Dagblaðið - 10.12.1976, Page 4
DAGBLAÐIÐ FÖSTUDALUR
10. DESEMBER 1976.
Formaður LÍÚ um leiðirnar:
Takmarka sóknina í ársbyrjun
— 1300 milljóna halli á bátunum — minni skuttogarar standa skást
Um tvær meginleiðir er að
velja ef við viljum tryggja end-
urreisn þorskstofnsins, annað-
hvort að hlita ráðum fiskifræð-
inga og veiða ekki meira en
þeir mæla með og stöðva veið-
ar, þegar því marki væri náð,
sem er óframkvæmanlegt, eða
takmarka sóknina i ársbyrjun
við þau mörk að umrætt magn
entist þeim. sent veiðar stunda,
út allt árið. Þetta sagði Kristján
Ragnarsson, formaður stjórnar
Landssambands íslenzkra út-
vegsmanna. í setningarræðu
þings LIU í gær.
Kristján mælti sem sé með
seinnt leiðinni. Hann sagði að
þetta hefðu verið taldar hinar
mestu hrakspár og uppgjöf þeg-
ar hann lýsti þessum skoðunum
fyrst í fyrra. En hann hefði
ekki skipt um skoðun.
Afkoma fiskveiðanna er mun
betri á þessu ári en í fyrra en
þrátt fyrir það er hún með því
versta sem hún hefur verið i
mörg ár.
Bátaflotinn, að loðnuveiðum
frátöldum, er nú rekinn með
um 1300 milljóna króna halla
og er þá reiknað með um 1500
milljónum króna f endurmetn-
um afskriftum. Afkoma loðnu-
veiðanna var mjög slæm siðast-
liðinn vetur en horfur eru nú
góðar.
Afkoma minni skuttogara er
skást af hinum ýmsu þáttum
útgerðar og halli þeirra talinn
vera um 360 milljónir króna
þegar endurmetnar afskriftir
eru áætlaðar um 860 milljónar.
Astæðan fyrir betri afkomu
þeirra er að aflabrögð hafa
reynzt mun betri en hjá öðrum
fiskiskipum.
Stóru skuttogararnir eiga við
mikla rekstrarerfiðleika að
stríða. Halli þeirra er um 385
milljónir eða jafnhá upphæð og
afskriftum nemur.
Nýgerðar áætlanir Þjóðhags-
stofnunar benda til að útflutn-
ingsverðmæti sjávarafurða
verði um 52 milljarðar króna í
ár, samanborið við 37 milljarða
í fyrra. Þessi hækkun skiptist í
þrennt, 18-19% er hækkun á
útflutningsverðlagi í erlendri
mynt. 14-15% er hækkuh á
verði erlends gjaldeyris og 4-
5% eru vegna aukins fram-
leiðslumagns. Alls er hækkunin
frá í fyrra þvi 40%.
„Núverandi markaðsverð
nægir frystiiðnaðinum ekki til
þess að greiða það verð fyrir
fiskinn, sem hann nú greiðir,
eða verkafólki þau laun sem nú
eru greidd," sagði Kristján.
Upplýsingastofnun
fyrir verzlunina?
Þrír þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins flytja tillögu um
stuðning ríkissjóðs við sérstaka
upplýsinga- og rannsóknar-
stofnun verzlunarinnar.
Lagt er til að ríkissjóður
veiti stofnuninni hliðstæða
fjármagnsfyrirgreiðslu og aðr-
ar höfuðatvinnugreinar í land-
inu eru þegar aðnjótandi.
Verzlunin sé nú mjög aískipt
í þessum efnum. í nútímaþjóð-
félagi sé öllum augljós sú brýna
nauðsyn, sem á því sé, að á
hverjum tíma liggi fyrir sem
gleggstar upplýsingar um stöðu
allra aðalatvinnugreina þjóðfé-
lagsins. Samtök i sjávarútvegi,
landbúnaði og iðnaði hafi sjálf
og með stuðningi ríkissjóðs ráð-
izt í umfangsmikla upplýsinga-
söfnun og gagnavinnslu fyrir
hlutaðeigandi atvinnugreinar.
Umræður hafi farið fram um
stofnun slíkrar stofnunar fyrir
verzlun en þröskuldurinn í vegi
fyrir framgangi málsins hafi
verið fjármagnsskortur,
Fyrsti ílutningsmaður er
Ellert B. Sehram.
-HH
JOSTYKIT
Hér er jólagjöfin
fyrir rafeinda-
áhugamanninn:
ÓSAMSETT EFNI í:
Magnara, frá 2w upp
í lOOw,
verð frá 1965 kr.
Björgvin Guðmundsson í borgarstjórn:
Hitaveita Reykjavíkur
endurskoði framkvæmdir
— vegna annarra byggðarlaga til að hamla gegn
stöðugum hækkunum á afnotagjöldum
Viðtœki, AM, FM, verð frá kr. 2165.
Ljósashow, I, 3 og 4 rásir,
verð frá kr. 5190.
EINNIG BER AÐ NEFNA
hina frábœru AE-bók
sem fjallar um öll und-
irstöðuatriði rafeinda-
frœðinnar.
Með bókinni fylgir
prentrás.
Bókin fœst bœði á
ensku og dönsku,
verð kr. 1590.
Og ótal margt fleira.
Sendum í póstkröfu.
Umboðsmenn:
Heimilistæki sf, Sætúni 8,
Reykjavík.
Huraldur Bjarnason,
Hrísalundi 12F, Akure.vri.
Karl Hálfdánarson. (íarðars-
braut 9, Húsavík.
Smári Radíóþjónustan,
Skólavegi 13. Vestmanna-
e.vjum.
SAMEIND HF.
Tömasarhaga 38,
simi 15732.
Opið 17—19, laugardaga 10
A fundi borgarstjórnar Reykja-
víkur lýsti Björgvin Guðmunds-
son nýlega þeirri skoðun sinni, að
fresta beri framkvæmdum Hita-
veitu Reykjavíkur vegna ná-
grannabyggðarlaga til þess að
ekki þ.vrfti að koma til hækkunar
hitaveitugjalda um 15% sem ráð-
gerð er eftir áramótin.
Benti hann jafnframt á þann
kost, að tekið yrði lán innan-
lands til þess að fjármagna þessar
framkvæmdir og að nágranna-
sveitarfélögin tækju slík lán. Rifj-
aði hann upp hin ýmsu sjónarmið
sem uppi hafa verið um það
hvernig standa ætti að fjármögn-
un hitaveituframkvæmda vegna
nágrannabyggðarlaga Reykjavík-
ur.
Sú leið var farin. sem kunnugt
er, að Hitaveita Reykjavíkur sæi
um allar framkvæmdir og fjár-
magnaði þær. Erlendar lántökur
vegna hitaveituframkvæmdanna
hafa, eins og önnur slík lán, verið
gengistryggð. í þeirri þróun. sem
orðið heíur á sigi íslenzku krón-
unnar gagnvart erlendum gjald-
miðlum. hefur nokkurt gengistap
orðið vegna þessara lána. Telur
Björgvin Guðmundsson að enn
hafi þetta gengistap um of ient á
Reykvíkingum í hækkuðum hita-
veitugjöldum, sem og annar sívax-
andi rekstrar- og stofnkostnaður.
Aætluð þörf til aukningar á kerf-
inu er um kr. 730 milljónir.
Sem fyrr segir lagði Björgvin
Guðmundsson það til að um sinn
vrði frestað frekari framkvæmd-
urn á vegunt Hitaveitu Revkjavík-
ur vegna annarra byggðarlaga eða
að þvi horfið að taka innlend lán
til þess að draga úr hækkunum á
afnotagjöldum sem nú er ákveðið
að leita eftir.
BS
Lán Húsnæöismálastjórnar og auraleysi fólks:
Vanskil ekki meiri
nú en á fyrri árum
..lnnheimta afborgana og
vaxta af húsnæðismálastjórnar-
lánum gengur ekki verr á þessu
ári en undanfarin ár." sagði
t'iuðbrandur Guðjónsson h.já
Veðdeild I.andsbankans er DB
spurði hann um ástæður f.vrir
300 nauðungaruppboðsauglýs-
ingum i Lögbirtingi á. dögun-
um. Voru þaú öll tengd lánum
llúsmeðismálastjórnar.
„Þetta er held ég ekki
stærra hlutfall en áður. Lánun-
um fjölgar alltaf og hlutfall
milli lánafjölda og vanskila er
sizt hærra nú en áður. Það eru
alltaf einhverjir sem eiga erfitt
nieð að greiða fvrr en i fulla
hnefana og aðrir sem trassa
greiðslur. En venjan er að áður
en til frekari aðgerða kemur
hafa svo til allir gert full skil."
Guðbiamlur sagði að lána-
fjtildi hjá Húsmeðismálastjórn
vteri nú kotninn að eða yfir 20
þúsund. Va>ri u.þ.b. helmingur
þeírra lána bundinn i fasteign-
um í Reykjavík og það þætti
ekki mikið að 300 lentu i aug-
lvsingu i I.ögbirtingablaðinu,
-ASt.