Dagblaðið - 07.02.1977, Page 5
Innflytjendur rukk-
aðir um 31 milljón
aukalega á sl. ári
— en íflestum tilfellum var um „afsakanlegan misskilning” að ræða
Rannsókn tollgæzlunnar á
röngum aðflutningsskjölum
vöruinnflytjenda á síðasta ári
leiddi til þess að aðflutnings-
gjöld hækkuðu um samtals tæp-
lega 31 milljón króna. Frá
þessu segir í fréttatilkynningu
frá tollgæzlustjóra Kristni
Ölafssyni.
„t fæstum tilfellum sannað-
ist að sviksamlegur ásetningur
hefði legið að baki röngum inn-
flutningsskýrslum." sagði
Kristinn Ólafsson í samtali við
DB. „Hér er átt við sam-
anlagða upphæð sem kom fram
Tollgæzlan: Þessir pappirar
verða að vera réttir, góði. Núll-
ið getur orðið að milljón.
í skýrslum tollvarða og leiðrétt-
ingum fleiri aðila. í flestum til-
fellum var þetta afsakanlegur
misskilningur."
Tollgæzlustjóri kvað nokkuð
algengt að reynt væri að kom-
ast hjá greiðslu fullra aðflutn-
ingsgjalda þegar um væri að
ræða búslóðir frá útlöndum.
„Fólk segir manni kannski að
öll búslóðin sé notuð en það
kemur síðan í ljós að svo er
ekki. Þá verður að telja að gefn-
ar upplýsingar hafi verið rang-
ar,“ sagði hann. „Einnig kemur
það fyrir að rpenn segjast ekki
hafa vitað betur. Þá er til það
ráð að kanna fyrri innflutning
og fyrir kemur að athugun leið-
ir í ljós að næsta sams konar
sending á undan var flokkuð
rétt.“
Með nýju tollskrárlögunum.
sem tóku gildi um áramót, er
tollgæzlunni heimilað að leggja
10% á raunveruleg innflutn-
ingsgjöld í viðurlagaskyni, jafn-
vel þótt um „afsakanlegan mis-
skilning" hafi verið að ræða.
Sem dæmi um slíkan mis-
skilning, sem orðið getur nokk-
uð dýr, má nefna gjaldkera inn-
flutningsfyrirtækis í Reykjavík
sem í ógáti missti eitt núil aftan
af töluröð í dálki. Niðurstaðan
varð því röng og rangfærslan
slapp í gegnum endurskoðun
tollsins. Kostaði þessi villa fyr-
irtækið um milljón krónur og
gjaldkerinn var kærður. Hefur
vaknað sú spurning hvort end-
urskoðunin, sem á að fara yfir
allar aðflutningsskýrslur, beri
ekki hluta sakarinnar í þessu
tilfelli.
-ÖV.
Böndinn fær að-
eins 970 þúsund
fyrir 400 dilka
— í TTkaup,? þegar allur kostnaður
hef ur verið dreginn f rá, segir
Upplýsingaþjónusta landbúnaðarins
Bóndinn heldur aðeins eftir í
„laun“ fyrir sig og fjölskyldu
sína 970 þúsund krónum f.vrir
400 dilka. segir Upplýsinga-
þjónusta landbúnaðarins. Þá
hefur verið dreginn frá allur
kostnaður sem bóndinn ber að
mati Upplýsingaþjónustunn-
ar.
Bóndi sem sendir 50 þúsund
lítra af mjólk til mjólkurbúsins
fær í kaup fyrir sig og fjöl-
skyldu sína 618 þúsund krónur
þegar kostnaður hefur verið
dreginn frá með svipuðum
hætti og i fyrra dæmi.
Með kostnaði í þessurn dæm-
um eru taldir vextir af eigin
fjármagni bóndans.
Samkvæmt verðlagsgrund-
velli er gert ráð f.vrir að fram-
leiðandinn fái um 505 krónur
fvrir hvert kíló af dilkakjöti og
205 krónur fvrir kílóið af gæru.
Þessir peningar renna þó ekki í
buddu bóndans.
Miðað við 15 kílóa skrokk
greiðir nevtandinn 10.440 krón-
ur og niðurgreiðslur eru 1.830
krönur.
Hið raunverulega verð í smá-
sölu er þvi 12.270 krónur þegar
niðurgreiðslunum hefur verið
bætt við.
Áður en sést hvað framleið-
andinn fær greitt verður að
draga frá kostnað við slátrun og
heildsölu. sjóðagjöld, flutnings-
kostnað og söluskatt. Þetta eru
santtals 4.200 krónur fyrir
skrokkinn og eru þá eftir handa
framleiðandanum 8.070 krónur.
Síðan er í bréfi Upplýsinga-
þjónustunnar dregið frá það
sem ætla má að sé kostnaður
bóndans við framleiðsluna. Þar
vegur áburður þyngst og síðan
kjarnfóður. Þessi kostnaður er.
í dæminu metinn á 4.761 krónu.
Síðan bætir Upplýsingaþjón-
ustan við þennan kostnað 1.179
krónum sem vöxtum af eigin
fjármagni bundnu í búinu. Þeg-
ar þessi kostnaður hefur verið
dreginn frá því sem bóndinn
fær eru eftir í „kaup“ 2.130
krónur fyrir 15 kílóa skrokk-
inn.
Bætt er við því sem hann fær
fyrir gæru og slátur og samtals
verða „launin" í þessu dæmi
Upplýsingaþjónustunnar 2.425
krónur f.vrir dilkinn. Ef sleppt
er vöxtum af eigin fjármagni
fær bóndinn, þegar allur kostn-
aður hefur verið greiddur.
3.767 krónur.
Jakki úr mokkaskinni
Stuttur jakki úr mokka-
skinni, ætlaður kvenfólki. er
seldur út úr verzlun á 45.500
krónur. Feldskerinn notar i
þessa einu flík sex gæruskinn,
sem hann greiðir fyrir 17.500
krónur. segir enn fremur í
bréfi Upplýsingaþjónustu land-
búnaðarins. Söluskattur er
7.580 krónur en bóndinn fær
f.vrir skinnin 3.600 krónur.
Neytandinn greiðir 75 krón-
ur fvrir mjólkurlítrann. Niður-
greiðslur á lítra nema um 37
krónum svo að raunverulega
kostar lítrinn um 112 krónur.
Upplýsingaþjónustan dregur
síðan frá vinnslu- og dreifingar-
kostnað, hyrnugjald, sjóða-
gjöld. flutningskostnað og
fleira og fær út að bóndinn eigi
að fá 70 krónur fyrir hvern
lítra.
Siðan segir að bóndinn fái
aðeins rúmlega 29 prósent af
þeirri upphæð sem mjólkur-
samlagið greiðir honum, þegar
frá hafi verið dreginn allur
kostnaður við mjólkurfram-
leiðsluna
Kostnaðarliðir gera samtals
rúmlega 52 krónur á lítrann. Þá
á bóndinn eftir rúmar 20 krón-
ur á lítra í „laun“.
Séu einnig teknir með vextir
af eigin fjármagni, sem bundið
er í búinu, á bóndinn aðeins
eftir rúmar 12 krónur fyrir
hvern mjólkurlítra sem hann
sendir til mjólkurbúsins, segir í
bréfi Upplýsingaþjónustu land-
búnaðarins. -HH
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 7. FEBRUAR 1977.
BUMUIÍMIR
Heimilisfang:
Sími:........
Nafn:
og það ekki að ástæðu-
lausu því að þær samræma
fallegt útlit og fjölbreytni
í útfærslu.
Og meira til - þær er auð-
velt að þrífa og þær end-
ast vel.
Spyrjið, hringið eða skrif-
ið og biðjið um litmynda-
bækling. Við tökum mál,
skipuleggjum og teiknum
- ykkur að kostnaðarlausu.
Við gerum einnig tilboð
án skuldbindinga af ykkar
hálfu.
Þið getið því sjálf - eða •
með okkar aðstoð - uppfyllt
óskir ykkar um góðar eld-
húsinnréttingar á hagstæðu
verði.
ttAGIr
Suðurlandsbraut 6, .Verslunin Glerár-
Reykjavík. götu 26, Akureyri
Sími: (91) 84585. Sími: (96) 21507.
Nýr litmyndabæklingur.
Óska eftir bæklingi með upplýsingum um Haga framleiðsluvörur.