Dagblaðið - 28.01.1977, Síða 6

Dagblaðið - 28.01.1977, Síða 6
6 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 28. JANUAR 1977 Erlendar fréttir REUTER ! Jumblatt hættir í pólitík Kamal Jumblatt, leiðtogi fósialistaflokksins í Líbanon liefur tilkynnt að hann ætli að draga sig í hlé og hætta setu á þingi landsins. Hefur hann sagt, að hann hafi í hyggju að flytjast af landi brott til Indlands. Jumblatt var einn hinna leiðandi manna í horgarstyrj- öldinni í landinu, sem stóð í 19 mánuði. TÉKKÓSLÓVAKÍfl: VERÐA FJÓRIR ANDÓFSMENN REKNIR IÍR LANDI í DAG? Fjórum leiðtogum andófs- manna gegn ríkjandi þjóð- skipulagi í Tékkóslóvakíu hefur verið fyrirskipað að koma til fundar við vegabréfa- yfirvöld í dag en yfirvöld þar í landi hafa hafið mikla herferð gegn þeim er þar telja sig vera að berjast fyrir auknum mann- réttindum og frjálsræði. Tveir andófsmannanna fjögurra sögðu í gær að þeir teldu þessar aðgerðir vera spor í þá átt að þeir yrðu sendir í útlegð, nauðugir. Mennirnir eru leikritaskáld- ið Pawel Kohout, fyrrum ráða- menn kommúnistaflokksins, þeir Milan Huebl og Zdenek Mlynar og einn fyrrum félagi í æðstaráði, Frantisek Krigel. Kanslari Austurríkis, Bruno Kreisky, sagði í ræðu í gær, sem talin er vera stuðningsyfir- lýsing við andófsmennina, að hann myndi sjálfur reyna að hamla gegn því að mennirnir yrðu reknir í útlegð. Sjóræningjaútvarp íKaupmannahöfn Ólögleg sósíalísk útvarps- stöð hefur hafið sendingar i Kaupmannahöfn. Er talið að sendir stöðvar- innar sé i sendiferðabifreið, eða slíku farartæki, því erfitt' hefur re.vnzt að miða hann út og er sífellt skipt um staði. Eru sendingar útvarps-' stöðvarinnar einungis síðdegis á þriðjudögum og er sent út á FM-hylgju. Ródesía: ÞUSUNDIR MANNA KVADDIR í HERINN Þúsundir hvítra Ródesíubúa munu verða kvaddir í herinn í dag til þess að verjast hugsan- legum innrásum svartra manna inn í landið frá Mosambique. í gærdag fékk Ian Smith stuðningsyfirlýsingu flokks síns vegna þeirrar yfirlýsingar hans að hann vilji sjálfur semja við svarta menn í landinu. Reg Cowper, varnarmála- ráðherra landsins, sagði að nauðsynlegt væri að grípa til þessara herkvaðninga þar eð sumar deildir hersins væru orðnar mjög liðfáar og gætu ekki hamlað gegn vaxandi skæruliðastarfsemi við landa- mærin að Mosambique. Allir sem vettlingi geta vaidið meðal hvitra manna í Ródesíu hafa nu verið kvaddir til herþjónustu. •dJTSALA - MÁLNING - ÚTSALA - MÁLNING - ÚTSALA - MÁLNING krónur Þetta er verð pr. lítra á plastmálningu nú næstu daga. Til í ýmsum Ijósum litum—einnig hvítt. Stórlækkað verð til hagræðis öllum þeim sem eru að BYGGJA BREYTA eða BÆTA Lítið við í Litaveri — það borgar sig Hreyfilshiísinu, Grensásvegi 18 ÚTSALA - MÁLNING - ÚTSALA - MÁLNING - ÚTSALA - MÁLNING3*

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.