- körfu á milli sjúkrahúsa innan- lands með Flugféiagi islands? Flugfélagið virðist hafa leyfi til að taka greiðslu fyrir fjögur fargjöld, sem maður ætlar að þýði, að fjögur sæti séu tekin úr flugvélinni fyrir körfuna, en það er öðru nær. Sjúklingnum er troðið inn í farangursrými flugvélarinnar, sem staðið hef- ur opið meðan verið er að ferma og afferma. Það er óupphitað og óvisllegt, þannig að manni finnst þetta frekar minna á gripaflutning, en flutning á sjúkum manneskjum. Hlýtur þetta að hafa neikvæð áhnt a sálarástand sjúklingsins. sem eðlilega er viðkvæmari en l'ull- friskt fólk. Kg get ekki orða bundi/.l um þetta fyrirkomulag. þar sem ég hef haft náin kvnni af þessu síðustu vikur vegna þriggja slikra ferða aðstandanda. I tvö skiplin varð honum illa kalt, þö að flugfreyjurnar sýndu hlý- legt viðmót. Þegar til Keykja- víkur kom, var sjúkrabillinn ekki kominn á staðinn. Þó var b.vrjað að flytja út vörurnar svo ailt stóð upp á gátt og gusturinn næddi inn i farangursrýmið, þar sem sjúklingurinn lá. Eg spyr, er þetta forsvaranlegt? Nii kunna þeir hjá Flugfélag- inu að segja að það sé ekki óeðlilegt að þeir taki fjögur far- gjöld f.vrir slíkt og þvílíkt. vegna þess að þeir taki sæti úr vélinni til að konia fyrir far- angri í staðinn fyrir körfuna. en ég hef verið viðstödd frá því að ílugvél lenti og þangað til hún hóf sig til flugs, cn enginn farangur var settur inn til far- þeganna og þeir voru þar að auki ekki mjög margir. Það het'ði þess vegna verið nægilegt rúm fyrir körfu þar inni. Senni- lega eru það bara háhyrningar. en ekki veikt fólk. sem fa*r að- búnað i flugvéhnni. Að lokum þessar spurningar: Þegar aðstandandi eða ein- liver annar fer með sjúklingi. sem l'luttur er á þennan hatt. hvernig er þá aðlnmaði háttað á þessum stað \ l'lugvélinni. nteð tilliti til ör.vggisútbúnaðar sem öðrum farþegum er séð fyrir. svo sem öryggisbeltum? Hin spurningin er: Ef eitt- hvað er flutt i farangursrými. er þá ekki venjan að borga und- ir það eftir vigt? Einar Helgason hjá Flugfélagi tslands svaraði spurningum „norðanfrúarinnar" á þessa leið: 1. Þegar sjúklingur er íluttur við áðurnefndar kringumstæð- ur. gefst fylgdarmanni ekki kostur á að sitja hjá hon- um. Fyllsta öryggis er þó gætt i sambandi við sjúklinginn sjálf- an. Tekið skal fram að Flugfé- lag íslands annast ekki sjúkra- l'Iutninga nema í neyð. vegna mjög lélegrar aðstöðu til sliks. en hefur þó aldrei synjað þess liáttar beiðni. 2. Allt sem flutt er i far- angursrými er gjaldsett el'tir vigt nema i þessu tilfelli. Þetta verður þó að teljast ódýrasta sjúkraflug sem viil er á.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.