Dagblaðið - 10.12.1976, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 10.12.1976, Blaðsíða 12
N t 12 r Hætt að kaupa kjöt — Matarreikningurinn er orðinn yfir fjörutíuogfimmþús- und krónur, tilkynnti frúin miólungi hæversklega, um leiö og ég hirtist á eldhússþröskuld- inum kvöld eitl i nóvember- byrjun. Ja, hver asskotinn, er hann orðinn svona hár? sagði ég og reyndí aó gera mig dálítið kæruleysislegan í málrómnum. — Ójá, ekki ber á öðru, og hér er aðeins um hversdagsleg- ustu nauðsynjavöru að ræða, engan óþarfa af neinu tagi, nema píputóbakið þitt. Ég er meira að segja hætt að kaupa kjöt nema einu sinni í viku, sagði frúin, og var auðheyrt, að henni þótti ástandið ekki gefa tilefni til neins kæruleysis. — Hverslags er þetta, kona! Eg var bara alls ekki að bera á þig neitt óþarfa bruðl, sagði ég og tyllti mér á stólkoll í horninu við búrdyrnar og seildist í Moggann. — Nei, það getur vel verið. En reikningarnir verða ekki borgaðir með því að lesa Moggaleiðara og Tímaspeki, jafnvel ekki þótt rennt sé yfir Staksteina og Víðavangs- greinar líka. Við verðum að hugsa málið alvarlega og reyna að finna einhverja leið lil að láta endana ná santan, sagði frúin ákveðin. — Humm, saðgi ég, og ætlaói að vita hvort málið lognaðist ekki út af þar með. Já, þú hefur nú ekki nema átta- tíu-og-fimm-þúsund á mánuði, en mér skilst, að það sé marg- búið að reikna út, að venjuleg fimm manna fjölskylda þurfi að minnsta kosti hundrað- og-fimmtíu-þúsund á mánuði til að lifa af, og hvar á það að taka mismuninn? Er kannski bent á einhver ráð þarna? sagði frúin og gaf Mogganum fremur kuldalegt hornauga. Hún ætlaði sem sé ekki á láta málið niður falla umræðulaust. — Já, hvar á að taka mismun- inn, það er nú stóra spurning- in, sem allir þykjast vera að reyna að svara, en enginn ræð- ur við, sagði ég, og komst ekki hjá því að líta upp úr blöðun- um. Frúin hagræddi súpupottin- um á eldavélinni og tók að sneiða niður heilhveitibrauðið meðöru,’pum handtökum. — Ég veit ekki, hvaða út- komu aðrir fá úr sinum dæm- um. Eg.veit bara, að eitthvað verðum við aó gera til að reyna að velta þessu áfram, sagði hún svo og talaði greinilega til min en ekki súpupottsins. — Eitthvað, já, en hvað? Hef- ur þér dottið eitthvað sérstakt í hug? sagði ég. — Mér hefur verið að detta í hug að reyna að komast í skúr- ingar eða þá fiskvinnu, þótt ekki væri nema hálfan daginn, það mundi hjálpa dálítið til að brúa bilið, sagði frúin, og ég þóttist geta merkt, að hún hefði þegar velt málinu talsvert fyrir sér. — Nú, ég gæti nú kannski herjað út einhverja yfirvinnu eða aukavinnu. Eins og þú seg- ir, þá verðum við að gera eitt-; hvað, sagði sagði ég og áræddi að líta í blöðin aftur. Við kvöldmatarborðið var málið rætt af þeirri rökvfsi sem einkennir umræður um efna- hagsmál, svona yfirleitt, og þeg- ar síðustu súpuskeiðinni var kyngt, mátti heita, að við vær- um orðin nokkurn veginn ásátt um leið til úrbóta í fjármálum heimilisins. Ég þóttist sjá fram á , að næstu dagana yrði nóg að gera við að afla fjármagns til að brúa þetta margútreiknaða bil milli þess sem maður fær og þess sem maður þyrfti aó fá, enda hefur verðbólgu- og vísi- töluhagfræðingum ekki tekist til þessa að benda á nein óyggj- andi úrræði við þá brúargerð. Og um leið og ég hvarf með blöðin inn í stofuna til þess að fá mér afslöppunarlúr i sófan- um, tuldraði ég þennan hús- gang um efnahagslífið fyrir munni mér: „Þótt það sé margt sem miður fer má ekki lát ’ á bera. Við útmældan skammt skal una sér, um annað er varla að gera. I efnahagslífinú er alldjúp lægð, yfir mann rignir heimsku. Svona er nú vorra feðra frægð fallin í dá og gleymsku." Rabbi. ÁÞÖNUM JÓL í SÚM Nú er SUM dautt segja kunn- ugir. Hér mun víst átt við hin óíormlegu samtök myndlistar- manna sem nú hafa dreifst um hvippinn og hvappinn í lcit að frekari þekkingu og lífSviður- væri. Sýningarstaðurinn á hanabjálkaloftinu, fyrir ofan flibbaklæddu öskutunnurnar og trésmíðaverkstæðið, er þó enn við lýði. Þar fremur Einar Uuðmundsson stöku sinnum skriftir framtíðarbókmennta og hefur umsjón með sýningum, en Magnús Tómasson hefur að öðru leyti tekið að sér rekstur gallerisins og hyggst opna það fyrir allskonar straumum. Nú fer þar fram sýning sem Magnús hefur sett upp, á verk- um upphaflegra SUMara og yngri listamanna og er tilgang- ur hennar að vera það sem hann kallar „sneið í tíma", — að gefa einhverja húgru.,nd um það sem nokkrir alvarlega þenkjandi listamenn eru að gera á þessari stundu. Sneiðar Eru þeir 19 á tölu og merki- legt nokk, — verkin komast öll fyrir, enda eru-þau mörg litil um sig. A sunnudögum munu svo nokkrir þátttakenda sýna kvikmyndir og flytja leikverk og er síðasta tækifæri að sjá þau næstkomandi sunnudag kl. lö. Flest eru verkin i ætl við „concept" list og grundvallast því á útsetningum eða lýsingu hugmynda og hugmynda- tengsla, bæði á látlausan „skrá- setningar“-hátt og með myndrænum tilbrigðunt, en auk þess má enn finna hér áhril' frá popplist. Virðist „sneiðin i tíma" hafa hitt illa á hina eldri SUMara eða þá að þoir eru að biða stærri við- burða, því miirg verk þeirra sýnast púðurlilil. Kru framlög maigra yngri manna meira áberandi fyrir vikið, þótt sum verk þeirra standi vissulega fyrir sínu án alls samanburðar. Aldursforseci sýningarinnar, Magnús Pálsson, stendur sig að visu með ágætum. Gólfverk hans „Sekúndubrotið áður en Sikorsky þyrlan lendir" er bráðfyndið og jafníramt áleitið verk, — Magnús er eins og oft áður aö gera rúmið áþreifan- legt, eins og hann gerir stund- um við svo óræð og óáþreifan- leg fyrirbrigði sem tilfinningar og afstöðu. Leit að siagkrafti Jón Gunnar Árnason hefur til skamms tima sýnt þrykk eða veggmyndir, en virðist nú vera farinn að íhugá skúlptúr á ný. Tekur hann undir sig eitt horn og sýnir aggressífar háll'-relíef myndir. En hræddur er ég um að Jón Gunnar hafi kastað til höndum í þetta sinn því mynd- irnar vantar eitthvert markmið eða viðmiðun og það er alls ekki ljóst hvert sá hrjúfi slag- kraftur beinist sem í þeim blundar. Arnar Herbertsson leggur nú til hliðar blýant og grafíkodd og sýnir ótímasett verk með aðkenningu af „concept" hugsanatengslum, — ósköp ljúft, en líklega of per- sónulegt til að slá hressilega út frá sér. Sigurjón Jóhannsson sýnir gömul verk og ný, tvö þeirra samklippingar með þrí- víðri ábót. Hvorttveggja fjalla um fjölmiðlaþjóðfélag og sýnd- armennsku, samsetningar eru haglegar og oft beinskeyttar, en einhvernveginn finnst mér ég hafa séð þessar áherslur áður í verkum Sigurjóns. Gamalt og nýtt „Sykurkreppa" hans, álímdir sykurmolar á hvitum gifs- grunni er aftur á móti stíl- hreint og skemmtilegt verk sem boðar eitthvað nýtt. Vonandi fær Sigurjón tima til þess að vinna úr því nýjabrumi. Tryggvi Ólafsson bætir þvi mið- ur engu við það sem hann hefur áður gert með þeim verkum sem hér hanga og sum þeirra virðast jafnvel vísa til gamalla mynda eftir Lichtenstein. Enn minni fengur er í litljósmynd- um Rósku, ljóðrænum móðu- myndum sem gætu hæglega selt nokkrar flöskur af Martini Rosso í réttu vikuriti. Magnús Tómasson sjálfur virðist ekki hafa gefið sér mikinn tíma til myndgerðar í öllu stússinu og kemst fremur ódýrt frá „draumnum um fjallið". Af yngri mönnum komast þeir best frá sínu er setja fram hug- myndafræðilegar staðhæfingar á myndrænan hátt. Helgi Þor- gils á innvirðulegri hluti í poka- horninu en þau rifrildi er hann hefur sent vinum sínum og Árni Ingólfsson er hér of hóg- vær, þótt framlag hans segi vissulega sitt. Meiri snerpa þyrfti að vera í teikningum Kristins G. Harðarsonar, en hinsvegar er „Myndljóð" hans heillegt og skemmtilegt. Fjallað um sjálfan sig Þór Vigfússon fjallar um minnkun krónunnar á snyrti- legan hátt, Birgir Andrésson sýnir verk um Óla Lár og Óli fjallar um sjálfan sig, svo Óli Lár kemur óneitanlega vel út á þessari sýningu. Níels Hafstein kemur hér fram sem meiri og snurfusaðri formalisti en ég hefði látið mér detta í hug, — og eru „hvítv'íddar" myndir hans gott innlegg i islenska af- strakthefð. Sigurður Þórir Sig- urðsson er óðum að þroskast sem grafiker og nýstárlegur er blendingur hans af klippi og graffk og Bjarni H. Þórarinsson segir frá „borgaralegu inn- leggi" og „stefnumóti" i ljós- myndum. Öllu áhrifameira er þó „stefnumótið" þar sem göml- um og nýjum ljósm.vndum er teflt saman. Þeir Kristján Kristjánsson og Steingrímur Kristmundsson sýna hér samt einna heilstevptustu persónu- leikana af yngri þátttakendum. Sigurjón Jóhannsson — „Kiss“ 1972 AÐALSTEINN INGÓLFSSON Myndlist Kristinn G. Harðarson — „Myndljóð" Myndir: Árni Páll Lagleg tœkni Kristján er kominn upp á lag- ið með mjög laglega „collage" tækni sem þó er aldrei hrein formfræði, heldur hefur hún jafnan húmanískan eða póli- tískan boðskap til að bera og Steingrímur opinberar í mynd sinni á þessum vígstöóvum bæði íhugun og fágað hand- bragð sem sjálfsagt á eftir að koma honum til góða síðar. en bæði Kristján og Steingrimur sýna einnig á vesturvígstöðvun- um í Gallerí Sólon íslandus. Eini þátttakandinn erlendis frá er Jan Voss og teiknuð rnynd hans „Þang" er hálf grautar- legt fyrirtæki. Þessi desembersýning i SUM gefur þvi til kvnna að a.m.k vngri mennirnir séu að þreifa fvrir sér og eigi eftir aó koma aftur við sögu. en þeir eldri megi fara að athuga sinn gang. — ef þeir eru þá ekki að spara kraftana. V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.