Dagblaðið - 26.01.1977, Page 5

Dagblaðið - 26.01.1977, Page 5
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 1977. Rússar kaupa gaffalbita fyrir 800 milljónir króna Stærsti lagmetissölusamningur íslands til þessa Stærsti sölusamningur sem Islendingar hafa gert um sölu nióursuðuvara var undirritaður í Moskvu sl. föstudag. Kveður hann á um sölu á 10 milljónum dósa á niðurlögðum gaffalbit- um og er heildarverðmæti samningsins rúmar 800 milljón- ir íslenzkra króna, segir í frétt frá Sölustofnun lagmetis. ~ Þessi sala þýðir tæplega tvö- földun á söluverðmæti lagmetis til Sovétríkjanna frá árinu 1976. Hráefni til þessarar fram- leiðslu er þegar tryggt og er Ijóst að milli 10 og 15% saltsíld- arframleiðslunnar frá sl. ári fer til þessarar vinnslu. Framleið- endur gaffalbitanna eru K. Jónsson & Co á Akureyri og Lagmetisiðjan Siglósíld, Siglu- firði. Eysteinn Helgason fram- kvæmdastjóri undirritaði! samninginn en kaupandinn af hálfu Rússa er að venju Prodin- torg. í viðræðum við RúSsa um þennan samning var rætt um nýjar vörutegundir en niður- stöður liggja ekki fyrir fyrr en á miðju ári. Gaffalbitar hafa til þessa verið nær eina vöruteg- undin sem Sovétmenn hafa haft áhuga á. ■Ast.; Lena Nyman og Rune Andersson eru komin hingað til að skemmta okkur með vísnasöng sínum. DB-mynd Arni Páll. HÆTTIAÐ STRIPLAST 0G FÓR AÐ SYNGJA Lítil sænsk stelpa, Lena Nyman, aflaði sér heimsfrægðar fyrir um það bil tíu árum með því . að stríplast fyrir framan kvik- myndavél undir stjórn Vilgöt Sjö- mans. Kvikmyndirnar nefndust Forvitin-gul sem var gerð 1967 og Forvitin-blá en hún var gerð ári síðar. Nú er þessi sama Lena komin hingað til lands með sínum heitt- elskaða sambýlismanni og skemmtir í Norræna húsinu með vísnasöng. Þau koma hingað á vegum Sænsk-íslenzka félagsins. Rune Andersson og Lena hafa vakið athygli fyrir vísnasöng og !hún hefur hlotið mjög góða dóma fyrir túlkun sína á vísum Karin Boyes. Rune sernur sjálfur það sem hann fl.vtur og í Norræna húsinu gefst okkur kostur á að he.vra þau flytja ástarvísur á fimmludagskvöld klukkan 20.30. Þau skemmta einnig á laugardag og sunnudag kl. 16.00. -KP Þögul virðingá gangstéttarbrún Það vakti athygli í gær að lög- reglubíl var komið fyrir á gang- stétt gegn Fríkirkjunni. Skammt þar frá stóð úlpuklæddur maður beint andspænis kirkjudyrum. Við nánari athugun kom í ljós að þar stóð Helgi Ilóseasson. Hvort lögreglan bjóst við einhverjum nýjum þætti mótmæia af hans hálfu skal ósagt látið. t kirkjunni var Ríkaj )ur Jóns- son myndhöggvan kvaddur hinztu kveðju. Og staða Helga þarna andspænis kirkjudyrum mun hafa verið þögul virðing við hinn látna myndskurðarmann. Helgi fer ekki í kirkju en þarna kvaddi hann sin sinn — á sinn hátt. ASt/DB-m.vndir Sveinn Þorm. SJÖ LISTFRÆÐINGAR GEFA YFIRLÝSINGU VEGNA RITUNAR ÆVI- SÖGU J.S. KJARVAL í nóvember sl. var samþykkt á fundi hússtjórnar Kjarvalsstaða og síðar í borgarráði, að veitt 'skyldi fé til ritunar sögu Jóhann- esar S. KjarvaL sem koma ætti út 1985, þegar 100 ár væru liðin frá fæðingu listamannsins. Jafnframt var ákveðið að fela Indriða G. Þorsteinssyni rithöfundi verkið og skyldi hann taka laun sam- kvæmt launataxta menntaskóla- kennara meðan á samningu verksins stæði. Ber að fagna því, að Reykjavík- urborg skuli beita sér fyrir því að hafin sé könnun á ferli Jóhannes- ar Kjarval. Fram hefur komið að málió heyrði ekki undir listráð Kjar- valsstaða þar eð ekki væri um að ræða listfræðilega könnun á ferli Kjarvals, heldur ritun ævisögu (persónusögu) hans. Af þeirri ástæðu þykir okkur rétt að gera eftirfarandi athuga- semdir. 1) List og ævi Kjarvals verður ekki aðskilin og er því ógerlegt að fjalla ekki um list Kjarvals við ritun ævisögu hans. 2) Þess vegna er mikil þörf á sögulegri rannsókn á verkum Kjarvals t.d. skrásetningu verka, Ijósmyndun, heimilda- og gagna- söfnun, sem er nauðsynlegur undirbúningur fyrir frekari rann- sóknir á listferli Kjarvals og stöðu hans jafnt í íslenzkri sem alþjóð- legri listasögu. Reykjavík, 24. jan. 1977. Aðalsteinn Ingólfsson listfrœðingur, Bjöm Th. Björnsson listfræðingur, Guðbjörg Kristjansdottir listf ræðingur, Hrafnhildur Schram listfræðingur, Juliana Gottskólksdóttir listfræðingur, Ólafur Kvaran listfræðingur, Steinunn Stefansdottir listfræðingur. BIAÐIÐ ÞAÐ UFl Skipasmíði Tilboð óskast frá innlendum skipa- smíðastöðvum í smíði á eftirtöldum skipum fyrir Hafnamálastofnun ríkisins. 2 flutningaprammar, stálþyngd um það bil 100 tonn hvor. Afgreiðslutími 1. júlí 1977 og um 1. október 1977. 1 dráttarbátur, um það bil 15 metrar að lengd. Vélarorka um 500 hestöfl. Afgreiðslutími 6 mánuðir. Útboðsgögn yfir flutningaprammana verða afhent á skrifstofu vorri frá og með fimmtudegi 27. janúar 1977, en útboðsgögn yfir dráttarbátinn eftir kl. 13 mánudaginn 31. janúar 1977. Tilboð þurfa að berast skrifstofu vorri fyrir kl. 11.30 f.h. mánudaginn 7. febrúar 1977. Notaðir bílar Sunbeam 1250 og 1500 ’70, ’71, ’72, ’73 Hunter ’70,’71,’°72, ’74 Galant 1600 grand Luxe og de Luxe ’74 Lancer 1200, 2 og 4 dyra ’74, ’75 Lancer 1400, 2 dyra ’74 Jeep CJ5 með blæju, góðlr greiðsluskilmálar ’74. Jeepster Commando, blll í sérflokki ’73 Cherokee S 6 cyl, mjög fallegur bill, ekinn 32 þús. km, skipti á ódýrari bil möguleg. ’75. Cherokee 8 cyl sjálfskiptur ’74 Wagoneer 6 cyl. ’71, ’72, ’73, ’74 Wagoneer 8 cyl. sjálfskiptur ’71, ’72, ’74, ’75 Willys ’64, ’65, ’66, ’67- Hornet ’74, ’75 , Hornet Hatchback ’74, ’75 Hornet Sportabout station ’74 Gremlin ’74 Bronco ’66, ’67, ’73, ’74 Volkswagen ’71, ’73 Austin Mini ’73, ’74 Morris Marina ’74 Cortina ’70, ’71, ’74 Datsun pick-up 1500 ’74 Willys FC 150 frambyggður,: með húsi ’65 Saab 99, 4 dyra ’73 Saab 96 ’72 Benz 230 sjálfskiptur, með aflstýri og -bremsum ’72 Oldsmobile, 4 dyra ’64 Lada 75 Rambler American ’65, ’67 Nýir bíiar: Cherokee ’77 Jeep CJ 5 ’77 Hornet ’77 Sunbeam 1600 super ’77 Lancer 1200 og 1400 ’77 Nýjung Dagana 29. og 30. janúar verður sölu- sýning á nýjum og notuðum bílum. Hér gefst gott tœkifœri bœði fyrir þá sem œtla að kaupa og selja. Notaðu tœkifœrið, komdu og seldu bílinn á staðnum. Allt á Sama stað ÉGILL, VILHJALMSSON HE Uugpvegi t18-SMni 15700 gi

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.