Dagblaðið - 18.01.1977, Side 24

Dagblaðið - 18.01.1977, Side 24
HEILSURÆKTIN FEKK 8 MILUÓNIR í STYRKI MILUONIRILAN Tékkasjóður Seðlabankans ver 5 milljónum til að styrkja starf fyrirtækisins „Ég veit ekki um þessar 5 milljónir kr. sem ég heyrói um í Kastljósi aö Heilsuræktin hefði fengið frá Seðlabankanum. 3 milljón kr. styrkur og 3 milljón kr. lán er veitt samkvæmt lögum um endurhæfingu, enda er samkvæmt þeim lögum skylt að veita endurhæfingarstöð lán og styrk ef stöðin hefur fengið meðmæli endurhæfingarráðs og staðfestingu ráðherra." Þetta sagði Gunnar Möller forstjóri Sjúkrasamlags Reykjavíkur í viðtali við Dag- blaðið í gær, en umræður fóru fram í- Kastljósi á föstudags- kvöldið um að Heilsuræktin, ein allra endurhæfingarstöðva, hefði fengið 11 milljónir kr. í formi styrkja og lána. Vöktu umræðurnar mikla athygli. Gunnar var spurður að því af hverju Heilsuræktin hefði helzt komið til greina. Hann sagðist ekki vita til þess að neinni endurhæfingarstöð sem hefði sótt um styrk hefði verið synjað um hann. Hann sagði að sér skildist að Heilsuræktin hefði helzt valið sér það starf að þjálfa aldraða af endur- hæfingarstöðvunum. Heilsu- ræktin rekur þessa starfsemi nteð fullgildum sjúkraþjálfara. Gunnar kvaðst ekki hafa borið Heilsuræktina saman við aðrar tilteknar stöðvar. Við spurðum hvort starfsemi sem þessi gæti til dæmis ekki farið fram á Grensásdeildinni. Eftir upplýsingum í Kastljósi ætti að vera hægt að komast að þar eftir kl. 3 á daginn. Gunnar svaraði því til að Grensásdeild- in væri sjúkrahús og hann vissi ekki til þess að annað en sjúkraþjálfun fyrir sjúklinga væri starfrækt þar. Viss hópur aldraðra því hvort ekki væri óréttlátt að komið væri til móts við vissan hóp aldraðra á þennan hátt á meðan þeir sem þurfa að fara í endurhæfingu, vegna meiðsla t.d., verða að borga 40% af endurhæfingarkostnaðinum og jafnvel leigubíl þar að auki. Þeir sem færu í Heilsuræktina fengju þar allt ókeypis. Gunnar sagði að hann gæti ekki séð neitt því til fyrirstöðu að þeir sem hefðu orðið fyrir meiðslum gætu fengið meðferð þar líka. Hins vegar væri þetta ekki hans að svara þessu. Það væri borgarinnar. DB hafði samband við Skúla Johnsen borgarlækni, en hann kvað þessa þjónustu fyrir fólk sem væri vel sjálfbjarga, enda væri hér um hópþjálfun að ræða. Tólf væru í hverjum hóp. Einn sjúkraþjálfari starfar við Heilsuræktina. Skúli sagði einnig að þeir sem t.d. þyrftu sérstaka með- ferð vegna slysa, gætu fengið uppbót á ellilífeyri sem næmi nokkurn veginn þeirri upphæð sem viðkomandi þyrfti að leggja út vegna þjálfunar. Þá höfðum við samband við Guðmund Hjartarson banka- stjóra. Hann sagði að Heilsu- ræktin hefði ekkert lán fengið hjá Seðlabankanum. Aftur á móti hefói stofnunin fengið 5 milljóna króna styrk úr tékka- sjóði, en verkefni sjóðsins er að veita styrki til menningar- og mannúðarmála. Hefur félagslegt gildi að sögn borgarstjóra. Við ræddum við borgar- stjóra, Birgi ísleif Gunnarsson, og sagði hann að þegar þessi styrkur hefði fyrst komið til tals hefði Heilsuræktin verið að koma sér upp aðstöðu fyrir sjúkraþjálfun aldraðra. Aðeins örfáir aðilar hafi slíka aðstöðu. Hann sagði að borgin hefði samþykkt að greiða fyrir ákveðnum fjölda einstaklinga og var hið félagslega gildi þessa starfs ekki síður haft í huga. Birgir ísleifur sagði að vissu lega vantaði bæði heimili fyrir aldraða og langlegupláss. Hins vegar hefði borgin tekið það ráð að reyna að vega og meta hvers konar þjónustu borgin ætti að veita og.hefði hún reynt að þjóna að einhverju leyti öllu. EVI/KP fœr ókeypis Þá spurðum við Gunnar að Þegar Ijóst varð að Reykjavíkurborg mundi greiða fyrir þjálfun aldraða í Heilsurœktinni var blaðamönnum sýndur staðurínn og viðstaddir voru m.a. heilbrigðisráðherra, borgarstjórinn í Reykjavík og borgarfulltrúar ásamt borgarlækni. Jóhanna Tryggvadóttir er hór lengst til hægrí á myndinni. „Er verið að borga skuldir sjálfs- eignarstofnunar af almannafé?” —spyr Sigríður Gísladóttir, formaður sjúkraþjálfara „Mér finnst að það væri mikið nær að efla þjónustu lamaðra og fatlaðra. Þeir hafa góða að- stöðu inni á Háaleitisbraut og ég veit ekki betur en þar sé hægt að vera eftir kl. 4 á dag- inn. Ég get náttúrlega ekkert fullyrt um hvernig aðstaðan er hjá Heilsuræktinni, þar sem maður fær ekki að skoða hana, sem er alveg furðulegt. Flestir sem hafa upp á eitthvað gott að bjóða eru stoltir af að sýna það." Þetta sagði Sigríður Gísla- dóttir, formaður sjúkraþjálf- arafélagsins, er við ræddum 11 milljón kr. styrkinn til Heilsu- ræktarinnar. ,,A Háaleitisbrautinni er líka sundlaug þar sem hægt er að synda og fá meiri hreyfingu en í kerjum Heilsuræktarinnar,“ sagði Sigríður. „Þá hafa þeir einnig aðstöðu til einstaklings- meðferðar sent við álítum nauðsynlega i nokkur skipti áður en fólk byrjar í hópleik- fimi. Ég get einnig bent á að Sjálfsbjörg hefur gríðarlega stórt æfingahúsnæði sem mér er ekki kunnugt um að sé full- nýtt. Þetta er frekar hæft inn í væntanlegt heildarskipulag heilsugæzlunnar. Ég skil ekki hvers vegna Heilsuræktin er tekin út úr. Það vakti einnig furðu okkar að utanríkis- ráðuneytið skyldi sinna ósk Jó- hönnu Tryggvadóttur, for- manns Heilsuræktarinnar, um að ráða danskan sjúkraþjálfara, en hún fékk engan íslenzkan. Það væri t.d. nær að útvega sjúkraþjálfara á öldrunardeild Landspítalans, þar sem hann bráðvantar. Eins er neyðará- stand ríkjandi úti á landi. Þá er það eitt enn. Hvað veldur því að opinber aðili, ríki og borg, vilja nú taka þátt í sjúkraþjálfun, þar sem þjálfun er fyrir bæði sjúka og heilbrigða. Slíkt hefur ekki geta gengið ef sjúkraþjálfari hefur viljað standa fyrir slíkri starfsemi. Sú spurning hlýtur að vakna hvort verið sé að borga skuldir sjálfeignarstofn- unar af almannafé.“ -EVI frfálst, úháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 18. JAN. 1977. Krafla: Skjálftaf jöldi og landris standa nú að mestu í stað Landrisið nií það mesta sem mælzt hefur við Kröflu 70 skjálftakipptir höfðu mælzt við Kröflu í morgun kl. 9 frá því klukkan 3 í gærdag. Stærri skjálftar voru nú færri en áður, aðeins 5 sent mældust yfir 2 stig á Richter-kvarða. Stærsti kippurinn frá kl. 3 í gær mældist 2,6 stig. Þann skjálfta fundu menn ekki, en urðu varir við annan sem mældist 2,4 stig. Á sólarhringsvaktinni sem lauk kl. 3 á mánudag varð vart 93 skjálfta og skjálftafjöldinn var nákvæmlega sami sólarhringinn þar á undan. Landrisið við stöðvarhúsið' virðist nú hafa stöðvast í bili eða hægt að mun á sér. Á laugardag- inn mældist risið 6,314 millimetr- ar og klukkan 4 á mánudag mæld- ist það 6,409 millimetrar. I gær- kvöldi kl. 11 mældist það svo 6,371 millimetrar. Þetta er samtmesta landris sem mælzt hefur við Kröflu. Jarðvísindanienn telja að land- risið hafi verið meira fyrir gosið í Leirhnjúk en þá voru mælingar ekki hafnar. Eftir gosið seig land- ið aftur og í októberlok mældist landsig vera mínus 5,4 millimetr- ar. Það var í lok október.. Land við stöðvarhúsið hefur því síðan í október risið um tæplega 1,2 sentimetra. Allar þessar mæling ar á landrisi og sigi miðast við hallann á stöðvarhúsinu. -ASt. Það var st jórn og trúnaðar- mannaráð — sem samþykkti ályktunina Ranglega var skýrt frá þvi í DB í gær að Lögreglumannafélag Suðurnesja hefði samþykkt stuðningsyfirlýsingu við Hauk Guðmundsson á almennum fundi í félaginu eins og e.t.v mátti skilja af frásögninni. Hið rétta er að samþykktin var gerð á fundi stjórnar og trúnaðarmannaráðs félagsins. Ef marka má af við- brögðum við frétt DB í gær um þetta mál.er ekki ríkjandi einhug- ur um stuðninginn við Hauk í félaginu, þó stjórn og trúnaðar- mannaráð hafi fundið hvöt hjá sér til slíkrar yfirlýsingar og vísað til laga félagsins um eðli þeirrar ályktunar. -ASt. Seldi sjaldgæfa mynt á hálfvirði til að kaupa sælgæti Fyrir stuttu var búðarfólki og viðskiptavinum búðanna að Laugarásvegi 1 boðinn næsta óven'ulegur varningur til sölu. Þarn;; var á ferð 12 ára stúlka og bauð til sölu gamla mynt, bæði innlenda og erlenda. . Gleyptu flestir sem aðvífandi komu við varningi hennar en búðarfólkið sjálft vildi ekki kaupa. Stúlkan bauð til sölu hátiða- útgáfuna af 50 kr. mvntpening- unum, sem nú eru orðnir-dýr- mætir. Þá bauð hún líka til sölu 500 og 1000 krónu myntpening- ana. Meðal annarra peninga er hún bauð og seldi voru græn- lenzkar krónur svo og danskir krónupeningar, gylltir. bæði 1 kr. og 2 kr. peninga. Einnig hafði hún tíeyringa og 25 eyr- inga og í báðum tilfellum út- gáfur sem nú eru orðnar verð- mætar, mörg þúsundfaldar ,í verði. Þrátt fyrir það að stúlkan bauð 1000 kr. pening á 500 krónur og 500 krónu pening á 200 krónur, var enginn sem lét athuga þessa undarlegu pen- ingasölu, heldur keyptu menn peninga — og gerðu sannarlega góð kaup. 50 kr. peningana mun hún hafa selt á 200 krónur. En upp komast svik uin síðir. Nú hefur þessara sjaldgæfu peninga verið saknað úr mynt- albúmum sem til voru á heimili hennar. Stúlkan hefur viðurkennt að hafa tekið blað- síður úr myntalbúmi og selt peningana sjaldgæfu til að afla sér fjár til sælgætiskaupa. Forráðamenn stúlkunnar hafa haft samband við Dag- blaðið og skýrt frá þessu við- kvæma máli. Er það ósk þeirra að einhverjir sem keyptu mynt- ina af stúlkunni vilji skilja eðli málsins, og skila hinni sjald- gæfu mynt aftur. Litla stúlkan iðrast gerða sinna og ekki er víst að allir vilji geyma slíka myntpeninga, er þeir nú vita hvernig í málinu liggur. DB mun hafa milligöngu um að koma fólki í samband við for- ráðamenn stúlkunnar svo að ekki þurfi að gefa upp síma- númer eða heimilisfang. -ASt.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.