Dagblaðið - 26.01.1977, Síða 6

Dagblaðið - 26.01.1977, Síða 6
6 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 1*77. AUSTIN ALLEGRO 77 er skattfrjáls vinningur íhappdrætti K.F.U.K.- stiílkna. Ágóðinn rennur til bættrar aðstöðu í sumarbúðum K.F.U.K. í Vindáshlíð. Miðarfást íbílnum íBankastræti, Amtmannsstíg 2 B og víðar. Dregið l.febrúar. Góöurkranióskast Höfum kaupendur að góðum krana, 15-20 tonna, helzt vökvakerfi. Markaðstorgið Einholti 8, simi 28590. Laus störí Auglýsingaskrifstofa óskar að ráða starfsfólk sem fyrst. Æskileg er starfsreynsla við gerð auglýsinga. Einnig kemur til greina ráðning starfskrafts sem hefur góða vélritun- ar- og íslenzkukunnáttu. Umsóknir, sem greini aldur, menntun og fyrri störf, sendist afgreiðslu Dag- blaðsins, Þverholti 2, merkt „Strax 123“. Útboð Tilboð óskast í smíði og fullnað- arfrágang seinni áfanga póst- og síma- húsa á eftirtöldum stöðum: 1. Bolungarvík. 2. Hellissandi. 3. Hólmavík. Útboðsgagna má vitja hjá Umsýslu- deild Pósts og síma, Landssímahúsinu í Reykjavík, svo og hjá viðkomandi stöðvarstjórum, gegn 15 þúsund króna skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Umsýsludeildar 22. febrúar 1977, kl. 11 árdegis. Póst- og símamálastjórnin. Norðmenn hafa fundið úraníum á Svalbarða Norðmenn hafa fundið úraníumnámur á eyjunni Sval- barðá en þar eiga þeir fyrir auðugar kolanámur ásamt Rússum. Fundur úraníumsins er talinn eiga eftir að gera samninga þjóðanna tveggja um afnot af eyjunni og hafinu þar í kring énn flóknari og nú er um það rætt hvort Sovétmenn hafi verið búnir að finna úraníum- æðina en ekki látið vita um það. Norðmenn hafa haft lögsögu yfir eyjunni síðan árið 1920 en við samningana, sem þá voru undirritaðir af Norðmönnum, Sovétmönnum, Bandarikja- mönnum og Bretum, var þess getið, að allar þessar þjóðir mættu leita að málmum. Túlkun þessa samnings hefur allar götur síðan verið þrætuefni þjóðanna tveggja í norðri og mikið verið um það deilt hvernig hafsvæðinu umhverfis eyjarnar á Barents- hafi skyldi skipt. Er þetta þýðingarmikið mál því að jarðfræðingar hafa talið að á hafsbotni þar sé að finna jafnvel eins mikla, ef ekki meiri olíu en í Norðursjónum. Enn eru menn í vafa um það í Noregi hver gæði úraníumsins séu. Fannst það að mestu á svæði sem er skammt fyrir norðan námubæinn Longyera. Verið er að kanna efnið í Noregi, Svíþjóð og V- Þýskalandi. 1» Svalbarði — eilíft þrætuepli Norómanna og Sovétríkjanna. Hvernig ætii Rússum þyki þau tíðindi, að Norðmenn hafi nú fundið úraníum þar norður frá? YFIRDÓMARINNI BAADER-MEINHOF MÁLINU SETTUR AF Eftir óteljandi tilraunir hefur verjendum Baader- Meinhofhópsins svonefnda í V- Þýzkalandi tekizt að fá dómsfor- setanum í máli þeirra vikið frá. Sérstakur dómstóll i Stuttgart til- kynnti að hann yrði að víkja úr sæti dómara en dómarinn, Theo- dor Prinzig, hefur verið leiðandi aðili í réttarhöldunum og öllu málinu síðan það hófst fyrir tæp- um þrem árum. Annar dómari hefur nú tekið sæti hans og hafa réttarhöldin hafizt á ný að sögn talsmanns dómsyfirvalda. Verjendur skæruliðanna munu þó reyna að koma í veg fyrir það eins og þeim er frekast kostur Takmark þeirra er að finna svo mikla vankanta á málssókninni að Andreas Baader eftir handtök- una. hana verði að endurskoða frá rót- I um. Ekki hafa yfirvöld riðið feit-. um hesti frá viðureigninni við skæruliðana og hefur málið allt | fengið á sig heldur draugalegan blæ. Það einasta er að sannanirnar gegn hópnum eru yfirgnæfandi en nú eru aðeins þrjú hinna fimm, sem upphaflega voru sótt til saka, á lífi, þ.a. AndreaS'Baad- er, Gudrun Ensslin og Jan-Carl Raspe. Ulrike Meinhof er talin hafa framið sjálfsmorð og Holger Meins lézt af völdum hungurverk- falls. Mikil spenna ríkti þegar réttar- höldin hófust i sérstakri dóms- byggingu i Stuttgart. Var jafnvel búizt við hermdarverkum þétt- býlisskæruliða en svo varð ekki og hefur áhugi manna á réttar- höldunum dvínað svo mikið að þar sést nú varla sála, fyrir utan dómara, hina ákærðu, verjendur þeirra og saksóknara. „Quebec fær sjálf- stæði, spumingin er aðeins hvemig” —sagði forsætisráðherra fylkisins, aðskilnaðarsinninn Levesque, ígærkvöld ,,Það er ekki spurning um hvort eða hvenær Quebec fær sjálfstæði, 'heldur hvernig," sagði René Levesque, forsætis- ráðherra Quebec í Kanada, í ræðu í New York í gærkvöld. Ibúar Quebec eru frönsku- mælandi. Þetta var fyrsta ræða Levesque utan heimalands síns síðan aðskilnaðarflokkur hans sigraði í kosningunum í Quebec i nóvember sl. Hann ítrekaði í gærkvöld þá skoðun sina, að hinir sex htilljón íbúar fylkisins fengju sjálfstæði eftir lýðræðislegum leiðum. ,,Við • viljum breytingar en ekki með upplausn." sagði hann. „því allar öfgar stefna kjarna þjóóskipulags okkar í hættu.“ 1 ræðu sinni gerði Levesque sér far um að fullvissa áheyr- endur sína — meðal þeirra voru sumir helztu viðskipta- jöfrar Bandaríkjanna — um að Quebec myndi óska eftir er- lendu fjármagni og hefði engar áætlanir á prjónunum um víð- tæka þjóðnýtingu nema kannski á vinnslu asbests og skógunum.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.