Dagblaðið - 18.01.1977, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 18.01.1977, Blaðsíða 1
3. ARG. — ÞRIÐJUDAGUR 18. JANtJAR 1977 — 14. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMULA12 Sími 83322. 'AUGLV'SINGAR OG AFGREIÐSLA. ÞVERHOLTI 2. SÍMI 27022. Alusuisse seilist eftir mestri orku landsins: Tillögurnar hafa engar undirtektir fengið” —■ sagði iðnaðarráðherra í morgun „Þessar hugmyndir Alu- suisse eru algerlega einhliða hugmyndir þeirra, sem þeir sendu Magnúsi Kjartanssyni þáverandi iðnaðarráðherra á árinu 1973 sem trúnaðarmál. Þessar hugmyndir voru sendar að nýju haustið 1974, í meginat- riðum algerlega óbreyttar. Þær eru ekki einu sinni á umræðu- stigi og hafa engar undirtektir fengið,“ sagði Gunnar Thorodd- sen iðnaðarráðherra í morgun um tillögur Alusuisse um geysi- lega aukningu umsvifa. Gunnar sagði að það væri trúnaðarbrot af hálfu Magnúsar Kjartanssonar að opinbera þessar tillögur. „Skopleg skýjaborg,“ segir Magnús Magnús Kjartansson segir í viðtali í Alþýðublaðinu í morgun, að rétt sé, að Sviss- lendingarnir hafi sent sér áætl- unina eins og hún upphaflega var. Hann hafi þá dreift henni meðal meðráðherra sinna, en §agt Alusuisse ákveðið, að hann væri ekki til viðtals um neinar framkvæmdir á þeirra vegum, ekki einu sinni kerskálabygg- ingu, nema samningum þeirra við íslenzka ríkið yrði sprett algerlega upp. „Satt bezt að- segja fannst mér þessi skýja- borg þeirra beinlínis skopleg,“ segir Magnús. Þær tillögur, sem engar undirtektir hafa fengið og eru ekki á umræðustigi að sögn iðnaðarráðherra eru í þá átt að Alusuisse stofni helmingafélag með íslenzka ríkinu og félagið. fái um helming alls virkjanlegs vatnsafls á landinu. Það félag gangist fyrir miklum virkjunum og bygg- ingu iðjuvera á Austurlandi. Iðjuver þess þyrftu 8000 gíga- wattstunda orku á ári, sem yrði sjö sinnum meira en álverið notar nú. Öll orkuframleiðsla á tslandi mun nú nema 2500 gíga- wattstundum á ári, Ennfremur er í þessum hugmyndum, að Alusuisse reisi álverksmiðjur, sem framleiði 500 þúsund tonn, sem er um sjö sinnum meira en álverið i Straumsvík framleiðir. Af öðrum tillögum-Alusuisse, sem koma fram í leyniplaggi með einkenninu „Integral", má nefna stækkun álversins f Straumsvík og byggingu súrál- verksmiðju. Stækkun annars kerskála í Straumsvík hefur þegar verið samþykkt og bygg- ing hins þriðja hefur verið rædd. Þá hefur bygging súrálverk- smiðju verið rædd. -HH osKop er p< leitthlutskipti Þessi bekkur hefur augsýnilega verið fyrir einhverjum og þess vegna verið hent út í TJörn þar sem hann fraus fastur i.frosthörkunum undanfarið. Þótt bekkurinn sé ósköp óánægður með sig og sitt hiutskipti þá hefur mannfóikið kunnað við frostið og notið sín við að bregóa sér á skauta hér sunnanlands, því lítið fer enn fyrir skíðasnjó. 1 dag geta menn vel unað við veðrið. Það er úrkomulitið hér suðvestanlands og sums staðar léttskýjað á Vesturlandi. Hiti er nálægt frostmarki. * I DB-mynd Arni Páil. Þyrla Gæzlunnar eða furðuhlutur? „Kurðuhlutur“ sást á lofti frá radarstöðvum á Keflavíkur- flugvelli kl. 23.48 í gærkvöldi. Stefnan var SV af Reykjanesi. Flugstjórnaryfirvöld á vell- inum fengu fljótlega grun1 um að þarna væri á ferð þyrla, annaðhvort frá Gæzlunni eða Andra Heiðberg. Flugstjórnin í Reykjávík hafði engar upplýsingar um flugvélar á ferð á þessum slóðum. Klukkan 3 í nótt sendi varnarliðið þyrlu á vettvang til könnunar. Fann hún „skip“ sem bar þyrlu og urðu menn þá rórri. Nú í morgun sáu flug- stjórnarmenn varðskip skammt undan ströndinni, en þá var ekkert flug í kringum skipið. Landhelgisgæzlan sagði í morgun að engin þyrla Gæzlunnar hefði verið á flugi á þessum slóðum. Það er skoðun flugstjórnar- manna í Keflavík að þarna hafi verið um æfingaflug þyrlunnar að ræða og lendingar á skipi að næturlagi. -ASt. FJÖLBRAUTIN EIGNAST GLÆSILEGT VERKSTÆÐI Rógskrif um „hjartahrein- ustu og þjóðlegustu öfl landsins” af erlendum toga spunnin? — leiðari á bls. 10

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.