Dagblaðið - 07.02.1977, Qupperneq 8
8
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 7. FEBRUAR 1977.
Lögreglan um helgina... Lögreglan um helgina... Lögreglan um helgina... Lögreglan um helgina...
ÍSINN KRINGUM
Þótt ísinn virðist traustur geta
víða leynzt hættur. Þvíerfólk
eindregið varað við þeirri ævin-
týramennsku að fara út á ísinn.
Ljósm. Bjarnleifur.
KÓPAVOG ER
VARHUGAVERDUR
Talsvert er um það, aó sögn
Kópavogslögreglunnar, að fólk
álpist út á ísinn á Kópavogi,
Arnarvogi og við Nauthólsvík.
tsinn virðist vera nokkuð
traustur en er mjög varhuga-
verður þar sem stórstreymt er
um þessar mundir og vilja því
vakir myndast upp við landið.
Engin alvarleg vandræði
hafa orðið ennþá vegna þessa
flans. Þó hefur það komið fyrir
að unglingar hafi orðið að stikla
á jökum i land. Þá gerðist þaö
fyrir nokkrum dögum að ein-
hverjir féllu í sjóinn en voru
dregnir á þurrt af félögum sín-
um.
Kópavogslögreglunni berast
oft upplýsingar frá fólki, bæði í
Kópavogi og á Arnarnesi, um
að fólk sé Uti á ísnum. Enn
hefur þó ekki komið til kasta
lögreglunnar að bjarga fólki i
land.
Vegna þessa vill lögreglan í
Kópavogi beina þeirri ein-
dregnu áskorun til fólks að
vera ekki að flana Ut á ísinn og
jafnframt að banna börnum
sínum að leggja Ut í slíka ævin-
týramennsku.
-at-
Stöðugt hesta-
stússhjá
Árbæjarlögreglu
„Við höfum alltaf nóg að
gera í hestastUssinu," sagði lög-
reglumaður á Árbæjarstöðinni
í gær, er DB leitaði þar frétta.
,,Það ber talsvert á því að eig-
endurnir passi ekki hestana
nógu vel og svo þurfum við að
vera að hirða þá Ur hUsagörðum
þar sem þeir hafa skemmt
trjágróður og annað.“
Lögreglumaðurinn sagði að
Akranes:
Óká
Ijósastaur
— ökumaður grunaður
um ölvun viðakstur
_ Bifreið stórskemmdist á
Akranesi á sunnudagsmorgun-
inn, er hUn lenti á ljósastaur á
Garðabraut. Fimm manns voru
í bílnum. Farþegarnir sluppu
órneiddir en bílstjórinn skarst’
á neðri vör og varð að sauma
hana saman.
Grunur leikur á að bílstjór-
inn hafi verið undir áhrifum
áfengis. -AT-
hestaeigendur leyfðu dýrum
sínum að ganga Uti þegar veðr-
ið er gott. Hins vegar vildi það
alltof oft brenna við að girðing-
arnar væru ekki nógu góðar og
hestarnir slyppu því auðveld-
lega Ut.
-AT-
4 ÖLVAÐIR
VIÐ AKSTUR
í KÓPAVOGI
— annars róleg helgi
um allt land
Fjórir ökumenn voru teknir
fyrir meinta ölvun við akstur í
Kópavogi aðfaranótt sunnu-
dagsins. Að sögn Kópavogslög-
reglunnar er það með því mesta
sem gerist á einni nóttu.
Að öðru leyti ber lögreglunni
um allt land saman um að
helgin hafi verið óvenju róleg
— ekki sízt þegar miðað er við
að nU er mánuður nýbyrjaður.
og fólk hefur yfirleitt Ur nógum
peningum að moða.
-AT-
—ilTAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER—
Stór rýmingarsala
á veggfóðri
Verð f rá kr. 300 rúllan
Þetta gerum við þeim til hagræðis
sem eru að:
BYGGJA - BREYTA - BÆTA
Lftið við íLitaveri, það
hefur ávailt borgað sig
minif
Hreyfilshúsinu, Grensásvegi 18
I
- LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER -
LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER