Dagblaðið - 28.01.1977, Page 17

Dagblaðið - 28.01.1977, Page 17
DAUBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 28. JANUAR 1977 JL£ (Norðaustanátt um allt land. 5—6 vindstig á annesjum fyrir noröan og éljagangur en bjartara veður sunn- anlands og heldur hægari vindur. Frost um allt land. Víða 5—10 stiga frost á láglendi. Andlat Br.vnjólfur Jóhannesson lézt 21. jan. Hann fæddist að Litlu-Selja- klöpp i Hrísey 8. nóv. 1891. Foreldrar hans voru Jórunn Jóhannsdóttir og Jóhannes Jörundsson. Konu sinni, Sigur- veigu Sveinbjarnardóttur, kynnt- ist Brynjólfur á Árskógsströnd- inni þar sem hann ólst upp. Þau hjónin settust að í Hrísey og varð átta barna auðið: Jórunn. Ásta, Jóhannes (sem lézt fulltíða ntaður), Sigtr.vggur, Sigurður. Hallfríður, Sóley og Fjóla. Árið 1948 flutti Brynjólfur ásamt konu sinni til Re.vkjavíkur en hún lézt þar tveimur árum síðar. Brynjólf- ur stundaði sjómennsku og var sjómaður alla sína tíð. Ingibjörg Jónsdóttir lézt 23. jan. Hún fæddist að Álfhólum í Land- eyjum 20. júlí 1887. Foreldrar hennar voru Sigríður Sigurðar- dóttir og Jón Nikulásson. Arið 1920 giftist hún Inga Gunnlaugs- syni frá Kiðjabergi í Grímsnesi. Þau fluttust til Danmerkur árið 1920 þar sem Ingi hafði verið við nám. Eignuðust þau sitt fyrsta barn, Sigurð, þar. Árið 1922 flutt- ust þau heim og hófu búskap að Bergþórshvoli í Landeyjum og bjuggu þar til 1925. Fluttu þau þá að Vaðnesi i Grímsnesi, þar sem þau bjuggu í tuttugu ár. Þeim var fjögurra barna auðið og eru þau öll á lífi. Þau eru: Sigurður. Gunnlaugur, Sigurjón og Soffia. Inga lærði karlmanna- fatasaum í Reykjavík. Ingibjörg verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju í dag kl. 13.30. Guðbjörn Júlíus Pétursson, Arnarhóli, V-Landeyjum, lézt í Landakotsspítala 27. jan. Asgeir Stefánsson lézt á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 25. jan. Kvenstúdentafélaq íslands Hádegisverðarfundur verður naldinn laugar- daginn 29. jan. f Lækjarhvammi. HótelSögu og hefst borðhaldið kl. 12.30. Fundarefni: Ingibjörg Benediktsdóttir. sakadómsfulltrúi. fræðir um nokkur atriði varðandi áfengisíög- gjöfina og framkvæmd hennar. Stjórnin. Tónleikar í Evrarbakkakirkju. Næstkomandi sunnudag 30. jan. eru eitt hundrað ár liðin frá fæðingu Sigfúsar Einars- sonar, tónskálds. Sigfús var eins og kunnugt er, einn af frumherjum í tónlistarmálum á Islandi og hefur skilið eftir sig mikinn fjölda' tónsmíða. Sigfús var fædddur og uppalinn á Eyrar- bakka. Því er ákveðið að afmælis hans skuli minnast þar á sunnudag. Tónleikarnir hefjast í Eyrarbakkakirkju á vegum safnaðarins kl. 4 e.h. Sóknarprestur- inn, sr. Valgeir Ástráðsson, mun flytja ávarp, Sigrún Gísladóttir, dagskrárstjóri, flytur er- indi um Sigfús Einarsson. Stúlknakór og Kirkjukór Eyrarbakkakirkju munu syngja. Elísabet Erlingsdóttir syngur einsöng og dr. Hallgrímur Helgason mun leika einleik á fiðlu við undirleik Glúms Gylfasonar. Organ- isti kirkjunnar, Rut Magnúsdóttir, mun einn- ig leika á orgel. öll tónlistin sem flutt verður, er eftir Sig- fús Einarsson. Aðgangur að tónlcikunum' verður ókeypis. Hoogoven-skákmótið íWijk aan Zee: Sosonko og Geller efstir og jafnir — Friðrik og Guðmundur gerðu báðir jafntefli ílokaumferðinni 4. Kurajika: 7 vinningar 5. Friðrik: 6 vinningar 3. -9. Nikolac, Miles, Kavalek, Böhm: 5 vinningar 10. Guðmundur: 4 vinningar 11. Ligterink: 3 vinningar 12. Barczay: 2'A vinningur. -BS Sovétmaðurinn Geller vann Júgóslavann Nikolac eftir langa og harða viðureign í loka- umferð skákmótsins í Wijk aan Zee. Þar með tryggði hann sér 8 vinninga og er þannig í 1.-2. sæti ásamt Hollendingnum Sos- onko. Friðrik gerði jafntefi við Kavalek, og Guðmundur við, Böhm. Lokastaðan í mótinu er þessi: 1.-2. Sosonko og Geller: 8 vinn- ingar. 3. Timman: l'A vinningur Hóskólatónleikar Fjórðu Háskólatónleikar vetrarins verða Áaldnir í Félagsstofnun stúdenta við Hring- braut, laugardaginn 29. jan. 1977 og hefjast kl. 17 e.h. Ragnheiður Guðmundsdóttir, söngkona, og Ólafur Vignir Albertsson, pianóleikari, flytja sönglög eftir Grieg, Sinding, Cyril Scott og Tchaikovsky. Þau flytja m.a. lagaflokkinn Haugtussa eftir Grieg, við kvæðið Arne Gar- borg. í þessum kvæðadálki segir frá skyggnri sveitastúlku í Noregi. Bjarni Jónsson frá Vogi þýddi kvæðabók Arne Garborgs og nefndi hana Huliðsheima. Grieg gerði lög við átta kvæði úr bókinni. Aðgangur er öllum heimill. Sovézkar kvikmyndir Á næstu vikum og mánuðum efnir félagið t MÍR, menningartengsl Islands og Ráðstjórn- arríkjanna, til sýninga fyrir almenning á nokkrum sovézkum kvikmyndum, gömlum og nýjum. Verður fyrsta sýningin í Laugarás- bíói, laugardaginn 29. janúar kl. 13.30. Sýnd verður ein kunnasta kvikmynd, sem gerð hefur verið í Sovétríkjunum síðustu árin: „Og hér ríkir kyrrð í dögun“ (A sori sdés tikhíe). Leikstjóri er Stanislaf Rostotskí. Kvikmyndin er byggð á samnefndri skáld- sögu eftir Boris Vasilíéf. Sagan gerist á dög- um síðari héimsstyrjaldarinnar, í maímánuði 1942 og segir frá fimm ungum konum, sem gegna herþjónustu í loftvarnarsveit að baki víglínunnar í Rússlandi og liðþjálfa þeirra, sem er karlmaður. Þau sex eru send frá bækistöðvum sínum, inn í skóginn til að leita þar uppi og hefta frekari för þýzkra fallhlíf- arhermanna, sem lent hafa í sovézku landi. Kvikmyndin ,,Og hér ríkir kyrrð í dögun“ var gerð árið 1972 og hefur hlotið góða dóma þar sem hún hefur verið sýnd. Nú sáu þeir sdl á Eskifirði: SÓLARKAFFI0G PÖNNUKÖKULYKT „t dag ilmar allur Eskifjöróur af pönnukökum og óvenjulega góðum rjóma frá Egilsstöðum," sagði Regina Thor, fréttaritari Dagblaðsins á Eskifirði. „Sólar- kaffi er nú drukkið í hverju húsi. Við sjáum sólina hérna fyrst hinn 13. janúar, ef loft er þá óskýjað. En hér hefur verið þungbúið loft þangað til í dag að blessuð sólin skín,“ sagði Regína. Vinna byrjaði aftur í gær í Hraðfrystihúsinu á Eskifirði en þar var ekki vinnufært á mánu- dag og þriðjudag vegna rafmagns- bilunar. Nú gengur loðnubræðslan vel. Hún stöðvaðist um eina klukku- stund í nótt vegna viðgerðar. Um hana vissi verkstjórinn fyrirfram svo að ekki kom að sök. Tveir bátar lönduðu í dag, Sigurður RE 600 tonnum og Eld- Ekid á hjólhýsi Ekið var á hjólhýsi í heim- keyrslu við Hiíðarveg 20 í Kópa- vogi í gær, sennilega á tímabilinu milli kl. 1 og 3 síðdegis. Biður Iögreglan hugsanlegasjónarvotta að hafa samband við lögregluna sem fyrst. borgin 450 tonnum og getur verk- smiðjan ekki tekið á móti meiru eiris og er. „Já, nú er gott að þeyta rjóm- ann frá Egilsstöðum, allt annað en jólarjóminn," sagði Regina, „og blessuð loðnulyktin finnst ekki fyrir kaffi- og pönnukjiku- ilminum.“ BS. Athugasemd: Flóttinn ekki skipulagður „utan vallar” Alvarleg missögn var í frétt á bls. 17 í blaðinu í gær, Sagði að afar líklegt væri að flótti Christophers Barbars Smith úr fangageymslunni á Keflavíkurflugvelli hefði verið skipulagður utan vall- ar. Þetta átti að sjálfsögðu að vera utan fangelsisins. DB biðst velvirðingar á þess- ari missögn. -ÓV. Iðnaðarhúsnæði Iðnaðarhúsnæði óskast, helzt með sýningarglugga. Uppl. ísíma 17950og eftirkl. 7 í síma 20397 DAGBLAÐIÐ ER SMÁAUGLÝSINGABLAÐIÐ SIMI27022 ÞVERHOLTI 2 i Til sölu i Tveir rafmagnsþilofnar til sölu mjög ódýrt. Uppl. í síma 52397. Til sölu som nýtt Linguafón-námskeið í ensku. Uppl. í síma 37396. Sjónvarp, springdýnur, sófasett, uppþvottavél til að hafa á borði og páfagaukur og búr til sölu. Uppl. í síma 33950. Til sölu fr.vstikista, 380 lítra, á kr. 90 þús„ og borð- stofuhúsgögn á 350 þús. Uppl. í síma 16680. Oska eftir ísskáp og kommóðu. Til sölu á sama stað 5 hansahillur og 1 skápur. Uppl. í síma 32169. Til sölu vel með farin 4ra hellna Rafha eldavél með hitahólfi. Ennfremur tvöfaldur eldhúsvaskur úr stáli með borði. Uppl. í Síma 35120 eftir kl. 18. 3ja sæta sófi og eldhúsborð til sölu. Uppl. í síma 21926. Búsióð til sölu, vegna flutninga 72641. úr landi. Sími

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.