Dagblaðið - 26.01.1977, Page 11
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 26. JANUAR 1977.
11
hafa sænskir ríkisborgarar.
Enda þótt þeim hafi í sumum
tilfellum verið leyft að heim-
sækja Bandaríkin sem ferða-
menn, hafa sumir þeirra haft
orðjá því að dvalarleyfi þeirra
hafi verið takmarkað mun
meira en venjulegir Svíar fá.
Einn liðhlaupanna, Wally
Couch, sem er 35 ára að aldri,
sagði að hann hefði verið í tíu
ár í bandaríska hernum og
gegnt herskyldu í Vietnam í
eitt skipti. Hann flúði til
Svíþjóðar er hann komst að því,
að senda átti hann þangað á ný.
Hann er kvæntur og vinnur
fyrir sér á sjúkrahúsi i Stokk-
hólmi. Segir hann að honum
hafi vegnað eins vel og hugsazt
geti, en bendir á, að svo sé ekki
um þá alla.
„Sumir útlaganna, sérstak-
lega þeir, sem yngri eru, vilja
án efa halda heim á leið.“
Tvískinnungsháttur
Couch bendir á, að við réttar-
höldin í Nurnberg yfir stríðs-
glæpamönnum nasista hafi
margir þeirra verið dæmdir í
fangelsi eða jafnvel teknir af
lífi fyrir það að hafa hlýtt fyrir-
skipunum yfirboðara sinna. Þá
hafi Bandaríkjamenn sagt, að
þeir hefðu átt að hlýða sinni
eigin samvizku.
„Núna, 30 árum síðar hefur
styrjöldin í Indókína orðið til
þess að sundra bandarísku
þjóðinni og jafnvel hernum
sjálfum og allir deila um, hvort
við hefðum átt að taka þátt í
henni eða ekki,“ segir Couch.
„Við sem flúðum strax, áður en
þetta varð tízkufyrirbrigði,
verðum að sitja undir ámæli og
það hjálpar okkur ekki, þótt
stjórnin lýsi því yfir nú, að
þetta hafi allt saman verið mis-
tök.
Það sem hér þarf að gera, er
að náða alla, sem komu við sögu
á tímabilinu t.d. frá 1964 til
1974. Takið eftir því, að Ford
forseti þurfti ekki annað en að
veifa töfrasprota sínum og
segja við Nixon: „Þú brauzt lög,
Dick, en það er allt í lagi.““
Lewis Simon, sem kom til
r?
Svíþjóðar árið 1969, eftir að
hafa gerzt liðhlaupi, segir að
ákvörðun Carters um að veita
takmarkaða sakaruppgjöf
beinist gegn sonum hinna vinn-
andi stétta, sem ekki höfðu
neinn annan möguleika á því að
sýna andstöðu sína gegn styrj-
öldinni í verki.
„Sakaruppgjöfin hjálpar
ekki hinum fátæku og illa
menntuðu, sem kvaddir voru f
herinn og urðu að berjast,"
sagði hann. „Þeir sem komu sér
undan herskyldu og nú hafa
verið náðaðir, voru flestir vel
efnaðir og menntaðir.
En á það er að líta, að ef
stjórnin veitir okkur fulla
sakaruppgjöf þýðir það í raun
og veru að hún virðurkennir að
styrjöldin hafi ekki átt rétt á
sér. Þess held ég verði langt að
bíða, jafnvel þótt Carter virðist
vera heiðarlegri en Nixon og
Ford.“
»-------------------------►
Ognir Vietnam-styrjaldarinnar
voru miklar og margar.
Olía frá Rússlandi
eða mjólk austan úr Flóa
Mánudaginn 10. janúar flutti
Leó M. Jónsson erindi í þættin-
um um daginn og veginn í út-
varpinu. Margt var eflaust vel
sagt og erindið ágætlega flutt,
en ég hnaut um stuttan kafla í
erindi hans, sem var á þessa
leið:
,...Og það segir ef til vill
meira en langt mál aö bensínið
sem kemur austan frá Kaspia-
hafi, rúmlega 10 þúsund
kilómetra leið, mun kosta hing-
að komið á milli 19 og 20 krón-
ur hver lítri. Islenzk mjólk
kostar nú 75 kr. hver lítri út úr
búð og með niðurgreiðslum
sennilega talsvert yfir 100 kr.
lítrinn. Lætur nærri, að manni
detti í hug annað tveggja, að
framleiðnin sé svona gífurleg í
oliuiðnaði Rússa eða óhag-
kvæmni svona yfirgengileg í ís
lenzkum landbúnaði...."
Ég átti von á því, að Leó
mundi bæta því við, að þótt
Rússar tækju ennþá minna fyrir
bensínið, þá hefðu þeir vel
fyrir kostnaði, en íslenzkir
bændur berðust í bökkum,
þrátt fyrir þetta háa mjólkur-
verð. Það verður að viðurkenn-
ast að víst samhengi er milli
verðs á olíu við Kaspiahaf og
mjólkurframleiðslu á Islandi.
Því ef verð hækkar á olíunni,
þá hækkar verð mjólkurinnar
einnig. En að öðru leyti finnst
mér þessir tveir vökvar hafa
lítiö sameiginlegt. Mér hefði
þótt nær, að Leó hefði borið
saman verðið á heita vatninu
frá Reykjum og verðið á olí-
unni, eða jafnvel athugað hvað
kalda vatnið úr krönum
mjólkurframleiðenda í Flóan-
um kostar. Ætli það sé ekki
svipað og verðið á oliunni við
lindirnar við eða I Kaspíahafi?
Afram mætti spyrja: Hvað kost-
ar mjólkin í Rússlandi eða nán-
ar tiltekið í Batum? Hver er
framleiðslukostnaður þar? Ef
framleiðni er álíka óhagkvæm
hjá mjólkurframleiðendum þar
og hér, hvers vegna gefa þeir
þá ekki börnunum olíu í stað-
inn fyrir mjólk? Nú er það
þannig að einhver kostnaður er
við olíuhreinsun og framleiðslu
á bensíni. Þess vegna hefði ver-
ið skemmtilegra að fá saman-
burð á verði sódavatns og
bensíns en sleppa mjólkinni.
Þetta er táknrænt dæmi um
lævísan áróður gegn íslenzkum
landbúnaði, sem þjónar aðeins
Kjallarinn
Agnar Guðnason
einum tilgangi, það er að koma
þvf inn hjáneytendum.að land-
búnaðarframleiðslah sé óhag-
kvæmari hér en nokkurs staðar
annars staðar. Ef þetta hefur
ekki verið tilgangurinn, þá er
erfitt að gera sér grein fyrir
hvaða ástæða liggur fyrir því,
að farið er að bera saman verð á
bensíni frá Kaspíahafi og mjólk
austan úr Flóa.
Síldin og
útflutningsbœtur
Einhvern tfma var það í
fréttatíma sjónvarpsins í l'ok
síldveiðanna á síðasta ári, að
þar voru nefndar tölur um
verðmæti sildaraflans og gefið
upp, að það væri um 1800 millj.
kr. Síðan bætti fréttamaður
við: „það er álíka stór upphæð
og varið er til að greiða með
útfluttum landbúnaðarafurð-
um héðan“. Það er engu líkara
en allar tekjur af síldveiðum
færu beint til að greiða með
kjöti eða mjólkurafurðum
vegna útflutningsuppbótanna,
Auðvitað hljóta allir að vita, að
sjómenn og útgerðarmenn
skipta með sér því, sem kemur
inn fyrir aflann upp úr sjó, eða
að minnsta kosti bróðurpartin-
um. Stór hluti þeirra tekna er
tekinn aftur í beinum og óbein-
um sköttum. Sumt af því
rennur að vísu til að greiða
útflutningsbætur, en það er þó
aldrei nema óverulegur hluti af
væri að blanda „natriumfluo-
rid“ í drykkjarvatn. En það er
miklu eitraðra en hið náttúr-
lega „kalsium-fluorid" í vatn-
inu, sem miðað var við. En
flúorinn átti snjalla áróðurs-
menn. Og 1950 snýr hópur hátt-
settra, leiðandi embættis-
manna, sem verið höfðu flúor-
andstæðingar, blaðinu alveg við
og gerist áróðurshópur fyrir
flúor.
Heilbrigðisstjórnir og opin-
bert fé opnuðu nú gáttir fyrir
„natrium-fluorid" og því var
blandað í drykkjarvatn millj-
óna. Hér er ekki rúm til að
rekja þetta mál frekar. En
ástæða er til að vekja athygli á
nokkrum atriðum og spyrja
nokkurra spurninga, þar sem
ég var einmitt nú að fá upp-
lýsingar um, að í undirbúningi
væri að flúorblanda vatn okkar
Reykvíkinga, þótt ekki leyfi ég
mér að ætla að það verði gert
án opinna umræðna, svo and-
stæðar skoðanir sem uppi eru
um flúor.
Vísindamenn og fjöldi
lækna, sem flestir eru einungis
mismunandi góðir fagmenn,
eins og fagmenn annarra stétta,
staðhæfa gildi flúors fyrir tann-
heilsu. Aðrir vísindamenn og
læknar eru á öndverðum meiði
og vara við þvi.
Hvor þessara aðila hefur
réttara fyrir sér? Ur því verður
að skera með gildum rökum,
áður en flúorblandað er vatn
eins eða neins. Þeir, sem með
þessi mál fara, verða að vita
hvað þeir eru að gera. Og al-
menningur hefur óskoraðan
rétt til að vita hvað verið er að
ákveða honum til neysiu, ef um
þvingunarneyslu er að ræða.
Þúsundir amerískra tann-
lækna voru móti flúor. Hvers
vegna? Var það af ótta við at-
vinnumissi? Eða töldu þeir
flúoráróðurinn rangan og
hættulegan?
Þyí'er haldið fram, að 1 ppm
(1 mg í lítra, 1 mg/1), sé skað-
Kjallarinn
Marteinn Skaftfelis
laus og nætilegur. Dr.
Dannegger, svissneskum efna-
fræðingi, reyndist annað. — I
„Berner Tagbiatt" (3-2-63)
skýrir hann frá því, að hann
hafi trúað á flúor og gefið
þrem elstu börnum sínum
hálfan skammt. Annað • or,
þriðja barn hans fengu flúor
fyrir fæðingu. En þegar barn
nr. 2 var 2'A árs, fékk það dökka
bletti á tennur. Og þá var flúor-
gjöf til þeirra allra hætt. Tann-
glerungur nr. 2 reyndist léleg-
ur. Og öll fengu börnin tannátu
4—5 ára gömul. Auk þess höfðu
börn 2 og 3 ofnæmi og með-
fæddan smálíkamsgalla, sem
aldrei hafði komið fyrir innan
fjölskyldunnar áður. Þau fengu
flúor fyrir fæðingu. — Fjórða
barnið fékk aldrei flúor, heldur
kalk frá því fyrir fæðingu. Það
hafði engar tannskemmdir 5
ára og hvorki ofnæmi né lík-
amsgalla.
Hann bendir einnig á skaðleg
áhrif flúors á eggjahvítuefnin
og fleira.
Hátt á annað hundrað banda-
rískra borga hafa horfið frá
flúorblöndun vatns. — Hvers
vegna? Spurningin svarar sér
sjálf.
1 te er tiltölulega mikill
flúor. í „The Complete Book of
Food and Nutriton" eftir Ro-
dale and Staff er því spurt,
hvernig á því standi, að Bretar
skuli háfa lélegar tennur, þrátt
fyrir sína rómuðu tedrykkju. —
Já, hvernig stendur á því?
Tilraunadýr hafa margar
kynslóðir verið fóðruð á að
kalla flúorsnauðu fóðri og
höfðu heilbrigðar tennur.
Magister Ottar Rygb gerði til-
raunir með rottur 1950/53.
Hann gaf þeim meðal annars
vítamín og þaramjöl, en í því er
fjöldi steinefna. Árangurinn
varð 100% heilbrigðar tennur.
Hann komst að raun um, að
strontium (þó ekki strontium
90), vanadium og sink höfðu
mesta þýðingu fyrir tennur
þeirra. — Tilraunin var eftir-
prófuð og staðfest af próf. Gey-
er við tannlæknaháskólann í
Berlín. Hann kvað vanadium
mikilvægt fyrir tann-
glerunginn. En öll eru þessi
steinefni í þaramjölinu.
1957 var birt skýrsla,
sem kennd var við „New-
burgh“ eftir 10 ára reynslu. Um
hana fjallaði nefnd lækna frá
amerísku læknasamtökunum
(House of Delegates of the
AMA). Hún taldi skýrsluna
sanna, að flúorblandað vatn
minnkaði ekki tannskemmdir,
en seinkaði þeim 1-3 ár.
Er þetta rétt? Og er það rétt
að flúor sé skaðlegur nýrna-
sjúklingum? Er það rétt að
hann sé skaðlegur hjarta- og
æðasjúklingum? Er það rétt, að
hann geti valdið ofnæmi? Er
það rétt, að hann sé skaðlegur
skjaldkirtlinum? Er það rétt að
fleiri fávitar fæðist á flúor-
blönduðu svæðunum?
Er það rétt, að frumkvöðull
flúorblöndunarinnar, dr. Cox,
kaupi flúorfritt vatn til
neyslu? (Polar Water Comp-
any).
Hafa nokkru sinni verið
gerðar samanburðartilraunir
með flúor annars vegar og kalk,
beinamjöl, strontium, vana-
dium, sink og fosfór hins veg-
ar?
Tetst flúor til næringarefna?
Hversu varanlega tannvernd
veitir hann? — Er það sannað,
að langvarandi notkun flúors, í
þeim mæli sem talinn er
óskaðlegur, sé óskaðlegur?
I flúorborginni Newburgh
nam fjölgun tannlækna 18%,
en á sama tíma nam fólks-
fjölgun 9%. I Kingston, flúor-
þessum 1800 millj. Það er ekk-
ert óeðlilegt við það, þótt ýms-
um þyki nóg um útflutnings-
bæturnar, en að reyna að læða
því inn hjá fólki, að tekjurnar
af síldveiðum hverfi í þær, er
nokkuð langt sótt.
Vonandi á eftir að verða
veruleg breyting í milliríkja-
viðskiptum með búfjárafurðir,
því þetta kerfi, sem er ríkjandi
nú, getur ekki staðið til lengd-
ar. Ef ekki verður breyting á,
þá munu fleiri þjóðir taka Svia
sér til fyrirmyndar. Þeir flytja
inn kjöt og mjólkurafurðir,
leggja á þessar vörur há inn-
flutningsgjöld, sem lögð eru í
sérstakan sjóð. Sá sjóður er
notaður til að greiða með út-
flutningi á búvöru frá Svíþjóð.
Þeir ná ekki frekar en aðrir
innlenda verðinu á þær búfjár-
afurðir, Sem út eru fluttar.
Þannig er ekki útilokað fyrir
okkur að standa að þessum mál-
um. t.d. gætum við flutt inn
smjör frá Svíþjóð, sem þeir
greiða niður með útflutnings
bótum, lagt á það innflutnirigs-
gjald sem síðan yrði notað til að
greiða með útflutningi osta til
Svíþjóðar. Hugsanlegt er að við
gætum hagnazt á því, bæði
reiknað í íslenzkum krónum og
erlendum gjaldeyri.
Agnar Guðnason
blaðafulltrúi
bændasamtakanna.
laus, sem tekin var til saman-
burðar, fjölgaði fólki á sama
tima um 1%, en tannlæknum
fækkaði um 3%. — 1 Grand
Rapids voru 100 tannlæknar
1945, er flúorblöndunin var
gerð. 10 árum seinna hafði
tannlæknum fjöigað um 77%,
en fólksfjölgun nam 8.5%. —
Bendir þetta til að tann-
skemmdir hafi minnkað með
flúornum?
Mjólk hefur verið blönduð
flúor. Það væri miklu nær
réttu. Þá hefðu allir rétt til að
velja, ef hluti mjólkur er flúor-
blandaður.
Skoðanir eru mjög skiptar.
En það eru ekki skoðanir. held-
ur blákaldar staðreyndir, sem
virða ber. Og meðan þær liggja
ekki óvefengjanlegar fyrir, er
óverjandi að flúorblanda
drykkjarvatn almennings. —
Gegn þvingunarneyslu flúor-
vatns ber að berjast.
Á undanbragðalausan, hlut-
lausan og heiðarlegan hátt
verður að færa sönnur á, að
flúor, þetta hættulega eitur-
efni, sé öðrum efnum svo miklu
betri til tannverndar, að ekki sé
álitamál að nota það.
Þetta mál ber að skoða af
fullkominni gaumgæfni og var-
úð og ræða á raunhæfan hátt.
Almenningur á rétt á, að ofan-
greindum spurningum verði
svarað án nokkurra undan-
bragða.
Síðan 20. okt. 1966 eru flúor-
töflur bannaðar ófrískum kon-
um í Bandaríkjunum — Hvers
vegna?
Marteinn Skaftfells
kennari.