Dagblaðið - 26.01.1977, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 26.01.1977, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 26. JANUAR 1977. Hjálpsemi nágranna og furðu- leg f ramkoma trygginga- félaganna við viðskiptavini Hinn 14. þessa mánaðar birt- ist í blaði ykkar leiðrétting frá Leonhard Haraldssyni tann- lækni einum af íbúum hússins að Æsufelli 2. Sagði hann að húsvörður hefði vísað slökkvi- liðsmönnum á fólk en ekki eld í þvottahúsi og er það alveg rétt. Ekki gat Leonhard verið hóg- værari en hann var, enda hans von og vísa. Margir eru hins vegar ugg- andi yfir þessum ummælum slökkviliðsstjóra um að hann hafi fengið rangar upplýsingar, sem ég tel ólíkt verkum þessa húsvarðar. Ég held að það sé mjög vandasamt að leysa nokk- ur störf af hendi betur en þessi húsvörður hefur gert. Er það satt að súrefnishjálm- ur eða búningur, sá eini sem slökkviliðið á, hafi verið i láni í einu kvikmyndahúsa borgar- innar þegar eldur kom upp í Æsufelli 2? Það hafi af þeim sökum þurft að byrja á því að sækja þetta tæki eða búning í kvikmyndahúsið? Eg er ein af íbúunum í þess- ari blokk og ekkert of vel sett einstæð kona. Undrar þá nokk- urn að þetta kvöld skuli ekki vera liðið mér úr minni? Hvað mun þá með litlu óvitana sem voru rifnir upp úr fasta svefni? Ég hefi tekið eftir því að þau eru sum hver miður sín eftir þennan atburð. Hvað um íkveikjuna? Er ekk- ert komið fram um hana? Nú hefi ég heyrt því fleygt að það sé fólk hér sem sá stráka fara héðan út úr húsinu í þann mund sem eldurinn varð laus. Að sögn hafa þeir drengir kom- ið við skemmdarverkasögu hér áður. Á kannski að svæfa þetta eins og svo margt annað hjá þessu sem kallað er réttar- varzla? Það var aðdáunarvert að sjá hvað fólk var rólegt. Guði sé lof fyrir að ekki tókst verr til. Ég sá þegar þau hjónin frú Halla og Leonhard voru að fara úr húsinu með aðstoð trúlega sinna ættingja eða vina með fjögur ung börn sín frá 7 ára aldri niður í nokkurra mánaða tvíbura. Ég stóð ein úti og hugs- aði margt. Margir þeir sem í blokkum búa ættu að taka þessi hjón sér til fyrirmyndar. Ekk- ert nema hjálpsemin og kurt- eisin við lítilmagnann. Það seg- ir sína sögu þegar þau fluttu inn aftur. Þá mætti ég Haraldi litla sem er 7 ára gamall dreng- ur þeirra. Hann sagði við mig: „Hvert fórst þú þegar kviknaði i húsinu?" „En hvert fórst þú, vinur minn?“ spurði ég. „Pabbi hringdi til ömmu minnar. Það var gott að vera hjá ömmu. Átt þú ekki ömmu sem þú getur farið til?“ ,,Nei,“ sagði ég. Hann gerði ekki greinarmun á aldursmun okkar. „Það var vont,“ sagði hann, „annars hefðir þú getað komið með okk- ur pabba og mömmu." Ekki var öllum rótt í þessu stórhúsi þótt annað sýndist. A ekki eitthvað að gera til þess að finna sökudólgana? Maður er nú orðinn æði uggandi yfir þessum svefni sem virðist vera að ná tökum á þessum þjóðfé- lagi í réttarfarslegu tilliti. Ég get ekki látið hjá líða að minnast á þá undarlegu reynslu sem við tjónþolar hér höfum orðið fyrir í samskiptum við tryggingafélög. Það er óskiljan- legt undrunarefni að það er alls ekki sama hjá hvaða vátrygg- ingarfélagi fólk hefur tryggt eigur sínar. Þrátt fyrir sömu tryggingarfjárhæð og sama ið- gjald og að því er virðist svipað eða jafnvel alveg sambærilegt tjón, fer því víðs fjarri að trygg- ingafélögin reynist eins vika- lipur. Það er engy Jíkara en þau fari eftir mjög mismunandi reglum um mat og greiðsiur og sannast að segja alla framkomu við viðskiptavinina, vátryggj- endur. Með þakklæti til þeirra sem brugðust vel við, og þeirra sem bættu við sig næturgestum þessa eftirminnilegu nótt og jafnvel næstu nætur. Einstæð kona í Æsufelli 2. Marathon Man - Háskdlabfö Dustin Hoffman bjargar reyfaranum Dustin Hoffroan er alltaf frá- bær. Hann ber uppi þessa mynd, sem annars er aðeins lltið merkilegur reyfari. önnur stjarna, Laurence Olivier, hefur lltilsiglt hlutverk, stjörn- unni til skammar, og gerir ekkert við þa'ö. Þótt hinn heimsfrsgi leik- stjóri John Schlesinger stjórni tökunni, verður ekkert meistaraverk úr, jafnvel I sam- spili hans við leikstjörnurnar. Hann nýtir Dustin Hoffman að vlsu vel. einkum þegar Hoff- man hleypur ber að ofan um New York að nóttu til. Þar fá áhorfendur að finna til villi- 'mannsins I sinu eðlilega um- hverfi, frumskóginum, á flótta undan óargadýrum. Hoffman gerir flest annað vel sem endra- nsr. Bókin um Marathon Man er vel Issileg en þó ekkert annað en reyfari. Hún er að mörgu leyti betri en kvikmyndin. Þar sem I kvikmyndinni er breytt frá atburðarás bókarinnar, er það ekki til bóta. Allur þráður sögunnar, um nasistakvalarann, sem reynir að ná demöntunum. sem Gyðhigar greiddu honum, út úr geymahi I banka I New York er lltið sennilegur og lltið aðlaö- andi umfram ótal sllka reyfara sem fram hafa komið. TviskLnn- ungur Janewaýs, sem leikiAi* «1» af William Devane me«:'ji „Kennedysjarma", gerir þetta bras skemmtilegra. Þá á það að auka gildi myndarinnar, að faðir Babes (Dustin Hoffmans) fremur sjálfsmorð eftir að of- sóknir McCarthys og bróðir Babes, samstarfsmaður Jane- ways, leikur tveimur skjöldum og deyr I örmum Babes. í raun- inni býður þetta, eins og þvl er lýst bæði I kvikmyndinni og bókinni, ekki upp á neitt sér- annað en meira blóð I ijög blóðugri mynd. ætjan. Elsa. Ilturvel út ist annars mest fyrir, henni ekki ætlað mikið hlutverk I sögunni. F*ra má Laurence Olívier til afsökunar, að hann er að risa upp úr miklum veikindum. En hann má lika muna sinn flfil fegri. Villimaðurlnn I slnu eðlllega umbverf I, f rumskðglnum. DB-MENN ÓHÆFIR KVIKMYNDA- GAGNRÝNENDUR Pétur Ástvaldsson sendi eftir- farandi: Ég hef oft verið sáróánægður með skrif blaðamanna ykkar um kvikmyndir. En þó kastar fyrst tólfunum,,umsögn“Hauks Helgasonar 12. janúar um af- bragðsmyndina Marathon Man. Pistill hans er lítið annað en skítkast í myndina. Hverjum heilvita manni með sæmilegt skynbragð á kvikmyndir hlýtur að finnast hún góð (svo ekki sé meira sagt). Að vísu er myndin ekki gallalaus en þeir gallar eru svo lítilvægir að þeir falla alveg i skuggann af því sem vel er gert. En það sem einkum olli reiði minni voru orð Hauks ym Laur- ence OÍivier: „L.C. hefur lítil- siglt hlutverk, stjörnunni til skammar og gerir ekkert við það.“ Og síðar: „Færa má L.O. til afsökunar, að hann er að rísa upp úr miklum veikindum. En hann má líka muna sinn fífil fegri.“ Þessi orð eru beinlínis móðgun við Sir Laurence, svo og alla aðdáendur hans. Því hvað sem öllum veikindum líður skilar hann hlutverki sínu (ekki stóru en mikilvægu) af sinni víðkunnu snilld, eins og vænta mátti. Eg læt þetta nægja hér, en ráðlegg ykkur Dagblaðs- mönnum hér með að fá ein- hverja aðra en ykkur sjálfa til að skrifa kvikmyndadóma í blaðið. Plastílát undir grásleppuhrognin? Nei, kaupendur vilja þau ekki Grásleppukarl á Skagaströnd hringdi og kvaðst standa frammi fyrir vanda sem hann sæi ekki hæga leið út úr. Þannig væri mál með vexti að sér hefðu verið boðnar plast- tunnur til að verka í grásleppu- hrognin og væru þær mjög þægilegar á allan hátt, mun þægilegri en trétunnurnar. Auk þess kostuðu þær 800—1000 krónum minna en trétunnurnar, eða 2500—2700 kr. stk. „Vandinn er þessi,“ sagði grásleppukarlinn, „mér er lífs- ins ómögulegt að komast að því hvort maður getur notað þessar tunnur eða ekki, hvort það er óhætt. Mönnum ber alls ekki saman um það, sumir telja hættu á að hrognin úldni frekar í plasttunnunum þar sem þær „andi“ ekki eins og trétunn- urnar. Getur ekki Dagblaðið komizt að sannleikanum f þessu máli?“ Við snerum okkur til Sverris Þóroddssonar sem flytur út mikið af grásleppuhrognum ár- lega og fengum þar þær upp- lýsingar að þeir aðilar, sfem hann skipti við, vildu ekki plastílátin. „Þeir hafa reynt þetta,“ sagði Sverrir, „og telja að hrognin verði ekki eins góð, m.a. vegna þess að plastið andar ekki. Auðvitað væri miklu hagkvæmara að nota plastílát, en þegar kaupendur vilja þau ekki er um ekkert að ræða annað en að riota trétunn- urnar.“ Hvernig væri að hafa forseta eins og í Bandaríkjunum? 6276-4678 skrifar: Ég vil fyrst af öllu nefna síðustu skrif í blöðunum um Einar Ágústsson ráðherra, sem er einn af okkar heilsteyptustu stjórnmálamönnum og áreiðan- lega sá heiðarlegasti. Ef kosningum yrði beitt þannig að um einstaka menn væri kosið á þing, en ekki heila flokka, þá fengju menn eins og Einar Ágústsson flest atkvæði. Svo ég vfki nú að öðru efni, er þá ekki kominn tími til, að við breytum kosningafyrirkomu- laginu og fólk fái að kjósa þá einstaklinga á þing sem það telur hafa mestu og beztu kostina til að bera? Um leið' yrði ábyrgðin meiri hjá hverij- um þingmanni. Trúlega hyrfu þá nokkuð margir, sem nú eru á þingi, þaðan. Hvernig væri að hafa forseta með svipuð völd og Bandaríkjaforseti hefur, því þá um leið væri oftar skrifað um menn í æðstu trúnaðarstöðum þjóðarinnar og um æviráðningu f slíkar stöður væri ekki lengui að ræða?

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.