Dagblaðið - 18.01.1977, Page 10
10
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 1977
mSBIABW
Irjálst, nháð dagblað
Utgefandi Dagblaöiö hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson.
Fréttastjóri: Jón Birgir Pótursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Aöstoöarf.'éttastjóri: Atli
Steinarsson. íþróttir: Hallur Símonarson. Hönnun: Jóhannes Reykdal. Handrit: Ásgrímur Palsson.
Blaöamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson. Bragi Sigurösson, Erna V. Ingólfsdóttir, Gissui
Sigurösson, Hallur Hallsson, Helgi Pétursson, Jóhanna Birgisdóttir, Katrín Pálsdóttir, Kristín
Lýösdóttir, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson. Ljósmyndir: Árni Páll Jóhannsson, Bjarnleifur
Bjamleifsson, Sveinn Þormóðsson.
Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson.
Áskriftargjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60 >kr. eintakiö.
Ritstjórn Síðumúla 12, sími 83322, auglýsingar, áskriftir og afgreiðsla Þverholti 2, sími 27022.
Setning og umbrot: Dagblaöið og Steindórsprent hf., Ármúla 5.
Mynda-og plötugerö: Hilmir hf., Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19.
Nýir menn kanni málin
Einn af helztu stjórnmálarit-
urum Tímans gaf nýlega í skyn,
að bandaríska leyniþjónustan
CIA stæði að baki því mót-
læti, sem Guðbjartur Pálsson
og fleiri fjármálamenn, tengd-
ir Framsóknarflokknum, hafa
mátt þola. Telur þessi sérfræðingur, að CIA
leggi mikla áherzlu á rógskrif um þjóðlegustu
og hjartahreinustu öfl landsins.
Virðíst sérfræðingurinn aðallega beina
skeytum sínum að Vísi og Alþýðublaðinu sem
eins konar umboðsmönnum CIA. Áður hafði
hann kvartað yfir Rússadýrkun Dagblaðsins
með þeim hætti, að ætla mætti, að skrif þess um
heiðursmenn, tengda Framsóknarflokknum,
séu runnin undir rifjum sovézku leyniþjónust-
unnar KGB. Eru vandamál Framsóknarflokks-
ins þá orðin næsta alþjóðleg.
Rótin að óánægju stjórnmálaritara Tímans
er sú, að ofangreind dagblöð hafa hvað eftir
annað orðið vettvangur þeirra skoðana, að
furðutíðindin úr dómsmálaheiminum séu orðin
of mörg til þess, að um tilviljanir geti verið að
ræða.
í leiðara Dagblaðsins í gær voru rakin all-
mörg þeirra atriða, sem valda grunsemdum
um, að ekki sé allt með felldu í dómsmálastjórn
framsóknarmanna. Hvert einstakt atriði út af
fyrir sig gæti verið tilviljun, sem sannar ekki
neitt. En margir leyfa sér aó efast um, þegar
allt er saman talið, að þvílík endalaus röð
tilviljana geti átt sér stað.
Hvort sem um rógs- eða sannleiksskrif, af
góðum eða illum hvötum er að ræða, þá er
ófært, að réttarkerfið í landinu verði óvirkt.
Það er ófært, að æðstu embættismenn og fram-
sóknarmenn dómsmála séu gerðir óvinnufærir.
Eitthvað meira en lítið verður að gera til að fá
botn í hin umdeildu mál.
Frumkvæðið hlýtur að koma frá ríkis-
stjórninni og hljótasamþykki alþingis.Það gæti
til dæmis verið í þeirri mynd, að varið yrði
sérstaklega um 100 milljónum króna á ári af fé
ríkisins til að ráöa færa endurskoðendur til að
hraða bókhalds- og skjalaskoðun ýmissa þeirra
stórmála, sem nú stífla réttarkerfið í landinu.
Jafnframt gæti ríkið varið nokkru lægri
upphæö til að ráða færa lögmenn, sem ekki eru
taldir í pólitískum tengslum, til að gegna hlut-
verkum sjálfstæðra rannsóknardómara, er ekki
séu á neinn hátt háðir embættismönnum, sem
taldir eru vera í pólitískum tengslum.
Til að fullnægja öllu réttlæti mætti með
sama krafti rannsaka, hvort útlend eða önnur
annarleg öfl standi að baki blaðaskrifa um
ástandiö í dómsmálum þjóðarinnar. Ætti sú
rannsókn að vera gerð með sama hraða og sama
pólitíska hlutleysinu og hinar fyrrnefndu.
Ýmsir fjölmiðlar og almenningur í landinu
hafa ástæðu til að ætla, að réttarfarið í landinu
sé verulega gallað. Ríkisstjórn og alþingi ber
skylda til að hreinsa andrúmsloftið með því að
veita fé til að fá nýja menn til að kanna hin
umdeildu mál ofan í kjölinn.
Að öðrum kosti mun krabbameinið í kerfinu
færast í aukana. Það læknast ekki með því að
skella skuldinni á CIA eða KGB. Og það lækn-
ast ekki heldur með skömmum um Framsókn-
arflokkinn.
BANDARÍKIN:
RYKIBLÁSIÐ AF
GÖMLUM SKJÖLUM:
UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ
V.
VILDIEKKIAÐ ÍSRAELS-
RÍKIYRÐIST0FNAÐ
Embættismenn í utanríkis-
ráðuneyti Bandaríkjanna
reyndu hvað eftir annað að
leggja stein í götu stcfnu Harry
Trumans, fyrrum Bandaríkja-
forseta, í málefnum Miðaustur-
landa. Einn heizti ráðgjafi
hans, Clark Clifford, segir, að
tilgangurinn hafi verið sá að
reyna að koma í veg fyrir að
Palestínu yrði skipt og sérstakt
ísraefskt ríki sett á stofn.
Þessi ummæli voru höfð eftír
Jónapi Haralz á hinu sögufræga
Alþýðusambandsþingi í des.
1958, er hann lýsti efnahags-
ástandinu á þeim tíma. Við
blasti ný verðbólgualda, skulda-
söfnun erlendis fór vaxandi og
ástandið í atvinnumálum var
tvísýnt. Ríkisstjórnin, þ.e. ráðu-
neyti Hermanns Jónassonar,
fór þess á leit við Alþýðusam-
bandsþingið að fresta 17 stiga
hækkun vísitöluuppbóta um
stuttan tíma, en þessu erindi
var algjörlega hafnað.
Skömmu síðar lýsti Hermann
Jónasson því yfir, að hann
bæðist lausnar fyrir sig og
ráðuneyti sitt þar sem ,,ný verð-
bólgualda væri skollin yfir og
engin samstaða væri innan
ríkisstjórnar um neitt til björg-
unar.“
Hér er þetta rifjað upp,
sumpart til fróðleiks og í annan
stað til þess að benda á nokkrar
hliðstæður í dag og á þessum
örlagaríku tímum seinni hluta
ársins 1958. Það var ljóst, að
orð Hermanns voru sögð á þess-
um tíma af einlægni og hefði
ekki verið gripið í taumana af
festu strax á eftir hefði vand-
inn magnast og orðið erfiðari
viðfangs, nema að samhent og
ábyrg ríkisstjórn tæki við.
Þessi ummæli Hermanns
urðu og hvati til þess, að reynt
var að glíma við efnahagsvand-
ann af meiri einlægni og sam-
starfsvilji milli aðila vinnu-
markaðarins, þ.e. fulltrúa laun-
þega og fulltrúa atvinnurek-
enda, varð meiri en áður hafði
tíðkast.
Núverandi ríkisstjórn hefur
unnið glæsilegan sigur í land-
helgismálinu, og var 1. des. sl.
til þess að staðfesta það fyrir
þjóðinni, að 200 sjómílur eru
raunverulega orðnar viður-
kenndar og aðeins skammur
tími, uns við einir nýtum fiski-
miðin hér við land.
í fréttum sjónvarpsins fyrir
skömmu kom í ljós að aðeins
væru 11 erl. togarar við veiðar
hér við land en á sama tíma
fyrir 5 árum voru um 116 er-
lendir togarar taldir vera hér.
Varla er hægt að segja betri
fréttir miðað við hið viðsjár-
verða ástand fiskistofnanna
sem svo mjög hefur verið rætt
um á sl. ári. Vissulega eiga þeir
þakkir skilið, sem hafa komið
þessu máli svo vel áfram eins
og raunin er orðin. Það verður
að hafa i huga, að rétt ákvörðun
um stærð landhelginnar var ein
meginástæðan fyrir þessum
sigri, svo og samheldni og
styrkur þjóðarinnar i þeim
átökum sem framundan voru
þegar ákvörðunin um stækkun
landhelginnar var að veruleika.
Ekki má í þessu sambandi
gleyma þeim dugmiklu og
framsýnu mönnum og konum
sem fyrst hófu baráttu fyrir
stækkun landhelginnar í 200
sjómílur, einmitt þegar vinstri
stjórnin var að berjast við
stækkun landhelginnar í 50 sjó-
mílur og taldi að allar um-
ræður um þessa stækkun
myndi aðeins skaða málstað
okkar. Hér re.vndust stjórnvöld
e'kki framsýn því fjölmargar
þjóðir höfðu þá þegar gert til-
Kjallarinn
Sigurður Helgason
kall til 200 sjómílna og nokkuð
augljóst að þessi stefna var að
vinna sér hljómgrunn víðs-
vegar í heiminum.
Einnig hefur núverandi
ríkisstjórn tekið utanftkis- og
varnarmálin föstum tökum,
sem var mjög mikil breyting
frá tíð vinstri stjórnarinnar.
Þar var aldrei mynduð nein
föst stefna í þessu málum,
heldur virtist allt látið vaða á
súðum um áframhaldandi veru
okkar í varnarsamtökum vest-
rænna þjóða svo dæmi sé tekið.
t þessu sambandi má þó ekki
gleyma þeim þrautseigu aðilum
sem beittu sér fyrir samtökum
um „varið land“ er hóf baráttu
gegn úrsögn úr Nato með al-
hliða undirskriftasöfnun sem
varð til þess, að ríkisstjórnin sá
sig um hönd og viðhafði önnur
vinnubrögð. Hættu stjórnvöld
við að segja sig úr varnarsam-
tökum vestrænna þjóða, sem
var þá orðin yfirlýst stefna
þeirra, enda þótt hún væri
óljós í einstökum atriðum um
framkvæmd þessa markmiðs.
Hér hef ég sérstaklega rætt
um þessa tvo hópa, annarsvegar
þá sem unnið hafa að stækkun
Íandhelginnar í 200 sjómílur,
sem nú er orðinn veruíeiki, og
hins vegar þá sem staðið hafa
þéttan vörð um varnarmálin,
þegar hætta var á ferðum, eins
og talið hefur verið. Hér voru
aðilar sem ekki voru að spyrja;
hvað fæ ég fyrir ef ég geri þetta
eða hitt? heldur voru þeir að
vinna að sínurh hugsjónamál-
um með framtíð og velferð
þjóðarinnar í huga.
Slík vinnubrögð gerast því
miður ætíð sjaldgæfari en eru
þó sterkur þáttur í eðli íslend-
ingsins, eins og þessi dæmi
sýna. Aftur á móti hefur núver-
andi ríkisstjórn ekki tekist að
ráða við efnahagsmálin, enda
þótt hægt hafi verið á verðbólg-
unni niður í 25—30%, eins og
opinberir aðilar hafa upplýst,
og gjaldeyrisstaðan hafi batnað
töluvert síðastliðin ár. Stað-
reyndin er samt sú. að verð-
bólgan, sem var mikil í öllum
vestrænum ríkjum, hefur verið
stöðvuð víða eða minnkuð veru-
lega og mun vera mest 12%,
þ.e. hjá Englendingum. Hafa
verður og í huga að verðlag á
olíu hefur verið nokkuð
stöðugt, svo og verðlag á iðm
varningi. Aftur á móti hefur'
verð á fiskafurðum okkar stór-
hækkað almennt og aldrei verið
hærra. Einnig hefur verðið á
landbúnaðarvörum okkar og
iðnvarningi verið nokkuð hag-
stætt. Nú er ljóst, að verðið á
olíu mun hækka úm 8—15% á
næsta ári og væntanlega munu
laun þá hækka eitthvað, sem
augljóst er ef samningar eiga
að takast við launþega, enda
hefur veruleg kjaraskerðing átt
sér stað síðustu árin vegna
verðbólgunnar sem hefur orðið
langtum meiri en nemur launa-
hækkunum á sama tíma. Sér-
staklega er þetta mikið kapps-
mál og brýnt fyrir þá, sem lök-
ust hafa kjörin í dag. Allt
virðist benda til þess, að verð-
bólgan ntuni magnast hér á
þessu ári. Tel ég óvarlegt að
reikna með minna en 35% verð-
bólgu þetta árið.
Núverandi stjórnvöld munu
eflaust segja að við þennan
vanda hafi ekki verið hægt að
ráða og utanaðkomandi að-
stæður verið þannig að ekki
hafi verið hægt, nema með at-
vinnuleysi eða öðrum svipuðum
afleiðingum, að minnka verð-
bólguna. Við ýmis óviðráðanleg
vandamál var að glíma og að
síðustu vilji íslendingar ekki
stöðva verðbólguna.
Það verður að viðurkenna
sannleiksgildi slikra ummæla
að vissu marki. Hér erum við
meira eða minna farin að
reikna með verðbólgu í fjár-
málaákvörðunum sérhvers
heimilis að kalla. Ráðist er í
framkvæmdir eða keyptir
munir og farið í ferðalög með
það hugarfar að verulegar verð-
hækkanir standi fyrir dyrum
eða að geymdur peningur í
banka falli í verðgildi, þrátt
fyrir margvíslegar tilraunir til
þess að hækka innlánsvexti.
Allt þetta ber vissulega vott um
verðbólguhugarfar, enda þótt
áræði fólks.og hvati til dáða
geti einnig verið slíku samfara
og því ekki einvörðungu nei-
kvætt.
Hafa verður og í huga að
bæði hið opinbera og sveitar-
félögin hafa verið rekin á
undanförnum árum með sama
hugarfari og stöðugt verið að
ráðast í framkvæmdir langt
fram yfir heimildir í fjárlögum
eða fjárhagsáætlunum og að fá
það að láni innanlands eða
erlendis sem á vantar. Oft hafa
sveitarfélögin ekki getað staðið
í skilum með lögboðnar
greiðslur vegna of mikjlla fjár-
festinga, sem svo getur haft
ófyri'rsjáanlegar afleiðingar.
Margur kann að segja: Hvað er
stöðugt verið að jagast í verð-
bólgunni, allir hallmæla henni
en enginn vill raunverulega
gera neitt róttækt til úrbóta og
því látum við þetta ekki malla
svona áfram? Allt kemur þetta
heim og saman á endanum og
við virðumst hafa það gott
svona. Þetta og þvílíkt er það
sem við undir niðri meinum en
segjum síðan hið gagnstæða.
Málið er samt ekki svona ein-
falt því við erum nú rétt byrjuð
að k.vnnast veikleika þessa