Dagblaðið - 07.02.1977, Síða 1

Dagblaðið - 07.02.1977, Síða 1
9 rTÍTSTJÓRN SÍÐUMtJLA 12, SlMI 83322. AUGLVSINGAR OG AFGREIÐSLA, ÞVERHOLTI 2, SÍMI 27022. Þjóðverjar eftir töpin: — Afsakanir á reiðum höndum: ,, Wð vorum banhungraðir” —svo var þetta bara B-lið sjá íþróttir á bis. 13,14,15,16 og 17 Hpp*r - i / ■ 1 »■ A. 1J ' i -m': w v jjgg§§ f 1 i m x- SNJÓRINN Það er naumast hægt að segja að ibúar á Suðvesturlandi hafi orðið varir við snjó i vetur. Nyrðra hefur aftur á móti orðið vart við hann og síðustu daga hefur honum kyngt niður. Hér eru börn að leik á Akureyri í gærdag. (DB-mynd Friðgeir Axf jörð) Guðmundur H. Garðarsson lýsir andstöðu við skattaf rumvarpið: VILL AÐ HJÓN HAFIÞRJÁR MILUÓNIR SKATTFRJÁLSAR „Mér finnst þetta frumvarp stórgallað, sérstaklega að þ'ví leyti. að uppbygging þess miðast fyrst og fremst við að tryggja ríkinu tekjur á grund- velli þeirrar miklu skattabyrði, sem nú þegár er á þorra lands- manna. 1 stað þess hefði meginforsenda umbyltingar í skattamálum átt að vera að minnka skattbyrðina almennt með þar af leiðandi samdráttar- áhrifum í opinbera geiranum.1' Þetta sagði Guðmundur H. Garðarsson alþingismaður (S) um skattafrumvarpið í viðtali við DB í gær. ,,Ég tel að frumvarpið nái alls ekki tilgangi sínum gagn- vart hjónum, sem slíkum, á sama tíma og það rýrir mjög stöðu annarra," sagði Guðmundur um „sérsköttunar- þátt" frumvarpsins. „Það er mín skoðun að á þessu stigi eigi að brcvia skattalögum svo að skattstigum sé breytt. Ég legg ti! að hjón og einstæðir foreldr’ ar greiði ekki tekjuskatt af 3 milljóna tekjum, en af því sem fram yfir er skuli reikna 30 prósent. Varðandi einstaklinga þá greiði þeir ekki tekjuskatt af 2 milljónum en 30% reiknast af því sem fram yfir það er. Það er talað um að einfalda og mér finnst þessi aðferð mun einfaldari en það sem sett er fram í frumvarpinu." „Brot á friðhelgi eignarréttar sam- kvœmt stjórnarskrá“ Guðmundur sagði að með breytingu vaxtafrádráttar í vaxtaafslátt væri greinilega um verulega skerðingu að ræða. Samkvæmt núgildandi lögum jafngilti vaxtafrádráttur 40% afslætti frá skatti en samkvæmt frumvarpinu yrði hann lækkað- ur í 25%. „Slík breyting mundi koma mjög harkalega niður á fólki með meðaltekjur,“ sagði Guðmundur. „Eg teí það mjög varhugavert, enda brýtur það GUÐMUNDURGARÐARSSON algerlega í bága við þá stefnu, sem ég og mínir líkar höfum barizt fyrir í áratugi um að gera fólki kleift að eignast eigin í- búðir. Ég tel að ekki eigi að skerða núverandi vaxtafrádrátt- arheimild gagnvart þessum aðilum né öðrum, sem sannan- lega nota fjármuni sína með skynsamlegum hætti til þess háttar eignam\ ndunar eða annarrar skyldrar úti i atvinnu- lífinu. Hins vegar á tvímæla- laust að setja í skattalög ákvæði um mun strangara skatta- eftirlit og þar með einnig fyrir- byggjandi ákvæði sem hindri að unnt sé að misnota frádrátt- arliði sem þennan og aðra.“ Guðmundur kvaðst andvígur ákvæðinu í frumvarpinu um, að áætla sjálfstæðum atvinnu- rekendum tekjur. „Með því að áætla tekjur er sönnunarbyrð- inni snúið við. Skattþoli verður að sýna fram á að hann hafi ekki haft tekjur. Hið opinbera getur áætlað tekjur án tillits til þess hvort eða hvaða raunveru- legar tekjur maður hefur haft. Ég tel mjög varhugavert að fara inn á þessar brautir. Þetta gæti leitt til eignaskerðingar eða jafnvel eignaupptöku, en það er að sjálfsögðu brot á friðhelgi eignarréttarins sam- kvæmt stjórnarskránn' “ „Eg vona að frumvarpió nái ekki fram að ganga." sagði Guð- mundur að lokum. -HH. — ereldurkom uppíriftubfl Fjögur ungmenni, sem voru meðal farþega í rútubil er flutti skíðafólk frá Húsavík til Akureyrar í gærkvöldi, fengu reykeitrun er eldur kom upp í miðstöð bílsins þá er hann var staddur við Garþsvik á Sval- barðsströnd. Hafði reykur borizt um bílinn um stund áður en ljóst var hvað skeð hafði. Ungmenninn sátu í aftasta sæti og voru síðust út, en nokkur hræðsla greip um sig er eldsins varð vart. Voru þau flutt með sjúkrabíl í sjúkrahús og voru þar enn í morgun. Fengu þau súrefni á leið til Akureyrar og sérstaka meðhöndlun á sjúkra- húsinu. -ASt. ísal og rafmagnsverðið: Svisslending- urinn plataði sveitamanninn! — sjá leiðara á bls. 10 Vafasamt aðauka mjögvaldsátta- semjara—nema báðiraðilarvinnu- markaðsins samþykki — sjá kjallaragrein Guðlaugs Þorvaldssonar á bls. 1041

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.