Dagblaðið - 10.12.1976, Page 7
DAtíBLAÐIÐ FÖSTUDACUK 10. DKSEMBER 1976.
7
Erlendar
fréttir
Morðin á Kennedy og King:
RANNSÓKNARNEFNDIN
FÆR170 STARFSMENN
REUTER
Líkið
hékk í
skemmti-
garðinum
15 ar
Dúkka, sem hangið hefur i
snöru í skemmtigarði á Long
Beach í CaliforníU, var i raun
og veru mannslík. Hafði
likaminn verið hluti af skraut-
sýningu í skemmtigarðinum í
rúm fimm ár.
Umsjónarmenn skemmti-
garðsins komust að hinu rétta
er verið var að kvikmynda
sjónvarpsþátt i garðinunt.
Einn tæknimannanna vildi
lagfæra litillega stellingu ann-
ars handleggjarins á dúkk-
unni, en þá datt hann af. Kom
þá bein í ljós, og líkskoðari
staðfesti þann grun manna. að
hér væri um lík að ræða.
Dr. Martin Luther King: Var
Ray einn að verki — eða er
„Rauul" til i raun ug veru?
Bandirísk þingnefnd sam-
i" kk'i i.inróma í gær að veita
hálfri sjöundu milljón Banda-
ríkjadala til nýrra rannsókna á
morðum Kennedy"■> forseta oe
mannréttindaleiðtogans Mart-
ins Luther Kings.
Helzti lögfræðiráðunautur
nefndarinnar, Richard
Sprague. hafði varað mjög við
þvi að dregið vrði úr fjár-
veitingum til nefndarinnar. þar
sem það gæti orðið til þess að
torvelda rannsóknina og vekja
fólk til umhugsunar um hvort
þingið gæti raunverulega staðið
að nefndum rannsóknum.
Hann kvað þetta fé verða
notað til tækjakaupa, launa-
greiðslna (starfsmenn
rannsóknarnefndarinnar eru
hundrað og sjötíu talsins) og
þóknana til sérfræðinga.
Sprague lagði á það áherzlu
að nefndin mætti ekki um of
treysta á leyniþjónustuna CIA
eða alrikislögregluna FBI. þar
sem háðar þær stoínanir verða
rannsakaðar ítarlega i tengsl-
um við rrjálið.
Rannsóknarnefnd þessi mun
m.a. kanna hvað hæft sé í þeim
fullyrðingum aðCIAogFBI hafi
leynt Warren-nefndina, sem
upphaflega rannsakaöi morðið
á Kennedy, mikilvægum
upplýsingum.
Kennedy forseti var m.vrtur
1963 og dr. King 1968.
John F. Kennedv: CIA og FBI
leyndu Warren-nefndina
mikilsverðum upplýsingum.
Það atriði verður kannað
rækilega nú. þegar morð for-
setans verður rannsakað á ný.
ÍSRAEL 0G USA LEGGJAST
GEGN ÞÁTTTÖKU PLO
Allsherjarþing Sameinuðu
þjóðanna hefur hvatt til þess.
að friðarviðræðurnar um Mið-
Austurlönd verði hafnar á ný í
lok marzmánaðar nk.
d’ulltrúar Israels og Banda-
ríkjanna. sem eiga annan for-
manna ráðstefnunnar ásamt
Sovétríkjunum. hafa lagzt gegn
samþykkt þingsins vegna þes
að í henni var einnig kveðið á
um aö fulltrúar Palestínu-
skæruliða ættu þar sæti.
Fulltrúar israels drógu sína
tillögu, þess efnis. að
viðræðurnar sk.vldu hefjast á'
ný . til baka. eftir að ríki, sem
hliðholl eru Arabaríkjunum,
lögðu fram þá tillögu sina, að
PLO samtökin ættu einnig sæti
á friðarviðræðufundunuin, á-
samt Egyptum, tsraelsmönn-
um, Jórdönum og Sýrlending-
um.
Yasser Arafat. leiðtogi
frelsishre.vfingar Palestinu-
manna. PLO.
Bjuggu til
jarðskjálfta
— í rannsóknarskyni
Jarðskjálfla var komið af stað
af :mannavöldum til að safna
upplýsúigum um jarðliig undir
Sagami-flóa nærri Tókýo i Japan í
morgun. Jarðskjálftafræðingar
telja að þar geti mikill jaróskjálfti
átt upptök sín á næstunni.
Talsmaður jarðfræöistofnunar
japanska ríkisins sagði í morgun
að tilraunin héfði heppnazt vel og
að niðurstöður. bvggða á þeim
upplýsingum er fengjust. ættu að
liggja l'yrir eflir viku.
Jarðskjálftanum var komið af
stað með þ^i aó snrengja fjögur
hundruð og fimmtiu kiló af dyna-
míti undir yfirborði jarðar á
eynni Izu Oshima. um 100 km
suður af Tokyo.
Skjálftinn, sem leiddi af
sprengingunni, var mælanlegur
víða á Kyrrahafsströnd Japans.
Jarðskjálftar i ár hafa vcriö mjiig tíðir og óvenju miklir. Mynilin sýnir
eitt l'órnarlamhanna. konu i Peonis á ítaliu.
CARTER LEGGUR ÁHERZLU Á ÞÍÐU í
SAMSKIPTUM VIÐ SOVÉTRÍKIN
Kjörinn forseti •Bandaríkjanna,
Jimmy Carter, sagði í gær að
hann myndi leggja áherzlu á þíðu
í samskiptum sínum við Sovétrík-
in eftir að hann tekur yið em-
bætti, 20. janúar n.k.
Clark Clifford fvrrum varnar-
málaráðherra. sem sat á fundi
með Carter í gær, sagði að hann
hefði þar lagt áherzlu á að við-
halda hernaðarmætti Bandaríkj-
anna en þó svo að þau og Sovét-
ríkin gætu haldið áfram að lifa í
friði.
Sagði Clifford ennfremur, að
Carter m.vndi velja varnarmála-
ráðherra og aðra ráðherra með
það í huga, að þeir gætu unnió
meö hinunt nývalda utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, Cyrus
Vance, í átt að friðsamlegri sam-
búð við Sovétrikin.
mm
VID HOFUM BREYTT
Sett upp nýjar, glæsilegar hillur með mikiu vöruvali.
Sælgætishom með jólasælgætinu.
Og nú höfum við flöskumóttöku, þar sem öll gler eru borguð
iít í peningum.
Allt þetta er til þess að veita viðskiptavinum vorum bætta
þjónustu og aukið vöruval.
Komið og sannfærizt, sjón er sögu ríkari.
Ath. allar nýlenduvörur
10% undir
leyfilegri álagningu. rQo
*u
%
Komið og
látið ferðina
borga sig.
B^Oi.r-
Kaupgarður
Smiöjuvegi9 Kópavogi