Dagblaðið - 18.01.1977, Side 8
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 1977.
.....
8
Ok um með „stolin númer
og „stolinn” skoðunarmiða í
framrúðu
Oven julegt árekstrarmál
írannsókn
Sögulegur árekstur varð á
mótum Kringlumýrarbrautar
og Suðurlandsbrautar laugar-
daginn 8. jan. sl. Arekstur þessi
á ef til viil eftir að verða nokk-
uð sérstæður í litríkri sögu bif-
reiðaárekstra í Reykjavík því í
Ijós kom að númer annars bíls-
ins voru og eru hvergi til á skrá
Bifreiðaeftirlitsins. 'Er helzt
gizkað á í dag að númerunum
hafi verið stolið á einhvern
hátt. Sami bíll var með skoðun-
armjða fyrir 1976 í framrúðu og
er hann einnig talinn stolinn.
Billinn er hvergi í greiddri
tryggingu. Af öllu þessu verður
hér væntanlega um dómsmál að
ræða. En á meðan er jafnvel
hætta á því að sá er fyrir þess-
um bíl varð fái bil sinn ekki
bættan. Er þarna um tveggja
ára Cortinu að ræða og er hún
talin ónýt eftir áreksturinn.
Iljá slysarannsóknadeild
fékk DB þær upplýsingar að
slysið hefði orðið þannig að
Mustang-bifreið var ekið austur
Laugaveg. Við mót Suðurlands-
brautar bevgir gatan svolítið.
Par á mótunum telur ökumaður
Mustangbifreiðarinnar að bíll
hans hafi lent á hálkubletti. Við
það snerist bifreiðin og rann
yfir á rangan vegarhelming.
Þar lenti hún á Cortínu-
bifreiðinni sem ók í vesturátt.
Ökumaður Cortínunnar fékk
minni háttar höfuðhögg en því
fylgdu ekki eftirköst að því er
DB veit bezt. Cortínu-bíllinn er
talinn svo illa farinn að hann
fari aldrei aftur ,,á götuna“.
Ungur maður ók Mustang-
bifreiðinni. Lítið er upp úr
skýrslu hans að hafa enda hef-
ur hann enn ekki orðið við boð-
um um að mæta hjá SRD. Far-
þegi var með honum í bílnum,
kunningi ökumannsins. Þessi
farþegi eða ,,kunningi“ hefur
tjáð lögreglunni að ökumaður-
inn eigi ekki bílinn. Ekki
kvaðst farþeginn þekkja eig-
andann en telur hann vera sjó-
mann.
Bifreiðaeftirlitið hefur það
númer sem á Mustang-bílnum
var við áreksturinn ekki á sinni
skrá. Er það ætlun manna að
það hafi áður verið á gömlum
Trabant-bíl. Hvernig það komst
á Mustanginn er enn óupplýst
og eins hvernig komizt var yfir
númersplöturnar og hver tyllti
þeim á Mustang-bifreiðina. Með
þessi númer hefur Mustang-
bifreiðin ekki getað komið til
skoðunar. Eigi að síður er skoð-
unarmiði á framrúðunni. Bent
er á að á síðustu árum sé auð-
velt að stela slíkum miðum þvi
plastfilmu þeirra má hæglega
taka óskemmda af bílrúðu.
Að minnsta kosti einn lög-
fræðingur er kominn í þetta
mál. Telur hann að það trygg-
ingafélag sem síðast hafði bíl
með númersplötunum, sem nú
voru á Mustangbifreiðinni, í
tryggingu hjá sér sé bótaskylt
en éigi síðan kröfu á ökumann
eða eiganda Mustangbifreiðar-
innar. En hér er um mjög
óvenjulegt mál að ræða.
-ASt.
V
Fjögur ný prestaköll laus:
Tveir nýir sálu-
sorgarar í f jörðinn
Fjögur prestaköll hafa verið
auglýst laus til umsóknar af
biskupi íslands, tvö þeirra í
Hafnarfirði.
Prestaköllin eru þessi:
Hafnarfjarðarprestakall (aust-
an og sunnan Reykjavíkurveg-
ar),
Víðistaðaprestakall (vestan og
norðan Reykjavikurvegar),
Melstaðarprestakall i Ilúna-
vatnsprófastsdæmi.
Miklabæjarprestakall í Skaga-
firði.
DALE CARNEGIE
NÁMSKEIÐIÐ
f ræðumennsku og mannlegum
samskiptum er að hef jast
Námskeiðið mun hjálpa þér að:
★ Öðlast meira hugrekki og sjálfstraust.
★ Bæta minni þitt á nöfn, andlit og,
staðreyndir.
★ Láta í ljósi skoðanir þínar af meiri
sannfæringarkrafti í samræðum og
á fundum.
★ Stækka vinahóp þinn, ávinna þér
virðingu og viðurkenningu.
★ Talið er að 85% af velgengni þinni sé
komin undir því, hvernig þér tekst
að umgangast aðra.
★ Starfa af meiri lífskrafti — heima og
á vinnustað.
★ Halda óhyggjum í skefjum og draga
úr kvíða.
★ Verða hæfari að taka við meiri
óbyrgð án óþarfa spennu og kvíða.
Okkar ráðlegging er því: Taktu þátt í
Dale Carnegie námskeiðinu.
FJÁRFESTING Í MENNTUN GEFUR ÞÉR ARÐ
ÆVILANGT.
Innritun og upplýsingar í síma
Einkaleyfi á Íslandi
STJÓRNUNARSKÓLINN
Konráð Adolphsson
8-24-11
Halli, Laddi og Gísli Rúnar tóku sig vei út að vanda
og ættu kannski að nota þessi gervi oftar,
Alfar,
púkar og
forynjur
—og þjóðfrægir
skemmtikraftar
dönsuðu og
skemmtu
Akureyringum
íþróttafélagið Þór á Akurevri
efndi lil álfadans og brennu á
sunnudaginn. Fór gamanið fram á
nýju íþróttasvæði Þórs i Glerár-
þorpi en þangað var farin blysför
frá íþróttasvæðinu inni í bæ og
fóru álfakóngur og álfadrottning í
broddi fylkingar.
Urn eða yfir 2000 manns söfn-
uðust saman á íþróttasvæði Þörs
og höfðu allir gaman af. Þarna gat
að líta tröll og púka og alis kyns
ára sem álfakóngi og drottningu
fvlgdu. Cerði þetta lið ýmsar listir
og kúnstir.
Þrir púkar skáru sig nokkuð úr
sveit annarra púka og ára. Voru
þarna á ferð þeir þjóðkunnu gár-
ungar, Halli. Laddi og Gísli Rúnar
i tilhevrandi gervum. Það er mál
manna að álfatrú muni ekki fara
dvínandi í Eyjafirði eftir þessa
hátíð Þórsara á Akurevri.
FA/ASt. DB-myndir FAx.
Alfakóngur og álfadrottning óku i skrautlega upplýstum vagni.
Tröll og forynjur voru í fvlgdar-
ljðinu. ægilegar og ógnþrungnar
ásýndum.
Einhver góður maður í rakara-
stétt gæti gert góðverk þarna.