Dagblaðið - 10.12.1976, Blaðsíða 14
14
DAGBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1976.
rTiii
Hlakkaði í áhorfendum
en það breyttist!
— og leikmenn Dankersen fögnuðu sigri í Nettelstedt
þetta tap i Hiittenberg. Hofweier
hefndi fyrir ósigur i fyrri
leiknum vió Grosswallstadt (10-
16) og vann með frábærum leik.
3000 áhorfendur sáu þann leik og
fengu mikió fyrir aurana sína.
Kliihspies (Grosswallstadt) var
tekinn úr umferð og það dugði.
Meistarar suðurdeildarinnar í
vor, Dietzenbach, virðast nú ékki
eins sterkir og má segja, að liðið
sé fallið úr keppninni um úrslita-
sæti. Hefur tapað níu stigum.
Staðan er nú þannig:
Norðurdeild
Minden 6. desember.
Línurnar í Bundeslígunni urðu
eitthvað skýrari eftir tíundu
umferð. sem fram fór nú um
helgina. Nokkrir ..úrslitaleikir"
voru í báðum riðlum og
mikilvægur hver punktur. í
norðurdeild er Gummersbach
ckki lengur ríkjandi lið og í
suðurdeild virðist Grossvallstadt
vera að missa flugið. Ekki vil ég
fullyrða hvort Gummersbach sé
lengur með I kapphlaupinu um
meistaratitilinn. en vonir
leikmanna liðsins eru ekki
miklar. Þetta er í fyrsta skipti
síðan 1966 að Gummersbach er
svo snemma ekki talið eiga
möguleika á úrslitasætum.
Eins og nú er koma tvö félög,
Grúnn Weiss , Dankersen og
Rheinhausen, til með að berjast
um fyrsta og annað sætið í
norðurdeild. Þessi lið hafa á að
skipa jafnbeztu leikmönnunum
og bæði hafa mjög góða
markverði'.
I suðurdeild skauzt Húttenberg
upp í fyrsta sæti með sigri sínum
yfir Göppingen og Grossvallstadt
færist í annað sætið eftir annan
ósigurinn í röð á tveimur vikum.
Snúum okkur þá að úrslitum
einstakra leikja
Norðurdeild
Nettelstedt—Dankersen
Fúsche B.—Wellinghofen
Gummersb.—Rheinh.
Grambke—Derschlag
Phönix Essen—Kiel
15-16
17-14
14-17
17-12
17-17
Gummersbach—Rheinhausen.
Lið Gummersbach, sem nú lék í
fyrsta skipti í nýrri höll í
Gummersbach — rúmar 2500
áhorfendur — virðist ekki geta
verið án Joachim Deckarm, sem
er handarbrotinn og Rheinhausen
var allaf sterkari aðilinn í þessari
viðureign. Markmaður
Rheinhausen, Borfke, sem er 2.15
metrar á hæð, bar af, ennfremur
Heusen og Rosendahl, sem
skoruðu fimm mörk hvor. Hjá
Gummersbach var Schlagheck
markhæstur með 4 mörk og var
með fjölda tilrauna. Útlitið hjá
Gummersbach er ekki gott þessa
stundina og óvíst hvort liðið nær
sér aftur á strik. Deckarm verður
frá fram að áramótum og 18.
desember leikur Kater,
markmaður, sinn síðasta leik með
Gummersbach. í framtíðinni
leikur hann líklega með liði
Hansa Schmidt í 3ju deild. Nú eru
uppi raddir um það, aó Gummers-
bach verði að fá nýja leikmenn til
sín ef félagið hafi áhuga á að
halda sér við toppinn.
Nettelstedt—Dankersen
Derby-leikurinn Nettelstedt
GWD var það, sem rnenn biðu
eftir hér fyrir norðan og segja
sérfræðingar, að hægt hefði verið
að fylla Dortmúnder-höllina, sem
rúmar 10 þúsund áhorfendur, á
hvorn leik þessara liða. En höllin
í Nettelstedt tekur aðeins 1500
áhorfendur, sem allir eru ,,árs
áhorfendur" — það er kaupa sér
ársmiða fyrir keppnistímabilið.
GWD fékk t.d. aðeins 60 miða
fyrir leikmenn og helztu áhang-
endur. Það sem þessir 1500
GWD jafnaði í 14-14 og var
furðulegt, að Nettelstedt skyldi
ekki taka mann úr umferð hjá
GWD þegar þeir voru einum
fleiri.
Lúbking skoraði úr vítakasti.
15-14 fyrir Nettelstedt og þrjár
mín eftir Gerd Becker jafnaði í
15-15 með skoti úr vinstra
horninu — Nettelstedt missti
boltann og tæp mín. eftir. Allt á
suðupunkti — spennan í hámarki.
GWD tók þá ,,stimplun“ frá
hægra horni og yfir, sem endaði
með því, að Becker skoraði sigur-
Suðurdeild
Leutershausen—Wiesbaden 22-14
Hofwier—Grossv.st. 19-13
Huttenberg—Göppingen 15-13
Milbertsh.—Dietzenb. 21-16.
Rintheim—Osswil 20-9
Með heimasigri yfir Göppingen
náði Húttenberg fyrsta sætinu.
1500 áhorfendur sáu harðan leik
—hraða og mistök. I hálfleik var
staðan 8-8. Það var ekki fyrr en
Dork skoraði tvö mörk í röð og
breytti stöðunni úr 12-12 í 14-12.
að sigur Húttenberg var í höfn.
Rheinhausen 9 s 0 1 165-132 16
Dankersen 10 8 0 2 193-158 16
Nettelstedt 10 6 1 3 194:157 13
Gummersb. 10 6 0 4 201-164 12
Derschlag 10 5 0 5 159-158 10
Wellingh. 10 4 2 4 142-142 10
Grambke 10 4 1 5 152-169 9
Kiel 9 3 1 5 139-144 7
Túsche 10 2 0 8 144-189 4
Ph. Essen 10 0 1 9 154-230 1
Suðurdeild
Húttenberg 10 7 1 2 148:132 15
Grossw.st. 10 6 2 2 131-120 14
Hoxweier 10 6 2 2 158-150 14
Dietzenbach 10 5 1 4 157-154 11
Ólafur H.
Jónsson
Handboltapunktar
frá V-Þýzkalandi
Axel
Axelsson
áhorfendur geta látið í sér heyra,
er ótrúlegt. Ég held að það sé
verra heldur en þegar 7000
áhorfendur hvetja sína menn í
Kiel.
Leikurinn var gífurlega
harður. en þó ekki grófur. Það var
auðfundið, að nú átti að hefna
ósigursins í fyrri leik liðanna.
Nettelstedt hefur ekki tapað leik
á heimavelli síðan 1970!! —
þannig, að veðmálin stóðu liðinu í
hag. Fyrri hálíleikur var jafn og
að mestu leiddi GWD með einu
marki eða þar til fimm mín. voru
eftir áf hálfleiknum Þá jafnaði
Nettelstedt og komst síðan einu
marki yfir, 10-9 í hálfleik.
Peter Pickel, áður Hamburger
SV, hafði verið atkvæðamikill í
fyrri hálfleik (6/1 mörk) og
auðséð að fara þurfti lengra út á
móti honum til að stöðva þennan
sterka leikmann. Seinni hálf-
leikur einkenndist af varkárni í
sókn og hörku í vörn. GWD
spilaði vörnina mjög framarlega
og það hreif, því skyttur
Nettelstedt náðu sér ekki upp í
hálfleiknum. Þegar sex. mín. voru
eftir hlakkaði mjög í áhorfendum,
því van Oepen, GWD, var þá
rekinn út af í fimm mínútur! Þá
átti sigurinn að vera vís fyrir gest-
gjafana. Staðan var 13-13 og
Pickel skoraði 14-13. Utlitið var
svart fyrir GWD. En Nettelstedt
fór of hratt i málin ogstjórnleysiá
bekknum ollu því, að leikmenn
liðins misstu tvívegis boltann.
markið, 16-15 úr horninu. Fléttan
var mjög vel útfærð. Nettelstedt
byrjaði á miðju, en brotið var á
leikmanni liðsins. Liðið fékk
frikast, sem ekki tókst að nýta.
Leiknum var lokið og leikmenn
Dankersen fögnuðu innilega. Við
þessu höfðu menn ekki búizt.
Tveir plús-punktar í safnið og
einu skrefi nær úrslitum. Þeir,
sem skoruðu GWD Von Oepen 4
Axel 3/2, Becker 3, Grund 2,
Waltke 2, Ólafur 1 og Busch 1.
Nettelstedt. Pickel 7/2, Lúbking
2/1, Möller 2, Glombek 1. Willisch
2 og Schibschid 1.
Grambke, Bremen, vann
Derschlag í miklum baráttuleik
frammi fyrir 2200 áhorfendum í
Stadthalle í Bremen. Derschlag
virðist alveg heillum horfið og
verður nú að berjast fyrir tilveru
sinni í deildinni. Eítir sjö leiki án
sigurs vann R. Fúsche
verðskuldað 17-14 gegn Welling-
hofen, en þrátt fyrir sigurinn má
telja vist, að Berlínarliðið falli.
Vinstri handar skyttan Seehase
skoraði níu mörk fyrir Fúsche.
Phönix Essen fekk sinn fyrsta
punkt í deiídinni og það gegn Kiel.
Bæði lið buðu upp á 2. deildar
handknattleik og áttu lítið hrós
skilið. Krause 9/6 skoraði mest
íyrir Kiel, en síðustu mín. var
hann rekinn út af fyrir fullt og
allt. Gaf Oberscheid, Essen, einn
„léttan" beint í andlitið.
Gunnar Einarsson átti sinn
bezta leik á þessu leiktímabili og
alltaf lá boltinn inni, þegar hann
skaut á markið. Hann var með 9/1
mörk. Göppingen er enn á hættu-
svæðinu, en leikmenn vonast eftir
að liðið komi sterkar úr í seinni
umferðinni þannig, að það týrir á
perunni í Göppingen þrátt fyrir
Rintheim 10 5 0 5
Milbertshof. 10 4 2 4
Göppingen 10 4 1 5
Leutersh. 10 2 2 6
Ossweill 10 2 2 6
Wiesbaden 10 1 3 6
Með beztu kveðjum,
Ölafur H. Jónsson.
Axel Axelsson.
163-148
132-134
146-144
141-150
144-165
141-164
10
10
9
6
6
5
Islandsmet Ingunnar
— í langstökki án atrennu
Ingunn Einarsdóttir, frjáls-
íþróttakonan fjölhæfa í lR, setti
nýtt íslandsmet í langstökki
innanhúss í Baldurshaga í gær.
Stökk 5.52 metra. Eldra íslands-
metið í greininni var 5.49 metrar.
Sigrún Sveinsdóttir, Ármanni,
átti það og var metið sett fyrir
f jórum árum 1972.
Þá var einnig keppt í lang-
stökki karla og þar náði Friðrik
Þór Óskarsson. ÍR, ágætum
árangri — stökk 6.76 metra — á
þessu innanfélagsmóti ÍR.
Höfum opið til
kl. 10 á föstudag og til
kl. 6 á laugardag
Æfingagallar — Töskur — Búningar
Skór o.fl.
Leggjum áherzlu á góða
vöru á hagsæðu verðl.
Verið velkomin,
Irtið inn.
Póstsendum um
allt land.
Ingunn leggur nú meiri
áherzlu á langstökkið en áður
með tilliti til keppni í fimmtar-
þraut næsta sumar og keppnin í
gær var liður í þeim undirbúningi.
Árangurinn lét ekki á sér standa.
Nýtt íslandsmet.
Fjöldi erlendra áhorf-
enda á HM takmarkaður
Framkvæmdanefnd heims-
meistarakeppninnar í knattspyrnu.
sem háð verður í Argentínu 1976.
tilkynnti í gær eftir fund í Rosario í
Árgentinu. að allar líkur væru á þvi
að takmarka þyrfti fjölda erlendra
áhorfenda á keppnina. Við viljum
ekki að fólk sofi í almenningsgörðum
og á torgum. sagði varaformaður
ncfndarinnar. Carlos Alberto
Lacoste. kapteinn i sjóhernum. eftir
fundinn.
Hann bætti við, að endur-
skipuleggja þyrfti alla hótelaðstöðu í
Argentínu og byggja ný hótel. Það
verður áreiðanlega ekki gerl fyrir
heimsmeistarakeppnina 1978. Eina
ráðið er að draga úr fjölda erlendra
áhorfenda á keppnina.
Þá bætti kapteinninn þvi við, að
heimsmeistarakeppnin 1978 yrði
áreiðanlega ekki „keppni aldarinnar''
á knattspyrnusviðinu — en fram-
kvæmd hennar yrði þó góð á argen-
tíska vísu.
Aætlað er að selja tvær milljónir
aðgöngumiða á hina ýmsu leiki — og
helmingur þeirra verður fyrir heima-
fólk.
Þetta er í fyrsta skipti, sem frar
kemur, að hótelaðstaða er ekki næ
fyrir þá, sem áæltað hafa að sækj
leiki á heimsmeistarakeppninni —ei
áður hefur undirbúningur Argentínc
manna fyrir heimsmeistarakeppnin
1978 verið gagnrýndur á nær öllur
sviðum.
Einn kemur þá annar fer. Hin
16 ára rúmenska stúlka Theodora
Ungureanu var sannarlega
stjarnan i fimleikakeppni 5 þjóða
sem fram fór í Mílanó.
Ungureanu stóð í skugga löndu
sinnar Nadiu Comaneci á
Olympíuleikunum sem og annað
fimleikafólk. En Nadia meiddist
á æfingu og gat ekki tekið þátt i
fimm landa keppni — Sviss, Ung-
verjaland. V-Þýzkaland. Rúmenía
og italía tóku þátt i keppninni.
En stjarna Ungureanu skein
skært í Mílanó — hún fékk 9.95 á
jafnvægisslá og 9.90 i frjálsum
æfingum og sigraði í kvenna-
keppninni — hlaut samtals í
einkunn 39.10 stig — næstá
stúlka fékk 37 stig. svo yfirburðir
Ungureanu voru miklir.