Dagblaðið - 28.01.1977, Side 8

Dagblaðið - 28.01.1977, Side 8
8 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 28. JANtJAR 197t „Flúor gæti valdið fósturláti” Engin ákvörðun tekin um að setja f lúor í Gvendarbrunna Það getur verið stórhættu- legt að blanda flúor við drykkj- arvatn nianna, ef marka má grein í danska blaðinu Berl- ingske Tidende sl. mánudag. Segir þar að í kjölfar um- ræðna um að blanda flúor við drykkjarvatn, hafi víða um heim, komið í ljós, að flúorinn getur verið skaðlegur heilsu- fólks. Konur sem starfa á lækna- skurðstofum, eiga meira á hættu en aðrar að missa fóstur. Hefur athugun á þessu nýlega verið gerð í Danmörku, að sögn danska blaðsins og víðar hafa áður verið gerðar athuganir á þessu atriði. Astæðuna fvrir þessari háu fósturlátstíðni, segja bandarískir og rússneskir vísindamenn vera flúorsam- setningu í nýjum deyfilyfjum. Engin ákvörðun hefur verið tekin um að blanda flúor i drykkjarvatn Reykvíkinga, þótt það hafi verið til umræðu af og til um nokkurra ára skeið. Þótt ákvörðun yrði tekin um það í dag, að blanda drykkjar- vatn borgarbúa með flúor, gæti í fyrsta lagi orðið af því á næsta ári, að sögn Þórodds Th. Sig- urðssonar, vatnsveitustjóra í Reykjavík, en vatnsveitan myndi annast blöndunina. ,,Til þess að hægt sé að blanda flúor í drykkjarvatn allra borgarbúa, þarf að vera til aðalæð, sem allt drykkjarvatn fer I gegnum,“ sagði Þóroddur er fréttamaður blaðsins ræddi þetta mál við hann. ,,Sú æð er ekki fyrir hendi ennþá, en það er rétt að stefnt er að því, að þessi möguleiki verði fyrir hendi. Ekki aðeins svo hægt sé að blanda flúor saman við, heldur þarf að vera hægt að mæla drykkjarvatnið á ýmsan hátt og komast í aðalæðina. Þá er þetta tiltölulega einfalt mál og niá Setja flúorinn i vatnið ýmist með vökva eða dufti,“ sagði Þóroddur Th. Sigurðsson. -ÓV Njótið birtu í skammdeginu. Einnig mikiö úrval minni heimilistækja. (Hrærivélar, brauðristar, grill, kaffikönnur, hraðsuöukatlar, straujárn, krullujárn, hárþurrkur, rakvélar o.þ.u.l.). Komiö til okkar þegar þér hafið leitað annars staðar. /A A A A. Ól a Jóri Loftsson hf. Hringbraut 121 Sími 10600 Lrfsleiði? — ekki aldeilis! Einhverjir spekingar hafa miklar áhyggjur af þeim mörgu þúsundum, sem byggja Breiðholt- ið, innanvert við Reykjavík. Finnst þessum mönnum mörgum hverjum, að í Breiðholtinu ríki mikil eymd og vesöld, þar sé ekk- ert mannlegt að finna við um- hverfið, þar fái mannlíf vart þró- azt á þann veg sem því beri. Hvað um það? Þessi ungmenni virðast njóta lífsins eins og vera ber, kætast og eiga góða daga í góðum félagsskap. Hitt er svo annað mál, að Iengi má gott bæta. 1 Breiðholti hafa margar fjöl- skyldur eignast góð híbýli, — og síðan verða íbúarnir sjálfir með tilstyrk borgaryfirvalda að skapa hið mannlega og skemmtilega um- hverfi og líf, sem gerir hverfið gott hverfi til að lifa í. — DB- mynd Sv. Þormóðsson. Lögreglumannafélag Suðurnesja: Stjórnin sprakk á stuðningi við Hauk Stuðningsyfirlýsing sú sem stjórn og trúnaðarmannaráð Lög- reglufélags Suðurnesja sam- þykkti og sendi úl, vegna máls Ifauks Guðmundssonar rannsókn- arlögreglumanns, varð stjórn fé- lagsins að falli. Kröfðust 47 fé- lagsmenn L.S. að haldinn yrði al- mennur félagsfundur um málið og á þeim fundi varð sprengingin. í tilkynningu félagsins um þann fund, segir orðrétt: „Sunnudaginn 23. janúar 1977 var, að kröfu 47 félagsmanna, haldinn fundur í Lögreglufélagi Suðurnesja, vegna yfirlýsingar stjórnar- og trúnaðarmannaráðs félagsins, og samskipti við fjöl- miðla þar að lútandi, svo og bréf sömu aðila til Jóns Eysteinssonar, lögreglustjóra í Keflavík, dags. 14. janúar s.l., um sama málefni. Fundurinn krafðist þess, að formaður og þeir stjórnar- og trúnaðarmannaráðsmeðlimir, sem undir yfirlýsinguna og bréfið rituðu, segðu þegar af sér. Kjörin' var bráðabirgðastjórn til þess að stjórna félaginu fram að aðalfundi. Fundurinn leggur áherzlu á, að stjórnir félagsins birti ekki yfir- lýsingar eða samþykktir í fjöl- miðlum, nema um þær hafi verið fjaliað á félagsfundi." Fráfarandi formaður félagsins er Skarphéðinn Njálsson, en for- maður bráðabirgðastjórnarinnar er Gústav A. Bergmann, lögreglu- þjónn á Keflavíkurflugvelli og ritari er Hjalti Sigurðsson. -ASt. Verkafölk og álögurnar Skagamenn vilja alls ekki bíða „Þrátt fyrir að sannað sé að afkoma atvinnuveganna hefur verulega batnað og þjóðartekjur aukizt, hefur kaupmáttur launa nraðminnkað," segja félagar í Verkalýðsfélagi Akraness. Á fundi i félaginu var samþykkt ályktun, þar sem skorað er á ASÍ og Verkamannasambandið að mæta þessari þróun með „raun- hæfum aðgerðum, án tillits til þess að tími kjarasamninga er ekki útrunninn." „Verkafólk getur ekki beðið lengur eftir kjarabótum til að mæta hinum gegndarlausu álög- um stjórnvalda," segja verka- menn í Verkalýðsfélaginu þeirra á Skaganum. -JBP-

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.